Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 14
Tímarit upplýsts millistéttarfólks Auður Styrkársdóttir, ritstjóri Þjóðlífs, hinumegin við skrifblokkina „Markmiðið að gefa út tímarit sem er vettvangur félagshyggjufólks", segir Auður Styrkársdóttir, ritstjóri Þjóðlífs. Mynd: E.ÓI. Hin öra þensla á tímarita- markaðinum hefur ekki farið fram hjá neinum. Stöðugt skjóta ný líf upp kollinum og virðast sum ætla að lifa af en önnur geyspa golunni eftir örfátölublöð. Flesteigaþessi tímarit það sameiginlegt að vera glæsileg á ytra borði og oft á tíðum er erfitt að sjá mun á innvolsi þeirra. Mannlíf, Nýtt líf, Heimsmynd og Þjóðlíf eru vissulega mismunandi hvað áherslur á efnisval varðar, en þó finnst manni stundum sem munurinn sé ekki svo ýkja mikill. Tímaritin blanda saman léttmeti og þyngra efni, pólitík og leikurum, tísku og fræði- mennsku. Mottóið er: Eitthvað fyriralla, konurjafnt og kalla. Nýlega hafa tvö tímarit lagt upplaupana, annarsvegarLúxus, en útgefendur þess segjast ætla að bíða og sjá til á meðan þessi bylgja gengur yfir, og hinsvegar tískuritið Stíll, en af því kom bara eitt tölublað út. Annað tölublað Stfls var tilbúið í prentun þegar ákveðið var að hætta við útgáfu. Rekið á núllpunkti Miklar sögusagnir hafa verið á kreiki um erfiðleika á útgáfu tímaritsins Þjóðlíf, sem hópur félagshyggjufólks stendur að. Auður Styrkársdóttir, ritstjóri Þjóðlífs, segir þær sögur allar mjög ýktar. „Núna nýlega var kafað ofan í fjármál tímaritsins, betur en áður hafði verið gert, og kom þá í ljós að staðan var alls ekki jafn slæm og álitið hafði verið. Ástæðan fyrir því, að fjárhagurinn var ekki kannaður fyrr, er að uppgjör á einu tölublaði tímarits tekur allt að þrem til fjórum mánuðum. Niðurstaðan úr þessari könnun nú var sú að tímaritið er rekið nokkurnvegin á núllpunkti, en hinsvegar erum við með tölu- verðar skuldir á okkur og er stærsti bagginn vegna fyrsta tölu- blaðs Þjóðlífs, en það seldist lítið.“ Pað hafa gengið sögur um að tímaritið vœri aðgefa upp öndina. Hvað er hœft í því? „Við sjáum enga ástæðu til annars en að halda ótrauð áfram þar sem reksturinn er kominn á núllið. Á bakvið blaðið stendur stór hópur hluthafa úr öllum átt- um þjóðfélagsins, sem er tilbúinn að taka á sig ómælda vinnu og það eykur mjög lífsmöguleika okkar ólíkt öðrum tímaritum, þar sem ábyrgðin hvílir öll á herðum eins eða örfárra aðila. Ég er því bjartsýn og brött. Þetta dæmi mun ganga upp.“ Talað var um að auka hlutafé Þjóðlífs og var Björn Jónasson, hjá Svörtu á hvítu, nefndur í því sambandi. Hvernig standa þau mál? „Björn kom inn í félagið sem hluthafi og situr nú í stjórn þess, en ég vissi aldrei hvaða hópur manna þetta var sem ætlaði að fylgja honum inn, en sá hópur hætti við. Ástæðuna veit ég ekki.“ Hvað er hlutafé félagsins mikið? Ætli það sé ekki um ein milljón króna, en þetta er sagt án ábyrgð- ar. Hinsvegar er í lögum félagsins talað um að hámark hlutafjár sé þrjár milljónir króna.“ Til höfuðs öðrum glanstímaritum Hver er tilgangurinn með út- gáfu tímarits einsog Pjóðlífs? Er tilgangurinn sá einn að gefa út tímarit, eða býr eitthvað annað að baki? „Ætli tilgangurinn sé ekki sá að gefa út tímarit. Þjóðlíf varð þann- ig til að hópur fólks, sem hafði áhuga á að gefa út tímarit, tók sig saman. Tímarit þetta átti að vera til höfuðs öðrum „glanstímarit- um“ og var ætlunin að tímaritið hefði eitthvað að segja. Megintil- gangurinn var og er að Þjóðlíf verði vettvangur fyrir félags- hyggjufólk, hvernig sem við svo skilgreinum það. Eg efast ekki um að í Sjálfstæðisflokknum sé fullt af fólki, sem myndi kalla sig félagshyggjufólk. Tímaritinu er ætlað að fjalla um þjóðfélagsmál á breiðum grundvelli, pólitíska strauma og stefnur, einnig í menningarmál- um. Umfjöllunin á fyrst og fremst að vera vönduð og á að velta upp því nýjasta sem er að gerast á þessum sviðum og jafnframt að horfa til framtíðar." Vandamál að markera sig Þetta hljómar allt vel og fallega, en hvað er það sem skilur þetta tímarit frá öðrum svipuðum tíma- ritum? í Mannlífi og Heimsmynd birtast einnig greinar og viðtöl pólitísks eðlis, þar er einnig fjall- að um nýja menningarstrauma. í Mannlífi var ekki alls fyrir löngu viðtal við Jón Baldvin Hannibals- son og í síðasta tölublaði Þjóðlífs skrifar sami Jón Baldvin lokaorð- in. Svavar