Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 8
MINNING brautryöjendastörf og vonar að hjúkrunarstéttin beri gæfu til að halda því starfi áfram sem frú Sig- ríður Eiríksdóttir átti svo drjúgan þátt í að móta. Dóttur frú Sigríðar, dóttur- dóttur og fjölskyldu allri er vott- uð dýpsta samúð. Ljúíc cr þar að ljúka lífsins sæld og þraut við hið milda mjúka móðurjarðar skaut. S. Th. Blessuð sé minning frú Sigríðar Eiríksdóttur. Sigþrúður Ingimundardúttir, formaður Hjúkrunarfélags Islands Sigríður Eiríksdóttir vinkona mín og samstarfsmaður um langt skeið lést á helgri stund sl. pálma- sunnudag, einmitt þá er prestur- inn hafði yfir blessunarorðin í út- varpsmessunni. Hún kvaddi þennan heim eftir langa sjúkra- húsadvöl, með ástríka einkadótt- ur sér við hlið. Þegar aldurhnigin sjúklingur hverfur úr okkar vinahópi kemur andlátið okkur ekki á óvart, en við kveðjum hana með söknuði. Samstarf okkar í félagsmálum hófst seint á árinu 1945. Þá hafði hún verið formaöur í Félagi ís- lenskra hjúkrunarkvenna í 21 ár og var orðin landskunn kona, ekki síst vegna athyglisverðra blaðagreina og snjallra útvarps- erinda um ýmis heilbrigðis- og þjóðfélagsmál. Hugðarefni sín og baráttumál setti hún ódeig fram hvar sem var og vann að fram- gangi þeirra með fylgni, ætíð hreinskilin en um leið drenglynd. A námsárunt okkar kynntumst við henni fyrst sem prófdómara og á félagsfundum. í þá daga var ætlast til að hjúkrunarnemar sæktu sem flesta félagsfundi að undanskildum þeim er urðu að taka kvöldvaktir. Það var að vissu leyti talinn liður í „uppeldi" okkar að læra um málefni stétt- arfélagsins. Samt var það varla von að nemum, sem þá unnu 6 daga vikunnar, minnst 8 klst. á dag, samtímis sínu bóklega hjúkrunarnámi, gæti fundist fundarseta eftirsóknarvert tóm- stundagaman. Ég man að það var um þetta leyti að lesa mátti í tímariti okkar að Sigríður mundi hætta sem for- maður á næsta aðalfundi félags- ins. Þetta var árið 1941, hún var búin að vinna sínu félagi vel, þurfti að sinna húsmóðurstörfum á heimili sínu og því var skiljan- legt að henni fyndist nóg komið. Heimilsstörfin, stundakennsla í Kvennaskólanum og Húsmæðra- skóla Reykjavíkur, ýmis önnur félagsstörf og áhugamálin mörgu voru í raun og veru nægileg verk- efni. Öll störf hennar fyrir hjúkr- unarfélagið voru ólaunuð, því engin búbót, en þau voru tíma- frek og öll unnin inni á heimili hennar. Bréfaskriftir voru miklar, m.a. í sambandi við útvegun á náms- plássum og stöðum, en flestar hjúkrunarkonur fóru að námi loknu utan og voru að heiman jafnvel árum saman. Þá skiptu þær gjarnan um stofnun, fóru til annarra landa, þá alltf á vegum hjúkrunarfélagsins og samkvæmt reglum Samvinnu hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum (SSN). Þegar tilkynnt var að Sigríður mundi segja af sér á næsta aðal- fundi bætti ritstjórn tímarits okk- ar við fréttina „Félagskonum er augljóst að þetta sæti ntun ekki verða auðskipað, því allar vitum við hvílík feikn frú Sigríður hefur afrekað í þágu félagsins". Það fór svo að hún varð áfrarn formaður og það næstu 19 árin. Hún sagði oft hálf afsakandi en þó með sinni eðlislægu glettni, „Ég ætlaði aldrei að vera formaður svona lengi“. Við