Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 15
Knattspyrna Stórsigur Brasilíu Brasilíumcnn sigruðu Perú 4-0 í vináttulandsleik sem fram fór í Sao Luis í Brasilíu í fyrrakvöld. Brassar þóttu ekki sannfærandi þrátt fyrir stóran sigur en þó léku þeir manni færri í 60 mínútur eftir að Eder var rekinn af leikvelli. Casagrande skoraði 2 mörk, Alemao og Carcea eitt hvor. Falcao og Socrates léku nú að nýju með liði Brasilíu. —VS/Reuter Torbjörn Nilsson var maöurinn á bakvið frækinn sigur Gautaborgar á Barcelona í gærkvöldi. Endar hann feril sinn sem Evrópumeistari með sænska liðinu? Handbolti Viggó meðFH Viggó Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður með Víkingi, Leverkusen og Barcelona, hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs FH fyrir næsta keppnistímabil. FH er fyrsta félagsliðið sem Viggó þjálf- ar hér á landi en hann stjórnaði piltalandsliðinu, undir 21 árs, í vetur. Viggó tekur við af Guðm- undi Magnússyni sem hefur þjálf- að lið FH sl. tvo vetur. —VS Körfubolti Pétur með í 11 mín. Pétur Guðmundsson lék í 11 mínútur með Los Angejes Lakers þegar liðið vann Seattle Supers- onics 109-104 í bandarísku NBA- deildinni í fyrrakvöld. Pétur hirti 4 fráköst í leiknum og skoraði 4 stig. —VS IÞROTTIR Svíþjóð Toitjöm sá um Barcelona Stórleikur Svíanna, sanngjarn sigur Urslit Evrópuleikjanna Evrópumótin í knattspyrnu, undanúrslit, fyrri leikir: Evrópukeppni meistaraliða Anderlecht (Belgíu)-Steaua (Rúmeníu)..........................1 _o Gautaborg (Svíþjóð)-Barcelona (Spáni)..........................3-0 Evrópukeppni bikarhafa Dynamo Kiev (Sovét)-Dukla Prag (Tékkosl.)......................3.0 AtleticoMadrid(Spáni)-BayerUerdingen(V.Þýskal.)............... 1-0 UEFA-bikarinn Köln(V.Þýskalandi)-Waregem(Belgíu).............................4-0 Inter Milano (Italíu)-Real Madrid (Spáni)......................3-1 HandboltHbikar Frá Birni Guðbrandi Jónssyni fréttamanni Þjóðviljans í Gauta- borg: Enn og aftur sýndi IFK Gauta- borg að það er lið á heimsmæli- kvarða. Miljónalið Barcelona átti aldrei möguleika í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu hér í gærkvöldi og ef talið er í dauðafærum hefði leikurinn átt að enda 5-1, en ekki 3-0 eins og lokatölur urðu. Maður leiksins var erkiengill- inn sjálfur (gælunafn IFK er Eng- larnir) Torbjörn Nilsson, fót- boltamaður af guðs náð. Hann skoraði 2 mörk fyrir hlé og er á góðri leið með að verða marka- hæsti leikmaður Evrópumótanna frá upphafi. Það verður mikið tómarúm eftir Totte þegar hann leggur skóna á hilluna í sumar til að hefja rekstur matsölustaðar. Það var hreint ótrúlegt að sjá hvernig Totte lék spænsku vörn- ina uppúr skónum. Þriðja markið skoraði svo hinn óútreiknaniegi Tommy Holmgren snemma í seinni hálfleik. Gautaborgarliðið er nú komið með annan fótinn í úrslit Evrópu- keppni meistaraliða, þangað sem það á fullt erindi. ÍA lagöi KR! Víkingur fór létt með Val og Ármann sigraði Fram Skagamenn, sem léku í 3. deildinni sl. vetur, gerðu sér lítið fyrir og slógu 1. deildarlið KR útúr bikarkeppninni í gærkvöldi. Þeir sigruðu 31-30 í hörkuspcnnandi baráttuleik á Akra- nesi og eru komnir í 8-Iiða úrslitin. Evrópuleikirnir Gautaborg, Kiev