Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 2
_______________________FRÉTTIR___________ Eftirstöðvabréfin Hugsanlega gripið inní Félagsmálaráðherra lœtur athuga hvortstjórnvöld eigi að tryggja lœkkun á20% bréfunum tilsamrœmis við hœstu lögleyfðu vexti Mér fínnst þetta mál þess eðlis að rétt sé að kanna hvort stjórnvöld eigi að grípa þarna inní, sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær, aðspurður hvort stjórnvöld myndu láta það afskiptalaust að innheimtir væru raunvextir langt umfram hæstu lögleyfilegu vexti af eftirstöðvar- bréfum vegna íbúðakaupa sem gefín hafa verið út á síðustu árum og bera fasta 20% vexti. Eftir að hæstu útlánsvextir voru lækkaðir á þriðjudag í 15.5% er ljóst að áðurnefnd eftir- stöðvabréf munu bera allt að 10% raunvexti síðar á árinu lækki verðbólgan eins og spár gera ráð fyrir. Félagsmálaráðherra sagði í gær að hann hefði falið nokkrum sér- fræðingum að kanna þessi mál. - Það er vissulega óréttlátt ef það er bundið í samningum að vextirnir hreyfist ekki í samræmi við hæstu vexti hverju sinni og ef þeir menn sem ég hef falið að kanna málið telja rök hníga að því að stjórnvöld grípi þarna inní, þá verður það tekið fyrir, sagði Alexander. - lg. Hlaupi þeir sem oftast og sem allra lengst. Alþýðubankinn Gömlu línumar njóti sín Innréttingu Alþýðubankans breytt. Gamlarskreytingarfráþriðjaáratugnumfá að njóta sín aftur. Ólafur Ottósson: Aukin umsvif kalla á breytingu. Haukur Viktorsson: Tilgangurinn að opna bankann Alþýðubankinn við Laugaveg fær andlitsupplyftingu um þessar mundir. Er verið að innrétta bankann upp á nýtt og er leitast við að láta gamlar skreytingar í lofti og við hurðar njóta sín. Eru sumar þessar skreytingar jafn gamlar húsinu, eða frá 1927. Að sögn Ólafs Ottóssonar, að- stoðarbankastjóra, er ráðist í þessar framkvæmdir nú vegna þess að mikil aukning hefur átt sér stað í starfsemi bankans, auk þess sem verið er að breyta um afgreiðsiustíl með tölvuvæðing- unni. Framvegis verður af- greiðslan á tveim hæðum en á nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðn- tæknistofnun: Málmtæknideild 7.-11. apríl Hlífðargassuða: MIG/MAG-suða. 14.-18. apríl Hlífðargassuða: TIG-suða. Raftæknideild 14.-16. apríl Örtölvutækni I. - Grunnnámskeið - Innri bygging örgjörva (8088), forritun á véla- og smalamáli (assembler). Nám- skeið ætlað tæknimönnum. Rekstrartæknideild þriðju hæð verða skrifstofur fyrir bankastjórn og lögfræðinga bankans. Upphaflega var Vefnaðar- vöruverslun Marteins Einars- sonar í húsinu, allt fram á sjö- unda áratuginn og þegar ráðist var í breytingarnar núna var ákveðið að láta gömlu skreyting- arnar njóta sín. Haukur Viktorsson er arkitekt að breytingunum. Hann sagði í samtali við Þjóðviljann að við þessar breytingar hefði í sjálfu sér ekkert nýtt komið í ljós en hins- vegar væri reynt að láta gömlu skreytingarnar njóta sín. „Við reynum að ná fram línunum í hús- inu.“ Gamiar hurðar hússins hafa verið geymdar og verða þær nú settar aftur á hjarirnar þar sem því verður komið við. Þá fær gamall stigi í húsinu að njóta sín. Loftin á þriðju hæð eru hvert með sínu lagi og er reynt að láta þau öll halda sér. Afgreiðslusal- irnir verða málaðir hvítir og stillt upp skilrúmum. „Tilgangurinn er að opna bankann,“ sagði Haukur að lokum. - Sáf Huld Ruth starfsmaður hjá lögfræðingi Alþýðubankans við Laugaveg sýnir blaðamanni skreytingarnar í loftinu. Sannarlega þess verðar að fá að prýða húsakynnin áfram. Ljósm. E.