Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 7
Allir eru með á Ólafsvökunni. Hversu lengi skemmtunuin stendur er misjafnt. Hjá sumum stendur hún aðeins í tvo til þrjá daga en hjá öðrum viku tíma; finnast þeir, þó óðum fækki, sem halda hana í fimmtíu og tvær vik- ur. Miklu ræður um lengd hennar á hvaða vikudegi hana ber upp. í ár var það þriðjudagur og létu flestir sér nægja að gleðjast mánudags- og þriðjudagskvöld. Margir hófu þegar hátíð á föstudeginum enda þá þegar far- ið að drífa að fólk úr hinum byggðunum. Fjölskyldufólkið lét sér nægja að skemmta sér heimafyrir en heimilin eru þétt- setin um Ólafsvöku. Frændfólk hvaðanæva að af eyjunum fær inni. Kom ég á eitt heimili, hvar ekki voru færri en þrjátíu gestir og húsið þó ekki stærra en gengur og gerist. Unga fólkið hópaðist á helsta kjötmarkaðinn í Færeyjum, Diskótek Dallas, en það er ekki stærra en svo að þorri hópsins varð að híma á bílastæðinu fyrir utan. Minnti það dálítið á Hallær- isplanið þegar það var upp á sitt besta og er því ekki að leyna að eftir því sem leið á nóttina ágerð- ist þessi samlíking. Einsog ó pianinu Föstudagskvöld, laugardags- kvöld, sunnudagskvöld, mánu- dagskvöld, þriðjudagskvöld, miðvikudagskvöld og fimmtu- dagskvöld skemmti fólk sér undir beru lofti mestanpart. Fyrstu dagana unglingar, sjómenn og túristar en mánudag og þriðjudag allir. í stað þess að ganga í hring einsog við gerðum á planinu forð- um gengu tugþúsundir upp og niður aðalgötuna frá kajanum og upp í dal. Hér og þar brugðu menn sér í dans og einkum ensk- an, því hinn færeyski virtist að mestu vera dauður. Aðeins ein- usinni alla vökuna sá ég hann stiginn undir berum himni og að- eins einusinni af ungu fólki og var það í sama sinn. Sungu þau undir ameríska negrasálma og mæjork- aballöður. Sumir brugðu sér í heimahús og snöfsuðu sig í góðra vina hóp og hér og þar voru messur. Herinn ó planinu Var hið síðastnefnda það sem mest vakti forvitni aðkomins ís- lendings að í miðjum klíðum á þjóðhátíðarfylleríi skyldu ganga fram frelsaðir með bumbur, lúðra og Biblíuna að vopni og taka lagið. Pá fyrst gerði maður sér líka grein fyrir því að stór hóp- ur fólks var þarna bláedrú. Þegar flest var stóðu nokkur hundruð manns mitt í flaumnum og hlýddu á guðsorðið. Annars voru þessar nætur hver annarri lík, kvenna- og karlafar, fyllerí og dans. Þarna voru menn andvaka heilu næturnar og öfugt Ólafi á Stiklastöðum, af fúsum og frjálsum vilja. Einnig hér höfðu menn skáld til að stytta sér stund- irnar þó ekki væru það íslending- ar, heldur aðallega amerískir þjóðlagasöngvarar, Roger Whit- taker í stað Þormóðs. Barst skáldskapur hans og annarra áþekkra úr eyrnaskelfum stórum sem færeyskir jafnaldrar mínir í gallabuxum með kabojhatta báru á öxlum sér. Var ekki örgrannt um að ég héldi á stundum skelfa þessa öllu útbreiddari en góðu hófi gegndi enda enginn hægðar- leikur að njóta tónlistar þegar átján mismunandi berjast um úr jafn mörgum skelfum, hver öðr- um hærra. Þegar allir þessir skelfar lentu í orrustu stóð mér tæpast á sama en hafði þó á minn hátt gaman af. í móti þessari hávaðafram- leiðslu allri kom, að þeim mun betur naut maður þess að ganga um bæinn í morgunsárið. Þá voru flestir farnir heim, ef ekki í faðm fjölskyldunnar þá einhvers ann- ars. Eftir lágu tómar ölflöskur, brennivínsflöskur, rifnir kúreka- hattar, pinnar af ís, bréf af puls- um, franskar kartöflur, hálfétnir hamborgarar og sannkölluð hátíð hjá mávurn. Hér og þar lágu menn sem virt- ust hafa tekið sömu ákvörðun og skáldið fyrrnefnda að fylgja kon- ungi sfnum og lágu þeir dauðir. En þeim var engin vorkunn því einsog Færeyingarnir segja sjálf- ir, eru það bestu Ólafsvökurnar sem maður man minnst eftir. Eöa einsog skáldið sagði: Ólafsvakan er indælis fyrir- tæki allur bærinn kominn í fjórða gír ég nýt hennar líka sjálfur af sönnum krafti syng og tralla og skála við menn og dýr. Þar sem áður var kyrrð á götum í görðum glymur og dunar nóttin af alls- konar noice Hér og þar í kringum mann krækjast saman Kórintubréfin, Grettir og Perúboys. Sunnudagur 3. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.