Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 16
ÞEIR SEM NOTA 2 BRAUÐ A
DAG, FÁ NIJ GULLIÐ TÆKIFÆRI
TIL AÐ SPARA 18.068 KR. Á
ÁRI. t»AÐ EINA SEM ÞARF AÐ
GERA, ER AÐ KAUPA BRAUÐIN
HJÁ OKKUR, MILLI KL. 17-18
ALLA VIRKA DAGA.
OPIÐ MÁNUD. • FÖSTUD. KL. 8-18
OG LAUGARD. - SUNNUD. KL. 9-16
BAKARÍHÐ
KRINGLAN
DALSHRAUNI 13. HAFNARFIROI
SÍMI53744
DÆMI:______________________
1 STK. VÍSITÖLUBRAUÐ KR. 37.
1 STK. GRÓFT BRAUÐ KR. 62.
SAMTALS: KR. 99.
_______________x 365 DAGAR
KR. 36.135.
____________AFSLÁTTUR 50%
KR. 18.068.
Sláturgerð
Svona gerum við
þegar við matbúum slátur
Nú er sláturtíðin að hefjast sláturgerðina. Skulum við þá
og því ekki úr vegi að birta hér fyrst snúa okkur að meðferð-
nokkrar leiðbeiningar til inni á:
þeirra, sem sjálfir vilja annast
Vömbunum
Skolið hreinsaðar vambir úr
köldu vatni. Skafið og reytið svo
sem þarf, en gætið þess að vamb-
irnar rifni ekki. Sníðið keppina
eins jafna að stærð og mögulegt
er. Saumið þá með mjúku bóm-
ullargarni og gisnum sporum.
Skiljið eftir vænt op. Geymið
keppina í köldu (salt-) vatni og á
köldum stað á meðan lifrarhrær-
an og blóðið er útbúið. Strjúkið
vatnið vel af keppunum áður en
látið er í þá.
Geymsla
Vantbir geymast saltaðar á
köldum stað, t.d. í kæliskáp eða
hraðfrystar- við 18 stiga frost C í
frystikistu. Best er að sauma þær
áður en þær eru frystar.
Mör
Hreinsið eitla úr mörnum.
Brytjið hann smátt, á stærð við
litla sykurmola. Geymið mörinn í
kæliskáp þar til honum er
blandað í hræruna. Mör geyniist
hraðfrystur.
Blóðmör
1 ltr. blóð, 2 dl. vatn, 1 msk.
salt, 300 gr haframjöl, 400-500 gr
rúgmjöl. um 500 gr niör, 12-15
vambakeppir.
1. Síið blóðið gegnum vírsigti
og blandið salti og vatni í það.
Hrærið þangað til saltið leysist
upp. Hrærið haframjölinu út í
blóðið og síðan rúgmjölinu.
Hrærið það vel með hendi eða
sleif. Hræran á að vera þynnri en
lifrarpysluhræran. Hrærið smátt
brytjaðan mör saman við.
2. Takið keppina upp úr vatn-
inu og strjúkið vætuna af. Hafið
keppina rúmlega hálfa. Saumið
fyrir, jafnið hræruna í keppunum
og pikkið þá með stórri nál.
3. Látið keppina í sjóðandi
saltvatn (Vi msk salt í hvern ltr.
vatns). Látið aðeins nokkra
keppi í einu og bíðið eftir að suð-
an komi aftur upp áður en fleiri er
bætt út í. Pikkið keppina með nál
um leið og þeim skýtur upp. Ýtið
ofan á keppina með gataspaða.
Hafið rúmt í pottinum, og hlemm
á honum, og gætið þess að suðan
sé hæg og jöfn. Suðutími er rúm-
ar 3 klst., eftir stærð keppanna.
Lifrarpylsa
3-4 msk sykur, 1 lifur (ca. 450
gr.), 100 gr nýru, Vi ltr mjólk eða
kjötsoð, ‘/imsksalt, lOOgrhafra-
grjón, 100 gr hveiti, 250 gr
rúgmjöl, 400 gr mör, ca. 2 vamb-
ir.
Lifur og nýru eru hökkuð tvisv-
ar. Salt og sykur sett í soðið eða
mjólkina og blandað vel. Nú er
lifrarhrærunni og mjólkinni bætt í
og hrært vel og að lokum er
mörnum blandað saman við.
Gætið þess að hafa mörinn smátt
saxaðan og jafnan.
Og hér er svo önnur uppskrift
af lifrarpyslu, ofurlítið frábrugð-
in hinni:
8 stk. lambalifrar, 16 stk nýru,
2 ltr nýmjólk, 4 dl heitt vatn, 4
msk kjötkraftur (Maggi buljong
pulver), 4 msk fínt salt, 750 gr
haframjöl, 1500 rúgmjöl, 2,5 kg
fínt brytjaður mör.
Salt og kjötkraftur sett út í
vatnið og síðan mjólkin. Blandað
saman við lifur og nýru, sem hafa
verið hreinsuð og tvíhökkuð.
Þurrefnin sett smátt og smátt út í
og hrært vel saman. Sett í keppi
og saumað fyrir. Soðið í söltu
vatni í 2-2'/2 klst.
Komið ósoðinni lifrarpyslu og
blóðmör strax í frystikistuna,
þ.e.a.s. því sem ekki er soðið
strax. Hafa hæfilegt í matinn í
hverri pakkningu. Best er að
setja svo hálfsoðið slátur út í
sjóðandi vatn og salta í pottinn.
Gleymið ekki að stinga í keppina
svo þeir springi ekki við suðuna.
- mhg.
Dilkakjöt
Tilrauna-
slátrun
í ágúst
Kjötið rann út
Fitan er mikill þyrnir í augum
margra neytenda þegar dilk-
akjötið er annarsvegar. Skiptir
þá miklu máli eða engu þótt
undirrituðum blaðamanni þyki
magurt kjöt enginn matur og
vísast, eins og allt horfir nú, að
hann verði bara að hætta að
borða kindakjöt. En hinn al-
menni neytandi verður auðvit-
að að ráða og ekki þýðir að
framleiða þann mat, sem hann
vill ekki borða.
{ seinustu viku ágústmánaðar
var 50 lömbum slátrað í slátur-
húsi Sláturfélags Suðurlands á
Selfossi. Má líta á það sem eins-
konar tilraun. Og hún tókst með
ágætum. Auðvitað voru þetta
engir horskrokkar en fitan á hinn
bóginn ekki meiri en það, að hún
torveldaði ekki söluna. Kjötið
blátt áfram flaug út í einu vet-
fangi þótt verðið væri 20% hærra
en á því dilkakjöti, sem nú er
annars til sölu. Og nú, fyrstu vik-
una í sept., er verið að slátra þrjú
til fjögur þúsund dilkum í Slátur-
húsum Sláturfélagsins á Selfossi,
Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. Þann-
ig þreifa menn sig áfram.
- mhg.
ÞRIR
FRAKKAR
❖ ❖❖❖
CAFÉ
RESTAURANT
Baldursgötu 14
í Reykjavík
23939