Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 20
SKÚMUR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Austurlandi Boðaö hefur verið til aðalfundar kjördæmisráðs á Austurlandi á Fáskrúðsfirði 11.-12. október. Samkvæmt reglum ráðsins skal hvert aðildarfélag kjósa einn fulltrúa fyrir hverja 8 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Er því áríðandi að þau félög sem ekki hafa haldið aðalfund geri það hið fyrsta til að kjósa í kjördæmisráðið. Framkvæmdanefnd. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 25. sept. kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Hagfræðinámskeið! Efni: Þjóðhagsreikningar og Hugtök í Hagfræði. Leiðbeinandi: Ari Skúlason. Fróðleiksfúsir sem hafa áhuga þurfa að taka frá í dagbókinni sinni fimmtudagskvöldin 18. og 25. sept- ember næstkomandi (kl. 20:00). Fjöldinn verður tak- markaður við 20 þátttakendur. Skráning í síma 1 75 00, hjá Æskulýðsfylkingunni. Ahugahopur um fræðslumiðlunarstarf. Haustfagnaður, Haustfagnaður! Árlegt glens, grín, fjör, og gaman að hætti ÆF-félaga verður 20. sept. n.k. Þá verður kaffihús um daginn milli 14:00 og 18:00, þar sem ýmsir þjóðkunnir sem óbreyttir félagar verða teknir á beinið og látnir skemmta bæði sér og öðrum. Einstök kvöldvaka hefst svo klukkan 22:00, þar sem skerpt verður á söngröddinni með dynjandi baráttumúsik fram á nótt. Fjartengslahópur Landsþing! Kæri félagi nú fer senn að líða að landsþingi, þannig að þaö er ekki seinna vænnna að fara að plotta. Þingið verður haldið 3. til 5. október í Ölfusborg- um. Dagskrá verður auglýst síðar og ef þú ert skráður félagi í ÆF mátt þú eiga von á pappírsbunka um bréfalúguna einhvern daginn. Ef þú vilt koma einhverjum hugmyndum á framfæri, hvað sem það kynni nú aö vera þá getur þú annað hvort skrifað okkur á skrifstofuna Hverfisgötu 105, eða hreinlega mætt á staðinn í kaffi og kjaftað við okkur. Skrifstofan hjá ÆF verður op,n daglega fram að þingi frá 9-18. Framkvæmdaráö ÆFAB HÆ ÞÚ! Landsþing, landsþing! Viltu bylta, þarf að breyta? Ef þú ert með hugmyndir, komdu þeim þá endilega á framfæri við félaga þína og ræðum þær svo á landsþinginu þar sem við hittumst öll. Pappírsbunkinn sem boðað hefur komu sína inn um bréfalúgu ÆF-ara verður sendur út um miðja næstu viku. Þú getur komið á framfæri lagabreytingum, tillögum, ályktunum og bara hugrenningum þinum yfirleitt í þessum bunka. Komdu þessu baratil Önnu á skrifstofunni Hverfisgötu 105 eigi síðar en á þriðjudaginn 16. október, þú getur gert það hvort sem er símleiðis, bréfleiðis eða komuleiðis. Á skrifstofunni getur þú fengið vélritunaraðstöðu og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Hafðu samband. Framkvæmdaráö ÆFAB Æskulýðsfylkingin á Austfjörðum Erindreki fylkingarinnar verður með fundi á eftirtöldum stöðum á Austfjörð- um á næstu dögum: Fáskrúðsfjörður - sunnudaginn 14. sept. Eskifjörður - Reyðarfjörður mánudaginn 15. sept. Neskaupstaður - þriðjudaginn 16. sept. Egilsstaðir - miðvikudaginn 17. sept. Seyðisfjörður - fimmtudaginn 18. sept. Nánari upplýsingar í síma 91-17500. KALU OG KOBBI GARPURINN Nú, þá er að byrja á ritgerðinni um Kólumbus. Hann var hörkuduglegur sjómaður. O -TTTTTTirr í BLÍÐU OG STRÍÐU Já. Jibbí. Það verður gaman. Vera með krökkunum og læra einsog vitlaus. Nú ætla ég að fá A Verkefnisstjóri Marska hf. Skagaströnd óskar aö ráöa verkefnisstjóra í fjóra til sex mán- uði. Starfið snertirframleiöslu, umbúöir, vélvæöingu, frystingu o.fl. Uppl. veita Heimir í síma 95-4789, Sveinn í síma 95-4690 og Lárus í síma 95-4747. Marska hf. DJÓÐVILJINN Við viljum ráöa duglegt og hresst sölufólk í kvöld- og helgarvinnu, viö aö safna áskrifendum. Nánari upplýsingar veitir Sigríöur Pétursdóttir í síma 681333. 2 m 4 5 7 LJ ■ 9 10 □ 11 12 13 n 14 • 15 15 m 17 18 - m 1» 20 ' 21 . m 22 23 ■ □ 24 • 25 KROSSGÁTA Nr. 16 Lárétt: 1 krampi 4 megn 8 gild- ara 9 kjáni, 11 keyrir 12 karl- mannsnafn 14 lengdarmál 15 sveip 17 áform 19 skjól 21 eld- stæöi 22 nokkur 24 hey 25 hreyfist. Lóðrétt: 1 asi 2 hitunartæki 3 grettu 4 matur 5 verkur 6 tryllum 7 umgerð 10 draugur 13 þyndar- eining 16 maga 17 óróleg 18 fiskilína 20 æöa 23 ekki Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 sess 4 masi 8 vígamóð 9 ælan 11 utar 12 myrkur 14 ra 15 atar 17 snúna 19 ótt 21 eið 22 Númi 24 frið 25 rand. Lóðrétt: 1 slæm 2 svar 3 sínkan 4 maura 5 amt 6 sóar 7 iðrast 10 lygnir 13 utan 16 róma 17 sefl 18 úði 20 tin 23 úr 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. september 1986 ©1986 Tribune Media Services, Ir All Righls Reserved

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.