Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 20
Sérstœður maður Ég geri þetta fyrir blessaðar skepnurnar Minningar um Marka-Leifa Fossar í Fossárdal. Við Stafnsrétt greinist Svartárdalur í tvennt. Heitir eystri dalurinn Stafnsgil en sá vestri Fossárdalur. Fossar eru eina býlið í Fossárdal. Þar leituðu margir gistingar um réttaleytið, undu sér við söng og annan gleðskap I gamla bænum (á bak við íbúðarhúsið), og „kólnaði aldrei á könnunni" alla nóttina. Þarna gisti Marka-Leifi gjarnan og dró hvergi af sér við sönginn þótt stundum væri orðinn nokkuð rámur eftir 8-10 daga göngur. Hann kemur gangandi utan túnið með 89 árin sín á bak- inu. Merkilegur maður. Kannski merkilegasti maður í Skagafirði nú um stundir. Áreiðanlega á vissan hátt sá sérkennilegasti og þótt víðar væri leitað en um þessa sýslu. Hann fer sér hægt og rólega, nemuröðru hvoru staðar og litast um, líkt og hann sé að festa sér umhverf- iðvelíminni. Eftilvillerhann líka að rifja upp fyrir sér mörk- in á bæjunum hérna í Blöndu- hlíðinni, meira að segja ekkert líklegra en að svo sé. Því maðurinn er Marka-Leifi, heitir fullu nafni HjörleifurSig- fússon og á heima í Hátúni í Seyluhreppi hjá þeim ágætu hjónum, Gunnlaugi Jónas- syni og Ólínu Jónsdóttur. En núna kemur hann frá Þverá í Blönduhlíð. Var að heimsækja Björgu systur sína, sem ekki er nema 84 ára, enda létt á fæti eins og fermingarstelpa, - og annað frændfólk sitt þar. Þau systkin eru börn Sigfúsar Jónassonar, sem kenndur var við Hringey í Vallhólmi, smábýli, sem nú hefur verið í eyði í marga áratugi, - og bjó þar í aldarfjórðung, frá 1874- 1899. Sigfús í Hringey var orð- lagður veiðimaður, ma. víðfræg refaskytta, enda hermdi hann eftir hverju kvikindi. - Ég mátti til með að heim- sækja þig úr því ég var kominn svona nærri, segir Leifi. Viltu ekki vindil? í>að færi nú óneitanlega betur á því að ég væri veitandinn fremur en gesturinn. En Leifi hefur allt sitt líf verið veitandi með ein- hverjum hætti og ég veit, að gamli maðurinn kann því betur að ég þiggi vindilinn. Kannski á ég einhverja glutru út í kaffið handa honum í staðinn. Þaö eru nú 25 ár síðan Leifi kom labbandi þarna utan túnið og við spjölluðum saman hluta úr degi. Hann er nú andaður fyrir allmörgum árum og líklega hefur þetta verið í síðasta skiptið sem fundum okkar bar saman. Lifandi markaskrá En hvað er það þá, sem ein- kennir Hjörleif svo mjög frá öðr- um mönnum? Flestir kunnugir munu segja að það sé hið fágæta minni hans og næmi á mörk. Og það er mikið til í því, þó að fleira komi raunar til. Hjörleifur þekk- ir öll óhemju ósköp af mörkum svo í þeim efnum kemst enginn í námunda við hann hér um slóðir a.m.k. Hann er einskonar lifandi markaskrá. Hann þekkir helftina af mörkum í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum og fjöldann allan úr uppsveitum Árnessýslu, auk álitslegs hrafls víðar að af landinu. Á haustin þeytist hann rétt úr rétt eftir því, sem við verð- ur komið, til þess að fylgjast með fjárdrætti og flýta fyrir honum. - Ég geri þetta fyrir blessaðar skepnurnar, segir hann, - það er svo gott fyrir þær að komast sem fyrst heim. Fyrstu kynni Mér mun seint úr minni líða sú stund, er ég sá Hjörleif í fyrsta sinn. Það var vestur í Stafnsrétt í Svartárdal. Ég mun þá hafa verið 11 ára. Daginn áður var ég í Mæl- ifellsrétt. Þá var stöðug norðan stórrigning og ég kom þaðan svo útleikinn, að ekki var á mér þurr þráður. Daginn eftir var enn rign- ing fram eftir degi en stytti svo upp undir kvöldið með frosti. Forin í Stafnsrétt tók fullvöxnum mönnum í miðjan legg og mér auðvitað snöggtum meira. Ég var orðinn uppgefinn við að draga féð og varð því feginn að fá að standa