Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Lögreglan og lágtaxtamir Á línuriti sem fylgdi viötali viö Björn Arnórsson hagfræöing BSRB í Þjóðviljanum fyrir nokkrum vikum sást glöggt hvernig laun lögreglumanna á íslandi eru saman sett. Þessi stétt manna er nefnilega á margan hátt dæmigerö fyrin þá launastefnu sem rekin hefur veriö í landinu - þaö er gert út á vinnuþrælkun, fólkinu er ætlað aö lifa af vinnuþrælkuninni. í viðtalinu benti Björn einmitt á þá staðreynd, aö einsog málum er nú háttaö getur fólk ekki lifað af laununum nema vegna yfirvinnunnar. Og þessi yfirvinna er sífellt aö aukast. Lögreglu- mönnum á íslandi er ekki ætlað aö lifa af dag- vinnutekjum. Byrjunarlaun lögreglumanns fyrir dagvinnu er rúmlega 20 þúsund krónur. Einsog annaö launafólk, hafa lögreglumenn mætt kaupmáttarrýrnuninni og lágtöxtunum meö gegndarlausri yfirvinnu og aö meðaltali taka þeir rúmlega helming tekna sinna fyrir vinnu- þrælkunina eina. Ekki þarf aö fjölyröa um hvernig slík vinnu- þrælkun leikur einstaklingana. Félags- og fjöl- skyldulíf þeirra er í samræmi viö fjarvistir frá venslafólki og vinum, - vinnuþrælkunin eitrar út frá sér. Hæfni manna til aö gegna viðkvæmum, j erfiðum störfum þarsem reynir á þolinmæöi og mannleg samskipti veröur auövitaö aö sama skapi minni. Þaö er ekki mönnunum aö kenna, - heldur vinnuþrælkuninni og lágtaxtastefnunni, ef illa fer. Þaö er athyglisvert aö fylgjast meö málflutn- ingi Einars Bjarnasonar talsmanns lögreglu- manna, þarsem hann setur kjaramál lögreglu- manna í vítækara félagslegt samhengi en oft tíðkast viö viðlíka aöstæöur. Einar segir aö starf lögregluþjónsins sé slítandi og erfitt. Fáir menn þoli þaö til lengdar aö vinna 100 yfirvinnutíma á mánuöi til aö ná sæmilegum launum. Menn gefast upp á heimi vinnuþrælkunar um síðir. Og nú er svo komið aö rösklega helmingur lögregluþjóna landsins eða um 300 manns hafa sagt upp störfum hjá lögreglunni. Um 50 manns hafa hætt störfum hjá lögreglunni síðustu 16 mánuði. Lögreglumenn sjá ekki aöra leið til aö vekja ráöamenn til vitundar um aðstæðurnar. í þessu efni eru lögreglumenn ekkert eins- dæmi. Sú þróun aö dagvinnulaun hrökkvi ekki fyrir nauðsynjum, og fólk mæti þeim meö meiri vinnu, yfirvinnu, næturvinnu-vinnuþrælkun, er viötekin í landinu og ráðamönnum finnst þaö bara sjálfsagt. Uppsagnir lögreglumanna eru einfaldlega enn eitt birtingarform á afleiöingum lágtaxtaþjóðfélagsins. Og þau eru fjöldamörg önnur sem hrópa og öskra framan í valdhafana sem þykjast ekki heyra, sem þykjast ekki sjá og er fyrirmunað aö skilja. Dómsmálaráðherrann, Jón Helgason, segir blygöunarlaust í blaðaviötali að engar ráöstaf- anir hafi veriö geröar af hálfu hans ráðuneytis eða ríkisstjórnarinnar vegna uppsagna lög- reglumanna. „Það er allt of snemmt að fara að hugsa um það nú,“ segir ráöherrann orö- rétt í viðtali viö Morgunblaöiö í gær. Þessi um- mæli og annað sem gerst hefur í launamálum íslendinga síöustu misseri bendir til þess, aö menn sem hafa yfir hundrað þúsund krónur í mánaðarlaun tali ekki sama tungumál og aðrir landsmenn. Þeir tala einsog þeir séu búsettir á annarri plánetu. Hins vegar mætti ætla aö hin æruverðuga ríkisstjórn Islendinga hafi brugöist ómeövitaö viö flótta úr stétt lögreglumanna. Þetta er nefni- lega sama ríkisstjórnin og hefur heimilaö aukningu vígbúnaðar bandaríska hersins á (s- landi. Þetta er sama ríkisstjórnin og hefur stofn- sett fleiri „víkingasveitir“, - þetta