Þjóðviljinn - 29.08.1986, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 29.08.1986, Qupperneq 16
LEIKUR AÐ LÆRA Þeir sem hafa lagt leið sína um Vatnsmýrina undanfarið, hafaef- laust tekið eftir ýmsum nýstár- legum mannvirkjum þar, m.a. kúluhúsi og görðum. Þetta eru handar verk garðlagsmanna, en þeireru áhugamenn um hleðslu- list. Ervið lögðum leið okkar þangað í fyrri viku hittum við þar fyrirTryggva Hansen og Sigríði Eyþórsdóttur, en þau ásamt Ein- ari Þorsteini Asgeirssyni leiðbeina á námskeiðum sem Klambra, félag garðlagsmanna stendurfyrir. - Hvers kyns námskeið er þetta sem þið haldið? Tryggvi: „Það er eiginlega þrískipt. í fyrsta lagi er venjulegt torfhleðslunámskeið þar sem fólk lærir m.a. að stinga, rista og hlaða í klömbru og streng...“ - Klömbru og streng, hvað er það? „Að hlaða í klömbru er líkt og þegar bækur liggja á ská í hillum en strengur er aftur á móti í lá- réttum lögum. A námskeiðinu eru kynntar þær hleðsluaðferðir sem þróuðust hér á landi og hæfa vel nútímagörðum. Hægt er að stinga margar gerðir hnausa, s.s. klömbru, kvíahnaus, byrjunar- hnaus, streng o.fl. svo eitthvað sé nefnt, og mynda með þeim alls kyns mynstur.“ Sigríður: „Ég kenni grímugerð og skúlptúra úr mó. Er þá mótað og skorið í móinn og hann síðan látinn veðrast og þurrkast. Með mónum eru einnig notuð ýmis náttúruefni til skreytingar.“ - Er þetta ekki nýtt hér á landi? „Jú, það má segja það, en hlið- stæð notkun mós þekkist á meðal íra, en þar er mórinn pressaður í þar til gerðum pressum. Hins vegar látum við náttúruöflin sjá um það hér.“ - Hver er þriðji hluti nám- skeiðsins? Tryggvi: „Það er kennsla í hvolfbyggingarlagi sem Einar Þorsteinn sér um. Þar er kennt að raða saman hvolflaga burðarvirkí sem byggð eru upp af þríhyrning- um. Eru þar í raun tengdar saman tvær aðferðir, annars vegar hin gamla torfhleðsla og hvolfburð- arvirkið Buchmeister Fuller, sem er ungt í sögunni. Þrátt fyrir að Garðlagsmennirnir Sigríður Eyþórsdóttir og Tryggvi Hansen. I baksýn er torfhleðsla með hvolfbyggingarlagi. Ljósm. E.OI. Torfhleöslunámskeiö Hlaðið í streng Spjallað við garðlagsmennina Sigríði Eyþórsdóttur og Tryggva Hansen þetta séu ólík form og eiginlega andstæður þá falla þau samt vel saman. Segja má að annað sé létt og opið eins og himinn en hitt þungt og þétt einsog jörð. Vegg- urinn tengir burðarvirkið jörðu og útkoman er arkitektúr. Á námskeiðinu eru einnig skoðaðar myndir og bækur um hleðslur og farið í heimsókn í Árbæjarsafn til að skoða hleðslur.“ - En til hvers að vera að lœra hleðslulist á okkar tímum steinsteypu? „Við viljum vekja athygli arki- tekta á þessum efniviði sem hefur hreinlega gleymst. Sennilega er það vegna þess að þeir hafa allir farið utan til náms þar sem hleðslulist þekkist ekki á sama hátt og hér. Sem dæmi má taka stefnu í skrúðgarðalist. Þar hefur gamli torfgarðurinn alveg gleymst en í stað hans komu er- lendu limgerðin. Skyndilega urðu torfgarðarnir „sveitó“ og menn eins og fylltust skömmustu yfir þeim. Við viljum vekja at- hygli garðyrkjumanna og garða- fólks á þeim möguleika sem hleðslulistin gefur hvað snertir garðaskipulag og umhverfi hér á landi." - Einhver lokaorð? „Skemmtilegast væri auðvitað að hafa námskeiðin þannig að fólki væri kennt að bjarga sér af efnum jarðarinnar, reisa sér eiginn bæ og ljúka námskeiðinu með því að reka hópinn á fjall og láta hann bjarga sér þar í 10 daga...