Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar Halldór Ásgrímsson sjóvarútvegsróðherra Eftir mikið þóf, bréfaskriftir, skiiaboð og utanlandsferðir ráðherra virðist hvalamálið nú komið í höfn. íslenska ríkisstjórnin hefur gengið að kröfum Bandaríkjamanna gegn því að viðskipta- þvingunum verði ekki beitt. Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra er óumdeilanlega nafn þessarar „hvala-viku". Hann var spurður að því hvort hann áliti að málinu væri nú endanlega lokið. „Nei,“ sagði Halldór, „því er ekki lokið. Eg tel að nýr áfangi sé kominn í því, en við verðum að gera okkur grein fyrir því að það eru mikil átök um þessi mál víða í heiminum. Umræðan er á því stigi að það er alls ekki hægt að reikna með því að því sé lokið.“ - Varstu hissa á þessum við- brögðum sem fjölmiðlar hafa sagt frá Grænfriðungum og öðr- um umhverfisverndarsinnum í Bandaríkjunum á þessu sam- komulagi? „Nei, þau koma mér ekki á óvart, en hins vegar er afar leitt þegar farið er með hrein ósann- indi einsog þau að þessi dýr séu í útrýmingarhættu og málflutning- urinn byggður á því. Ég tel að það sé mjög nauðsynlegt að það eigi sér stað umræða en það hljóta allir að vera sammála um það að hún þarf að byggjast á réttum upplýsingum. Éeir stofnar sem við ætlum að taka þessi dýr úr eru skilgreindir af alþjóða hvalveiði- ráðinu sem nýtanlegir stofnar.“ - Er það rétt að hvalastofnar séu stærri hér við land en talið var, samanber hrefnutalning- una? „Við vitum ekki nægilega um þessa stofna og þess vegna erum við að þessu. En við höfum nú fengið betri upplýsingar um hrefnuna og það bendir allt til þess að sá stofn sé í góðu ásig- komulagi. Það hafa verið aðilar sem hafa haldið því fram að hrefnustofninn hér við land sé í útrýmingarhættu en með þeim upplýsingum sem verið er að afla þá verður væntanlega hægt að leggja fram miklu betri gögn um ástand þess stofns.“ - Verða hrefnuveiðar hér í sumar? „Það er ekki búið að ákveða það en það er mjög margt sem bendir til þess að svo verði ekki.“ - Er öruggt að Japanir kaupi af okkur hvalkjöt þrátt fyrir þetta samkomulag? „Samningar um það eru í höndum Hvals hf., en ég get ekki séð hvað ætti að koma í veg fyrir það. Ég get hins vegar skilið að Japanir séu varkárir í auglýsing- um um það mál þar sem þeir hafa ekki fengið nægilegar upplýsing- ar um stöðu málsins. Við erum búnir að senda okkar kollegum upplýsingar og munum segja þeim betur frá þessu einsog um var talað á fundi Alþjóða hval- veiðiráðsins í Malmö." - Þessi vísindaáætlun byggðist á því að Hvalur hf. kostaði hana og í samkomulaginu sem gert var við fyrirtækið var gert ráð fyrir því að það tæki á sig ákveðna hættu, er það ekki rétt? „Jú, en þá var gengið út frá því að það væri hægt að selja afurð- irnar með eðlilegum hætti. Nú er sú forsenda brostin að nokkru leyti og við þurfum því að fara ofaní fjárhagslega hlið málsins aftur. En það er alltof snemmt að segja til um hver niðurstaðan af því verður.“ - Þorsteinn lýsti því yfir að það komi ekki til greina að ríkiskass- inn borgi þetta? „Við stefnum að því að komast hjá því. Það eina sem ég hef sagt er að það væri ekki óeðlilegt að ríkissjóður tæki einhvern þátt í slíkum rannsóknum." - Finnst þér að við íslendingar höfum beygt okkur fyrir Banda- ríkjamönnum með því að fara að þeirra kröfum? „Við höfum ekki gengið að kröfum Bandaríkjamanna. Þeir vilja að við veiðum ekki hvali og við því ekki beygt okkur fyrir þeim þó við höfum ákveðið að haga nýtingu afurðanna sam- kvæmt þeirri túlkun sem þeir hafa lagt fram. Þessi niðurstaða hefur þó valdið mér vonbrigðum en ég hef aldrei sagt að við gætum stólað á Bandaríkjamenn í einu og öllu. Þetta mál hefur þó mark- að ákveðin spor í samskiptum okkar við þá. Við verðum fyrst og fremst að byggja á okkur sjálfum og temja okkur góð samskipti við aðrar þjóðir, bæði í austri og vestri og halda þar eðlilegu jafnvægi á milli. Ég held að þetta mál hafi orðið til þess að menn gera sér grein fyrir því að það er hvorki hægt að treysta á Banda- ríkjamenn né aðra í einu og öllu.