vissum allar að hjúkr- unarfélagið var henni mjög kært og fyrst að hinir í fjölskyldunni gátu tekið því að vera í sambýli við það gat hún ekki snúið baki við félaginu. Hún hélt líka tryggð við það svo lengi sem heilsan leyfði og jafnvel lengur. Sigríður var virtur formaður en í okkar félagi, sem og öðrum, heyrast alltaf annað slagið raddir þeirra er telja sig kunna öll ráð til að snarhækka laun og bæta kjör félagsmanna á allan hátt, en taka ekki að sér að sýna í verki hvernig svo má verða. Væri það þó vel þegið ef satt reyndist, því þetta hefur reynst torleystara en marg- ur hyggur og orðið þeim til skap- raunar er vildu betur hafa gert. Sigríður naut oftast sannmælis og var vel metinn liðsmaður í mörgum samtökin hérlendis en ekki síður í Samvinnu hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum. Þar var hún mjög virk og í stjórn frá árun- um 1924-65 og formaður sam- vinnunnar árin 1939-45 (ekki frá 1935-39 eins og víða stendur í heimildaritum. Norrænt hjúkr- unarkvennaþing var haldið hér 1939 og samkvæmt reglum SSN varð hún þá formaður.) Frásagn- argleði Sigríðar var oft svo lifandi að okkur sem á hlýddum fannst við liafa verið samtíma elstu hjúkrunarkonunt á íslandi frá þeirra fyrstu tíð hérlendis. Þá stóðu þær ekki síður ljóslifandi fyrir okkar hugskotssjónum for- ustukonurnar á Norðurlöndum. Allar héldu þær lengi og vel um stjórnvölinn en voru hver með sínu móti. Ég kynntist þeim ekki að ráði á vegum SSN, nema þegar fulltrúafundir voru haldnir hér heima, en hitti þær nokkrum sinnum á alþjóðafundum. Þá fann ég glöggt hve Sigríður var mikils metin hjá SSN og að Smásagnasamkeppni Listahátfðar í Reykjavík AÐEINS VIKA TIL STEFNU Frestur til að skila inn smásögum í keppnina rennur út 10. APRÍL Um tilhögun samkeppninnar Yrkisefrti sagnanna skal sótt í íslenskt nútímalíf, en að öðru leyti hafa höfundar frjálsar hendur. S/^/73ffCwft/r' er 1<^ aíXÍ11986 ®°9urnar skulu merktar dulnefni en rétt nafn höfundar fylgja í Dómnefnd Úrslit lokuðu umslagi sem er merkt með dulnefninu og sendast í pósthólf Listahátíðar númer 88, 121 Reykjavík. smásagnasamkeppninnar skipa þau Þórdís Þorvaldsdóttir, borgarbókavörður, Stefáh Baldursson, leikhússtjóri, og Guðbrandur Gíslason, bókmenntafræðingur. verða tilkynnt við opnun Listahátíðar 1986 þann 31. maí. Stefnt er að því að gefa út bestu sögurnar í bók og er áætlað að bókin komi út á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst. Verðlaun eru mjög vegleg og verða vísitölutryggð en þau eru: 1. verðlaun 250.000.-kr. 2. verðlaun 100.000,-kr. 3. verðlaun 50.000,-kr. Aðeins ein saga hlytur hver verðlaun Norðurlandakonunum þótti svo innilega vænt um hana. Þó höfðu þær allar mjög ákveðnar skoðan- ir, langt frá því að vera alltaf sama sinnis, en svo heilsteyptar að hörð skoðanaskipti gátu aldrei haggað vináttu þeirra. Það var tvennt sem gerði Sig- ríði aðallega frábrugðna þeim. Annað var að þær gegndu for- mennsku í miklu stærri félögum og voru þar af leiðandi í launuðu starfi. Hitt var að Sigríður var gift kona. Lengi vel var það nær undantekningarlaust svo að hjúkrunarkona hætti öllum hjúkrunarstörfum ef hún gifti sig. Það var óvenjulegur viðburður þegar Sigríður, ein