Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 4
Um síðustu helgi minntum við á þann góða sið
að menn sendu hver öðrum línu í Þjóðviljanum.
Með fylgdi eitt af mörgum ágætum bréfum sem
Jónas Arnason sendi meistara sínum Þórbergi
Þórðarsyni frá New York veturinn 1969. Hér fer
svo á eftir svar Þórbergs til Jónasar, sem birtist í
Þjv. 4. desember það ár.
seðill
Til listamannsins
Jónasar
Árnasonar
Reykjavík, 19. nóvember 1968.
Elskulegi listunnandi! Og til-
vonandi monstrólóg?
Ég þakka þér bréf þín, sem nú
eru komin þrjú í mínar hendur.
Mikið offerjaði mér, þegar ég las
í fyrsta bréfi þínu, að þú hefðir
drepið tímann í flugvélinni til
Nefjorku með því að sökkva þér
niður í hugleiðingar um skrímsli,
einkum Katanesdýrið, að því er
virðist. Ég tók að tala við sjálfan
mig: Hann Jónas Árnason farinn
að grafa heilann um skrímsli!
Hann Jónas, sem er allur upp á
listir, ritlist, leiklist, tónlist, söng-
list, sönglist í þvottabala og hopp
og hí! Hvenær hefur það heyrzt,
að svo skrautlega samansett
manngerð hafi niðurlægt sig til að
skilja ófrýnileik skrímslanna,
bíólógíu undirdjúpanna?
En - en. Kannski hef ég ekki
kíkt nógu langt inn í hugskotshol
hans. Ef til vill leynist þar innst
inni, bak við glitþokur listanna,
einhver náttúruvottur til
monstrólógíu. Og þó efast ég. Ég
held fremur að hann sé að gera
grín að mér. Hann segir, að Kata-
nesdýrið hafi haft auga í enninu.
Og hann fullyrðir, að það hafi
orðið að horfa aftur á milli fóta
sinna til þess að sjá með því, og
þess vegna hafi það orðið að
ganga aftur á bak.
Þarna hefur listelskandinn
hætt sér of nærri Guðs leyndar-
dómum. Eða hefur óhreinn andi
tælt hann út af vegi vizkunnar til
þess að skaprauna monstrólóg
Hennar Hátignar? Ég get svarið,
að ég hef aldrei heyrt, að það
skrekkilega Katanesdýr hafi haft
auga í enninu. Og samkvæmt
sannferðugum vitnisburðum vel
sjáandi sjónarvotta, þá gekk það
ekki aftur á bak. En auga í enni
hafði forfaðir minn og Jónasar,
einn ófagur slangi, sem fannst
niðri í saltnámu í þeirri poka-
löguðu Ástralíu.
Af því að þú ert nú staddur mitt
í vizkunnar miðpunkti, langar
mig til að biðja þig tveggja bóna,
sem mér og öllu öðru hugsandi
fólki á íslandi er hjartamál, að þú
snúist drengilega við.
Svo er mál með vexti, að minn
æruprýddi kollleki og yfirboðari í
þeirri borg Lungtúnum, hátt
lærður monstrólóg Hennar Há-
tignar, hefur sig svo útþrykkt í
einu sínu umburðarbréfi, að
menn viti af skrímsli í stöðuvatni í
Kanada. Vatnið nefnir hann
ekki. En fyrir sérlega natni og
slægvizku hefur mér tekizt að
njósna, að vatnið er Lake Manit-
oba. Hjá Snorra myndi hafa stað-
ið Mannatobbuvatn, sbr. Manna-
jóna í kvæði Stefáns frá Hvítadal.
Nú bið ég þig - og mér er alvara
- að bera upp þessa spurningu
fyrir fulltrúa Kanada á þinginu:
Hvað getið þér sagt þingheimi
um skrímslið í Lake Manitoba?
Ef hann kannast við dýrið, þá að
inna fulltrúann eftir sköpulagi
þess, stærð, lit, lifnaðarháttum
og meiningum hans um hinn nátt-
úrufræðilega uppruna þess, svo
og, hvort fleiri slík dýr kunni að
vera í vatninu. Verði hann
hvumsa við og segist engin skil
vita á skepnunni, þá az biðja
hann vinsamlega að afla sér
fræðslu um þetta hjá monstró-
lógum í Kanada og gefa síðan
skýrslu um árangurinn á þinginu.
Hérna okkar á milli sagt, þá er
það minn óbifanlegur þanki, að
Mannatobba hafi flækzt vestur
um haf með Leifi heppna og hafi
verið hóra á heimsmælikvarða, ef
sá handhægi kvarði hefði þá verið
fundinn upp. Þar hafi hún slegið
sér í hóp Indíána og labbað með
þeim vestur að Lake Manitoba og
tekið að reka byssnis sinn á
heimsmælikvarða og vatnið feng-
ið nafn af henni. En blessaður,
fyrir alla muni! Láttu engan á
þinginu heyra þessa hugdettu
mína, sem ég tel þó ekki út í
bláinn. Það gæti spillt fyrir mál-
efninu, því að Kanadamenn eru
hreinlífir og náttúrudaufir.
