Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Sambandið Kjöliðnaðarstöðin skorin Akvörðun umframtíð Kjötiðnaðarstöðvarinnar tekin ílok apríl. A aðfœra KEA starfsemina í 100 ára afmœlisgjöf? Mjögskiptarskoðanir. Reksturinn gengið velað undanförnu. Árangur endurbótastarfs farinn að skilasér. Dúndurniðurstaða markaðsátaks Akvörðun verður tekin um framtíð Kjötiðnaðarstöðvar Sambandsins undir lok aprílmán- aðar. Þá mun stjórn Sambands- ins ákveða hvort stöðin verður lögð á skurðborðið eða hvort starfsemi hennar verður haldið áfram. Einsog fram kom í Þjóðviljan- um upp úr miðjum mars, þá komu mjög róttækar breytingar á rekstri Sambandsins til umræðu og afgreiðslu á stjórnarfundi hjá SIS. Ein af þeim breytingum sem ræddar voru, var að leggja Kjöt- iðnaðarstöðina niður. Skiptar skoðanir reyndust meðal stjórnarmanna á því og var ákveðið að fresta ákvarðanatöku um það þar til í lok apríl. Innan Sambandsins er talað um að með þessu sé verið að færa KEA verkefni Kjötiðnaðar- stöðvarinnar á silfurfati, en KEA hefur nýlega byggt upp mikla stöð á Akureyri sem gæti afkast- að mun meiru en nú. „Það á að færa KEA starfsemina í hundrað ára afmælisgjöf", sagði einn við- mælenda blaðsins í gær. Sláturleyfishafar sem hafa skipt við Kjötiðnaðarstöðina eru lítt hrifnir af þessu. Telja þeir að stöðin hafi veigamiklu hlutverki að gegna og það sé mjög gott að stöðin sé staðsett á stærsta mark- aðssvæði landsins. Rekstur Kjötiðnaðarstöðvar- innar hefur gengið upp og niður, en þrjá síðustu mánuði 1985 var hún rekin hallalaust. Nú er beðið eftir uppgjöri þriggja fyrstu mán- aða þessa árs. Að sögn Magnúsar Friðgeirs- sonar hjá Búvörudeild Sam- bandsins hefur mikið uppbygg- ingarstarf verið unnið hjá Kjöt- iðnaðarstöðinni að undanförnu. Við þá uppbyggingu hefur verið notið aðstoðar Slátrunarskólans í Hróarskeldu. Er árangur endur- bótanna þegar farinn að skila sér en nú er verið að vinna að síðasta þætti þessara endurbóta, mark- aðsátakinu, sem hefur skilað dúndurniðurstöðu. —Sáf Fjársvik Fasteignasali dæmdur Hæstiréttur dæmir fasteignasala Húsamiðlunar hf. ífimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Ómar Kristvinsson: Tjónið ekki bara fjárhagslegt. Fótunum kippt undan lífi okkar Hæstiréttur hcfur kveðið upp dóm gegn Pétri Einarssyni fasteignasala hjá Húsasmiðlun hf., en hann er ákærður fyrir fjársvik gagnvart viðskiptavinum fastcignasölunnar. Dómurinn yfir Pétri hljóðar upp á fimm mánaða fangelsi en auk þess er hann dæmdur til að borga allan sakarkostnað og áfrýjunarkostn- að sakarinnar. Forsaga málsins er sú að árið 1982 hafði Pétur milligöngu um kaup Ómars Kristvinssonar og Emmu Þ. Blomsterberg á húseign í Hafnarfirði. Pétur fékk Emmu til þess að samþykkja vfxla að fjárhæð 350 þúsund krónur sem ganga skyldu upp í húsverð eignarinnar. Nokkrum dögum eftir að fyrsta greiðslan var fallin í gjalddaga hafði seljandi samband við þau Ómar og Emmu og kom þá í ljós að hann hafði ekki feng- ið greiðslur frá Pétri né heldur að Pétur hefði nokkurt umboð til þess að kalla eftir þeim. Pétur gat ekki gert grein fyrir því hvert þessi upphæð