er sama ríkis- stjórnin sem vill vopna lögreglumennina sem eftir veröa og ættu þá aö vinna 200 yfirvinnu- tíma á mánuði. Þetta er sama ríkisstjórnin og í fúlustu alvöru er aö ræöa hugsanlega leynilög- reglu á íslandi á lokuðum fundi hjá pólitískum öfgasamtökum aö viöstöddum bandarískum hernaöarráögjöfum. Þegar allt þetta: víkingasveitir, stjórnstöö í Keflavík sem þolir „vikulangt allsherjarstríö", meiri vígbúnaður hersins og vopnuð leynilög- regla ríkisstjórnarinnar hefur leyst óvopnaöa lögreglumenn af hólmi - þá berja menn óskaland valdhafanna augum. Þaö er ekki nema von aö ráðherrann segi að þaö sé of snemmt aö hugsa. Þegar svo bætist viö aö ríkisstjórnin getur reitt sig á aö koma geröar- dómslögum í gegnum alþingi einsog hendi væri veifað, þá er von aö tillögur og hugmyndir ríkis- stjórnarinnar séu eitt stórt núll; þaö er nefnilega alltof snemmt aö fara aö hugsa aö mati ráöherra í ríkisstjórninni. -óg KUPPT OG SKORIÐ ,atnJ-Nú var Gorbachev senuþjóf- lurinn á alþjóðavettvangi til að ™ minna þá, sem segast hafa einkaleyfi á friði, á hver stjomar ferðinni. Ríkishljóðvarpið beindi E>'■'& r/. ■ ..., -. .Það va yoðru vísi umhorfs í stjóm Áenskra landsmála, ef þjóc péfði borið gæfu til að ve jafh samhent um val á foryst ^mönnum og Reykvíkinyar Mogginn í fýlu Hvenær sem Morgunblaðið heyrir minnst á frið fer blaðið í fýlu. Enn eitt dæmi um þetta er leiðari blaðsins í gær, sem heitir „Flókið afvopnunartafl". Þar segir frá þeim orðsending- um sem hafa gengið milli leiðtoga Sovétríkjanna og Bandaríkjanna unt afvopnunarntál og þá sérstak- lega um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Eins og menn vita hefur Reag- an forseti ekki viljað taka undir við Sovétntenn, sem settu á sig einhliða tilraunabann í fyrra- sumar. Og lét á dögunum sprengja mikla hleðslu í Nevada- eyðimörkinni, þrátt fyrir margar viðvaranir. Og það er segin saga, að þegar Bandaríkjaforseti brýnir rau- stina, og lætur jörð skjálfa, þá fær Morgunblaðið í hnén. Enda segir blaðið í leiðaranum í gær, að það hafi alltaf verið „áróðursbragð“ af tillögu Sovétmanna um til- raunabann. Og er bersýnilega reiðubúið til að skrifa undir þá opinberu bandarísku kenningu að „tillagan eigi rætur að rekja til þess að sovéska hernaðarvclin hefði náð forskoti og þyrfti ekki að gera tilraunir með kjarnorku- vopn um nokkurn tíma“. Þeirri kenningu trúa víst fáir aðrir. Það má deila mjög um magn það, sem stórveldin eiga af einstaka vopnum, en enginn trúir því í alvöru, að Sovétmenn hafi forskot í nýjum vopnabúnaði, sem er væntanlega sá sem helst „þarf“ að gera tilraunir með. Að hjálpa Rússum Ekki nóg með það. Morgun- blaðið notar tækifærið til að viðra einu sinni enn þá eftirlætis kenn- ingu sína, að í rauninni geri frið- arhreyfingar á Vesturlöndum ekki annað en að hjálpa Rússum. Blaðið er í afskaplega fúlu skapi yfir því, að ríkisútvarpið skuli hafa sagt frá fundum herstöðva- andstæðinga og „samstarfs- manna þeirra í friðarhreyfingum hér á landi“ nú yfir páskana. Og verður ekki betur séð af málflutn- ingi blaðsins en að sá fréttaflutn- ingur sé, þegar allt kemur til alls, runninn beint undan rifjum htns lævísa Gorbatsjofs. Blaðið segir: „Víða um hinn vestræna heim eru það aðrir en kirkjan og prest- arnir sem „stela senunni“ í fjöl- miðlum um bænadagana og upp- risuhátíðina. Nú var Gorbachev senuþjófurinn á alþjóðavettvangi til að minna þá, sem segjast hafa einkaleyfi á friði, á hver