Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 13
Liðsauki á HP Helgarpósturinn bætist nú brátt góður liðsauki. Á næstu vikum mæta þar til leiks tveir af oddhvössustu pennum ís- lenskrar blaðamennsku, þeir Óskar Guðmundsson og Helgi Már Arthúrsson. Helgi Már var á sínum tíma blaðamaður á Alþýðublaðinu og náinn samstarfsmaður Vil- mundar Gylfasonar. í Alþýðu- blaðsdeilunni sumarið '81 yfirgaf Helgi blaðið ásamt fé- lögum sínum og stofnaði viku- blaðið Nýtt land. Undanfarin ár hefur Helgi gegnt starfi fræðslufulltrúa BSRB og m.a. hleypt af stað hinu vandaða BSRB-blaði, að ógleymdum BSRB-tíðindum sem víðlesin voru í verkfalli BSRB haustið '84. Óskar Guðmundsson þarf ekki að kynna. Hann er les- endum Þjóðviljans að góðu kunnur eftir ferska blaða- mennsku og beitta þjóðfél- agsgagnrýni á liðnum árum. Ef við þekkjum þá Óskar og Helga rétt verður liðveisla þeirra ekki beinlínis til að dempa þá gagnrýnisröddsem Helgarpósturinn hefur verið á umliðnum árum.B Það getur verið snúið að berja saman fyrirsagnir. Þar þarf að draga saman í nokkrum orð- um meginefni heillar fréttar, og oftar en ekki þarf fyrirsögn- in að passa í ákveðið pláss. Við þetta eru menn misdug- legir, - en fyrirsagnarósin fer þessa vikuna til kollega okkar á DV. Fyrir nokkrum dögum birtist stórfrétt í blaðinu undir fyrirsögninni: Tíðni kvenna eykst. Þetta vakti mikinn áhuga blaðplesenda, einkum karlpunga, sem héraf drógu miklar ályktanir í ýmsar áttir. Síðan bættu þeir dévaffarar um betur í miðvikudagsblað- inu með frétt sem hét: Þjóð- inni mun fækka. Hér eru heldur betur stórtíðindi á ferð. Stærðfræðin segir okkur nefnilega að þjóðin sé aðeins 1, og fækki henni hlýtur hún því að verða 0. Við bíðum svo spennt eftir því hvernig tíðni kvenna fer saman við fækkun þjóðarinnar. Fréttaskýringu, takklB Af tíðnum og fækkunum LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa: Húsvörður óskast í fullt starf fyrir 56 íbúða sam- býlishús. Aðeins umgengningsgott og reglusamt fólk kemur til greina. Húsvörður annast minni háttar viðhald og hefur umsjón með umgengni og ræstingum. Góð íbúð fylgir starfinu. Nánari upplýsingar gefur Birgir Ottósson í Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Vonar- stræti 4, sími 25500. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 20. ágúst nk. Fóstrur og annað upp- eldismenntað fólk Fóstrur og annað uppeldismenntað fólk vantar á skóladagheimili sem væntanlega tekur til starfa í haust. Þar af ein staða forstöðumanns. Umsókn- um sé skilað til Félagsmálastofnunar Tryggva- skála fyrir 20. ágúst nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 99-1408. Félagsmálastjórinn á Selfossi Kennarar Kennara vantar að Reykholtsskóla í Bisk- upstungum. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 99-6831. Leiðsögusnældur Taktu „leiðsögumanninn“ með í ferðalagið! Leiösögn um landiö sf. <&> m = REVKIIIUIK Ul .CCIEdCC Leiósögn um landiö Á HRINGVEGINUM 1 Leiðsögn um landið sf. hefur nú gefið út snældur með leiðsögn um fimm áfangahringvegarins, nánar tiltekið frá Reykjavík austur í Skaftafell. Áfangarnir eru sem hér segir: Reykjavík - Selfoss Selfoss - Markarfljót Markarfljót - Vík í Mýrdal Vík - Kirkjubæjarklaustur Kirkjubæjarklaustur - Skaftafell Hefurðu farið í ferð með góðum leiðsögumanni? Hefurðu verið að basla með kort og handbækur á hnjánum þegar þú ferðast um landið í eigin bíl? Hefurðu tekið eftir því hvernig landið „lifnar við“ þegar þú færð að vita hvað fjöllin, dalirnir, árnar heita - þegar þér er sagt hvernig landslagið hafi myndast og mótast - eða þegar þú ert fræddur um sögu bæja, héraða, kauptúna og landshluta? En þessar upplýsingar eru ekki alltaf auðfengnar! Þessvegna leggur Leiðsögn um landið sf. þér til nýja lausn: leiðsögusnældur! Á snældunum er reynt að koma á framfæri öllum þeim fróðleik sem að framan greinir - og reyndar ýmsu fleiru. Allt sem þú þarft er leiðsögusnælda og snældutæki (kassettutæki). Það er alls ekki nauðsynlegt - þótt það sé auðvitað þægilegra - að tækið sé innbyggt í bílinn. Litla „eldhús-“ eða „svefnherbergis-“tækið þitt getur komið að fullum notum! Við minnum einnig á að Leið- sögn um landið sf. gaf fyrir jólin út leiðsögusnældur um sögu- slóðir Njálu. Þetta eru þrjár snældur, komið fyrir í haglega hannaðri öskju ásamt eintaki af Njálu í snældustærð - trúlega minnsta Njála sem út hefur ver- ið gefin! Askjan með Söguslóð- um Njálu verður til sölu á sömu stöðum og hringvegarsnæld- urnar. Leiðsögn um landið sf. Símar 22469 & 31598 Dreifing: Snældurnar fást við hringveginn. Landmælingar íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.