ÓI. Laxinn Fiskeldi Fjórar 28. apríl kl. 13-17 20.-30. apríl kl. 13-17 2. maí kl. 9-16 5. apríl 7. apríl 14.-17. apríl 21. apríl Gæðahringir I. - Námskeið ætlað stjórnendum fyrirtækja. Gæðahringir II. - Námskeið ætlað deildar- og verkstjórum fyritækja. Nánari upplýsingar veitir Haukur Alfreðsson deildarstjóri. Fræðslumiðstöð iðnaðarins Stýritækni - Loftstýringar. Nám- skeiðið hefst laugardaginn 5. apríl. Hald- ið í Vélskóla íslands. Grunnnámskeið í rafsuðu. Námskeið- ið hefst mánudaginn 7. apríl. Haldið í Iðnskólanum í Peykjavík. Verkstjórnarfræðslan Stjórnun 2. Haldið í Reykjavík. Farið yfir undirstöðuatriði í verktilsögn og fyrir- mælum. Stjórnun breytinga og hegðun einstaklinga við vinnu. Vinnuvélanámskeiðin Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. Haldið í Reykjavík. Hefst 21. apríl. Innritun stendur yfir. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntæknistofnunar, Keldnaholti, nema annað sé tekið fram. Upplýsingar um innritun hjá stofnuninni í síma (91)68-7000. Geymið auglýsinguna stórkvíar Þriðja besta laxveiðiárið 66.313 laxar veiddust sl. ár Samkvæmt upplýsingum Veiði- málastofnunar var laxveiðin sl. ár 14% meiri en árlegt meðal- tal 10 ára þar áður og fjórðungi betri en meðaltal síðustu 20 ára. Arið var þriðja laxveiðiár hér- lendis. Alls veiddust 66.313 laxar. Heildarþungi þeirra var 216.589 kg en meðalþunginn 3,3 kg aðeins undir meðallagi. Veruleg umskipti urðu til hins betra sl. sumar í laxagengd víðs- vegar um land miðað við síðustu 5 árin þar áður. Lægðina í lax- veiðinni má að mestu rekja til köldu áranna þriggja, 1979, 1981 og 1983, en þau hafa fengið sam- heitið köldustu ár aldarinnar. Laxveiðin sl. ár var hæg í upphafi veiðitímans, öfugt við það sem gerðist 1984, en glæddist er árs- fiskur úr sjó (smálaxinn),ór að ganga. Vatnsleysi í ám, sunnan- og vestanlands, vegna þurrka, háði nokkuð stangveiði í þessum landshlutum. í heild var laxveiðin rúmlega 60 af hundraði betri en árið áður, en þá varð hún minnst miðað við sl. 15 ár þar áður. Á því tímabili hafa orðið miklar sveiflur í veiðinni en frá 41 þús. löxum 1984 í tæplega 81 þús. laxa 1978, sem er besta laxveiðiár hérlendis. Annað besta árið var 1975 en þá veiddust 74 þús. laxar. - mhg Mikil eftirspurn: Þórir í Bílaborg: Henta vel ís- lenskufiskeldi Við erum búin að selja fjórar stórkvíar og mikið spurt um þær. Þannig að það er klárt að við munum selja fleiri, enda er Ijóst að stórkvíarnar henta mjög vel fískeldi á íslandi. Þetta sagði Þórir Jensson í Bíl- aborg, sem hefur umboð fyrir Bridgestone-kvíarnar, mjög stór- ar flotkvíar sem eru að ryðja sér til rúms í fiskeldi víða í heimin- um. Kvíarnar munu kosta um fjór- ar miljónir, en þegar búið er að setja þær niður er kostnaðurinn að líkindum kominn yfir 5 milj- ónir. Þeir fjórir aðilar sem hafa keypt kvíar eru Jón Gunnlaugs- son í Sjóeldi á Reykjanesi, Krist- ján Pálsson og félagar í Ólafsvík, Byggingavöruverslun Kópavogs, og Sveinbjörn Runólfsson, verk- taki. Einungis ein kví, sú sem er í eigu Sjóeldis, er komin í sjó. Gert er ráð fyrir að hinar verði settar niður í vor, eða síðar. _ As 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.