Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Fimmtudagur 3. apríl 1986 74. tölublað 51. órgangur PJOÐVIUINN Flugstöðin Miðneshreppur kærir Miðneshreppur hefur kært auglýsingu deiliskipulags að j'lugvallar- svœðinutilfélagsmálaráðuneytis. Enginn úrskurður enn. Agreiningur í skipulagsstjórn Við höfum kært þá ákvörðun til félagsmálaráðuneytisins, að láta flugvailarstjórann á Keflavíkur- flugvelli auglýsa deiliskipulag að flugstöðvarsvæðinu, sem er óumdeilanlega innan lögsögu Miðneshrepps, sagði Elsa Krist- jánsdóttir oddviti Miðneshrepps í samtali við Þjóðviljann í gær. Deiliskipulag að flugstöðvar- reitnum var auglýst í janúar í nafni flugvallarstjórans á vellin- um, án þess að hreppsnefnd Miðneshrepps fengi ráðrúm til þess að fjalla um málið. Þessu var þegar mótmælt bæði af Miðnes- hreppi og stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Málið hefur komið til umræðu í skipulagsstjórn ríkisins, en hefur enn ekki komið til afgreiðslu þar. Fram hafa komið tvær tillögur, sem annars vegar gera ráð fyrir að þarna hafi orðið mistök og því beri að auglýsa skipulagið að nýju í nafni skipulagsstjórnar, en hins vegar að ekkert hafi verið óeðlilegt við þessi vinnubrögð og ekki þörf á að aðhafast frekar í málinu. Ef fyrri tillagan nær fram að ganga í skipulagsstjórn má gera ráð fyrir að deiliskipulagið verði borið undir kjörna fulltrúa Miðneshrepps. í félagsmálaráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar í gær að mál þetta væri í skoðun, og ekki vitað hvenær úrskurðar væri að vænta. Elsa Kristjánsdóttir sagði í gær að Miðneshreppur væri stað- ráðinn í að sækja sinn rétt í þessu máli. „Þetta er aðeins eitt dæmi um erfiða sambúð við vamar- málaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, sem virðist líta á þetta svæði sem ríki í ríkinu," sagði Elsa . —gg Norræna húsið Rifbjerg til landsins Danski rithöfundurinn Klaus Rifbjerg kemur fram á danskri bókakynningu í Norræna húsinu á sunnudag, les Ijóð og ræðir um bókaútgáfu í Danmörku. Rifbjerg er einna þekktastur núlifandi danskra rithöfunda og skrifað býsn ýmisskonar bóka. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1979 fyrir Anna Cjeg) Anna, sem ein bóka hans hefur verið þýdd á íslensku. Hann er nú forstjóri Gyldendal- útgáfunnar í Danmörku. Lögreglumenn 50 hættir Yfir300 eða helmingur allra lögreglumann ílandinu hafa sagt upp störfum. Enginnfundur boðaður í kjaraviðrœðunum. Einar Bjarnason: Viljum komast hjá óhóflegum vinnutíma. Viljum meiri menntun. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar: Engin Um 50 lögreglumcnn í Reykja- vík hafa hætt störfum síðustu 16 mánuði og yfir 300 hafa sagt upp störfum nú á öllu landinu eða ríflega helmingur alira starfandi lögreglumanna, sagði Einar Bjarnason formaður Lögreglu- þjónaféiags Reykjavíkur og vara- formaður Landssambands lög- reglumanna í samtali við Þjóð- viljann í gær. Einar kvað ástandið víða vera slæmt vegna uppsagna, svosem í Keflavík, Isafirði, Sauðárkróki, Borgarnesi og víðar. Einar kvað kröfur þeirra í sérkjarasamning- unum ekki þurfa að fela í sér mik- inn kostnaðarauka fyrir ríkið. Menn mættu ekki gleyma því, að það væri fokdýrt að ala upp fólk, sem fer svo eftir tveggja til fimm ára starfsreynslu. Einar Bjarnason kvað vinnu- tímann mjög óhóflegan og að lög- reglumenn yrðu að geta lifað af dagvinnutekjum. Þess vegnaværi gerð krafa um hærri tekjur fyrir venjulegan vinnudag. Þá væru gerðar kröfur um meiri menntun, enda væru íslendingar langt á eftir öðrum Norðurlandabúum í því efni, ekki síst reyndi á mannleg samskipti og þekkingu lögreglumanna í því sambandi. Meðal yfirvinnutími lögreglu- manna er um 100 tímar á mánuði og fer oft langt upp fyrir það. Byrjunarlaunin eru ríflega 20 þúsund krónur á mánuði, en óbreyttir lögreglumenn