Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 10
Vertshús í Fischersundi Að vera dús við lífið er að: - Borða gómsætan mat - Njóta léttra veiga - Dvelja í hlýlegu umhverfi - Hlusta á hæfileikamann flytja tónlist - Hitta fólk, spjalla og slaka á! - Dansa eftir matinn. HITTUMST í DUUS SÍMI 14446 VEITINGAHUSIÐ FÓGETINN Veitingahúsiö FÓGETINN er opið daglega frá kl.12.00-14.00 og frá 18.00 Ljúffengir réttir bornir fram jafnt af matseðli dagsins sem af fjölbreyttum sérréttaseðli. Vönduð og lipur þjónusta. Hljómsveitir leika 3 kvöld vikunnar. Kreditkortaþjónusta. Upplýsingar og borðapantanir í síma 16323. Aðalstræti 10-101 Reykjavík. VEITINGAHÚSIÐ FÓGETINN - SVO SANNARLEGA í HJARTA REYKJAVÍKUR! Lena Bergmann. Sveppaparadísin ISLAND Rætt við Lenu Bergmann um tínslu, geymslu og matreiðslu sveppa „ísland er í raun sveppapar- adís. Hér getur maður á litlu svæði safnað miklu af svepp- um í körfu, en víða erlendis verður að safna sama magni á stóru svæði,“ sagði Lena Bergman sem er mikill sveppasérfræðingur. Við leítuðum til hennar til að fá að vita allt um sveppi og veitti hún okkur góðfúslega allar upplýs- Ingar. „Mér finnst alger synd að fólk skuli ekki nýta sér þetta búsflag sem sveppirnir eru. Maður sér fólk kaupa sveppi í búðum dýrum dómum en hægt er að tína alla þá sveppi sem maður þarf úti í nátt- úrunni og geyma til ársins. Sveppatími hér er frá lokum júlímánaðar, fer þó dálítið eftir veðráttu og stundum hefst hann fyrr ef hlýtt er í veðri. Má tína sveppi allt sumarið þar til fer að frjósa á haustin. f grennd við Reykjavík eru góð sveppasvæði í t.d. Öskjuhlíð, Elliðaárdal, Heiðmörk og Hafnarfjarðar- hrauni. Til eru nokkrar tegundir af ætum sveppum en bestir hér sunnanlands eru birkisveppur og furusveppur. Þá er auðvelt að þekkja og þeir eru matarmiklir.“ Hvernig má þekkja þá? „Birkisveppur er með brúnan hatt en getur þó haft þann litar- mun að vera allt frá ljósbrúnu upp í svart. Hann er með hvítan stilk sem alsettur er svörtum strikum og getur verið bæði mjór og langur og stuttur og feitur...“ „Lýsa má furusvepp þannig að ungir sveppir af tegundinni eru oftast með brúnan hatt og hinir eldri með gulan. Oft eru þeir með slímhimnu sem verður að fjar- lægja“. Hvernig á að tína sveppi? „Góð regla er að hafa með sér hníf og skera sveppina frá rótinni eða snúa hann varlega af, því annars er hætt við að maður drepi jurtina og valdi því að enginn sveppur vex næsta ár. Best er að tína í þurru veðri, en það er alls ekkert skilyrði. Séu sveppirnir blautir má kreista varlega úr þeim bleýtuna. Þegar heim er komið á að skola sveppina eða bara þurrka af þeim, en alls ekki leggja þá í vatn því þeir sjúga það í sig líkt og svampur.“ - Hvernig er best að geyma sveppina? „Það má t.d. steikja þá í olíu eða smjöri, salta og pipra, kæla þá og frysta síðan í litlum pakkn- ingum. Þá má svo nota í allt sem vill, súpur, sósur og allt sem hug- urinn girnist. Það er iíka hægt að marinera þá og er gott að nota unga furu- sveppi til þess. Þeir eru hreinsað- ir og himnan tekin af þeim og soðnir í vatni í 10 mínútur. Að marinera sveppi er svipað og þeg- ar sfld er marineruð. Notað er borðedik og vatn til helminga, mikið af salti og síðan mariner- ingarblanda eftir smekk, sem fá má í öllum verslunum. Þetta er sett saman í pott og suða látin koma upp. Soðnu sveppunum er síðan bætt út í og allt látið sjóða í 5 mínútur. Við marineringu verð- ur að gæta þess að nota ekki al- úminium potta, en aðra potta má nota. Að marinera býður upp á langa geymslu. Svo má líka þurrka sveppina í sól eða í ofni. Þeir skornir í sneiðar, ofninn stilltur á ca. 70° hita og sveppirnir hafðir í honum opnum þar til þeir eru þurrir eða stökkir". Ertu með einhverjar frekari leiðbeiningar að lokum? „Fólk ætti að hafa í huga að taka aldrei sveppi sem það þekkir ekki. Að vísu eru ekki til banvæn- ir sveppir hér á landi, þannig að slík hætta er varla fyrir hendi. Berserkjasveppurinn er sá eini sem er eitraður en hann er vel þekkjanlegur. Best er að læra að þekkja ákveðnar tegundir og halda sig við þær. Og eins og áður sagði eru furusveppur og birki- sveppur bestir til tínslu hér um slóðir og eins og nöfnin benda til vaxa þeir innanum samnefndar trjátegundir". Að svo mæltu þakkaði ég Lenu fyrir gagnlegt spjall og vonandi verða einhverj- ir til þess fyrir atbeina upplýsinga hennar að fara í sveppaleiðangur fyrir haustið. -gh 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.