stjórnar ferðinni. Ríkishljóðvarpið beindi athygli notenda sinni rækilega að fundum talsmanna friðar hér á landi um helgina“. Enn og aftur sannast hinar freku ritskoðunarhneigðir Morg- unblaðsmanna sem reka upp sitt fjörtíu þúsund eintaka gól í hvert skipti sem nokkur maður dirfist að minnast á frið og vígbúnað með öðrum hætti en þeir í Aðal- strætinu vilja. Þar fyrir utan er>. einsýnin svo mikil, að Mogga- menn koma hreint ekki auga á það, að bandamenn Reagans í Nató og stjórnarandstaðan í hans eigin landi telja framgöngu hans í tilraunamálinu og fleirum vafa- samaeða fáránlega. íhaldsstjórn- in í Noregi hefur Iýst áhyggjum sínum af sprengingunni í Nevada. Oddviti demókrata á Banda- ríkjaþingi telur, að Reagan sé að afhenda Rússum allt friðarfrum- kvæði. Bandaríkjamenn standa einir uppi með sín viðhorf á fundi hjá kjarnorkuvígbúnaðarráði Nató. Af þessu vilja Morgunblaðs- menn ekkert vita. Þeir hugsa sem svo: heimurinn skal vera eins og ég hugsa hann. Velferð og sögufölsun Á skírdag skrifaði Morgun- blaðið leiðara um „Fátækt og frelsi einstaklingsins". Þar segir sem svo að enginn flokkur geti þakkað sér íslenskt velferðar- kerfi, sem aðstoði þá sem verst eru settir. Öðru máli gegni þó um Reykjavík, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafi stjórnað einn. Þar sé svo gott velferðarkerfi „að sá flokkur sem þannig hcfur stað- ið að verki verður ekki sakaður um mannvonsku eða grimmd“. Fyrir nú utan allt það sem er ámælisvert í velferðarkerfi borg- arinnar er sagan fölsuð mjög hremmilega í þessari sælu mynd. Það má rétt vera, að engum einum flokki sé að þakka það sem gert hefur verið í velferðarmálum hér á landi. Og að enginn flokkur sé nú opinskátt á móti því kerfi sem til er - þótt að því sé vegið af Ungtyrkjum Sjálfstæðisflokks- ins. En hitt er víst, að kerfi sam- hjálpar og samábyrgðar, sem nú er til, það er ekki komið til fyrir frumkvæði Sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur var dragbítur á aliar þær hugmyndir, þegar þær komu fram. Það varð hlutskipi alþýðu- flokksmanna og sósíalista að bera þær fram, berjast fyrir þeim, ná sumu fram í gegnum kjarasamn- inga en öðru með þrýstingi á þingi. Það var vinstriöflum á ís- landi að þakka, að sá rýri vísir að velferð, sem fólst í gömlu ölm- usukerfi, varð að allvíðtæku kerfi réttinda, sem enginn þurfti að blygðast sín fyrir að gera tilkall til, þegar með þurfti. Sama sagan gilti hér í Reykja- vík sem í þjóðfélaginu í heild. Sósíalistar héldu uppi harðri hríð í húsnæðismálum (sú var tíð að hér bjuggu þúsundir manna í húsnæði sem læknar dæmdu beinlínis háskalegt heilsu manna) og dagvistarmálum og fleiri þörf- um málum gegn tregðu borgar- stjórnaríhaldsins. Hitt gat svo verið, að þegar ekki dugði lengur að tefja fyrir, þegar almennilegur stuðningur var tryggður fyrir fé- lagslegum kröfum, þá gat borg- arstjórnarmeirihlutinn snúið við blaði og tekið einn og einn vel- ferðarþátt upp á sína arma. Vegna þess, að af tvennu illu hefur Sjálfstæðisflokknum þótt skynsamlegra að fremja smávegis „kratasyndir" en að missa höfuð- vígi sinna valda, Reykjavík. ÁB DJOÐVIUINN Málgagn sósíalísma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgeíandi: Úigáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Viðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þon/aldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. april 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.