Þjóðviljinn - 06.06.1986, Síða 13

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Síða 13
LISTAHÁTÍÐ UM HELGINA Jöfrarnir fveir. Bergman og Strindberg Fröken Júlía sýnd um helgina Einn af stærstu viðburðum þessarar Listahátíðar er á dag- skrá um helgina; uppfærsla Ingmars Bergman á Fröken Júlíu eftir August Strindberg verður sýnd í Þjóðleikhúsinu laugardag og sunnudag klukk- an átta. Strindberg og verk hans þekkja allir; einhver mesti leikritahöfundur sem Norður- lönd hafa alið. Sömuleiðis hlýtur Ingmar Bergman að teljast með höfuðsnillingum þeirra sem horft hafa í gegn- um linsuop kvikmyndavéla, - ekki bara á Norðurlöndum. Báðir teljast þessir menn til klassíkur; verk þeirra eru haf- in yfir tíma og sígild í þessum listgreinum. Það er því mikill viðburður. að sjá Ingmar Bergman kljást við Strindberg, en þessi sýn- ing Konunglega Dramatíska Leikhússins í Stokkhólmi hef- ur hlotið mikið lof. Bergman kemur sjálfur til íslands sem einn af heiðursgestum Lista- hátíðar. -pv Lander og Eyron íGamlabíóiá sunnudag Meiri klassík. Thomas Lander baritonsöngvari og pí- anóleikarinn Jan Eyron, báðir sænskir, munu leika og syngja í Gamla bíói á sunnudaginn kl. 15. Thomas Lander er aðeins 25 ára gamall og hefur vakið mikla athygli og þykir mikið efni. Jan Eyron hefur áður komið til íslands; þrautreyndur undirleikari sem hefur unnið með mörgu af frægasta söngfólki Evrópu. Þeir munu flytja verk eftir Schumann, Richard Strauss, Gabriel Fauré og Ottorino Respighi. —pv Thomas Lander. MYNDLISTIN Picasso Meistari tuttugustu aldar myndlistar, Pablo Picasso á Kjarvalsstöðum. Einstakur stórviðburður. Opið 14-22. Tryggvi Yfirlitssýning í Listasafni ASÍ áverkumTryggva Magnússonar málara og teiknara. Lýkur22. júní. Opið 16-20 virka, 14-22 helgar. Thor og Örn Þeirfélagarsýna Ijóðmyndverk í anddyri Norræna hússins, sem er opið alladaga. Eina sýningarhelgin. Ásgrímur Safnið hans opnar sýningu í tilefni Listahátíðar. Aöallega myndir málaðar á árunum 1910-1920. Opið 13.30-16 nemaLA. Ásgrímur: Portrait of the artist as an old man. Einarssafn Safn Einars Jónssonar Skólavörðustíg eropið alla daga nema MA13.30-16. Höggmyndagarðurinn daglega10-17. Jónína Jónína Guðnadóttir sýnir í Gallerí Grjót, lýkur 12. júní. Lágmyndir og skúlptúrar úr steinleir. Opið virka daga 12- 18,helgar14-18. Ole Kortzau og nokkur verka hans. Kortzau Einn kunnasti listamaðurog listhönnuðurDana. Fjölbreytt og vönduð sýning. Síðasta helgi. Opið 14-19. Umsjón: Páll Valsson Baltasar: Síðasta sýningarhelgi. Baltasar Sýning á teikningum Baltasars, sem ber nafnið Fimm þemu, er haldin í Gallen Gangskör. Hún hefur verið framlengd til tólfta júní vegna góðrar aðsóknar. Opin 12-18. Reykjavíkurmyndir Listahátíð (og 200 ára Reykjavík); Sýningin Reykjavík í myndlist á Kjarvalsstööum stendur til 27. júlí. 60 Reykjavíkurverk eftir 33 myndlistarmenn. Opið 14- 22. Karl Kvaran í Listasafni íslands. Karl Kvaran Listahátíð: Yfirlitssýning á verkum Karls Kvaran, lýkur 29. júní. Opin daglega 13.30- 22.00. Listasafn Islands. Austurrískt Tíu austurríkismenn í Nýlistasafninu Vatnsstíg, lýkur 15. júní. Opið virka daga 16-20, helgar 14-20. Langbrókarflækja Samsýning aðstandenda Langbrókar, Bókhlöðustíg 2, skúlptúr, vefnaður, þrykk; samheiti: Flækja. Lýkur 15. júní. Opið daglega 14-18. Ásmundur Sýning Reykjavíkurverka Ásmundar Sveinssonar í Ásmundarsafni í Sigtúni hefst FÖ. Opin 10-17 alla daga, stendurframáhaustið. Mokka Kristján Fr. Guðmundsson sýnir vatnslitamyndir og olíumálverk á Mokka. Opin út mánuöinn. Föstudagur 30. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.