Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 19
Bláa lónið og orkuverið er eitt af því sem verður skoðað í ferðinni næsta laugardag.
Sumarferð
Ur leið með ABR
Árleg sumarferð
Alþýðubandalagsins í
Reykjavík verðurfarin um
næstu helgi, laugardaginn 16.
ágúst. Að vanda verður
fjölbreytt dagskrá, eitthvað
fyrir alla. Má þar nefna að
Guðrún Helgadóttir
alþingismaður mun vera aðal
ræðumaðurinn. Haþpdrættið
verður á sínum stað, með
veglegumvinningum. Farið
verðurfrá Umferðarmiðstöð-
inni kl. 9 árdegis og komið
heimumkl. 19. Verðiðverður
lágteinsog alltafí
sumarferðum ABR. Nú eru
lesendur ef laust orðnir
óþreyjufullir að fá að vita aðal
atriðið, þ.e. hvert leiðin liggur.
Ferðast verður um nágrenni
Reykjavíkur en farnar leiðir
sem fólk fer ekki að jafnaði.
Markmiðið er að sýna hve
ótrúlega margir fallegir staðir
eruínágrenni
höfuðborgarinnar.
í grófum dráttum er ferðaáætl-
unin þannig: Ekið verður suður
Vatnsleysuströnd, farið í
Svartsengi þar sem orkuverið og
Bláa lónið verður skoðað. Þaðan
liggur leiðin um Grindavík og síð-
an austur í Ögmundarhraun. í
Ögmundarhrauni verður stað-
næmst og farið í stuttan göngutúr
að Selatöngum sem er gömul ver-
stöð en enn má sjá leifar af ver-
búðinni. í stað hefðbundinnar
Krísuvíkurleiðar verður ekið
eftir nýjum vegi vestan Sveiflu-
háls, þar til komið er að Vigdísar-
Skrifstofustarf
Óskum að ráða skrifstofumann frá 1. sept. nk.
Starfið er einkum vinna á tölvur við bókhald, rit-
vinnslu og reikninga, en einnig almenn skrifstofu-
störf.
Umsóknir sendist í pósthólf 5016,125 Rvk., fyrir
14. ágúst.
Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar
Hátúni 12, Reykjavík
völlum þar sem verður höfð við-
koma og ýmislegt gert til
skemmtunar. Því næst verður
ekið fram hjá Djúpavatni um
Norðlingaháls og ekki stoppað
fyrr en komið er upp í Bláfjöll þar
sem staðnæmst verður á Skíða-
svæðinu. Þar er meiningin að
hafa einn af hápunktum ferðar-
innar nefnilega að fara með skíð-
alyftunum upp á hæstu tinda.
Mörgum mun eflaust þykja for-
vitnilegt að sjá þetta helsta skíða-
svæði landsins að sumarlagi. Eftir
þessa upplyftingu verður ekið til
Reykjavíkur.
Ketill úr Coot
Á þessari leið munu margir
sögufrægir staðir verða skoðaðir.
Tökum nú smá forskot á sæluna
og athugum hvað mun bera fyrir
augu. í Árbókum Ferðafélags ís-
lands og bókinni Landið mitt
kemur fram að Vatnsleysuströnd
liggur frá Hvassahrauni og út að
Vogastapa. Ströndin er alls 15
km. löng. Vatnsleysuströnd var
jafnan mikið útgerðarpláss og
margir gildir útvegsbændur þar.
Mest var útgerðin á síðustu öld.
Má geta þess að fyrsti togari ís-
lendinga, Coot, strandaði á
Keilisnesi 1908. Ketillinn úr hon-
um liggur enn í fjörunni og mun
hann eiga að fara á sjóminjasafn-
ið í Hafnarfirði. Syðst á Vatns-
leysuströnd eru Vogar sem nú er
ört vaxandi kauptún.
Staðnæmst verður í Svartsengi.
Þar eru fallega grónar grundir
undir norðanverðu Svartsengis-
felli. Þarna héldu Grindvíkingar
löngum sumarskemmtanir með
söng og glensi. Það þykir gott
bæði fyrir líkama og sál að stað-
næmast þar stundarkorn og hví-
last á þessari grænu eyju í
hraunkafinu umhverfis Grinda-
vík. Þarna er mikið orkuver og
myndar affallsvatn þess „Bláa
lónið“.
Grindavík er besta fiskihöfn á
Suðurnesjum. Þar búa um 2 þús-
und íbúar. Ekki ber mönnum
saman um hvaðan nafnið Grinda-
vík er komið. Sumir segja það
dregið af grind í hliði. Aðrir telja
nafnið dregið af grindhvölum
(marsvínum) sem stundum komu
í stórum torfum inn í víkur og
voga á Suðurnesjum.
