Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 15
ölmiðlavaða Nýlega fullyrti kona í mín eyru að rás 1 í Ríkisútvarpinu væri langbesti fjölmiðill sem við ætt- um völ á. Ætli sé ekki eitthvað til í því? Margt ágætisefni má finna þar í hverri viku í ýmsu formi. Stundum grípur um sig tíska, svo sem eins og samtala- og símtala- formið, sem nú er svolítið ofnot- að til leiðinda, en er skemmtilegt í hófi. Sunnudagsdagskráin er oftar en ekki prýðileg. Má nefna þætti eins og „Út og suður“, sam- anteknar dagskrár stuttu eftir há- degi um fjölbreytt efni, „röltið" hans Guðjóns Friðrikssonar og upprifjunarprógramm Svavars Gests. Helsta umkvörtunarefni mitt varðandi rás 1 hefði ég ekki þorað að nefna hér, hefði ekki Sigurður Þór Guðjónsson, rithöf- undur, skrifað í síðasta Sunnu- dagsblað Þjv. þessa afbragðs- góðu grein (Til varnar symfóní- um) og lagt mér vopnin í hendur: þar kom fram, svart á hvítu, að hlutur sígildrar tónlistar af út- sendingartíma útvarpsins (báð- um rásum) í einni viku, sem tekin var sem dæmi, er ekki nema 7,8%. Margir langkúgaðir, marghrakyrtir hlustendur („menningarsnobbar“, „af- brigðilegir sérvitringar“, „ekkert eðlilegt og almennilegt fólk“) munu nú taka undir þegar ég segi: Þetta er alltof lítið! Tónlist má tilreiða fyrir út- varpshlustendur með margvísleg- asta hætti. Enda hefur það verið gert í áranna rás. Ég minnist þakksamlega óperukynninga Guðmundar Jónssonar í gamla daga, „þetta vil ég heyra“- þáttarins, þar sem Pétur og Pá- lína völdu sér tónlist, söngva- þátta Þorsteins Hannessonar, ýmiss konar síðkvöldsþátta fyrr og síðar, í umsjón Guðmundar Jónssonar, píanóleikara, Knúts R. Magnússonar, Sveins Einars- sonar, Rögnvaldar Sigurjóns- sonar og miðnæturþátta Jóns fyrir fólki. Eða telja menn sér trú um að þetta sé sú „menningar- stefna“ sem „fólkið vill“? Báðum við um þessa áróðursherferð? Nei. Það er barnalegt óraunsæi að krefjast þess að „vilji almenn- ings“ stjórni vali á efni ríkisfjöl- miðla. Það er einfaldlega ófram- kvæmanlegt. Ætti kannski að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hverja nýja þáttaröð í sjón- varpinu? Áður en við sjáum þær?? Þetta er tómt mál að tala um. Víst geta skoðanakannanir gefið vísbendingar, enda er ugg- laust reynt að taka mið af þeim. En fyrst og fremst er og verður þetta val fárra manna. Og þeir móta líka gildismat okkar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Því skulum við halda vöku okkar og heimta að þeir gefi okkur ekki steina fyrir brauð. Hvorki hafi okkur né geri okkur að fíflum. Útvarpsráðsmálið var til nokk- urrar umræðu um helgina - enná einungis í dagblöðum. Engin fullnægjandi lausn virðist í sjón- máli. Nokkuð skortir líka á, að það sé sett í það víða samhengi, þar sem það á heima (grunar mig). í kjarna sínum virðist mér nefnilega málið snúast um mál- og skoðanafrelsi í íslenska lýð- veldinu. Ekkert minna. Mælik- varði á málfrelsi hlýtur ævinlega að vera málfrelsi minnihluta- hópa, eða hvað? Valdhafar, hverju nafni sem þeir nefnast, hafa málfrelsi jafnt í Sovét sem í Suður-Afríku. Hvernig tryggjum við mál- og skoðanafrelsi allra í Ríkisútvarpinu? Málið tengist líka landlægum sjúkdómi í kerf- inu: pólitískum stöðu- og emb- ættisveitingum; einnig vandanum sem hlýst af æviráðningu ríkis- starfsmanna. Og meður því, að ég er í þessum vaðli skyndilega orðin talsmaður viturlegrar handleiðslu í erfiðum málum, er mér spurn: Hvað segja þessir stjórnmálafræðingar, lögfræð- ingar, heimspekingar og félags- fræðingar? Að ógleymdum rithö- fundum? Út með ykkur úr