Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 16
Leikhús
Shakespeares
endurbyggt
Globe-leikhúsið í
London verður
endurbyggt
steinsnarfró þeim
stað sem það stóð
upphaflega
Ákveðið hefur verið að endur-
byggja Globe-leikhúsið í London,
en það brann til grunna árið
1613. Veröur það endurbyggt
steinsnar f rá þeim stað þar sem
það stóð upphaflega á bökkum
Thames.
Það er bandaríski leikarinn
Sam Wanamaker, sem í áratugi
hefur barist fyrir því að leikhúsið
verði endurreist. Sam er fæddur
og uppalinn í Chicago, en fluttist
til London árið 1951. Alla tíð síð-
an hefur hugmyndin um að
endurreisa leikhúsið átt hug hans
allan.
í Globe-leikhúsinu voru mörg
þekktustu verk William Shakesp-
eares frumsýnd. Sjálfur hefur
Sam Wanamaker einusinni farið
Teikning af upprunalega Globe-
leikhúsinu, gerð skömmu áður en
það brann árið 1613.
með hlutverk í Shakespeare-
leikriti, Jago í Othello.
Deilur við yfirvöld
Það hefur ekki gengið á-
rekstralaust að fá samþykki fyrir
endurbyggingunni, en ýmsir hafa
sýnt henni mikinn áhuga og
styrkt sjóð þann sem Wanamaker
stofnaði.
Derno Estates, sem sá um
skipulag þess svæðis sem leikhús-
ið átti að rísa á og stjórn South-
wark hverfisins ákváðu árið 1981
að láta Wanamaker-sjóðinn fá
landspildu undir leikhúsið. 1984
var ný bæjarstjórn kosin í Sout-
hwark og ákvað hún að rifta
samkomulaginu þar sem ákveðin
skilyrði höfðu ekki verið uppfyllt
að hennar rfiati. Derno Estates
lagði þá skipulag svæðisins til
hliðar, enda ætlaði hin nýja bæj-
arstjórn að nota svæðið til annars
en upphaflega hafði verið ráð-
gert, eða undir iðnaðarhverfi og
byggingar á vegum hins opin-
bera.
Wanamaker var óánægður
með þessi málalok og stefndi So-
uthwark og Derno Estates fyrir
samningsbrot. Derno Estates
gagnstefndi þá bæjarstjórn So-
utwark og eftir fimm daga réttar-
Móðir
vor
Metodistar eru mjög sterkir
í Bandaríkjunum. Er söfnuð-
urinn einn af þeim stærstu í
því guðs útvalda landi. Þeir
hafa nú endurskoðað sálma-
bók sína og m.a. ákveðið að
ritskoða burt nokkra af þekkt-
ustu sálmunum, sem hafa ver-
ið í miklu uppáhaldi hjá
hjörðinni.
Sálmurinn Áfram krists-
menn krossmenn er einn af
þeim sálmum sem ákveðið var
að sleppa í nýju sálmabók-
inni, ekki vegna vanhelgi Haf-
skipsmanna á sálminum,
heldur vegna þess að sálmur-
inn þykir of herskár, lagið
minna um of á hermars og
textinn hvetja menn til átaka.
Einnig var ákveðið að sleppa
Baráttusálmi lýðveldisins af
sömu ástæðu.
Þetta mæltist ekki vel fyrir
og mikil mótmælaalda reis
meðal metodista og að iokum
var látið undan og sálmarnir
aftur settir í bókina.
En það var ekki bara hern-
aðarhyggjan sem fékk á
baukinn í endurskoðuninni,
heldur fengu kynjafordóm-
arnir líka að kenna á ritskoð-
uninni. Ákveðið var að breyta
nokkrum hendingum í sálmin-
um Góðir kristnir menn, fagn-
ið, þar sem pungrottuhugsan-
aháttur þótti skína í gegnum
kveðskapinn. Það sama gilti
fyrir sálminn Hvílið í örmum
drottins kæru karlar. Trú
feðra okkar varð ekki breytt,
en hinsvegar stendur neðan-
máls við sálminn, að leyfilegt
sé að setja inn orðið mæðra
okkar í stað feðra.
