Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 12
Hér segir frá einu og öðru er
fyriraugu mín barog því erég
veitti eftirtekt og er í hug minn
kom í ferð til Búlgaríu í
næstliðnum mánuði. Við vor-
umsaman í för fjórir blaða-
menn íboði búlgarskraferða-
yfirvalda og ferðaskrifstof-
unnar Ferðaval að kynnast
því sem Búlgarar hafa að
bjóða ferðamönnum sem
landið gista, og landi og þjóð
eftir því sem kostur er í nokk-
urradagaviðdvöl. Þettavar
raunar aðeins að finna
reykinn af réttunum eins og
oft er í slíkum skyndihlaupum
blaðamanna.
Par er þá fyrst til máls að taka
er ég var kominn um borð í búlg-
örsku flugvélina sem skyldi flytja
okkur frá Luxemburg til Varna í
Búlgaríu að ég tók að hugleiða
hve skammarlega lítið ég vissi um
þetta land er beið mín. Ég vissi að
íandið liggur að Svartahafi, að
höfuðborgin er kennd við vi-
skuna, að Búlgarar eru allra
þjóða þægastir við Rússa og þess
klukkunni okkar um 3 klst. frá
íslenskum tíma. Varna er stærsta
borgin við Svartahafsstönd Búlg-
aríu og þriðja stærsta borg lands-
ins með um 450 þúsund íbúum.
Um skeið hét borgin öðru nafni
og var þá kennd við skósmiðsson-
inn sem lagði út í þennan heim
með lítinn geitarost. Nú hefur
borgin aftur fengið sitt forna nafn
enda á hún 2500 ára sögu.
Land
Búlgaría er litlu stærra en ís-
land, um 111 þús. km2. Að sunn-
an eru Tyrkland og Grikkland,
Júgóslavía að vestan, Rúmenía
að norðan og að austan er Svarta
hafið með um 400 km sandströnd
sem dregur að sér æ vaxandi
straum ferðamanna erlendra og
innlendra. Þangað komu um 6
milj. ferðamenn á síðasta ári.
Landið er mjög fjöllótt og skógi
vaxið en milli hárra fjallgarða er
frjósöm slétta og alla tíð hefur
landbúnaður verið aðalatvinnu-
vegur þjóðarinnar. Nú er iðnaður
þó mjög vaxandi í landinu og
þjónusta við ferðamenn orðin,
gild atvinnugrein.
Frá Nessebur.
Til Búlgaríu
að ströndum Svartahafs
Kynning á landi og þjóð og sagt frá ferðamannastöðum
Osetiya, sovéska skipið sem flutti okkur til Istanbul. Frá því segir í næstu grein um Búlgaríuferðina.
vegna eru aldrei neinar fréttir
þaðan. Raunar eru sögulegar
ástæður fyrir þessari þægð, því að
Rússar hafa tvívegis frelsað Búl-
gara úr ánauð, fyrst undan Tyr-
kjum og síðar undan Þjóðverj-
um. Eina skiptið sem Búlgarfa
var í fréttunum var þetta undar-
lega mál um aðild þeirra að til-
ræðinu við páfann í Róm.
Horft í skýin
Annað vissi ég hreint ekki um
land og þjóð og hafði t.d. aldrei
hugleitt hvað orðið Búlgaría
þýddi. Lausnin á þeirri gátu kom
þó af sjálfu sér þegar farið var að
velta þessu fyrir sér. í ýmsum
tungumálum standa stafirnir b og
v fyrir sama hljóð. Bulgar er því
sama og vulgar sem þýðir rudda-
legur. Trúlega hafa það verið
Rómverjar sem gáfu þessari þjóð
þarna nyrst á Balkanskaga þetta
nafn. Þeim þótti allt fólk sem átti
lögheimiii utan Rómaborgar vera
ósiðaðir ruddar. Sögðu þeir ekki í
sagnfræðiritum sínum að við
Germanir værum letihlunkar sem
nenntum aldrei á fætur fyrr en
eftir hádegi? Stundum vottar
raunar fyrir þessum forngerm-
anska arfi hjá okkur, helst á
sunnudagsmorgnum.
