Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 17
I Hvönn með kjötsúpu 4 I vatn, V2 kg kartöflur salt 150 gr hrísgrjón 1 kg rófur 1 - 200 gr hvönn l‘/2 kg kjöt Þegar kjötið sýður, eru hrís- grjónin, rófurnar og kartöflurnar sett út í og soðið í 3 stundarfjórð- unga. Þá er söxuð hvönnin sett út í og soðið í 5 mínútur. „Um þau segir Magnús Steph- ensen í Hugvekjum 1808: Sér- hver sjóarabóndi og sömuleiðis ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Grænmeti og ber Fyrr á öldum var það sjálfsagður þáttur svcitastarfa að fara grasaferðir og þótti öflun fjallagrasa og annarra nytjajurta mikil búdrýgindi. Nú hafa þessar nytjajurtir fallið í gleymsku að mestu og til fróðleiks og skemmtunar birtum við hér uppskriftir úr bók Helgu Sigurðardóttur, Grænmcti og ber allt árið. Gcfum Helgu orðið: Skarfakál. Hér fyrrum var skarfakálið talið eitt hið óbrigð- ulasta meðal við skyrbjúg, og var tröllatrúin svo mikil á ágæti þess, að oft var sjúkt fólk sent langar leiðir, til að vera nokkurn tíma þar sem skarfakálið var fáanlegt, og var lækningamáttur þessarar jurtar svo mikill, að fólkið varð heilbrigt eftir nokkra daga... Sennilega er þetta auðugasti C-fjörefnisgjafinn, sem til er hér á landi, og hefði mann ekki grun- að að upp úr íslenzkri mold sprytti jurt, sem hefir jafnmikið C-fjörefnismagn og appelsínur og sítrónur, og jafnvel meira en þær... Og hér fáum við uppskrift- ir: Skarfakál í skyri 200 gr skarfakál H2 kg skyr Skarfakálið er hreinsað og sax- að. Blandað saman við hið hrærða skyr. Bragðbætir er að láta ofurlítinn sykur í það. Skarfakálssalat Skarfakálið er hreinsað og skorið smátt. Gæta verður þess, að sem minnst af safanum fari til spillis. Hinu skorna káli er blandað saman við þeyttan eða óþeyttan rjóma, þar í er látinn ofurlítill sykur eftir smekk. Best er að rjóminn sé súr, sé hann það ekki, er betra að láta sítrónusafa eða edik í salatið... Sé lítið til af skarfakáli má drýgja það með sal- ati eða njóla. Mikil bragðbót er að hafa tómata í salatinu. Njóli Þótt haustið sé ekki rétti tím- inn til brúkunar njóla látum við fylgja með nokkra fróðleiksmola um þá jurt. ...Hann er þroskaður til matar í maí - júní, og er það fyrsta græna jurtin sem hver húsmóðir landsins getur notað til matar að vorinu. Hin ungu njólablöð eru mjög bragðgóð og holl, en síðla sumars verða njólablöðin ormét- in, og þá verða íeggirnir trénaðir, og verður hann þá ekki eins ljúf- fengur. Njólasalat, hrátt Njólablöð Súr rjómi Njólablöð, sem tæplega eru þroskuð, eru þvegin og þerruð, og skorin í ræmur. Ræmunum er blandað saman við hinn þeytta rjóma. Það er bragðbætir að láta ofurlítinn sykur saman við. Sé rjóminn ekki súr, verður að láta sítrónusafa eða edik í hann. í staðinn fyrir rjóma má nota skyr, sem hefir verið hrært út með mjólk. Hvönn „Hvönn er, vegna sinna dyggða, víðast komin í aldin- garða hér í Norðurálfunni; bæði jurtin og rótin er fyrir austan borðuð hrá með smjöri, hér hefir hvort tveggja til salats brúkað verið. Hvannarrót er góð í te, þurrkuð áður“, segir í Matjurta- bók Eggerts Ólafssonar frá 1774. margt sveitafólk gjörþekkir söl, sem eru almenn fæða fjölda manna í nokkrum héruðum, einkum Árnes-, Borgarfjarðar og Dalasýslum, hvar þeim jafnvel er til sölu í uppsveitir töluvert safn- að ... Um kraft og næringu sölva til manneldis er margra þjóða reynsla, og vorrar eigin fullnóg um fleiri undanfarnar aldir, og ber saman þar um, að þau gefi eitthvert hið hollasta og mest nærandi fæði fyrir menn og fénað undir eins og ljúffengt að smekk“. Söl með sveskjubýting 110 gr sveskjur 30 gr söl sykur eftir vild V2 sítrónuhíði Sveskjurnar og sölin eru þveg- in og lagt sitt í hvora skál með 1/41 af heitu vatni, og látið standa yfir nóttina. Næsta dag eru sveskj- urnar hitaðar í vatninu sem þær hafa legið í, og soðnar við hægan hita í 10 mín. Sveskjurnar færðar upp og steinarnir teknir úr þeirn, og þær lagðar í skál. Sölunum, með vatninu, sem þau hafa legið í, er hellt í sveskjulöginn og allt soðið í 1/2 klst. með sírtónuhýð- inu. Þessu er hellt yfir sveskjurn- ar. Borðað kalt með eggjamjólk eða rjóma. Að lokum eru nokkrar fjalla- grasauppskriftir: Fjallagrasamjólk 40 gr fjallagrös 1 tsk. salt IV2 l tnjólk Grösin eru þvegin vel úr köldu vatni. Þegar mjólkin sýður eru grösin láin út í, soðið í 15 mínútur og saltað eftir smekk. Það bætir mjólkina, að láta ofurlítið af sykri í hana. Fjallagrasate með sítrónusafa 25 gr fjallagrös eða annar sykur 50 - 100 gr kandís,l l vatn Grösin eru hreinsuð, soðin í 15 mín. í vatninu, síuð á grisju, saf- anum hellt í pottinn aftur og soð- inn augnablik með sykrinum. Það gerir teið miklu ljúffengara og sérstaklega hollara, sé látinn sítrónusafi í það, þegar búið er að sjóða það með sykrinum. Sér- staklega vil ég mæla með þessu tei sem kvefmeðali handa sjúk- lingum. ^ O Líttu inn . og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig! Eingöngu unnið með snyrtivörur frá Helena Rubinstein og Clarins, sem einnig eru til sölu á stofunni. Andlitsböð — húðhreinsun — make- up, fótaaðgerðir - handsnyrtingar — litanir og vaxmeðferð Sérþjálfað starfsfólk, tímapantanir, notalegt umhverfi. 1 BUSTLINE 2. L UPP ARM 3 R UPP ARM - 4 MID SECTlON 5 WAIST 0 ABDOMEN 7 HIPS 8 ,L UPP THIGH • 9 R UPP THIGH 10 L MIDTHIGH l l RMIDTHIGH 12 LETl KNEL 13 RlGHI KNLE 14 LLR CALT 15 RlGHl CALf 16 LEfT ANKlL ' 17 RlGHl ANKLL Ný leið til megrunar 3 vikna kúr - 3 tímar Clarins megrunarnudd — 3 tímar Kwik Slint Fótaaðgerða- og snyrtistofan Viktoríci Eddufelli 2 — Sími 7 95 25 i < J t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.