Hin bón mín er sú, að þú beinir
til fulltrúa Bandaríkjanna á þing-
inu þessari fyrirspurn og gerir þig
þá sorgbitinn og heiðarlegan í
framan, eins og þú værir að fylgja
unnustu þinni til grafar: Teljið
þér, hæstvirtur herra, að nokkur
hæfa sé í því, sem ýmsir vitrir
menn segjast hafa rök fyrir, að
manndráparar og þar með
manndráparar „á heimsmæli-
kvarða“ hljóti óþægindi af þvílík-
um verkum eftir dauðann, að
þeim jarðlífskarrier enduðum?
ÞJOÐVILJINN 50 ARA
Og ennfremur: Ætli nokkurt
mark sé takandi á þeim orðum
meistara vors Jesú Krists, að sá,
sem vegur mann með vopni,
muni með vopni veginn verða?
Ef fulltrúinn svarar þessum
spurningum „veit ekki“ þá skalt
þú skora á hann að gangast fyrir
því, að Sameinuðu þjóðirnar
skipi nefnd lærðustu manna í svo
kölluðum eilífðarmálum, sem
rannsaki gaumgæfilega samband-
ið milli þessa heims og „annars"
og milli þesa lífs og lífsins þaðra.
Síðan gefi nefndin þingi Samein-
uðu þjóðanna ýtarlega skýrslu,
og hún verði svo birt öllum þjóð-
um ófölsuð. í nefndinni megi
ekki vera Johnson formaður og
enginn pólitíkus og enginn
skúrkur. Engin andlit, sem eru
afskræmd af peningagræðgi,
valdaáráttu og öðru karríerstrefi,
að ég tali nú ekki um smettin með
morðfordæminguna í hverjum
andlitsdrætti.
Ef þú rekur þessi erindi
sómasamlega, þá er það í fyrsta
og eina skiptið, sem vott af ljóma
hefur stafað af íslendingi á þingi
Sameinuðu þjóðanna.
Ekkert skil ég í þér, kvæntum
manni, að þú skyldir hafa lyst á
að láta hnoða þér niður í klám-
nefnd Sameinuðu þjóðanna. En
þú mundir svara og óefað með
fullum rétti: Hreinum er allt
hreint. Og þannig varstu að
minnsta kosti í okkar frægu og
freistingarfullu för til Varsjár
1950. En þér virðist hafa liðið úr
minni, hvað það var í raun og
veru, sem þá hleypti okkur inn í
Bretaveldi.
Karlinn sem átti að afgreiða
okkur, var í hinu versta skapi,
æddi um stofuna fram og aftur
eins og hengdur upp á þráð og
símaði látlaust út og austur. En
við sátum á bekk einmana og
vonlausir, ekki ósvipað og saka-
menn, sem á að leiða til heng-
ingar. Við vorum nú ekki heldur
eins og nýfæddir kálfar. Friðaró-
orðið, ásamt íslætti af kommún-
isma gat gerzt okkur dýrt spaug.
Nú vorum við kallaðir upp til
yfirheyrslu, og karlinn hélt áfram
að vera í versta skapi. Ég sá engar
líkur á, að við slyppum lengra inn
í landið. Þá, þegar langt var kom-
ið yfirheyrslunni, varð mér það á
að teygja úr vinstra handleggnum
og fram undan jakkaerminni
kom vasakompás, sem var
spenntur um úlnliðinn. Þetta fór
ekki fram hjá rannsóknardómar-
anum og hann spyr mig ómjúkur í
máli: „Hvað er þetta?“ Mér
hnykkti við, datt í hug hann héldi
þetta væri lítil hríðskotaskamm-
byssa, sem ég ætlaði að myrða
með ráðamenn Englands. „Þetta
er kompás", var ég fljótur að
svara. „Compass! Interesting!"
Og hann tók að skoða kompásinn
gaumgæfiiega og það var auðséð,
að hann hafði aldrei augum litið
því líkan kompás áður.
„Ég get lofað yður að sjá
fleira", og sýndi honum nú vasa-
barómeter. „Interesting!" Síðan
brá ég upp fyrir honum kringlótt-
um hitamæli á stærð við krónup-
ening, blés á hann heitum anda
og vísirinn í mælinum þaut upp.
„Very interesting!" Þá dró ég upp
úr vasa mínum fagurt áhald til að
mæla vegalengdir á landabréfum
og sýndi honum hvernig hann
gæti þrætt bugður á vegum. „Int-
eresting! Interesting!“ Loks sló
ég út trompinu og losaði í hægð-
um mínum skrefmælinn af vesti-
svasanum og lét hann gelta fram-
mi fyrir rannsóknardómaranum
og stóri vísirinn rann þegar af
stað: „One step! two steps! three
steps! . . “ Nú ætluðu augun út
úr rannsóknardómaranum og
hann hrópaði margar interesting-
ar. Öll áhöldin skoðaði hann af
óblöndnum áhuga og nú var hann
kominn í létt og gott skap og
sagði: „Ætli þið sleppið ekki“.
Og svo vorum við settir til borðs.
Mundu ekki hafa farið einir tveir
klukkutímar í þessa vitleysu? Þú
hlýtur að muna, hve mælitækin
gerðu mikla lukku.
Heilsaðu frá mér indversku
fraukunni, sem situr þér við hlið í
klámnefndinni, segðu henni frá
einum jógafræðingi úti á íslandi,
að hún geti reitt sig á, að Guð sé
frjálslyndur og taki það ekki neitt
hátíðlega, þó að konur reyni að
leika á hann með pillu. Margrét
biður fyrir hjartakveðjur.
í guðs friði!
Þórbergur Þórðason
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1986