geta komist upp í 30 þúsund króna mánaðarlaun fyrir dagvinnu eftir 18 ára starf, sagði Einar Bjarna- son. -«g Lögreglumenn fyrir utan Hverfisgötu í gær. Sigurður, Baldvin, Erlendur og Einar Karl. Þeir hafa allir sagt upp störfum. Mynd: E. Ól. Sjá leiðara bls. 4 Námsmenn Noirænn stuðningur Stúdentahreyfingar á Norðurlöndum: Fullur stuðningur við baráttuna í lánamálum Á þingi NOM, norrænna stúd- entahreyfinga, sem haldið var í Stokkhólmi nýlega var samþykkt einróma stuðningsyfirlýsing við baráttu íslenskra námsmanna í lánamálum. Þingið sóttu fulltrúar frá öllunt Norðurlöndunum. Stuðnings- yfirlýsingin er á þessa leið: “Allar stúdentahreyfingarnar á Norður- löndum lýsa yfir fullum stuðningi- við baráttu íslenskra stúdenta gegn hugmyndum um niðurskurð á námslánakerfinu sem fram hafa kontið. Námslánakerfið á íslandi ætti að tryggja að allir eiga að geta hafið og stundað nám óháð efnahag. Látið ekki skammsýni ráða ferðinni. Stúdentar, standið vörð um jafnrétti til náms.“ —gg Rútubílstjórar Krefjast samræmingar Bifreiðastjórafélagið Sleipnir krefstsamrœmingar á launum langferðabílstjóra og steypubílstjóra. Daníel Óskarsson: Ekki herskáar kröfur. Laun ná ekkifátœkramörkum Okkar kröfur geta varla talist herskáar, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að iaun langferða- bílstjóra eru undir fátækramörk- um. Félag sérleyfishafa hefur ekki séð ástæðu til að ræða við okkur enda þótt við höfum ítrek- að óskað eftir viðræðum, sagði Daníel Óskarsson formaður Bif- ' reiðafélagsins Sleipnis í samtali við Þjóðviljann í gær. Meginkrafa Sleipnis er sú að laun þeirra verið í samræmi við laun steypubílstjóra, en nú eru byrjunarlaun þeirra sambærileg við laun langferðabílstjóra með 15 ára starfsreynslu. Auk þess krefjast langferðabílstjórar þess að ef unnið er á stórhátíðisdögum skuli greitt tvöfalt næturvinnu- kaup, að greidd verði staðarupp- bót fyrir þá sem eru í langferðum o.fl. Byrjunarlaun langferðabíl- stjóra voru í október í fyrra innan við 18 þúsund krónur og komust hæst upp í rúmar 23 þúsund kr. Daníel sagði í gær að verkfalls- heimildar hefði þegar verið aflað og að félagið myndi leggja alla áherslu á að ná þessum kröfum fram. Kröfur voru afhentar Fé- lagi sérleyfishafa fyrir um mánuði síðan, en fundur hefur verið boð- aður hjá sáttasemjara 8. apríl. „Þetta eru hógværar kröfur, og í raun og veru engar kröfur, held- ur er þarna aðeins verið að fara fram á samræmingu á launum langferðabílstjóra og steypubíl- stjóra,“ sagði Daníel í gær. _______________________________~gg_ Grundarfjörður Góður afli frá áramótum Frá fréttaritara Þjóðviljans á Grundarfirði: Góð aflabrögð hafa verið frá áramótum. Eftirtaldir bátar sem lagt hafa upp í Grundarfírði hafa aflað frá ársbyrjun til 25. mars sem hér segir: Haukaberg SH 20 fékk 563 tonn í 59 sjóferðum. Skipanes SH 608 fékk 404 tonn í 24 túrum á net og 221 tonn af skel í 34 túrum. Farsæll SH 30 fékk í net 393 tonn í 29 túrum og 167 tonn af skel í 28 túrum. Grundfirðingur SH 12 fékk í 13 túrum á net 170 tonn og hann fór einnig 31 ferð á skel og aflaði 216 tonn af henni. Fagranes ÞH 123 fékk 278 tonn í 28 túrum á net. Frosti II ÞH 220 fékk 401 tonn í 19 túrum á net, en í 40 túrum fékk Kristján SH 23 hins vegar 205 tonn í netin. Kol- brún ÍS 267 fór 28 túra á net og fékk tæp 60 tonn. Örninn SH 66 fékk 64 tonn í 27 ferðum. Víðir KE 10L fékk hins vegar 40 tonn í 29 túrum. Fanney SH 24 fékk í níu ferð- um á net 158 tonn, og í einni ferð sem lögð var upp í Grundarfirði fékk Sigurvík SH 117 39 tonn. Skakbátar gerðu það einnig gott. Eingöngu á skel var Sóley SH 150 sem fékk 219 tonn í 31 túr. Runólfur SH 135, skuttogari Grundfirðinga, landaði að síð- ustu 599 tonnum í 8 löndunum. Rósant

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.