og Köln standa vel að vígi Uerdingen tapaði naumlega í Madrid og á góða möguleika á að komast í úrslitaleikinn Gautaborg, Dynamo Kiev og Köln virðast eiga fyrir höndum úrslitaleiki í Evrópumótunum þremur í knattspyrnu. I fyrri leikjum undanúrslitanna í gær- kvöldi vann Gautaborg Barce- lona 3-0 í Evrópukeppni meistaraliða, Kiev vann Dukla Prag með sömu markatölu í Evr- ópukeppni bikarhafa og Köln malaði Waregem 4-0 í UEFA- bikarnum. Frá leiknum í Gautaborg er sagt hér að ofan en þess ber að England West Ham tapaði Möguleikar West Ham á að Ham. Bakvörðurínn Brian Rice hreppa enska meistaratitilinn í tryggði síðan Forest sigur með knattspyrnu dvínuðu nokkuð í marki þremur mínútum fyrir gærkvöldi við 2-1 tap gegn Nott- leikslok. ingham Forest á City Ground í Staða efstu liða er þessi: Nottingham. Liverpool..36 20 10 6 73-36 70 Johnny Metgod kom Forest Everton....35 21 7 7 74-38 70 vfir með marki heinf i'ir anka- Man.Utd.35 19 8 8 57-28 65 ytir meö markt Deint ur auka Che|sea.33 i8 8 7 49-41 62 spyrnu af 30 m fært en Tony Cott- WestHam.32 18 6 8 51-30 60 ee jafnaði fljótlega fyrir West —vs/Reuter 2,deild Skomðu síðustu nítján stigin Og unnu á 3ja stiga körfu í lokin! Einhver ótrúlegasti körfubolta- flautið gall við rétt eftir að hann leikur sem fram hefur farið hér á sleppti knettinum! Ótrúlegur landi var leikinn á Selfossi sl. mið- sigur var í höfn og Skallagrímur vikudagskvöld. Þar áttust við veitir nú Tindastóli keppni um 1. HSK og Skallagrímur í úrslita- deildarsætið. keppni 2. deildar karla og Skalla- Staðan í úrslitakeppninni er grímur vann leikinn 76-73. þessi: Þegar 5 mínútur voru eftir Tindastóli....4 3 1 338-308 6 Stefndi allt í sigur HSK, liðið Snæfell....6 3 3 422-426 6 hafði þá 16 stiga forystu, 73-57. \ ^ % Þegar 45 sek. voru eftir hofðu Borgnesingar kiórað í bakkann, Skallagrímur og Tindastóll skoraði 10 stig í röð, og minnkað *eika annað kvöld í Borgarnesi og muninn í 73-67. En þá gerðu þeir þar sem innbyrðis úrslit ráða ef sér lítið fyrir og skoruðu þrjár 3ja eru jöfn þarf Skallagrímur að stiga körfur á þessum skamma vinna leikinn með a.m.k. 12 stig- tíma sem eftir var. Þá síðustu um- Lokaleikurinn, HSK- gerði Guðmundur Guðmunds- Tindastóll, fer svo fram á Selfossi son á allra síðustu stundu, loka- á sunnudaginn. —vs Fimmtudagur 3. apríi 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 geta að Svíarnir eiga eftir erfiðan leik í steikarpottinum í Barce- lona. Anderlecht átti í vand- ræðum með Steaua frá Búkarest í hinum undanúrslitaleik meistar- akeppninnar en vann 1-0 með marki frá Enzo Scifo á 78. mín- útu. Rúmenarnir léku sterkan varnarleik og áttu hættuleg upph- laup og Anderlecht á fyrir hönd- um erfiðan leik í Búkarest. Arnór Guðjohnsen lék ekki með Anderlecht. Kiev fór létt með Dukla Prag og Sovétmennirnir eru taldir eiga á að skipa einu albesta féiagsliði í Evrópu í dag. Oleg gamli Blokin skoraði 2 markanna og Alexand- er Zavarov eitt. Bayer Uerding- en gæti mætt Kiev í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa en lið Atla og Lárusar tapaði naumlega í Madrid, 1-0 gegn Atletico, í gærkvöldi. Julio Prieto skoraði sigurmarkið 12 mínútum fyrir leikslok. Það er erfitt að