skúmaskotum og fílabeinsturn- um og látið ljós ykkar skína! Ykkar er þörf! Þögn ykkar er hættuleg! Málið fór hægt af stað, en var stigmagnað skipulega til loka. Síðustu dagana var enginn frétta- tími, hvorki að morgni, kveldi né á miðjum degi, á tveimur út- varpsrásum og í sjónvarpi, þar sem þetta stórmál var ekki í brennidepli. Aðfangadaginn sjálfan komst að heita má alls ekkert annað að. Og gleðibanka- stjórinn sjálfur boðaði að nú væri þjóðhátíð! Sem sagt: Miðstýrð, þrautskipulögð, ríkisrekin múgs- efjun. („Massenverblödung", þ.e. fjöldaforheimskun, sagði þýskur tónlistarmaður, sem hér var á ferð, og hafði aldrei upp- lifað annað eins. Og kalla þó Þjóðverjar ekki allt ömmu sína í þeim efnum.) Dátt hafa þeir hlegið, skraddararnir Markús Örn og Hrafn Gunnlaugsson, þegar þeir horfðu út á mann- lausar götur höfuðborgarinnar þetta kvöld: „Okkur tókst það! Allir farnir heim til að góna á nýju fötin keisarans! Skattpíndur skrfllinn, sem borgar svo brúsann sjálfur! Ho! Ho! Ho! Litlar 7 miljónir!“ Nú vill svo til, að ég get talið upp fáein atriði, sem voru á boð- stólum í Reykjavík á þessum vik- um: II trovatore eftir Verdi í óperunni, Messías eftir Hándel fluttur á konsertum, Deiglan eftir Arthur Miller, Tartuffe eftir Mo- liere frumfluttur á íslensku leiksviði, og sjálfsagt fleira gott sem ég man ekki í svipinn. Tím- inn sem fór í að kynna útvarps- og sjónvarpsnotendum allt þetta hefur ekki verið nema fáeinar mínútur samanlagt. Og hluti þess tíma greiddur dýru verði af þeim bláfátæku fyrirtækjum sem stóðu fyrir þessu. Hvar voru nú þeir sem hæst veina þegar minnst er á hand- leiðslu og forsjárhyggju? Þarna rak þó á fjörurnar skóladæmi um slíkt. Nema hvað þarna var ekki verið að hafa vit heldur vit-leysu og bestu“ manna á því sviði, svo óbeint sé aftur vitnað í Sigurð Þór. Eins og hann, skal ég játa, að mér er fyrirmunað að skilja þetta fólk, sem finnst svona ósk- aplega niðurlægjandi og móð- gandi að láta hafa vit fyrir sér. Hefur þetta fólk best vit á öllum sköpuðum hlutum sjálft? Líka þeim sem það hefur kannski aldrei kynnt sér? Til hvers í ó- sköpunum erum við að sveitast blóðinu til að borga menntun fólks, ef við viljum ekki nýta okk- ur hana? Má ég bara grátbæna menntamenn landsins á hinum ýmsustu sviðum að vera svo væna að hafa vit fyrir mér. En vel að merkja: vit. Óg hvað það er vil ég auðvitað reyna að meta sjálf. Og þá rifjast upp dapurleg endurminning frá næstliðnu vori, þegar þjóðin öll fékk að reyna á sjálfri sér ævintýrið um nýju fötin keisarans. í margar vikur, já mánuði, var undirbúinn og fram- kvæmdur útspekúleraður áróður fyrir því að kynna eitt lítið hund- hvunndagslegt dægurlag, sem flytja skyldi í fjölþjóðadagskrá. Arnar Marinóssonar, svo eitthvað sé nefnt. Auk vanalegra tónleika með kynningum þula (sem oft mættu vera ítarlegri). Meira af svo góðu! Sumir sakna þó langra tónlistardagskráa, þar sem gerð er úttekt á stórum verk- um ellegar einstökum tón- skáldum eða einhverjum þáttum í sköpunarverki þeirra. Auðvitað undir „handleiðslu hinna vitrustu BRÍET HÉÐINSDÓTTIR Frakkland um sölu ríkissjónvarps Það kom í sjálfu sér ekki á óvart að fljótlega eftir að ný útvarpslög höfðu verið samþykkt, fóru raddir að heyrast um að samkeppnisaðstaða Ríkisútvarpsins væri allt önnurog mun betri en þeirra sem hygðu á einkarekstur. Þær raddir fóru síðan að tala um að réttast væri að selja Ríkisútvarpið, til þess að „frelsið" væri í heiðri haft. Ásgeir pulsusali reifaði þessa hugmynd í stuttum pistli um sjón- varp gærdagsins í DV: Ríkisút- varpið er