í dilksdyrunum. Hélt ég þó áður að aldrei myndu málin svo illa horfa, að ég kysi fremur dyravarðarstarf í fjárrétt en að ösla innan um féð. Stafnsrétt var á þessum tíma talin ein af þremur fjárflestu rétt- um á landinu, ef ég man rétt. Allt í einu vatt maður sér upp á réttar- vegginn skammt frá mér. Sá var í heljarmikilli olíukápu, með feikna vaðstígvél á fótum og á höfði bar hann stórfenglegan sjó- hatt. Maðurinn á veggnum virtist í lægra meðallagi á vöxt, grannvaxinn og kvikur í hreyfing- um og mér sýndist hann vera með grásprengdan skegghýjung, að því leyti sem andlitið sást undan hattinum mikla. Og nú sem þessi snaggaralegi olíufatamaður hafði tekið sér stöðu á réttarveggnum hrópaði hann upp og var þó heldur hás, enda nýkominn úr viku göngum: - Hætti nú allir að eltast við sitt eigið fé en grípi hver þá kind, sem næst honum er og lýsið svo fyrir mér mörkunum. Vera kann að það flýti fyrir drættinum. Og svo byrjaði þessi furðulegi maður að þylja upp hvaðan hver og ein kind var, eftir því sem mörkum var lýst fyrir honum. Varla kom fyrir að hann þyrfti að hugsa sig um og það heyrði til hreinna undantekninga að hann ræki í vörðurnar. Undir kvöldið héldum við Eyhildarholtsmenn af stað með okkar fé. Allmargt var enn ódregið en „eftirdráttarmenn" sáu um að hirða það. Við fjar- lægðumst réttina og í gegnum fjárjarminn heyrði ég Hjörleif hrópa: Bollastaðir. Það var síð- asta hljóðið, sem ég heyrði frá Stafnsrétt í það sinn. Hefur aldrei horft til launa En fleira kemur til, sem gerir Hjörleif sérstæðan meðal sam- ferðamannanna, og er þö á engan hallað. Hann er öllum mönnum greiðviknari og hjálpsamari, einkum þegar skepnur eiga í hlut. Ef hann fréttir einhversstaðar til óskilakindar eða -hross má eiga það víst, að Hjörleifi skýtur þar skyndilega upp og léttir ekki för sinni fyrr en hann hefur komið skepnunni í hendur rétts eiganda. Verður engri tölu komið á þær ferðir, sem hann hefur tekist á hendur í þessu skyni, oftast óbeð- inn og að jafnaði fyrir lítil laun eða engin, því Hjörleifur er einn- ig um það æði einstæður, að hann horfir ekki til launa fyrir störf sín. Minnst í markaskrá Það mun sjaldgæft að einstakra manna sé sérstaklega getið í markaskrám. Ég þekki aðeins eitt dæmi þess, þótt þau kunni þar fyrir að vera fleiri. í marka- skrá fyrir Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstað, sem kom út árið 1960, þótti við hæfi að minnast þessa sérstæða manns, Marka-Leifa. Var Gísla Magn- ússyni, bónda í Eyhildarholti, fal- ið það og gerði hann það með þessum orðum: - Hjörleifur er maður nefndur, Sigfússon, Marka-Leifi kallaður. Hann er 88 ára að aldri, fæddur 12. maí 1872, borinn og barnfæddur Skagfirðingur. Marka-Leifi er frægur maður um Skagafjarðarsýslu og Húnavatns- og víðar þó. Tvennt er það, sem varpað hefur frægð- arljóma á Leifa: Glöggþekkni hans á fjármörk og greiðasemi við menn og málleysingja. Hjörleifur Sigfússon mun vera einn markglöggastur maður, sem sögur fara af. Hann kann á fingr- um sér flest mörk á Norðurlandi vestanverðu. Og trauðla munu Hreppamenn og Biskupstungna koma að tómum kofunum hjá Leifa. Og enn nær þekking hans víðar. Hann er lifandi marka- skrá, klædd holdi og blóði. Er það mikil gáfa og sérstæð, grund- völluð á stálslegnu minni, að geta haft þau fræði svo á valdi sínu. Fyrir annarra hluta sakir er og eigi minna um manninn vert. Alla ævi hefur hann helgað sig þeirri köllun, að vinna fyrir aðra, gera öðrum greiða. Það hefur verið honum eðlislæg nauðsyn að greiða götu málleysingja, leita þá uppi, sem í vanskilum voru, og leiða heim í hlað til réttra eigenda. Enginn veit hve mörgu fé og hve mörgum hrossum hann hefur komið til skila, - og