spá hverj ir mót- herjar Kölnarbúa í úrslitaleikjum UEFA-bikarsins verða. InterMi- lano vann reyndar Real Madrid 3-1 í Milano en hinir nýkrýndu spænsku meistarar eru geysilega erfiðir heim að sækja og skoruðu dýrmætt mark á útivelli. Jorge Valdano var þar að verki en fyrir Inter skoraði Tardelli tvö mörk og eitt var sjálfsmark Real, tveimur mínútum fyrir leikslok. í Köln fóru heimamenn létt með Belgana frá Waregem. Hans- Peter Lehnhoff skoraði í fyrri hálfleik, Klaus Allofs gerði síðan tvö og Ralf Geilenkirchen eitt. —VS/Reuter KR hafði undirtökin lengi vel, leiddi 15-11 í hálfleik, en síðan tóku heimamenn að sækja sig. Að loknum venjulegum ieiktíma stóð 28-28 en ÍA náði undirtökum í framlengingunni og sigraði. Pétur Ingólfsson skoraði 8 niarka IA, Kristinn Reimarsson 6, Sigþór Hreggviðsson 5 og Óli Páll Engilbertsson 5. Ólafur Lárusson, Stefán Arnarson og Jóhannes Stef- ánsson gerðu 7 mörk hver fyrir KR og Konráð Ólafsson 6. Víkingar, handhafar bikarsins, unnu furðu iéttan sigur á Vals- mönnum í Laugardalshöllinni, 24-19. Víkingar, sem leiddu 12-7 í hálfleik, léku mjög vel í vörn og sókn og Val- sliðið náði sér aldrei á strik. Steinar Birgisson, Páll Björgvinsson og Guð- mundur Albertsson áttu allir mjög góðan leik með Víkingi ásamt Krist- jáni Sigmundssyni markverði sem m.a. varði 3 vítaköst. Jakob Sigurðs- son stóð uppúr hjá Val. Steinar gerði 7 marka Víkings, Guðmundur A. 6 og Páll 5. Jakob skoraði 5 fyrir Val og Jón Pétur Jónsson 4. Ármenningar skelltu Krömurum á undan, 28-23, og sýndu að þeir eru til alls líklegir í 1. deildinni næsta vetur. Ármann var alltaf yfir, 13-11 í hálf- leik, og Guðmundur Friðriksson markvörður átti drjúgan þátt í sigrin- um. Bragi Sigurðsson skoraði 8 marka Ármanns og Óskar Ásmunds- son 5. Egill Jóhannesson skoraði 8 mörk fyrir Fram og Dagur Jónasson 5. Breiðablik vann Fylki auðveldlega í Seljaskólanum, 33-22, eftir 14-10 í hálfleik. Kristján Halldórsson skoraði 8 marka Blikanna, Svavar Magnússon 7 og Paul Dempsey 5. EI- var Einarsson skoraði 6 mörk fyrir Fylki, Jón Ó. Daníelsson, Kristján Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson 4 hver. FH og Þróttur léku einnig í Seljask- ólanum en leikjunum þar seinkaði mjög og var viðureign félaganna ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. í hálfleik var staðan 13-11, FH í hag. Þá eru Týr, Þór Ve, Stjarnan, Vík- ingur, ÍA, Ármann og Breiðablik komin í 8-liða úrslitin ásámt sigurveg- aranurn í leik FH og Þróttar. —HS/VS Knattspyrna Fram-KR Annar leikur Keykjavikurmótsins í meistaraflokki karla fer fram á gervi- grasinu í Laugardal í kvöld. Fram og KR eigast við kl. 20.30. Badminton Sigur í 3.deild! Naumlega misst af sœti í 2.deild íslenska landsliðið í badminton tryggði sér í gær sigur í 3. deild Evrópukeppninnar í Uppsölum í Svíþjóð. Island lék til úrslita við Tékkóslóvakíu og sigraði 3-2. Ekki náði liðið þó að vinna sér sæti í 2. deild, en litlu munaði. í gærkvöldi lék ísland til úrslita við Irland, sem hafnaði í neðsta sæti 2. deildar. Irarnir unnu nauman sigur í spcnnandi leik, 3-2, og halda sæti sínu í 2. deild en ísland leikur áfram í þeirri þriðju. —VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.