stjórnarkon- an í SSN, eignaðist dóttur. Þessar forvígiskonur eru allar löngu fallnar frá, Sigríður þeirra síðust, enda var hún lang yngst þeirra. Eftirmenn þeirra fengu í arf þessa væntumþykju til Sigríðardóttur og mikil var gleði þeirra og stolt þegar hún var kjörin forseti ís- lands. Það reyndist okkur erfiðara að taka þátt í alþjóðasamstarfinu vegna kostnaðar, sem auðvitað varð að borga úr eigin vasa. I þá daga var þó gisting o.fl. látin í té fyrir lítinn pening í hjúkrunar- skólum eða á öðrum stofnunum. Á þeim vettvangi varð Sigríður þekktust fyrir stuðning sinn við kínverska hjúkrunarfélagið. Það sótti um inngöngu að nýju í al- þjóðasamband okkar (ICN) á formannafundinum í Róm árið 1957, eftir margra ára aðskilnað á árum heimsstyrjaldarinnar. Sig- ríður hafði árið áður verið í Kína á vegum Heimsfriðarhreyfingar- innar. Hún hafði kvatt þær til að sækja um aðild aftur í ICN og lofað að tala máli þeirra. Þegar til kom sótti Iíka hjúkr- unarfélagið í Taiwan um að kom- ast í alþjóðasambandið. I Taiwan félaginu voru rnargar þeirra er flúðu frá meginlandipu og tóku þá með sér öll félagsskjölin. Þær töldu sig vera einu rétthafa til að- ildar, en aðeins eitt félag frá hverju landi gat fengið aðild að alþjóðasamtökunum. í stuttu máli sagt, beið Sigríður, þrátt fyrir skelegga baráttu, lægri hlut í þeim átökum er urðu um þetta mál. Málinu var frestað og nokkrum árum síðar varð Taiwan félagið fullgildur meðlimur en það þyrfti lagabreytingar ef kín- verska hjúkrunarfélagið í Peking ætti líka að fá aðild. Margir harma að svona skyldi fara og hafa á ýmsan hátt reynt að bæta samskiptin. Annað og verra áfall fyrir kín- verska hjúkrunarfélagið varð svo menningarbyltingin. Af eigin kynnum veit ég hversu yfirþyrm- andi viðreisnarstarf bíður hinnar tiltölulega fámennu hjúkrunar- stéttar, sem vantar næstum allt nema vilja, hugsjónir og kær- leika. Þegar Sigríðar er minnst get ég ekki stillt mig um að nefna það, sem svo lengi hefur legið mér á hjarta, en það er að fá hjúkrun- arfræðinga til að safna og gefa kínverska hjúkrunarfélaginu nýj- ar eða notaðar kennslubækur í hjúkrunarfræði á ensku eða styðja það á annan hátt. Meðan Sigríður var formaður var þó nokkrum sinnunt safnað fé og fatnaði til aðstoðar starfssystrum í nágrannalöndum. Þá var alltaf vel brugðist við svo að um ntun- aði. Prófessor Finnbogi Rútur Þor- valdsson, eiginmaður Sigríðar. reyndist okkur samstarfskonum hennar traustur vinur, sem við ætíð minnumst með hlýhug. Þótt hjúkrunarmálefnin hafi verið fyrirferðarmikil á heimili þeirra hjóna, fór því víðsfjarri að áhrifin væru nokkuð þrúgandi, því fjölskyldan öll átti svo rnörg og fjölbreytileg áhugamál. Sjálf hafði Sigríður mikla ánægju af blómarækt og allri garðvinnu, hannyrðum, las um allt milli hirn- ins og jarðar, fór mikið á tónleika og í leikhús og átti góða og trygga yini. Það ríkti gleði á heimili þeirra hjóna vorið 1952 og fram eftir sumri. Það var líka full ástæða til þess. Yngra barn þeirra hjóna, Þorvaldur, varð stúdent þá um vorið, Vigdís var komin heim frá námi sínu í Frakklandi og fulltrúafundur SSN sem hald- inn var 27. júní til 5. júlí þ.