Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 1
LANDSBYGGÐIN HEIMURINN ÞJÓÐMÁL Nesjavellir Framkvæmdum verði frestað Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins: Kannað verði hvort hagkvœmt er að nýta umframorkufrá Landsvirkjun til húshitunar íReykjavík. Framkvœmdum við Nesjavelli verðifrestað á meðan. Hugsanlega gífurlegur sparnaður Meðan menn trúðu því að orkuskortur væri fyrirsjáan- legur var einhugur um að stefna að því að virkja á Nesjavöllum, en nú hefur annað komið í ljós og því sjálfsagt að kanna hvort ekki eru aðrir möguleikar og leiðir til að spara verulega fjármuni, sagði Sigurjón Pétursson borgarfull- trúi í samtali við Þjóðviljann I gær. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins munu leggja fram tillögu í borgarstjórn í kvöld þess efnis að virkjunarframkvæmdum á Nesjavöllum verði frestað meðan kannað verði hvort ekki er hag- kvæmt að nýta umframorku frá Landsvirkjun til kyndingar í Reykjavík. Lagt er til að teknar verði upp nú þegar viðræður við stjórn Landsvirkjunar um hugs- anlegt verð á þessari orku, sem nú fer í súginn. Hugmyndin er sú að hita frá- rennslisvatn frá Hitaveitu Reykjavíkur með þessari unt- framorku og mæta þannig aukningu í húshitun næstu ára. Sigurjón sagði í gær að líklega myndi 100 MW rafskautsvirkjun kosta um 150 miljónir króna, en til samanburðar má geta þess að stofnkostnaður minnsta hugsan- lega áfanga Nesjavallavirkjunar yrði um 2 miljarðar króna. „Það er ótvírætt í þjóðarhag ef unnt er að nýta þessa orku og það er nauðsynlegt að þessir möguleikar verði kannaðir," sagði Sigurjón í gær. - gg Sprengjuútkall Saga rýmd Hótel Saga var rýmd vegna sprengjuhótunar kl. 18 í gær. Hafði unglingur hringt og til- kynnt að sprengja væri í húsinu og að hún myndi springa innan fjórtán mínútna. Lögreglan mætti á staðinn en fann enga sprengju og um sjöleytið var allt aftur komið í eðlilegt horf. Að sögn Einars Bjarnasonar varðstjóra, virðast svona sprengjuhótanir hafa færst mjög í aukana. í fyrradag var tilkynnt um sprengju við bandaríska sendiráðið. Reyndist það einnig gabb. Sagði Einar að svona til- kynningar kæmu nú minnst viku- lega. Þrátt fyrir það að enn hafi ekki alvara verið á ferðum, tekur lögreglan allar svona tilkynning- ar alvarlega. - Sáf Gabb Ráðheirar hlupu apríl Aprílgabb sjónvarpsins um aukin bflafríðindi bankastjóra og ráðherra náði tilætluðum árang- ri, að minnsta kosti í hópi ráð- herra. Ekki hafði ÓlafurSigurðs- son fréttamaður fyrr lokið lestri pistils síns í fréttatímanum, þegar sá fyrsti hringdi. Það var Albert Guðmundsson sem ekki hafði skilið gabbið, og vildi koma leiðréttingu á framfæri. Skömmu síðar hringdi svo Þorsteinn Páls- son, og vildi fá nánari fregnir af frétt sjónvarpsins. Hann hafði þá komið heim til sín, þar sem strengileg skilaboð frá fimm ráð- herrum biðu hans um að hafa taf- arlaust samband! Ráðherrarnir bitu sumsé á agnið. í fyrrakvöld var svo dagskrá sjónvarpsins rofin til að segja frá og birta myndir af kafbáti sem strandaði í Hvalfirði. Skipverj- arnir höfðu, að sögn Ögmundar Jónassonar fréttamanns yfirgefið kafbátinn og væri þeirra ákaft leitað. Fjölmargir höfðu sam- band við sjónvarpið og kváðust hafa séð skuggalega rússa hér og hvar um landið. Hlupu margir áhorfendur apríl þetta kvöld - auk óbreyttra ráðherra. -óg Álverið Tvöfélög felldu Mjótí á mununum hjá öðrum. Deilt um gildis- tíma samningsins Tvö félög felldu nýgerða kjara- samninga í álverinu í Straumsvík. Það voru Verkamannafclagið Hlíf, sem greiddi atkvæði um samningana á þriðjudag og Versl- unarmannafélag Hafnarfjarðar sem felldi í gær. Önnur félög sam- þykktu samningana við ísal þó yf- irleitt væri mjög mjótt á munun- um, yfirleitt um tveggja til fjög- urra atkvæða munur. Það sem starfsmenn álversins eiga erfitt með að sætta sig við, er að samningurinn skuli ekki gilda frá 1. janúar er samningar voru lausir, heldur gildir hann frá 26. febrúar er ASÍ og atvinnurek- endur undirrituðu sinn samning í Garðastræti. Reyndar hafa starfsmenn vilyrði frá stjórnend- um fsal urn að greitt verði eftir nýgerðum kjarasamning frá 1. fe- brúar. Óljóst er hvað tekur við hjá Hlífarmönnum og félags- mönnunt í Verslunarmannafé- laginu. Enn hafa engar viðræður við ísal verið ákveðnar. - Sáf Kátt í Kópaseli Blaðamenn Þjóðviljans gerðu stuttan stans á einu botna. Krakkarnir stilltu sér upp í rennibrautinm, af dagvistarheimilum Kópavogs fyrir skömmu, en en frá þessu merkilega heimili segir nánar í Þjóð- það er staðsett inn á milli fjallanna við Lækjar- viljanum eftir helgi. Ljósm. E.ÓI. Skokk Að hlaupa til að hlaupa Peking - Þrír kínverskir verka- menn frá bænum Shenyang í norðausturhluta Kína hlupu fyrir nokkru 2100 km til þess að taka þátt í maraþonhlaupi í suðvest- urhluta Kína. Verkamennirnir lögðu af stað í hríðarkófi eftir vinnu og hlupu að meðaltali rúma 60 kílómetra á dag til þess að komast nógu snemma tilbæjarins Chengdu þar sem fram á að fara maraþonhlaup á vegum alþjóða ólympíunefnd- arinnar. Þeir eru komnir til Chengdu til að hlaupa smáspotta, 42 km á laugardaginn kemur. Ekki er vitað hvort þeir ætla að hlaupa til baka. - IH/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.