Heittrúaðir segjast þakka
sínum sæla á meðan faðirvor-
inu verður ekki breytt í móðir
vor. Information
r «'fi#
RÍKISÚTVARPIÐ
Samkeppni um gerð
listaverks
Ríkisútvarpið auglýsir hér með samkeppni um
gerð listaverks. Listaverkið skal staðsett utan-
húss á torgi framan við aðalinngang Útvarps-
hússins við Efstaleiti, Reykjavík.
Rétt til þátttöku hafa allir íslenskir myndlistar-
menn. Heildarverðlaunafé er kr. 400.000 - þar af
eru 1. verðlaun kr. 250.000.
Keppnisgögn fást afhent hjá trúnaðarmanni
dómnefndar sem er Þórhallur Þórhallsson, skrif-
stofustjóri Sambands íslenskra myndlistar-
manna, Ásmundarsal, Reykjavík, sími 11346.
Skilatrygging er kr. 1.000. Frestur til að skila
tillögum rennur út 17. nóv. nk.
fc^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsókn-
ar starf skrifstofumanns (ritara). Starfið er m.a.
fólgið í almennum ritarastörfum, vélritun, skjala-
vörslu og símaþjónustu. Verzlunarskóla- eða
sambærileg menntun æskileg. Einnig reynsla í
ritvinnslu.
Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf
sendist deildarstjóra starfsmannahalds fyrir 5.
ágúst nk.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 REYKJAVÍK
Sam Wanamaker við líkanið af Globe-leikhúsinu.
höld komust deiluaðilar að
samkomulagi.
Wanamaker fékk 125 ára
leigurétt á landinu en Derno
Estates fékk 11 milljón dollara í
skaðabætur.
Endurbyggt í
upprunalegri mynd
Arkitektinn Theo Crosby hef-
ur gert teikningar og smíðað lík-
an af leikhúsinu. Globe-leikhúsið
var upphaflega reist árið 1599 og
brann árið 1613. Verður húsið
reist í sem upprunalegastri mynd
og allt úr timbri, en eftir brunann
í London 1666 hafa slík hús ekki
verið reist. Verða notaðar sömu
aðferðir við að reisa húsið nú og
voru notaðar á þeim tímum sem
húsið var upphaflega reist á.
Leikhúsið mun taka 1500
áhorfendur og eru harðir bekkir
fyrir tvo þriðju hluta þeirra en
restin verður að standa undir sýn-
ingunum. Engin sviðsljós verða
notuð í leikhúsinu og sviðið snýr í
norðaustur einsog í upprunalega
Globe-leikhúsinu, þannig að
leikararnir eru stöðugt í skugga
þó svo að sól skíni í heiði.
í leikhúsinu er ætlunin að sýna
leikrit Shakespeares og jafnframt
verk eftir samtfmamenn hans. Þá
er einnig ætlunin að ný leikrit fái
að njóta sín á sviðinu.
Sáf/Time
r
iL Læknaritari
Hálf staða læknaritara hjá Heilsugæslu Hafnar-
fjarðar er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Hafnar-
fjarðarbæjar og Starfsmannafélags Hafnarfjarð-
ar.
Upplýsingar eru veittar í síma 5 36 69.
Umsóknum um starfið skal skila til Heilsugæslu
Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10,3. hæð, 220 Hfj.
fyrir 1. ágúst nk.
Heilsugæsla Hafnarfjarðar.
T Hafnarfjörður -
-i-L einbýlishúsalóðir
Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar 28 lóðir í
Setbergi, einkum fyrir einbýlishús.
Ennfremur 2 lóðir fyrir einbýlishús á Hvaleyrar-
holti. Lóðirnar eru þegar byggingarhæfar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu bæjar-
verkfræðings, Strandgötu 6, þ.m.t. um gatna-
gerðargjöld, upptökugjöld, byggingarskilmála
o.fl.
Vakin er athygli á því að lóðarhafar geta nú greitt
gatnagerðargjöld og upptökugjald með skulda-
bréfum til fjögurra ára.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu-
blöðum, sem þar fást, eigi síðar en 8. ágúst nk.
Bæjarverkfræðingur.
16 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN