Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Góðœrið Hvar er efnahagsbatinn? Pjóðviljinn kannar viðhorf almennings Þessa dagana keppast ráðamenn við að skýra frá því í fjölmiðlum að mikill efnahagsbati hafi orðið með þjóðinni og hagvöxtur og þjóðar- tekjur mun meiri en búist var við. í spá Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir því að viðskiptahallinn verði mun minni en áður var áætlað og að verðbólgan fari niður fyrir 10% þegar upp verður staðið. Blaðamaður Þjóðviljans fór því á stúfana og spurðist fyrir um þetta margumrædda góðæri hjá almenningi, hvort fólk yrði vart við það í eigin lífi eða í kringum sig. Svörin sem birtast hér á síðunni eru mjög á eina lund: Enginn veit um góðærið... - vd. Jón Magnússon pylsusali í Austurstræti: Fólk er hætt að treysta á aðra. Mynd: E.ÓI. Oiyggisleysi áberandi Eg get ekki séð að fólk hafi það neitt betra en á sama tíma í fyrra, þótt bati sé í efnahagslíf- inu, það kaupir að minnsta kosti ekkert meira af pylsum, sagði Jón Magnússon, 26 ára pylsusali í Austurstræti, þegar hann var spurður eftir góðærinu. „Eina breytingin sem ég hef orðið var við er að mér finnst andlegt öryggisleysi vera meira áberandi hjá fólki en áður vegna skakkfalla ársins, til dæmis Haf- skipsmálsins, og að einn stærsti bankinn skuli vera viðriðinn það. Þetta bakar öryggisleysi hjá fólki og það finnur að það verður að treysta meira á sjálft sig en aðra í þjóðfélaginu. Sjálfur er ég ágæt- lega Iaunaður og lifi einn dag í einu, eins og launin leyfa.“ Ásgeir Þorleifsson stæðisvörður í Kolaportinu: Ekkert góðæri í mínum vösum. Mynd: E.ÓI. Ekkert í mínum vasa etta góðæri er ekki komið í minn vasa, ég er jafn illa launaður og áður einsog aðrir op- inberir starfsmenn, sagði Asgeir Þorleifsson stæðisvörður í bíla- geymslunni í Kolaportinu þegar blaðamaður innti hann eftir því hvort afkoma hans hefði batnað í góðæri því sem nú ríkir í efna- hagslífinu. „Þetta eru happdrættisvinning- ar sem valda þessum efnahags- bata og það verður ekki gert út á þá“, sagði Ásgeir. „Ég vona að minnsta kosti að þetta skili sér í gerð næstu kjarasamninga, ekki veitir af.“ Jóhann I. Jóhannsson gjaldkeri í Útvegsbankanum: Laun hafa ekki hækkað miðað viö vöruverð. Mynd: E.ÓI. Einsog meðalár etta er eins og hvert annað meðaiár og ég get ekki séð að launin hafi hækkað neitt í sam- ræmi við vöruverð, sagði Jóhann I. Jóhannsson gjaldkeri í gjald- eyrisdeild Útvegsbankans. Aðspurður sagðist hann ekki hafa orðið var við að ásókn í gjaldeyri væri meiri en áður, hún væri svipuð og venjulega. „Ég hef ekki meiri pening á milli hand- anna en áður, hvorki mína eigin né annarra sem skipta við bank- ann“, sagði Jóhann. Alltaf jafn blönk Fólk hefur það ekkert betra en áður, það er helst að það sé meiri skipting á milli hópa, sagði Anna Friðbjörnsdóttir af- greiðslustúlka í Garbó, þegar hún var spurð um góðærið. „Fólk kaupir ekki meira af dýr- ari vörum, og það spáir ennþá mikið í verðlagið. Á meðal þeirra sem ég umgengst í daglegu Ixfi er jafnvel kvartað undan verri af- komu meira en venjulega. Mér finnst að það ætti að lækka skatt- ana ef það á að nota þessar auknu tekjur fyrir fólkið sjálft. Ef mað- ur reynir að bæta tekjurnar með meiri vinnu þá er allt tekið af manni með sköttum, og það væri best ef það væri komið upp stað- greiðslukerfi. Ég finn ekki fyrir þessu góðæri, mér finnst ég alltaf vera jafn blönk.