“ -Sáf/vd. LEIÐARI Handritarannsoknir fjársveltar Þau ánægjulegu tíðindi hafa átt sér stað að gengið hefur verið frá samkomulagi milli ríkis- stjórnar íslands og ríkisstjórnar Danmerkur um endanlega skiptingu á þeim íslensku handrit- um, sem varðveitt hafa verið í Kaupmannahöfn. Reyndar hafa ekki öll handritin verið afhent enda gert ráð fyrir að það gerist á næstu 25 árum, en nú vita fræðimenn hvaða gersemum þeir eiga von á. íslendingar eru fátækir af menningarlegum verðmætum frá fyrri öldum. Við getum ekki stát- að af rústum stórfenglegra bygginga, enda hírð- umst við í aldaraðir í torfkofum. Flestir eru reyndar á því að torfbærinn hafi verið bygging- arfræðilegt meistarastykki, þar sem kostir þessa hrjóstruga lands voru nýttir á afar skyn- saman hátt til að gera hlýjar vistarverur. Eðli þessara húsa hefur hinsvegar verið það að samlagast aftur sköpunarverki náttúrunnar og minjarnar því varðveittar undir mold og torfi. Menningararfur íslendinga hefur fyrst og fremst varðveist á skinnum þeim sem íslenskir fraeðimenn fyrri alda jafnt og erlendir björguðu frá glötun og fluttu erlendis. Þessi arfur er þvílík gersemi að gull og silfur frá hirðum konunga grannlanda okkar frá sama tíma blikna í saman- burði við þennan vitnisburð um líf og hugsanir þjóðarinnar á miðöldum. Þegar erlenda gesti ber að garði eru þeir gjarnan leiddir upp í Árnastofnun og þeim sýnd- ur þessi vitnisburður frá þeim tímum er fæstar aðrar þjóðir skráðu sögu sína. Þarna er einnig varðveittur vitnisburður um sögu nágranna- þjóða okkar og líta menn því þennan arf ekki sem'einka arf íslendinga, heldur sem alþjóð- legan, að minnsta kosti norrænan. Áhugi á miðaldasögu hefur mjög aukist á undanförnum árum og hefur sá áhugi náð hing- að heim sem sést best á því að æ fleiri stúdentar leggja stund á fornar bókmenntir okkar, en fyrir nokkrum árum sóttu flestir stúdentar í nútíma- bókmenntir. í viðtali við Stefán Karlsson, norrænufræð- ing, annarsstaðar í blaðinu, kemur fram að er- lendir fræðimenn leiti mikið til Árnastofnunar, bæði eftir sérfræðilegri þekkingu og svo útgáfu á ritum sínum. En þó áhugi hafi farið vaxandi þá verður ekki það sama sagt um skilning hins opinbera á því að Árnastofnun þurfi myndar- legan stuðning eigi hún að geta þjónað því hlut- verki sem henni er ætlað. „Þetta er alvarlegt sé það skoðað í því Ijósi að, Árnastofnun er ein af örfáum stofnunum hér á landi sem er sótt af vísindamönnum víðsvegar að úr heiminum,“ segir Stefán orðrétt. Það er ekki nóg að fá handritin heim, heldur verður að vera hægt að vinna að rannsóknum og gefa út rit um þau. Árlega gerist það að bækur frá Árnastofnun stöðvast í prentsmiðju vegna þess að fé vantar til að greiða prentkostnað. Þá hefur rannsóknarstöðum ekki verið fjölgað við stofnunina í ein fimmtán ár og segir það ýmislegt um hug yfirvalda til Árna- stofnunar. Það var myndarlega farið af stað í byrjun þegar ráðamenn sáu árangur af samningavið- ræðum sínum við Dani. Þá var byggt myndar- lega yfir stofnunina og þessar fimmtán rannsóknarstöður ákveðnar. Eftir því sem starf- semi stofnunarinnar hefur orðið margþættari hefur henni stöðugt gengið verr að fá fjár- veitingar til að endast. Treysti yfirvöld sér ekki til þess að styðja þannig við bakið á Árnastofnun að hún geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað, þá hefðu handritin kannski betur verið geymd í Dan- mörku á systurstofnun Árnasafns. Með því að taka við handritunum tökum við á okkur ákveðnar skuldbindingar og þær verður að standa við. -Sáf Sunnudagur 10. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.