Svona reikar hugurinn þegar
horft er í skýin í háloftunum. En
nú erum við komin niður á jörð-
ina í Varna eftir 2ja klst. flug frá
Luxemburg og við megum flýta
Þjóð og tunga
Uppruni Búlgara er rakinn til
tyrknesks þjóðflokks sem lifði á
bökkum Volgu og af því telja
lærðir menn sé dregið nafnið
Volgar eða Bolgar. Þar með fell-
ur um sjálft sig kenning mín úr
flugvélinni en ég held henni samt
enn fram.
Þjóðflokkur þessi tók sig svo
upp og fluttist suður á Balkan-
skaga og lagði undir sig það land
sem nú er Búlgaría en rann sam-
an við hið slavneska fólk sem þar
bjó og tók upp tungu þess. Énn
eitt dæmi um innrásarþjóð sem
tekur upp menningu þess fólks
sem hún drottnar yfir. Búlgarska
telst því vera suðurslavneskt mál
og letrið er cyrillskt eins og t.d. í
grísku og rússnesku. Það var
raunar hér í landi sem sá merkis-
atburður gerðist á 9. öld að
munkarnir Methodi og Cyril
formuðu þetta letur sem kennt er
við hinn síðarnefnda. Að einu
leyti er búlgarska lík íslensku, þar
er notaður viðskeyttur greinir
nafnorða eins og hjá okkur en
það þekkist tæpast í öðrum indó-
germönskum málum.
Saga
Nú eru í landinu um 9 miljónir
manna, þ.e. 36 Búlgarar á móti
hverjum íslendingi. Um 85%
þjóðarinnar er af búlgörsku kyni
en aðrir að mestu Tyrkir og síg-
aunar. Að yfirgnæfandi meiri-
hluta tilheyra Búlgarar grísku
rétttrúnaðarkirkjunni og er hún
aðskilin frá ríkinu en viðurkennd
og nýtur stuðnings þess. Trúin
hefur löngum sameinað þjóðina
og gerir enn.
Fyrst var stofnað sjlalfstætt ríki
í Búlgaríu árið 681. Síðar var
landið undir yfirráðum Tyrkja í
nær fimm aldir, frá 1396 til ársins
1878. Frá árinu 1946 hefur Búlg-
aría verið sósíalískt lýðveldi og
hefur kommúnistaflokkurinn
undir forystu Todors Zhivkovs
öll völd í landinu en bændaflokk-
urinn á einnig aðild að ríkis-
stjórninni. Búlgaría er aðili að
Varsjárbandalaginu og Comec-
on, efnahagsbandalagi
Austur-Evrópuríkja.
Tré og tœrt loft
Eftir þessa stuttorðu kynningu
á landi og þjóð heldur áfram
ferðasögunni. í Varna tók á móti
okkur fulltrúi frá Balkantourist,
kona að nafni Kossy Orthodoxo-
va. Hún var okkur til halds og
trausts allan tímann nánast dag
og nótt og réð fram úr að verða
við öllum okkar óskum. Frá
Varna héldum við svo rakleiðis í
bíl suður eftir með ströndinni og
lá leið okkar yfir Balkan-
fjallgarðinn.
Ferðinni var heitið til Elenita
sem þýðir hjartaborg því áður
leituðu hirtir þar gjarnan skjóls
undan vetrarveðrum í fjöllunum.
Elenita er nýr ferðamannastaður
þar sem gestir Ferðavals munu
dveljast. Það sem maður fyrst
tekur eftir þegar komið er á þess-
ar ferðamannaslóðir við Svarta-
hafið er hve allar byggingar falla
inn í náttúrulegt umhverfi og allt
er ósnortið. Þetta er ólíkt því sem
maður á að venjast á ferða-
mannastöðum í öðrum löndum.
Búlgarar hafa virt þá meginreglu
að fella engin tré vegna bygginga.
Trén eru því allt í kring og fast
ofan í gististaðina og loftið því
mjög súrefnisríkt af öllum þess-
um grænu blöðum sem vinna súr-
efni úr loftinu. Það beinlínis flæð-
ir ofan í lungun og er notaleg til-
finning. Umferð bíla er í lág-
marki og einnig af þeirri ástæðu
er loftið óvenju tært og hreint
þarna. Þetta eru fyrstu áhrifin og
þau sterkustu að koma á þessar
slóðir. Umhverfið allt er miklu
manneskjulegra en maður á að
venjast á öðrum ferðamanna-
stöðum.
Ströndin er öll þakin fínum
mjúkum sandi, enginn munur er
flóðs og fjöru og aðgrunnt og því
hættulaust fyrir börn. í Svarta-
hafinu er saltmagn aðeins hálft á
við það sem er í Miðjarðarhafi og
finnst það vel þegar synt er í sjón-
um.
Elenita
í Elenita er allur aðbúnaður
eins og best verður á kosið, rúm-
góð herbergi með öllum þægind-
um og stórar svalir. Vel er séð
fyrir því að gestir sem þarna
dveljast hafi nóg við að vera ef
þeim leiðist að liggja í sólinni á
ströndinni. Hér geta gestir farið á
sjóskíði og seglbretti, fengið
leigða hraðbáta og seglbáta, svif-
ið í fallhlífum, leikið tennis og
golf og farið í hvers kyns bolta-
leiki. Hægt er að fá ódýra kennslu
í öllum þessum kúnstum fyrir þá
sem það vilja. Hér er einnig
saunabað og margs konar tæki til
heilsuræktar. Næturklúbbar eru
hér og diskótek. Öll nauðsynleg
þjónusta er til boða, verslun með
mat og drykk og annan varning,
pósthús, hárgreiðslustofur,
læknishjálp og fleira sem ekki
verður frekar upptalið hér. Hafi
menn haldið að hér væri allt
frumstæðara og þjónusta lakari
en menn eru vanir að njóta á
þekktustu ferðamannastöðum í
Vestur-Evrópu þá er það mikill
misskilningur. Menn komast
fljótt að raun um það með því að
dveljast hér.
Nessebur
Elenita er nokkuð einangrað
frá öðrum stöðum á ströndinni.
Sjálfsagt finnst sumum það kost-
ur að njóta þar næðis en öðrum
finnst það ókostur og sakna fjöl-
mennis. Aðeins 8 km sunnan við
er hin svokallaða Sólarströnd
(Slantchev Briag) sem er fjölsótt-
asti staður á allri ströndinni við
Svartahaf og þar iðar allt af
mannlífi. Þangað er auðvelt að
komast frá Elenita með strætis-
vagni eða leigubíl en þeir eru
mjög ódýrir. Einnig geta gestir
fengið bílaleigubfla meðan þeir
dveljast þarna og þá auðveldlega
heimsótt hin fjölmörgu sveita-
þorp inni í landinu ekki fjarri.
Um 3 km sunnan við Sólar-
ströndu er Nessebur, lítið fiski-
mannaþorp nánast á eyju sem þó
er tengd landi með örmjóum 400
m löngum granda. Það er hreint
ævintýr að koma til þessa litla
þorps og spái ég því að væntan-
legir gestir Ferðavals í Elenita
eigi eftir að gera sér tíðförult
þangað, svo sérstætt er að koma
þangað. Nessebur er víðþekkt og
hefur gengið undir ýmsum gælu-
nöfnum en nú er það almennt
kallað safnaþorpið. í rauninni er
þorpið eitt safn af áhugaverðum
húsum og þar eru yfir 40 kirkjur.
Svo merkilegt þykir þetta þorp að
það er undir sérstakri vernd UN-
ESCO, menningar- og vísinda-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Það eru ekki aðeins húsin og
arkitektúrinn sem hrífa mann í
þessu þorpi heldur mannlífið allt.
Þarna er auðvelt að komast í
kynni við venjuleg búlgörsk
heimili. Bara banka upp á og þér
er boðið inn. í höfninni eru svo
fískibátarnir og fiskmarkaður á
morgnana. Frá Nessebur eru
hraðskreið loftpúðaskip í gangi
allan daginn til Varna svo auðvelt
er að komast þangað í dagsferð
fyrir þá sem dveljast í Elenite.
Síðar heldur áfram frásögn af
þessari ferð blaðamanns til Búlg-
aríu og verður þar sagt frá heilsu-
ræktarstöðum og öðru í landinu
og einnig frá stuttri heimsókn til
Istanbul og þegar tyllt var niður
tá í Asíu.
- Hj.G.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1986