hefði runnið en samt sem áður var hann sýknaður af Sakadómi Reykjavíkur eftir að Ríkissak- sóknari hafði lagtframkærugegn honum. Ómar og Emmu var gert að greiða seljanda sömu upphæð og þau höfðu greitt Pétri og hafði Pétur því fengið 350 þúsund krónur í sinn vasa án þess að þurfa nokkur tíma að gera grein fyrir þessum peningum. Hæsti- réttur hefur tekið þetta mál upp tvívegis, en í fyrra skiptið var því vísað aftur í Sakadóm. Ómar Kristvinsson sagði í sam- tali við Þjóðviljann að næsta skref í þessu máli væri bótamálið. „Þetta mál allt saman hefur tekið óralangan tíma að fara í gegnum dómskerfið og bótamálið á ef- laust eftir að taka sinn tíina líka. Þessi bið hefur verið okkur mög þungbær, en auðvitað fögnum við niðurstöðu hæstaréttar." Ómar sagði jafnframt að tjónið sem þessi fjársvik hefðu haft í för með sér væri mun meira en bara fjárhagslegt. „Fótunum var al- gjörlega kippt undan lífi okkar. Okkar reynsla er lýsandi dæmi um það hvernig einn maður og hans félagar geta brotið saklaust fólk niður lið fyrir lið. Ég hvet fólk sem lendir í svona málum að kæra og leita eftir ráðgjöf sér- fræðinga sem geta stutt við bakið á því en slíka þjónustu er t.d. hægt að fá hjá Lögvernd,“ sagði Ómar. -K.ÓI. Ómar Kristvinsson: Okkar reynsla er lýsandi dærni um það hvernig einn maður og félagar hans geta brotið saklaust fólk niður. Forstjóri Landsvirkjunar Athugasemd við frétt Þjóðviljans HalldórJónatansson gerir athugasemdir við staðhœfingar Sigurjóns Péturssonar borgarfulltrúa íPjóðviljanum ígær um að Landsvirkjun hafi meðfjármálastjórn sinni tapað 5 miljónum dollara Aforsíðu Þjóðviljans í dag er fullyrt að Landsvirkjun hafí tapað 5 miljónum Bandaríkja- dollara við að breyta lánum í Bandaríkjadollurum í lán í japönskum yenum og svissneskum frönkum á vit- lausum tíma eins og það er orðað, en við það hafí höfuðstóll þesara lána hækkað um 10,1 miljón Bandaríkjadollara. Að frádregn- um vaxtasparnaði að fjárhæð 4,8 miljónir Bandaríkjadollara sé tapið um 5 miljónir Bandaríkja- dollara, sem gleypi hagnað Landsvirkjunar á s.I. ári, en hann var um 253 miljónir króna. Þar sem hér er um að ræða rangar og villandi staðhæfíngar gerir Landsvirkjun eftirfarandi at- hugasemdir við þennan fréttafl- utning Þjóðviljans: 1. Það er mjög mikilvægur liður í fjármálastjórn að leitast við að haga samsetningu erlendra skulda þannig með tilliti til gjald- miðla að gengisáhætta sé í lág- marki á hverjum tíma. í því skyni er, eftir því sem lánssamningar leyfa, framkvæmd skuldbreyting af og til með það fyrir augum að breyta skuldum úr sterkum gjald- miðlum í veikari og þá jafnframt í lán með lægri vöxtum, eftir því sem unnt er, þannig að draga megi sem mest úr lánsfjárkostn- aði. Landsvirkjun hefur náð góð- um árangri með skuldbreytingum af þessu tagi og þannig sparað vaxtakostnað á s. 1. þremur árum í verulegum mæli eða alls um 4,8 miljónir Bandaríkjadollara. 