Þjóðviljinn - 20.07.1986, Síða 18

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Síða 18
KROSSGÁTA 1 J— T~ T~ 7- /0 7- S? T~ )l lii 3? /3 )2r P /Ý 7- 10 4 V )5~ 1 /5" 10 14 W 1 )7 )# 2o V 1 /£ 21 22 V 4 )2 2d i 1 23 3 )4 2 2s 13 R? 1 18 ¥ 20 ZS 22 27- 18 £2 ? 2/ )S 7- 17 3? 22 12 >4 2z w ) 2g 18 22 3? )é> 3 10 ¥ SP 23 7 l& 21 V )4 14- 2Z y 3V )<? 14 7- 7 V Zb /<? )4 2Z V 1 >7- )2 )3 Zl 32 I lóv /# z 5 Tö~ / 2 12 2l !¥- /S" /? 22 22 es' 3? 8 Zg Z w~ n V 2l 30 7- 2S 3? 24 lt // 2S 20 7- )# 20 18 3? Z V / 22 4 2í 13 2/ s? 22 £ // 22 1 17- )É 7- )4 i 17 /5" V / lé> 14 ZV ¥ AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆ Ö SKAK Fyrsta heimsmeistaraeinvígið Einvígin um heimsmeistaratit- ilinn eru nú komin eitthvað a fjórða tuginn, það fer svolítið eftir því hvernig þau eru talin. Fyrsta opinbera einvígið var haldið fyrir réttum hundrað árum og var það milli Steinitz og Zukertorts en þeir voru báðir þýskir að uppruna. Steinitz hafði verið öflugasti meistari heims langa hríð og sigr- ast á flestum andstæðingum sín- um með yfirburðum en opinber- lega varð hann ekki heimsmeistari fyrr en að lokinni viðureigninni við Zukertorts þessu sinni. Það blés að vísu ekki byrlega fyrir honum framan af, því þótt hann ynni fyrstu skákina þá tap- aði hann næstu fjórum í röð. Þetta var ekki í eina skiptið sem Steinitz vegnaði illa í byrjun ein- vígis en hann var mikill baráttu- jaxlog sótti jafnan ísig veðrið erá leið, hefur líklega þurft að tefla sig í form. Hann var búinn að jafna metin er tíu skákum var lokið og síðan seig hann jafnt og þétt fram úr og hafði er upp var staðið unnið 10 skákir, tapað 5 en 5 urðu jafntefli. Það er alkunna að Steinitz er „faðir“ stöðuskákmennskunnar og má með réttu teljast einn mesti skákhugsuður fyrr og síðar. Zukertort hefur nokkuð fallið í skugga hans en hann var frábær skákmaður þegar vel tókst til, tefldi jafnan hvasst og líflega en mun hafa verið heilsulítill og lést aðeins liðlega fertugur að aldri. Hér á eftir er ágætt dæmi um beinskeytni hans. Svartur tapar tveimur leikjum í byrjuninni en það leiðir til þess að hvítur fær meira rými á miðborðinu sem hann notfærir sér til liðsflutninga og loks kemur svo ómótstæðileg kóngssókn. Hvítt: Zukertort Svart: Steinitz 5. einvígisskák. 1. d4 - d5 4. e3 - Bf5 2. c4 - c6 5. cxd5 - cxd5 3. Rc3 - Rf6 6. Db3 - Bc8 Eitthvað hefur þegar farið aflaga. Mögulegt er 6. ... Db6 og fórna peðinu á d5 fyrir spil (7. Rxd5 Rxd5 8. Dxd5 e6). Ekki er gott að leika 6. ... Dd7 því þar er drottningin í vegi léttu mannanna og hvítur riddari á e5 og biskup á b5 munu ógna henni þegar á líð- ur. JÓN TORFASON 7. RO - Rc6 Hvítur hefur unnið tvo leiki en í hálflokuðum stöðum, eins og þessi er, skiptir leiktap ekki alltaf svo miklu máli. Hvítur finnur nú veikasta hlekkinn í stöðu svarts, það er c6-reitinn, og byrjar að herja á hann. 8. Re5 - e6 9. Bb5 - Dc7 Betra var 9. ... Bd7 því drottn- ingin stendur ekki vel á c7. Hvít- ur hefði þá skipt (10. Rxd7) og haft biskupaparið og betri stöðu. 10. Bd2 -Bd6 11. f4 - 0-0 12. Hcl - Bxe5 Hvítur hótaði að vinna skipt- amun með 13. Bxc6 bxc6 14. Rb5 Db8 15. Rxd6 Dxd6 16. Bb4 svo þessi leikur er þvingaður. En nú veikist svartur á svörtu reitunum og kóngsstaðan verður viðkvæm eftir að riddarinn verður að hörfa frá f6-reitnum. 13. fxe5 - Re8 14. 0-0 - f6 aþcdefgh Svartur varð að losa um sig. Nú beinir hvítur hins vegar athygl- inni að kóngsvængnum því nú er svartur veikastur fyrir þar. 15. Bd3 - Hf7 Ef 15. ... fxe6 kemur 16. Bxh7+ og vinnur. 16. Dc2 - f5 Eftir 16. ... g6 kemur bisk- upsfórn á g6 og eftir 16. ... h6 kemur sömuleiðis 17. Bg6. Nú undirbýr hvítur kóngssókn. 