“ Anna Friðbjörnsdóttir afgreiðslustúlka í Garbó: Fólk kvartar enn meira undan lélegu kaupi en áður. Mynd: E.ÓI. Les um það í blöðum að er ekkert merkjanlegt góð- æri hér, sagði Kristbjörg Oddgeirsdóttir afgreiðslustúlka í kjörbúð Víðis í Austurstræti. „Fólk minnist ekkert á að vöru- verðið hafi hækkað því það er orðið svo vant verðbólgunni að það hefur misst allt verðskyn. Allar mjólkurvörur hækkuðu til dæmis nýlega og enginn hefur minnst á það. Fólk kaupir heldur ekki neitt meira af dýrari vöru en það hefur gert, það verslar það nauðsynlegasta á hlaupum, alltaf að flýta sér. Það eru auðvitað fyrst og síðast launþegar sem eiga að verða varir við góðærið, og það eru þeir sem eiga að njóta þessara bóta í bættum kjörum. Þetta góðæri er bara eitthvað sem maður les um í blöðum, en finnur ekki fyrir í buddunni.“ Kristbjörg Oddgeirsdóttir afgreiðslustúlka í Víði: Fólk hefur misst allt verðskyn. Mynd: E.ÓI. Góðæri í Þjóðhagsstofnun? Bullandi góðæri hér? Það er að minnsta kosti ekkert tap, sagði Steinunn Atladóttir skrif- stofustúlka hjá Þjóðhagsstofnun þegar hún var innt eftir góðær- inu. „Ég er í skóla á vetrum og vinn hér á sumrin, og get eiginlega ekki sagt að ég finni sjálf fyrir afgerandi breytingum. Ég er ekki farin að kaupa skólabækurnar ennþá en ég býst við að þær kosti töluvert mikið. Ég ætla að vinna með skólanum og tek ekki náms- lán, því ég bý heima og ég býst við að ég neyðist til að fá einhvern styrk frá foreldrum mínum.“ Steinunn Atladóttir skrifstofustúlka hjá Þjóðhagsstofnun: Ætla að vinna með skólanum. Mynd: E.ÓI. Það er sama sagan hér, ekkert góðæri hjá mér heldur...! T SílcLin Verður að byggja a oðru en söltun - Það eina sem ég get sagt er að Sovétmenn hafa tilkynnt að þeir séu ekki tilbúnir til viðræðna um saltsíldarkaup frá íslandi fyrr en í lok september eða fyrrihluta október. Meðan formlegar við- ræður eru ekki hafnar hvorki vil ég né get tjáð mig frekar um samningsstöðuna við Sovétrík- in“, sagði Gunnar Flóvenz fram- kvæmdastjóri Síldarú- tvegsnefndar í samtali við Þjóð- viljann í gær. Aðspurður sagðist Gunnar vilja benda á að hjá öðrum síld- veiðiþjóðum færi ekki nema brot af síldinni til söltunar vegna mjög takmarkaðra markaða. „Veiðar á miklu og vaxandi síldarmagni hér verða því eins og annarsstað- ar að byggjast að verulegu leyti á annarri vinnslu en söltun. Þetta er öllum ljóst sem til markaðs- mála sfldar þekkja.“ Gunnar sagði að viðræður við kaupendur saltsfldar í Svfþjóð og Finnlandi væru komnar á lokastig og yrði sfldarsaltendum gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra strax og þær lægju fyrir. - Ig- Leikhús Brúður á ferð Apinn Lilli, Amma, Krókódfll- inn, Úlfurinn og þrjátíu aðrar brúður úr Brúðubílnum ferðast um Snæfellsnes nú í vikulokin. Fyrsta sýning er á Hellissandi í dag klukkan 15.00, á morgun er sýnt f Ólafsvík á sama tíma, og síðan liggur leið til Grundarfjarð- ar og Stykkishólms. Á mánudag er farið í Dalabúð í Búðardal. Tónlist Guðný fyrir austan í kvöld halda Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari og Catherine Williams pfanóleikari tónleika í Neskaupstað, Egilsbúð. Á morgun Ieika þær í Valhöll, Eskifirði, á laugardag á Reyðar- firði, síðan á Seyðisfirði og á Eg- ilsstöðum. Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Bach, Jónas Tóm- asson, Tsjækovskí og fleiri. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNj Fimmtudagur 11. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.