“ segir Tryggvi og hlær við. -GH Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri til hægri ásamt aðstóðarmanni sínum Stefán- íu Traustadóttur. Ljósm. KGA. Tómstundaskólinn Mið af þörfum vinnandi fólks Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri: Leggjum mikla áherslu á góða kennara, virkni nemenda og fjölbreytt námskeið Tómstundaskólinnereinþeirra stofnana sem á síðustu árum hefur haslað sér völl utan hins almenna skólakerfis. Skólinn er nú að hefja sitt þriðja starfsár í nýju húsnæði og í eigu nýrra að- ila einnig. Við gengum því á fund skólastjórans Ingibjargar Guð- mundsdóttur til að forvitnast um námsefni Tómstundaskólans og tilhögun alla. „Skólinn skipti um eigendur í fyrra og þá keypti Menningar- og fræðslusamband alþýðu nafnið og tók yfir reksturinn. Hér leggj- um við megináhersluna á tóm- stundir og starfstengt efni enda hefur komið í ljós mikill áhugi fyrir að sækja okkar námskeið. Þátttakendur hafa af þeim marg- víslegt gagn og gaman; standa oft betur að vígi á vinnumarkaðnum og fá innsýn inn í störf og leiki sem þeir höfðu ekki áður,“ sagði Ingibjörg í samtali við Þjóðvilj- ann. Aðalaðsetur Tómstunda- skólans er í rúmgóðu húsnæði að Skólavörðustíg 28 en í vetur fer kennsla svo til að öllu leyti fram í Iðnskólanum í Reykjavík. „Þar bjóðum við upp á mun rýmra húsnæði en við höfðum áður og munum því vera með 50-60 nám- skeið á dagskránni í vetur ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin eru auðvitað tímasett með þarfir vinnandi fólks í huga, þ.e. síð- degis og á kvöldin,“ sagði Ingi- björg ennfremur. Ingibjörg sagði að hingað til hefðu konur verið í meirihluta þátttakenda, en þeir væru á aldr- inum 14 ára og uppúr. Hún sagði skólann alla tíð hafa lagt mikla áherslu á virkni nemendanna sjálfra. Væri m.a. mikið gert af því að fara í vettvangsferðir til að kynna sér með eigin augum það sem námið stæði til. „Auk þess að skipuleggja nám fyrir einstaklinga höfum við einn- ig boðið hópum og starfsfólki heilla fyrirtækja að sækja hjá okkur námskeið. M.a. höfum við haldið námskeið fyrir starfsfólk ísal, Tjarnaskólans og á vegum samvinnustarfsmanna í Hamra- görðum. Einnig má hér minna á námskeið sem við héldum fyrir félaga að Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur veitt félags- mönnum sínum námsstyrk til að sækja námskeið á vegum skólans. Iðja hefur einnig leitað eftir sam- vinnu við okkur í vetur. Er von- andi að fleiri verkalýðsfélög fylgi í kjölfarið." Námskeið Tómstundaskólans eru af margvíslegasta tæi. Má nefna ljósmyndatökur, myndlist hvers konar, ættfræði, grímu- gerð, fatasaum, snið og snið- teikningar, garðskipulagningu, stangveiði, stofnun fyrirtækja, Njálu og innanhússkipulagningu. Innritun í Tómstundaskólann fer fram mánudaginn 8. septemb- er að Skólavörðustíg 28 og í síma 621488 en kennsla mun hefjast 22. september. - v. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.