einfaldlega alltof gott til þess að hægt sé að keppa við það. Og Hannes Hólmsteinn Gissur- arson hefur verið með svipaðar skoðanir: það er ekkert frelsi á meðan einn samkeppnisaðilanna er ríkisstyrktur. Frjólst útvarp í Frakklandi Eitt af baráttumálum Jacques Chirac í kosningunum fyrr á þessu ári var að útvarps- og sjón- varpsrekstur yrði gefinn frjáls. Það gerði hann líka fljótlega eftir að hann tók við embætti forsætis- Meirihluti Frakka er andvígur sölunni og hér sjást mótmæli gegn því að þessi elsta og virðulegasta sjón- varpsrás Frakka lendi í klónum á íhaldsmanninum Hersant. ráðherra og nú vill hann selja ríkisreknu sjónvarpsstöðinaTFl. Meirihluti Frakka mun hinsvegar afar mótfalhn slíku. Ef litið er á dagskrá TFl föstu- daginn 1. ágúst, kemur í ljós að yfir dagskránni er ákveðinn gæðastimpill. Það kvöld voru sýndir tveir stuttir nýir grínþættir eftir franska höfunda, auk þess mætti söngvarinn Daniel Guic- hard í sjónvarpssal og ræddi við áhorfendur en jafnframt tók hann lagið. Að lokum var svo sýnd kvikmynd, sem fjallaði um tvo hermenn í fyrri heimsstyrj- öldinni. Dagskrá nýju einkastöðvar- innar La Chinq samanstóð hins- vegar af þrem gömlum Banda- rískum sjónvarpsþáttum, Flam- ingo Road, Star Trek og Kojak. Það þarf því ekki að koma á óvart þó Frökkum lítist ekki á blikuna ef selja á TFl. Meirihluti gegn sölu Nýleg skoðanakönnun sýndi að um 55% Frakka væru andvígir því að sjónvarpsstöðin yrði seld. Þrátt fyrir það heldur Chirac áfram að verja ákvörðun sína og er hann dyggilega studdur af Francois Léotard, menntamála- ráðherra. Reyndar greindi þá Chirac og Léotard á um hverja af þrem ríkisreknu sjónvarpsstöðvunum skyldi selja. Léotard vildi selja aðra hvora af hinum stöðvunum en Chirac vildi að það yrði TFl og hafði sitt í gegn. TFl er elsta og virðulegasta sjónvarpsrás Frakka. Rök forsætis- og menntamálaráðherra fyrir því að selja rásina eru þau að með því haldi sjónvarpsrásin virðuleika sínum og losni undan áhrifum stjórnmálamanna, auk þess sem ríkissjóður losni við að borga hallann af rásinni. Ætlunin er að starfsmenn eignist 10% í stöðinni, 40% verði seld á almennum markaði en 50% til þeirra sem vilja reka stöð- Léotard, menntamálaráðherra Frakklands, styður sölu TF1, en hefði þó frekar viljað selja aðra sjónvarps- rás. ina, þarf af stendur erlendum að- ilum til boða að eignast 20%. Allt frá dögum Charles de Gaulle hafa ráðandi öfl í þjóðfé- laginu notað fréttaflutning rásar- innar í sína þágu. Ríkisstjórn Gaulleista notaði fréttastofuna nánast sem skrifstofu blaðafull- trúa ríkisstjórnarinnar. Giscard d'Estaing losaði aðeins um kverkatak ríkisstjórnarinnar og minnkaði daglega afskiptasemi af rekstrinum en sá þó til þess að stuðningsmenn hennar réðust í allar áhrifastöður. Þegar Mitter- rand tók við stjórnartaumunum skipti hann um yfirmenn á TFl og þeir sitja enn. Hefur Chirac ekki farið dult með að sér finnist TFl beina um of spjótum sínum að sér. Þó Chirac tali um að losa um kverkatök stjórnmálamanna á stöðinni með því að selja hana, efast flestir um að sú verði reyndin því þeir kaupendur sem hafa sýnt mestan áhuga á að kaupa eru mjög íhaldssamir aðil- ar. Þar er fremstur í flokki Ro- bert Hersant, sem gefur m.a. út hægra blaðið LeFigaro í París. Þykir það ekki spá góðu um hlut- lausa fréttamennsku. Þá óttast fólk að sjónvarps- stöðin muni draga um of dám af sjónvarpsstöðvum í einkaeigu t.d. í Ítalíu, en gæðastimpillinn á efni þeirra stöðva þykir ekki hár. -Sáf/Newsweek Sunnudagur 10. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.