Þjóðviljinn - 30.05.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 30.05.1986, Side 13
HEIMURINN Sovétríkin Sakharof brátt laus úr útlegð? Tilkynnt var ígœr að andófsmaðurinn Andrei Sakharoffengi bráttað snúa aftur til Moskvu úr útlegð þeirri sem hann hefur verið í, í Gorkí, hegðun konu hans Jelenu Bonner undanfarið setti hins vegar spurningarmerki við þá ákvörðun Svipur áþjánar. Mynd sem Bonner tók at manni sínum, Andrei Sakharof, í október síðastliðnum. Moskvu — Sovésk yfirvöld ætla að leyfa sovéska vísinda- manninum og andófsmannin- um Andrei Sakharof að fara aftur til Moskvu eftir sex ára útlegð í borginni Gorkí, var haft eftir sovéska blaðamann- inum Viktor Louis í gær. Louis sem oft hefur komið á framfæri skilaboðum frá sovésk- um yfirvöldum, sagði að ekki væri lengur ástæða til að halda Sakharof lengur í Gorkí. Hins vegarhefði hegðun Jelenu Bonn- er, eiginkonu Sakharofs, á Vest- urlöndum undanfarið gert það að verkum að sovésk yfirvöld væru nú að endurskoða afstöðu sína. Bonner hefur verið undanfarið í Bandaríkjunum í meðferð hjá læknum vegna augnsjúkdóms og hefur m.a. hitt vestræna leiðtoga að máli. Síðast í fyrradag hét Mitterand Frakklandsforseti því að gera allt sem í sínu valdi stæði til að hafa áhrif á mál Sakharofs. Louis sagði fréttamanni Reuters í gær að það væri skynsamlegt fyrir Sakharof að snúa aftur til Mos- kvu. En hún (Bonner) stendur í vegi fyrir því,“ sagði Louis. „Það er ekki hans hegðun, heldur hennar. Hann vill kyrrlátt líf, hún vill fréttamannafundi." Leitað var eftir viðbrögðum Bonner við þessum orðum Louis í gær en ekki náðist til hennar, hún er nú í London þar sem hún mun hitta breska ráðamenn að máli. Dr. Alan Wynn, forstöðu- maður Sakharof nefndarinnar í Bretlandi, sagði að ástandið væri of viðkvæmt þessa stundina til að Bonner gæti tjáð sig um orð Lou- is. Hann sagðist hins vegar telja þetta dæmigert þvingunarbragð KGB. Viktor Louis sagði nýjar fréttir af Sakharof og lagði áherslu á að nýlegar yfirlýsingar hans um Tsjernóbíl slysið og sovéska varnastefnu hefðu glatt ráða- menn í Kreml. „Hann er okkar megin,“ sagði Louis. „Hann er virtur af yfirgnæfandi meirihluta rússnesku þjóðarinnar." Louis sagði Sakharof haf fært rök fyrir því að halda yrði áfram þróun kjarnorku, einnig hefði hann gagnrýnt Reagan stjórnina. Eng- ir fréttamenn eða útlendingar hafa fengið að sjá Sakharof síðan 1980. 1984 og 85 fór Sakharof í hungurverkfall til að fá yfirvöld til að leyfa konu sinni að leita sér iæknishjálpar erlendis. Um Bonner sagði Louis að hún hefði farið með gífuryrði urn So- vétríkin meðan hún hefði dvalist erlendis. Sovésk yfirvöld hefðu hins vegar ekki sett nein skilyrði fyrir ferðalagi hennar til Vestur- landa. „Hversu marga stjórn- málamenn hefur hún séð og hversu marga lækna,“ sagði Lou- is. „Hún er farin að ræða á hrein- skilinn hátt um pólitíska hluti og aðstoðar þannig þá sem eru and- stæðir Sovétrikjunum." Louis sagðist ennfremur búast við að Bonner færi aftur í 5 ára útlegð sína í Gorkí sem hún var sett í 1984 fyrir áróður gegn rík- inu. Louis minnti í gær á að Gor- batsjof Sovétleiðtogi hefði lýst því yfir að Sakharof