Eins og fyrr var sagt verður
staldrað við í Ögmundarhrauni
en þar er svo hrikaleg fegurð að
menn setur hljóða. Þaðan er
gengið að Selatöngum sem er nú
aflagður útróðrarstaður á strönd-
inni milli ísólfssála og Krísuvík-
ur. Selatangar voru á sínum tíma
fjölmennur útróðrarstaður. Vísa
er til sem nefnir 82 sjómenn þar
og meðal annars réru þaðan skip
frá Skálholtsbiskupi. Enn í dag
má sjá þess merki að þar hafi ver-
ið margar verbúðir. Þær eru nú
friðlýstar. Talið er að útgerð hefi
lagst þar af árið 1880. Um þá
liðnu tíð var gerð vísa, sem sumir
telja að sé eftir Sfmon Dalaskáld:
Selatanga verstöð var
með veiðihetjur fríðar
en nú ríkir eintóm þar
endurminning tíðar.
Þeir sem vilja undirbúa sig vel
undir ferðina ættu að verða sér
úti um bókina Landið mitt eða
Árbækur Ferðafélags íslands 84
og 85. Þar er að finna margan
fróðleik um flesta þá staði sem
farið verður um í sumarferðinni.
Þeir sem ekki hafa tíma fyrir
þessa lesningu geta huggað sig
við það að valinkunnir leiðsögu-
menn verða með í förinni og sjá
til þess að menn komi fróðari
heim úr ferðinni og að allir geti
verið sammála um það að betra
var af stað farið en heima setið.
Vonast er til að þátttaka verði
góð þar sem mikið er lagt í sumar-
ferð ABR. Fólk er beðið um að
tilkynna þátttöku sem allra fyrst á
skrifstofu Alþýðubandalagsins í
síma 17500. SA.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Nám
í flugumferðarstjórn
Flugumferðarstjórn hyggst taka nokkra nemend-
ur til náms í flugumferðarstjórn í byrjun árs.
Skilyrði fyrir inntöku og námi í flugumferðarstjórn
er, að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi, tali
skýrt mál, riti greinilega hönd, hafi gott vald á
íslenskri og enskri tungu og fullnægi tilskildum
heilbrigðiskröfum. Miðað er við, að umsækjend-
ur séu á aldrinum 21-30 ára.
Námið fer að mestu leyti fram við erlendar
menntastofnanir og að hluta sem starfsþjálfun á
vinnustöðum hérlendis.
Þeir, er áhuga hafa á slíku námi og starfa vilja viö
flugumferðarstjórn, sæki umsóknargögn, útfylli
umsóknareyðublað og skili ásamt staðfestu
stúdentsprófsskírteini og sakavottorði til flug-
málastjórnar á Reykjavíkurflugvelli fyrir 25. ág-
úst nk.
Umsóknargögn liggja frammi á afgreiðslu flug-
málastjórnar á 1. hæð í flugturninum á Reykjavík-
urflugvelli.
16.7. 1986.
Flugmálastjóri.
Atvinna
Lausar stöður á Dalvík
Eftirtaldar stöður hjá Dalvíkurbæ eru lausar til
umsóknar:
Bæjarritari
í starfinu felst dagleg stjórnun bæjarskrifstofu,
umsjón með fjárreiðum bæjarsjóðs og rekstri.
Góð bókhaldsþekking auk þekkingar á sviði
tölvunotkunar nauðsynleg. Launakjör sam-
kvæmt launakjörum Starfsmannafélags Dalvík-
urbæjar.
Aðaibókari
í starfinu felst umsjón með bókhaldi bæjarsjóðs
og bæjarfyrirtækja auk færslu bókhalds. Launa-
kjör samkvæmt launakjörum Starfsmannafélags
Dalvíkurbæjar.
Æskilegt er að umsækjendur gætu hafið störf
sem fyrst. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri
störf sendist til bæjarstjórans á Dalvík fyrir 12.
ágúst. Allar frekari upplýsingar gefa bæjarritari
og bæjarstjóri.
Dalvíkurbær,
Ráðhúsinu,
620 Dalvík
n
íþróttakennarar
athugið!
íþróttakennara vantar aö Grunnskóla Eski-
fjaröar. Góö íbúð fyrir hendi á góöum kjörum,
flutningsstyrkur kemurtil greina. Nánari upp-
lýsingargefur Jón Ingi Einarsson skólastjóri í
síma 97-6182.
Skólanefnd.
Sjúkrahúsið
Húsavík
Starf hjúkrunarforstjóra við sjúkrahúsið í Húsavík
er laust til umsóknar. Upplýsingar gefur fram-
kvæmdastjóri í síma 96-41333.