á. í Reykjavík hafði heppnast mjög vel. En þá kom sorgin inn á heimil- ið er fjölskyldan missti drenginn sinn hugljúfa og glæsilega. Sig- ríður varð aldrei söm eftir það. Hún gat að vísu tekið þátt í gleði annarra, en alla tíð síðan yfir- skyggði harmur allar aðrar til- finningar. Þó vissi ég að þeim hjónum fannst þau hafa þegið miklar lífsgjafir og var sú hin besta að eiga dótturina, en bæði töldu að gott hjartalag væri henn- ar allra mesti kostur. Það var okkur vinum Sigríðar ávinningur að fá að eiga samleið með henni. Páll postuli talar um dauðann sem ávinning. Með hvort tveggja í huga samhryggist ég Vigdísi og Astríði, dóttur hennar, vegna aðskilnaðarins. Um leið samgleðst ég þeim við leiðarlok með lokaorðin í sálrni J.J. Srnára í huga, „Fagna þú, sál ntín, dauðans kyrra kveldi, kem- ur upp fegri sól, er þessi er hnig- in“. María Pétursdóttir Frú Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona er látjn á 92. aldursári. Hún lést á Öldrunar- lækningadeild Landspítalans sunnudaginn 23. marssl. Hún var þekkt og virt fyrir störf sín að hjúkrunar- og heilsuverndarmál- um, jafnframt því að vera óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunamálum hjúkrunarstétt- arinnar á innlendum, norrænum og alþjóðlegum vettvangi. Með henni er því horfin ein merkasta forystukona íslenskrar hjúkrun- arstéttar. Hjúkrunarfélag íslands var stofnað 1919. Frú Sigríður Eiríks- dóttir var formaður þess á árun- um 1924-60 eða samfellt í 36 ár. Árið 1925, 6 árurn frá stofnun, ræðst félagið í útgáfu stéttarblaðs síns. f formála fyrsta tölublaðsins segir m.a. að markmið þess sé að halda áhugamálum stéttarinnar vakandi, efla þau og útbreiða, þar kemur glögglega fram að menntunarmál, kjaramál ásamt lífeyrissjóðsmáli voru strax sett á oddinn. í stórt var ráðist og stór- hugur ríkjandi þótt félagsmenn væru aðeins 21 auk 12 aukafé- laga. Blaðið hefur komið út óslit- ið síðan og er þriðja elsta tímarit hér á landi er fjallar um heilbrigð- ismál, og ennþá er gefið út. Frú Sigríður Eiríksdóttir sat í ritstjórn blaðsins frá upphafi og á þar fjölda greina um hin mar- gvíslegustu málefni. Jafnframt var blaðið unnið og sett á heimili hennar árum saman. í tilefni af 50 ára afmæli blaðs- ins árið 1975, spurðum við frú Sigríði hvað helst hefði verið skrifað um, fyrstu árin. Hún sagði þá m.a.: „Um launakjör var mikið rætt og ritað, enda laun okkar mjög léleg, auk þess sem ætlast var til að hjúkrunarkonan væri alltaf reiðubúin til vinnu. hvenær og hvar sem var. Ef við sáumst á götu „prívatklæddar" mátti oft heyra: „Nei sko, hjúkr- unarkonan á frí í dag““. Árið 1979 gaf Hjúkrunarfélag íslands út skrá yfir efni tímarits- ins frá upphafi. Kom þá berlega í ljós hve mikinn fjölda greina Sig- ríður Eiríksdóttir átti þar um öll helstu baráttumál stéttarinnar. Ég minnist þess með ánægju að vera þess aðnjótandi, ásamt öðr- um, að afhenda henni fyrsta ein- tak ritsins í virðingarskyni fyrir ritstörf hennar. í dag kveðjum við þessa merku baráttukonu okkar með virðingu og þakklæti. Fjölskyldu frú Sigríðar Eiríks- dóttur sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Árnadóttir. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. april 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.