gæti ekki yfirgefið landið vegna þekkingar sinnar á ríkisleyndarmálum sem varða kjarnorku. Helmut Khol. Hann átti hugmyndina að ráðstefnunni. Kjarnorka Tsjernóbíl Yfir tveir tugir látnir Nýjustu lœknavísindi lítils megnug, segirsovéskurskurðlœknir Köln — Einn helsti skurðlæknir í Sovétríkjunum sagði í gær að þeir sem látist hefðu vegna kjarnorkuslyssins í Tsjernóbíl væru 21 að tölu, þar á meðal eru 11 manns sem skipt var um beinmerg í. Skurðlæknirinn, Jevgení Tsjazof, sem auk þess er aðstoð- arheilbrigðisráðherra, sagði á fréttamannafundi í Köln í V- Þýskalandi, að 210 manns nytu enn læknismeðferðar á sovéskum sjúkrahúsum. 30 þeirra eru enn í alvarlegu ástandi. Tsjazof hefur verið á fundi Al- þjóðasamtaka lækna gegn kjarn- orkuvá (IPPNW). Tsjazof er í forsæti fyrir þessum samtökum ásamt bandaríska skurðlæknin- um Bernard Lown. Tsjazof sagði á fundinum í gær að vonlaust væri að treysta á aðferðir skurðlækni- nga til að verjast áhrifum kjarn- orkustríðs. „Það sem ég hef sagt ykkur hér og þær upplýsingar sem til reiðu eru eftir kjarnork- uslysið í Tsjernóbíl, staðfestir fyrri varnaðarorð samtaka okk- ar: læknavísindin yrðu einskis nýt, þó aðeins fáeinar kjarnork- usprengjur væru sprengdar," sagði Tsjazof. Belgía Mið-Ameríka Enginn árangur af friðar- viðræðum Panamaborg — Miö-Ameríku- ríki sem setiö hafa á fundi í Panama fyrir hvatningu Conta- dora ríkja hafa slitið viðræðum án þess að samkomulag hafi tekist um hernaðarleg málefni. Vonast hafði verið til að ríki í Mið-Ameríku sem studd eru af Bandaríkjunum gætu náð ein- hvers konar samkomulagi við Nicaragua sent gæti orðið til þess að friðarsamningur yrði undirrit- aður í Mið-Ameríku. Það eina sem kom út úr fundinunt var að ákveðið var að halda áfram að leita leiða til að binda enda á deilur í Mið-Ameríku. Conta- dora ríkin fjögur, Mexíkó, Kól- ombía, Venezuela og Panama tóku einnig þátt í fundinum. Aðstoðarutanríkisráðherra Guatemala, Francisco Villagran, sagðist tala fyrir hönd allra Mið- Ameríkuríkjanna á fundinum þegar hann sagði að þau hefðu komist að þeirri niðurstöðu að góður vilji væri enn fyrir hendi til að halda áfram viðræðum um endanlegan friðarsamning. Villagran bætti því við að ríki Mið-Ameríku stæðu í þakkar- skuld við Contadora ríkin og vildu auðsýna þeim virðingu sína. „Við höfum auk þess beðið þau að halda áfram því starfi sem þau hafa unnið svo vel til þessa.“ Sandinista stjórnin í Nicaragua kom með tilboð á fundinn um mikla fækkun á vopnabúnaði sín- unt. Sú tillaga var hins vegar ekki tekin gild af þeim ríkjum í Mið-Ameríku sem njóta stuðn- ings Bandaríkjastjórnar. Hún hefur lýst því yfir að Nicaragua- stjórn verði einnig að fækka í her sínum. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR hjörleifsson'R t ui E R Fómarlamba Heyselhaimleiksins minnst Frá óeirðunum á Heysel leikvanginum fyrir ári. Minningarathöfn var um þennan atburð í Brussel í gær. Ráðstefna um kjarnorku- öryggi Vín — Fulltrúar allra helstu ríkja heims sem notast við kjarnorku til orkunotkunar munu hittast á fundi í haust, tilkynnti innanríkisráðherra V- Þýskalands, Friedrich Zim- mermann í gær. Zimmermann sagði að V- Þjóðverjar byðu til þessa fundar og þegar hefðu 23 af þeim 25 þjóðum sem notast við kjarn- orku, tekið boðinu. Fundurinn verður haldinn í Bonn, stuttu fyrir árlega ráðstefnu Alþjóðakj- arnorkuráðstefnunnar (IAEA) í gær hófst einnig fundur 13 kjarnorkusérfræðinga sem eru að taka saman skýrslu um kjarnork- uöryggi á vegum IAEA, þessi skýrsla verður lögð fyrir sérstaka nefnd IAEA sem hefst þann 10. júní. Það var Helmut Kohl sem fyrstur stakk upp á þessari ráð- stefnu kjarnorkuþjóða og Gor- batsjof tók undir hugmyndina 14. maí síðastliðinn. Kohl leggur til að á ráðstefnuna komi ráðherrar og fulltrúar alþjóðlegara stofn- ana sem fást við kjarnorkumál. Brussel — Mikill fjöldi Itala kom til Brussel í gær til að leggja blómsveiga utan við Heysel leikvanginn til að heiðra minn- ingu þeirra 39 manna sem létu lífið í harmleiknum sem átti sér stað fyrir ári á leik Juventus og Liverpool í úrslitaleik Evróp- ukeppninnar í knattspyrnu. Á blómsveigunum stóð meðal annars „Aldrei aftur“ í litum Li- verpool og Juventus liðanna. í þessum harmleik lést 31 ítali og margir ættingja þeirra eru enn fullir af biturð í garð yfirvalda, segja þau ekki hafa gert nóg til að refsa þeim sem áttu sök á óeirðunum. Belgískir embættis- menn tilkynntu í gær að farið yrði fram á framsal 26 áhangenda Li- verpool liðsins sem sakaðir eru um að hafa átt mestan þátt í óeirðunum. Lögregluþjónar með hunda vörnuðu Itölum leið inn á leikvanginn en hópur fólks, flest- ir ítalskir, fleygðu blómum yfir háa veggi leikvangsins, inn á Z stæðin þar sem áhangendurnir létust. Borgarstjórinn í Brussel, Herve Brouhon, neitaði í fyrra- dag hinum ítölsku undirbúning- saðilum athafnarinnar í gær, um leyfi til að halda atöfnina inni á Z stæðunum. Þeir neituðu einnig ítölunum um að láta koma fyrir sérstökum skildi þar til að minn- ast fórnarlamba óeirðanna. „Við töldum okkur vera að gera rétt“, sagði einn fulltrúa borgarstjór- ans. „Við vildum ekki gera leikvanginn að dapurlegum minningarstað. Ef við hefðurn leyft þeim að setja upp þennan skjöld, hefði það orðið að ár- legum viðburði og okkur finnst ekki viðeigandi að minna stöðugt á látið fólk.“ ftalskur prestur sem fór með bæn við athöfnina í gær sagði að það væri leitt að enginn væri reiðubúinn-til að taka ábyrgð á því sem gerðist. „Okkur býr ekki hefnd í hug, aðeins dapurleiki vegna þess að enginn vill taka ábyrgð á því sem gerðist," sagði presturinn, Cavaletti. Eini stuðningsmaður Liverpo- ol við athöfnina í gær var 27 ára gamall atvinnulaus V-Þjóðverji, Thomas Niederberger. Honum var fagnað þegar hann lagði blómsveig við veggi leikvangsins. Háttsettir ítalir, Bretar og Belgar sóttu sérstaka minning- arsamkomu í dómkirkjunni í Brussel í gær en fjölmargir að- standendur ítölsku fórnarlamb- anna telja að Bretar og Belgar hafi enn ekki gert nóg. ítalskir fjölmiðlar hafa haft eftir þeim reiðileg orð vegna tafa sem orðið hafa á því, að sökudólgarnir hafa enn ekki verið dregnir fyrir dóm. „Þeir sem báru ábyrgð á ofbeld- inu ganga enn lausir," sagði Otello Lorentini, faðir eins þeirra sem létust. Föstudagur 30. mai 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.