Þjóðviljinn - 06.04.1986, Side 7
Ríkharður þriðji, málverk eftir ókunnan málara.
Játvarður fjórði sem Ríkharður leysti
af hólmi ásamt Elísabetu drottningu
og Játvarði prins.
... og veginn
Woodvillar héldu áfram ráða-
bruggi og fengu Hinrik Tudor til
liðs við sig. Hinrik var í útlegð á
Bretagne og var af konungum
kominn að langfeðgatali. Eftir
nokkrar sviptingar felldu þeir fé-
lagar Ríkharð þriðja í orustu í ág-
úst 1485 og Hinrik komst til
valda, talinn sjöundi.
Staða Hinriks var fráleitt traust
og til að festa sig í sessi kvæntist
hann Elísabetu, dóttur Játvarðar
fjórða og Elísabetar»Woodville, í
janúar 1486. En til að Elísabet
yrði að haldi mátti hún ekki vera
óskilgetin. Fyrstu verk Hinriks
voru því að afmá allar heimildir
um ólögmæta giftingu foreldra
hennar, handtaka Stillington
eina ferðina enn og handtaka og
líklega að taka af lífi syni Rík-
harðs þriðja og Georgs bróður
hans (Ríkharður hafði endurreist
son Georgs og þar með gert hann
að lögmætum erfingja). Gallinn
við sögufölsunina var sá að með
því að gera Elísabetu konu sína
að hjónabandsbarni, veikti Hinr-
ik stöðu sína til muna því þá sat
hann uppi með strákana tvo,
i'f.
Hinrik sjöundi sem tók við að Ríkharði
föllnum.
bræður hennar, sem löggilta arf-
taka krúnunnar.
Hér er komin eina sýnilega
ástæðan til þess að nokkur hafi
viljað drepa prinsana tvo í Turn-
inum. Ríkharði þriðja stafaði
engin hætta af tilvist þeirra, hann
stóð næst krúninni - átakalaust -
en Hinrik sjöundi varð að ryðja
þeim úr vegi til að geta setið sjálf-
ur.
Nokkuð undarleg er líka hegð-
un Hinriks gagnvart tengdamóð-
ur sinni. í febrúar 1487 gerir hann
eignir hennar upptækar og sendir
hana í klaustur. Pessi aðgerð
þótti nokkuð hörkuleg en vel má
vera að gömlu konunni hafi mis-
líkað við tengdasoninn, þegar
hún frétti að hann hafði látið
drepa syni hennar tvo í Turninum
og hún ekki kært sig um að sitja
þögul undir því.
Hin opinbera
útgáfa
Fyrir utan vafasamar heimildir
um að Ríkharður hafi framið
ódæðið og það að hann skorti all-
ar forsendur sem Hinrik hafði má
benda á að í ákæruskjali sem
Hinrik gaf út á hendur Ríkharði
eftir sigurinn í ágúst 1485 er
hvergi minnst á að hann hafi
drepið bróðursyni sína. f skjali
þessu er mikill óhróður á Rík-
harð borinn og ólíklegt að því
hefði verið sleppt nema fyrir það
að strákarnir voru ennþá á lífi.
Það er ekki fyrr en í júlí, tæpu ári
síðar, sem sá orðrómur kemst á
kreik að Ríkharður hafi komið
prinsunum fyrir kattarnef.
Árið 1502 kemur fyrst fram
skrifleg yfirlýsing frá „blaðafull-
trúa“ Hinriks um að Ríkharður
þriðji hafi fyrirskipað aftöku
frænda sinna og fengið til verks-
ins James nokkurn Tyrrel. James
þessum höfðu af einhverjum
ástæðum verið gefnar upp sakir
16. júní 1486 ög aftur 16. júlí
sama ár. Hann hraktist nokkru
síðar til Frakklands þar sem
Hinrik lét handtaka hann 1502
undir því yfirskini að hann vildi fá
hann til samningaviðræðna í
Lundúnum. Hinrik ræddi þó við
hann fátt, lét drepa hann án dóms
og laga og skömmu síðar birtist
hin opinbera útgáfa um örlög
prinsanna í Turninum.
Nútímasagnfræðingum þykir
ekki ólíklegt að það sé í sjálfu sér
rétt að James Tyrreí hafi verið
framkvæmdaaðilinn við aftöku
sveinanna. En hann fékk fyrir-
skipanir sínar frá Hinrik sjöunda,
að öllum líkindum í júlí 1486.
Gísli Sigurðsson tók saman að
mestu úr Historical Whodunits
eftir H.R. Williamsson, London
1955.
Einnig má benda á ágæta skáldsögu
eftir J. Tey, Thc Daughter of Time,
1951, sem segir af ungum sagnfræö-
ingi í skjalaleit á British Museum og
uppgötvunum hans í sambandi viö
þessi mál öll, bók P. Kendall, Ric-
hard the third, 1955, og ef sjónvarpið
hefur einhvern áhuga á svona nokkru
þá er til nýlegur þáttur hjá breska
sjónvarpinu þar sem mál Ríkharðs er
tekið fyrir í formi réttarhalda. Niður-
staðan úr því „dómsmáli“ var sú að
Ríkharður væri „ekki sekur“.
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Orðsending
Tekiö veröur á móti umsóknum um dvöl í orlofs-
húsum félagsins í sumar, frá og meö mánudegin-
um 7. apríl 1986, á skrifstofu félagsins aö Lind-
argötu 9, 2. hæð.
Þeir sem ekki hafa áöur dvalið í húsunum ganga
fyrir með úthlutun til og meö 11. apríl.
Húsin eru:
5 hús í Ölfusborgum
1 hús í Svignaskarði
1 hús í Vatnsfirði
2 hús á lllugastöðum
2 hús á Einarsstöðum
Vikuleigan er kr. 2.500,- sem greiðist viö pöntun.
Stjórnin.
Staða námstjóra í tölvufræðum
á grunnskóla- og framhaldsskólastigi er laus til umsóknar. Starfið er
m.a. fólgið í því að leiðbeina kennurum um notkun tölva í skólastarfi
og hafa umsjón með gerð námskrár í greininni.
Umsækjendur skulu hafa reynslu á sviði tölvunotkunar og réttindi til
kennslu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
skulu sendar Menntamálaráðuneytinu fyrir 20. apríl nk.
LÍS UKEX 240 g
ÞVOTTADUFT 2,3 kg FRIGG
LENI
SALERNISPAPPÍR 8 rl í pk
Sunnudagur 6. apríl 1986 PJÓÐVILJINN - SIÐA 7
SAMVINNUSOlUBOÐ NR 5