oftast óbeðinn, alltaf fyrir lítil laun, ó- sjaldan engin. Ánnars má það furðu sæta, að Marka-Leifi skuli ekki löngu vera genginn upp að knjám, þvflíka ævigöngu sem hann hefur þreytt í þágu manna og málleysingja. Enn er hann ról- fær vel, þótt nú fækki að vonum ferðum þessa markvísa greiða- manns, sem aldrei taldi sporin sín þegar ómálgir áttu í hlut. Það fer vel á því, að þessari útgáfu af markaskrá Skagafjarð- arsýslu fylgi mynd af Hjörleifi Sigfússyni. Það, sem hér er skráð, má skoða sem nokkra kynningu á manninum Marka-Leifa, og um leið einskonar formála fyrir þeim orðræðum, sem okkur fóru á milli ágústdag einn fyrir aldar- fjórðungi. Má vera að það spjall birtist hér í blaðinu við tækifæri. -mhg eða þannig Blaðamanni brá heldur betur þegar hann sá í The Sunday Tim- es töflu yfir hvaða störfum fylgir mest streita. Þar var streitan mæld á skala frá núll og upp í tíu. Efstir voru námuverkamenn en streitan sem fylgdi þeirra starfi1 var 8,3. Þá kom lögreglan með 7,7 en næstir í röðinni voru blaða- menn, ásamt byggingarverka- mönnum, flugmönnum og fang- elsisvörðum, allir með 7,5. Strax á hæla þessara komu menn í auglýsingabransanum og tannlæknar með 7,3. Leikarar með 7,2 og stjórnmálamenn ör- lítið minna stressaðir en leikar- arnir eða 7,0. Minnsta stressið er hjá bóka- safnsvörðum eða um 2,0. Safnverðir eru örlítið meira stressaðir eða með 2,8. Aðrar starfsgreinar eru svo á á stress- skalanum frá þrem og upp í sjö. í sumar hefur farið fram forn- leifauppgröftur við Eiðsvatn í Færeyjum. Hófst þessi upp- gröftur reyndar í júní í fyrra og var þá grafið á 34 stöðum á svo- kallaðri Argisbrekku. Iiafa á 10 af þessum stöðum fundist fornar minjar og er áætlað að þær séu frá því um árið 1000. í sumar hefur verið grafið frá því í júní og er ráðgert að ljúka uppgreftrinum í september. Það má með sanni segja að forn- leifafræðingarnir grafi sig aftur í tímann í kapp við tímann því í september verður stífla í Argisá klár og svæðið fer undir vatn. Þarna skammt frá er verið að virkja þessa á. Við uppgröftinn hafa fundist tóftir af tveim mannabústöðum og þykja þær minna um margt á húsatóftir sem fundist hafa frá þessum tíma á íslandi. Þá hafa ýmsir munir fundist við uppgröft- inn, hringur úr bronsi, útskorinn leikfangabátur, brýni úr flögu- grjóti og ýmislegt annað úr leir, kopar eða tré. Áðuren langt um líður hverfur saumaskapurinn úr sögunni og saumastofur breytast í límstofur. Japanir hafa nefnilega fundið upp sérstakt lím til að líma saman föt. Að líma saman föt er bæði fljótvirkara og kemur til með að verða ódýrara en að sauma þau. Auk þess fullyrða Japanir að eng- ar saumsprettur komi á límfötin. Maðurinn er ekki kominn af öpum einsog margir hafa álitið eftir að Darwin setti fram þróun- arkenningu sína, heldur sam- eiginlegum forföður bæði manna og apa. Nýlega fundust í Wyom- ing í Bandaríkjunum leifar dýrs sem talið er að sé þessi forfaðir. Þetta voru steingerfingar af tönnum og ristbeini af loðnu dýri með langan hala og eru þær um 53 milljón ára gamlar. Mun dýr þetta einna helst hafa minnt á íkorna. Ennþá fjölgar rökunum fyrir því hversvegna leyfa skuli áfeng- an bjór í landinu því nú hafa þeir í henni Amríku fundið út að bjór- drykkja sé mun hollari rottum og þar af leiðandi sennilega mönnum en vatnsdrykkja. Vís- indamenn þar dældu bjór í nokkrar rottur og vatni í aðrar. Vatnsrotturnar fengu svo krabbamein í mun fleiri tilfellum en bjórrotturnar. Með vatninu og bjórnum fengu rotturnar efni sem vitað er að framkallar krabbamein. Þrátt fyrir þetta vilja vísindamenn ekki draga þá ályktun að bjór komi í veg fyrir krabba.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.