Gestsson hefur verið í viðtali bœði hjá Mannlífi og Þjóð- lífi og Svanur Kristjánsson átt greinar í báðum blöðunum. Hver er hinn eiginlegi munur? „Munurinn felst fyrst og fremst í því hvað talað er um og við hverja. Hin tímaritin myndu t.d. ekki taka upp umræðu um félags- hyggjuna sem slíka, en það er markmið okkar. Það hefur vissu- lega verið vandamál hjá okkur að markera okkur áþreifanlegar frá hinum tímaritunum. Öll þessi tímarit eru eins að útliti, prentuð á glanspappír og öll í lit. Þá er útgáfutíðnin sú sama, þau koma öll út á tveggja mánaða fresti. Með slíkri útgáfutíðni er ekki hægt að taka virkan þátt í umræð- unni og má eiginlega segja að þessi tímarit séu tímalaus. Minn draumur er að auka út- gáfutíðni Þjóðlífs og breyta um form og útlit. Gera það að virkari vettvangi félagshyggjufólks og þjóðmálaumræðu. Þetta er verið að skoða núna og óvíst hvað kem- ur út úr því. Það sem eftir er af þessu ári mun Þjóðlíf koma út með óbreyttu sniði og er næsta tölublað væntanlegt í septemb- er.“ 2000 áskrifendur Hvað er Þjóðlíf gefið út í stóru upplagi? „Það er gefið út í 8000 ein- tökurn." Hvað er hlutfall auglýsinga stórt í blaðinu? „Það er um 20% auglýsingar. Þetta dæmi stendur vel undir sér. Öllum kostnaði við blaðið er haldið í lágmarki. Við höfum gert mjög góðan samning um prentun og öll vinna við blaðið eins ódýr og hægt er að hafa hana. Þá er yfirbyggingin eins lítil og mögu- legt er. Auk mín starfa hér Mar- grét Hálfdánardóttir, fram- kvæmdastjóri, Ása Jóhannes- dóttir, auglýsingastjóri, og Chri- stine Carr, sendill og leiklistar- nemi, en við missum hana í haust. Þá höfum við auglýst eftir út- breiðslustjóra. Allar greinar í blaðinu eru aðkeyptar fyrir utan það sem ritstjórinn skrifar. Um tvö þúsund áskrifendur eru að Þjóðlífi, þrátt fyrir að ekki hafi verið unnið mikið að því að safna áskrifendum, en nú erum við að fara af stað með áskrif- endasöfnun af fullum krafti." Ekki Reykjavíkurblað Hvernig fólk kaupir og les Þjóðlíf? „Það hafa engar kannanir ver- ið gerðar hverjir lesa og hverjir kaupa blöðin, en við höfum ákveðna tilfinningu fyrir hvernig lesendahópur Þjóðlífs er saman- settur. Það er einkum upplýst millistétt, fólk með langskóla- menntun, en það er mjög stór hópur og lesendur okkar eru ekki síður konur en karlar, sem sést á áskrifendahópnum. Lesenda- hópur Þjóðlífs er frekar í yngri kantinum, fólk á milli tvítugs og fertugs, og útbreiðslan er ekki síðri úti á landi en í Reykjavík, þannig að Þjóðlíf er ekkert Reykj avíkurblað. “ Óttumst komu nýrra miðla Það hefur verið talað um að tímaritin séu að eyðileggja auglýs- ingamarkaðinn með undirboð- um. Stundið þið slíkt? „Nei. Við höfum ákveðna verðskrá og eru auglýsingastof- urnar með hana. Þær vita því að hverju þær ganga þegar þær skipta við okkur. Við höfum heyrt þessar sögur en aldrei orðið vör við það sjálf.“ En óttist þið ekki að auglýs- ingamarkaðurinn muni þrengjast nú með tilkomu nýrra miðla, eins- og t.d. nýrra útvarpsstöðva og sjón varpsstöðvar? „Jú, við óttumst komu nýrra miðla. Auglýsingakakan vex ekki þó miðlum fjölgi. Hún stækkar kannski eitthvað örlítið en það hlýtur að koma að því að fyrir- tækin haldi að sér höndunum. Það er a.m.k. ljóst að auglýsinga- baráttan er hörð og á eftir að harðna enn. Það kemur niður á öllum tímaritunum. Það má t.d. merkja það að auglýsingar hafa dregist saman hjá grónum tíma- ritum. Sjálfsagt munu auglýsend- ur skoða betur í framtíðinni hjá hverjum þeir auglýsa og þá ætti tímarit sem getur sýnt fram á ör- ugga sölu og öruggan áskrifenda- hóp, einsog Þjóðlíf, að vera góð- ur kostur fyrir auglýsendur". Lýðrœðishreyfingin ekki markmiðið Að lokum Auður. Er markmið hópsins sem stendur að Þjóðlífi að stofna þessa svokölluðu lýðrœðis- hreyfingu, sem Svanur Kristjáns- son talar um í grein sinni í síðasta tölublaði Þjóðlífs? „Nei, markmið hópsins er að gefa út blað, en ekki að stofna lýðræðishreyfingu. Þjóðlíf er ekki málgagn og ekki háð neinum ákveðnum flokki eða flokkum. í Þjóðlíf eiga allir að geta skrifað, meira að segja Hannes Hólm- steinn Gissurarson, hafi hann áhuga. Eina skilyrðið er að grein- in sé nógu áhugaverð. Ef Svanur ætlar að stofna lýðræðishreyfingu þá gerir hann það utan blaðsins. Það er hans einkamál.“ -Sáf 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.