17. Re2 - Bd7 20. Dd2 - Re7 18. Hf2 - Hc8 21. Hc-fl - Bb5 19. Bc3 - Db6 22. Bbl - DaA Hvítur heldur réttilega í hvít- reita biskupinn. Svartur átti nú eða í næstu leikjum að drepa riddarann á e2 til að fækka sókn- armönnum hvíts. Hvítur hefði samt vinningsstöðu og hefði væntanlega sótt fram á drottning- arvæng á ný. Nú lýkur skákinni með rökréttum hætti á kóngs- væng. 23. g4 - g6 25. Hel - Rg7 24. h3 - Hc7 26. Rf4 - Rc8 27. gxf5 - gxf5 Eða27. ... Rxf528. e4oghvítu miðborðspeðin ráða úrslitum. 28. Hg2 - Kh8 30. He-gl - Re7 29. Kh2 - Dc6 31. Df2 - ... Hvítur leikur næst Dh4 og Dh6 en þá er hótað drápi á g7, hugsan- legri riddaraskák á g6 eða að riddarinn stekkur til h5 og f6. Svarta staðan er töpuð. Næsti leikur svarts hefur verið talinn af- leikur en er það í rauninni ekki, spurningin er hvernig svartur vill tapa. 31....-De8 32. Hxg7 Tekur valdið af e6-peðinu og vinnur mann. Svartur gaf. Þessi skák er einföld en gott dæmi um það hvernig á að nýta frumkvæði í tíma. Nr. 526 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á götu í Reykjavík. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 526“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinn- ingshafa. 1 )? !4 27 13 3! 3 2 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Verðlaunin í dag er bók- in Lögreglustjóri á stríðsárunum, minning- ar Agnars Kofoed- Hansens, sem Jóhann- es Helgi skráði og Al- menna bókafélagið gaf út. Verðlaun fyrir krossgátu nr. 523 hlaut Helgi Sig- urgeirsson, Hólagötu 39, Njarðvík. Lausnar- orðið var DROPLAUG. Helgi fær senda bókina Hörkutól stíga . ekki dans, eftir Norman Mail- er. BRIDGE JÓHANNES HELGl Lárus á toppnum Sumarbridge 1986 Stöðugt er góð þátttaka í Sumarbridge að Borgartúni 18. Sl. þriðjudag var spilað í þremur riðlum (32 pör) og urðu úrslit þessi (efstu pör): A) Jóhann Jónsson - Kristinn Sölvason 199 Kristín Pálsdóttir - Vilhelm Lúðvíksson 176 Anton R. Gunnarsson - Ragnar Magnússon 173 Ingólfur Lillendahl - Jón Ingi Björnsson 173 Halldór Magnússon - Valdimar Elísson 164 B) Jón Þorvarðarson - Magnús Ólafsson 137 Anton Haraldsson - Úlfar Kristinsson 128 Björn Theodórsson - Jakob R. MöIIer 118 Hannes Ingvarsson - Sigfús Þórðarson 113 Alfreð Kristjánsson - Björn Árnason 113 Sigríður Ingibergsdóttir - Jóhann Guðlaugsson 223 Anna Sverrisdóttir - Sybil Kristinsdóttir 218 B) Jóhann Jónsson - Soffía Guðmundsdóttir 203 Guðjón Einarsson - Guðmundur Hermannsson 184 Ragnar Haraidsson - ÓIi Björn Gunnarsson 178 Sigfús Þórðarson - Þórður Sigurðsson 176 Helgi Samúelsson - Sigurbjörn Samúelsson 157 ÓLAFUR LÁRUSSON C) Lárus Hermannsson - Jón Viðar Jónmundsson 106 Guðmundur Baldursson - Jóhann Stefánsson 106 Ásgeir P. Ásbjörnsson - Hrólfur Hjaltason 100 Baldur Bjartmarsson - Hermann Lárusson 91 Og staða efstu spilara í þriðju- dagsspilamennskunni er þá orðin þessi: Lárus Hermannsson 86, Sigfús Þórðarson 76, Anton Har- aldsson og Úlfar Kristinsson 74, Jacqui McGreal 69, Kristinn Sölvason og Jóhann Jónsson 64, Guðjón Jónson 61. 44 pör mættu í fimmtudags- slaginn í Sumarbridge að Borgar- túni 18 og var því spilað í 3 riðlum. Úrslit urðu (efstu pör): A) Lárus Hermannsson - Alfreð Kristjánsson 274 Véný Viðarsdóttir - Dúa Ólafsdóttir 239 Högni Torfason - Sigmar Jónsson 235 Margrét Margeirsdóttir - Júlíana Isebarn 226 C) Oddur Hjaltason - Hrólfur Hjaltason 191 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 187 María Ásmundsdóttir - Steindór Ingimundarson 181 Þorfinnur Karlsson - Úlfar Guðmundsson 167 Ragnar Örn Jónsson - Elín Jónsdóttir 161 Lárus Hermannsson hefur nú einnig tyllt sér á toppinn í fimmtudagsspilamennskunni með 118 stig, Ásthildur Sigurgísl- adóttir og Lárus Arnórsson 111, Sigfús Þórðarson 106, Anton R. Gunnarsson er með 99 stig og Gunnar Þórðarson 97. Að gefnu tilefni er bent á, að til þess að tryggja sér þátttöku þurfa spilarar að mæta: Á þriðjudögum frá kl. 18.30- 19.15. Á fimmtudögum frá kl. 18.00- 19.00. Þeir sem birtast síðar þurfa hugsanlega að hverfa frá. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. júli 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.