Þjóðviljinn - 06.04.1986, Page 9

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Page 9
Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vítamln, A-vítamín, kalíum, magníum, zlnk og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar Itkaminn til vaxtar og við- halds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst f llkamsvðkvum, holdvefjum og frumuhlmnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrlr blóð- storknun, vóðvasamdrótt, hjartastarf- semi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Til þess að llkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vltamín, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg ó dag, en það er •' langt undlr róðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. . 800 mg úr u.þ.b. þremur glðsum af mjólk. -. Helstu heimildir: Bæklingurinn Kalk og beinþynning efír dr. Jcm Óttar Ragnarsson og Nutrition and Physical Fitness, 11. útg., eftir Briggs og Calbway, Holt Reinhardt and Winston, 1984. MJÓLKURDAGSNEFND Mœður þekkja börn sín af lyktinni Engin skrúfa Fyrsti bíllinn sem er algerlega límdur saman og engin skrúfa notuð er nú farinn að rúlla um franska þjóðvegi. Bíllinn nefnist Alpine V6 GT og er frá Renault verksmiðjunum. Hann er límdur saman með nýrri tækni sem er ntjög fljótvirk og gefur jafna áferð. Ekki er bíllinn þó steyptur í einu lagi heldur fara 15 kíló af lími í að koma honum saman. Franskur vísindamaður hefur sýnt fram á að mæður þekkja börn sín á lyktinni og börn mæð- ur sínar. Vísindamenn hefur lengi grunað að svona lyktarsamband væri milli móður og barns og nú hefur það fengist staðfest. Banoist Schaal lét hóp mæðra bera á sér grisjubút í sólarhring, sumar á brjóstinu en aðrar við hnakkann. Síðan hélt hann bút- unum fyrir vitum nýfæddra barna þeirra og viti menn: eftir smá- stund slökuðu börnin á þegar þau þekktu lyktina af mæðrum sínu. Skipti engu hvort grisjan var af hnakka eða brjósti. Af þessu dró Schaal þá ályktun að börnin þekki ekki aðeins lyktina af móð- urmjólkinni eins og löngum var talið. Næst bað Schaal 40 mæður að finna nærbol sem barn þeirra hafði klæðst og áttu þær að finna hann meðal þriggja bola. Mikill meirihluti mæðranna fann rétta bolinn. Samt var verulegur mun- ur á mæðrunum, sumar fundu rétta bolinn í 94% tilvika en aðrar ekki nema í 7% tilvika. Schaal komst að því að „lyktvísi" mæðr- anna réðst að verulegu leyti af því hve náið líkamlegt samband þær höfðu haft við barn sitt fyrstu tímana eftir fæðingu. Þessi niðurstaða kemur heim og saman við rannsóknir banda- ríska vísindamannsins Richard Porter. Hann komst að því að þótt börn væru tekin með keisaraskurði þekktu mæður þeirra þau á lyktinni þótt þær hefðu aðeins haft þau hjá sér í hálfan þriðja tíma áður en til- raunir voru gerðar á lyktnæminu. Drekkum mjólk daglega Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort ámóta lyktar- samband sé milli hjóna en þær hafa leitt í ljós að svo er ekki. Hins vegar geta foreldrar þekkt börn sín í sundur á lyktinni. Lykt- in af fjölskyldumeðlimum er mjög áþekk en samt er munurinn það mikill að þeir geta þekkt hver annan þótt þeir séu aðskildir. Talið er að þriðjungur kvenna yfir sextugu þjáist af beinþynningu Afleiðingar beinþynningar geta orðið ískyggilegar; alvarleg bœklun vegna minnstu áfalla, því beinin verða stökk og gróa seint og illa Mjólk í hvert mál Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur afkalkiímg Samsvarandi kalk- skammtur f mjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammturf mjólkurglösum (2,5 dl glös)** Börn l-10ára 800 3 2 Ungllngar 11 -18 óra 1200 4 3 Ungt fólk og fullorðlð 8001— 3 2 Ófrískarkonurog brjóstmœður 1200**** 4 3 ■ Hér er gerf róð fyrlr að allur dagskammlurinn af kalkl koml úr mjólk. " Að sjólfsógðu er mðgulegt að fó allt kalk sem likamlnn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkurmat en sllkt krefst nókvœmrar þekkingar ö nœringarfrcBÖI. Hér er miðað vlð neysluvenjur elns og þœr flðkasf I dag hér ó landl. "■ Marglr sérfrœðingar telja nú að kalkþörf kvenna eflir tlðahvörf sé mun melrl eða 1200-1500 mg ó dag. "" Nýjustu staðlar fyrlr RDSI Bandarlkjunum gera róð fyrlr 1200 tll 1600 mg ó dag fyrir þennan hóp. Nálarstungutœki Og í Sovétríkjunum hafa raf- magnstæki sem nota má til nála- stungu náð miklum vinsældum. Renna tæki þessi út eins og heitar lummur og notar fólk þau m.a. til að draga úr höfuðverkjum sem stafa af mígreni. Konur og karlar á „efri árum": Lágmark 2 glös á dag saman. Tíðni beinþynningar hjá körlum er miklu minni en afleiðingarnar ekki síður slœmar. Með að § minnsta kosti tveimur mjólkurglösum á dag má s sporna gegn kalkskortinum og vinna þannig á móti | þessum óvœgna hrörnunarsjúkdómi og afleiðing- um hans. Fyrir þennan aldurshóp er mœlt með léttmjólk eða undanrennu fremur en fullfeitri mjólk. * Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna 1 Mæður þekkja börn sín af lyktinni aðeins örfáum tímum eftir fæðingu og eins þekkja reifabörn mæður sínar. Húsflugur Lifa hratt, deyja ungar Lesandi danska tímaritsins Illu- streret Videnskab spyr um það í lesendabréfi nýlega hvort hús- flugurnar sem angra hann dag- lega séu alltaf sömu flugurnar eða hversu lengi þær lifi. Hann fær það svar að elsta hús- fluga sem sögur fari af hafi náð hálfs árs aldri. Líf hennar hafi hins vegar verið fremur gleði- snautt því henni var haldið í fangavist á rannsóknarstofu við lágan hita, 10-15 gráður. Venju- leg húsfluga eigi sér mun styttri lífslíkur. Lífslíkur húsflugna ráðast að verulegu leyti af hitanum sem þær lifa í. Sé hann lágur hægist á öllum efnaskiptum og líf flugunn- ar lengist. Við eðlilegar aðstæður velja flugurnar sér hins vegar nokkuð mikinn hita, helst um 30 gráður. Þá ná þær mikilli virkni og verða fljótt kynþroska. Við bestu aðstæður geta hús- flugur náð 3-4 vikna aldri en rannsóknir benda til þess að fæst- ar þeirra verði svo gamlar, heldur sé meðalaldur þeirra þegar þær týna lífinu aðeins örfáir dagar. Við þann aldur má svo bæta uþb. tveimur vikum sem tekur þær að klekjast út. Á þessu skamma lífshlaupi er málið að fjölga sér svo stofninn haldist við. Það má því segja að húsflugurnar breyti eftir mottó- inu að lifa hratt og deyja ungar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.