Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 6
Færeyjar Ólafsvakan er indœlis... Helgi HjörvartekurþáttíÓlafsvöku Færeyinga vopnaður penna og Ijósmyndavél Vart hefur nokkurs manns erfi jafn oft verið drukkið og Ólafs hins helga Noregskonungs, nema kalla skyldi erfidrykkju þá sem kristnir menn lepja blóð síns frelsara enda engin leið að keppa við slíkt þjór. Þó svo væri hefði Ólafsvakan vinninginn í því að það erfi er dyggilegast drukkið enda hafafrændurokkar Færeyingar sannað það á Vökum sínum að þeir eru komnirafvíkingum, þó sjóveikirværu. Raunar hafa Færeyingar ekki verið einir um að halda minningu Ólafs konungs á lofti, það hafa allar norrænar þjóðir gert en við minni orðstír. Þessi litla þjóð hef- ur ekki aðeins ein norrænna þjóða haldið minningu Ólafs helga óslitið í aldaraðir heldur og haft hana svo í hávegum að hún var gerð að þjóðhátíð þeirra. Við hlið Ólafsvökunnar færeysku þykir jafnvel minningardagur Norðmanna sjálfra um sinn eiginn konung heldur snautlegur. Á því afhverju svo er finnst engin ein algild skýring. Ástæður þess að Ólafsvakan verður aðal hátíð Færeyinga eru margar. Slóttur miðast við Ólatsvöku Líkt og um margar aðrar stór- hátíðir skiptir tíminn miklu. Ól- afsvökudagur er ávallt hinn 29. dagur júlímánaðar og segja mér það fróðir menn að við hana hafi bændur löngum miðað slátt. Enn eru þeir nokkrir, einkum rosknir bændur, sem hefja ekki slátt fyrr en Ólafsvaka er liðin. Því hafi þeir hér á árunum áður flykkst í kaupstaðarferð á Ólafsvöku til nauðsynjakaupa, bæði fyrir slátt- inn og veturinn. Hafi sú ferð haft svipaða þýðingu fyrir Færeyinga og alþingi fyrir íslendinga. Þegar heil þjóð flykkist í kaupstaðarferð á sama tíma gefur það auga leið að glatt gerist á hjalla. Frændur og frænkur hitt- ast eftir langan viðskilnað, bræður og systur, foreldrar og fjölskyldan og ekki síst piltur og stúlka. Það er sannkallaður endurfundarfögnuður við skál og dans og lítt hirt um svefn. Frið- sælt eða tilbreytingarlaust líf sveitamannsins er rofið en aðeins einusinni á ári. Einusinni á ári hittir hann frændur sína og vini alla, getur drukkið frá sér allt vit, glaðst og gleymt öllum áhyggjum hversdagsins. Þegar svo er veldur það engri furðu þótt kaupstaðar- ferðin dragist svolítið á langinn enda ku Ölafsvaka hafa staðið hér á árunum áður í eina viku samfleytt. Brennivín, messur og íþróttir Það sem einkennt hefur Ólafs- vökuna á seinni árum utan brenn- ivín og messusöngur, eru íþróttir. Dagurinn fyrir Ólafsvöku er ekki ósvipaður sjómannadeginum hjá okkur. Þá er landsmót í kapp- róðri á höfninni og þúsundir fylgjast með því. Ef ekki hefði verið allt þetta þjóðbúningafólk þá hefði ég haldið mig heima á skeri. Þennan sama dag voru einnig barnakappríðingar og ein- hver fleiri íþróttamót sem ég kaus að sofa af mér. Á Ólafsvökudag sá ég svo leik milli færeyska landsliðsins og brasilísks félagsliðs, en í því voru ekki færri en sex landsliðsmenn Brasilíu. Fóru hinir síðarnefndu með sigur af hólmi fjögur eitt, án þess þó að leggja mikið í leikinn, en það kom engu að síður á óvart hve þokkalega Færeyingar léku og greinilegt að hér í Færeyjum sem annarsstaðar í Danaveldi er knattspyrnan á hraðri uppleið. Fyrir utan íþróttirnar voru að- eins þrír dagskrárliðir á Vökunni. Ágætir útitónleikar níu færeyskra hljómsveita á sunnudeginum, lítil barnaskemmtun á mánudeginum og þingsetningin, en hún er eina hefðin á Vökunni. Þá kemur þingið saman í tvo til þrjá daga og kýs nefndir og ráð fyrir veturinn. Danskurinn fyrst, trúin svo og fulltrúar fólksins teymdir af prestum Múgur og margmenni flykkjast að til að fylgjast með setningunni enda er hún yndi fyrir augað. Fyrst ganga þeir í þingið og setja það en þá er gengið í kirkju. Þessi ganga er hin skrautlegasta. Fremst fer fornaldarvera með korða, gulllitaða axlaskúfa, fjaðrahatt og spora og er um- boðsmaður konungs. Þá fer bisk- up og síðast prestar og þingmenn tveir og tveir hönd í hönd. Er þetta lýsandi fyrir stöðu þjóðar- innar, danskurinn fyrstur, trúin svo en fulltrúar fólksins teymdir af prestum. Ánnars er Ólafsvakan hátíð fólksins og helsta skemmtanin sú að hitta góða vini og gleðjast. Menn skemmta sér hér sjálfir. Margir hittast eftir langan viðskilnað... ekki síst piltur og stúlka. Á Ólafsvökunni skemmtir fólk sér úti undir beru lofti mestan part. Dagurinn fyrir Ólafsvöku er ekki ósvipaður sjómannadeginum hjá okkur. Þá er landsmót í kappróðri. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.