2. Skýringin á framangreindum ávinningi er sú að á árunum 1983 og 1984 var skuldum í Banda- ríkjadollurum breytt í skuldir í japönskum yenum og svissneskum frönkum þegar Bandaríkjadollari var mjög sterkur gagnvart öðrum gjald- miðlum og vextir af lánum í Bandaríkjadollurum jafnframt mjög háir. Framangreindur sparnaður sýnir og sannar að hér hefur tekist vel til -og stenst því ekki sú fullyrðing Þjóðviljans að hlutaðeigandi færslur úr dollur- um í yen og franka hafi farið fram á röngum tíma. 3. Ástæðan fyrir því að Lands- virkjun breytti lánum í Banda- ríkjadollurum á árunum 1983 og 1984 í lán í japönskum yenum og svissneskum frönkum, en ekki í öðrum gjaldmiðlum var sú, að með því móti var hægt að ná hvað hagstæðustum kjörum, auk þess sem aðrir lánamarkaðir voru þá ekki jafn aðgengilegir og sá jap- anski og svissneski. 4. Á árinu 1985 fór Bandaríkja- dollarar að veikjast og var þá sú stefna því tekin hjá Landsvirkjun að taka lán í Bandaríkjadollur- um. Hlutur Bandaríkjadollars í heildarskuld Landsvirkjun er nú tæp 40%, sem telja verður hæfi- legt hlutfall með tilliti til tekna Landsvirkjunarí Bandaríkjadoll- urum. 5. Rétt er að miðað við gengi í dag hefur höfðustóll þeirra tveggja lána, sem tekin voru 1984 til að greiða upp lán í Bandaríkjadoll- urum hækkað um jafnvirði 10,1 miljón Bandaríkjadollara. Hér ber hins vegar að hafa eftirfar- andi í huga: a. Uppfærsla einstakra skulda miðað við gengi í það og það skiptið segir ekki allan sannleikann. Útkoman sem þannig fæst um hve skuldin sé há í einni mynt eða ann- arri er því aðeins einhlít að skuldin eigi að greiðast upp þá þegar. Langt er frá að hér sé slíku til að dreifa, þar sem um er að ræða lán, sem ekki á að endurgreiða fyrr en á árunum 1989-1994. Það er því ekki á nokkurs manns færi að segja til um það hvaða gengi kemur til með að gilda þegar að skuldadögum umræddra lána kemur og sama gildir um öll önnur erlend lán, Landsvirkjunar sem ann- arra. b. Skuldbreytingar Lands- virkjunar hafa óvéfengjan- lega fært fyrirtækinu fé í aðra hönd með sparnaði í vaxtagjöldum í beinhörð- um peningum, en endan- legt gengismat verður ekki lagt á höfðustól lána fyrr en eftir á, annað hvort þegar þau hafa verið endurgreidd samkvæmt upphaflegum lánsskilmálum eða greidd upp með skuldbreytingum. c. Þaðerekkihægtaðætlasttil þess að skuldbreytingar geti átt sér stað í eitt skipti fyrir öll þannig að náð verði þeirri samsetningu skulda eftir gjaldmiðlum að hún standist tímans tönn hvað hagkvæmni snertir og sé skuldaranum ævinlega jafn hagstæð á hverju sem gengur í ölduróti gengisþró- unar á hinum ýmsu fjár- magnsmörkuðum heimsins. Skuldbreytingar verða því að vera virkar á öllum tím- um í þeirri viðleitni að skilja eftir sig meiri eða minni áþreifanlegan ávinning. Leyfi ég mér að vona að fram- angreint verði til að upplýsa hversu fráleitt það er að halda því fram að Landsvirkjun hafi með fjármálastjórn sinni tapað 5 milj- ónum Bandaríkjadollara í kjölfar skuldbreytinga á árunum 1983- 1985 einsog Þjóðviljinn staðhæf- ir. Fullyrðingar í þá átt, byggðar á gengi sem enginn veit hvort í gildi verður þegar að gjalddögum kemur, geta aldrei orðið annað en staðlausir stafir. Virðingarfyllst Halldór Jónatansson forstjóri Fimmtudagur 3. april 1986 i ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.