Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 14
Slátur fj árafurðir Stöðug framþróun í vinnslu og dreif ingu Viltu búa til rúllu- pylsu? Lestu þá þessar línur Hér er uppskrift fyrir þá, sem vilja spreyta sig á aö búa til rúllupylsu. 1 kg lambaslög, 3 tsk salt, örlít- ill saltpétur, 1 tsk allrahanda, V2 tsk pipar, V2 tsk rúllupylsukrydd, 2 tsk fínt saxaður laukur. Þvoið slögin og úrbeinið þau. Blandið kryddinu saman og strá- ið því í slögin. Vefjið þétt og saumið með bómullargarni. Vefjið síðan með saumgarninu tvöföldu. Rúllupylsuna má frysta strax eða setja í pækil. Létt söltun Þurrpækill á rúllupylsu: Vi dl salt, V2 dl sykur, 1 tsk saltpétur. Blandið vel saman. Nuddið utan á rúllupylsuna og geymið hana í pæklinum í plastpoka. Lokið vel. Geymist í ísskáp í ca. 4 daga. Blautur pækili á rúllupylsu og kjöt. 5 1 vatn, 500-750 gr salt, 200 gr sykur, 15 gr saltpétur (3 tsk). Suðan er látin koma upp á þessu og það síðan kælt. Gætið þess að fljóti yfir það, sem salta á. Sjóðið rúllupylsurnar í rúmlega 1 klst, fer eftir stærð. Gott er að pressa rúllupylsur (kjötpylsur yf- irleitt) í plastpoka, svo soðið renni ekki frá þeim. - mhg. Annarsstaðar hér í blaðinu er frá því greint hvernig siátur- matur var meðhöndlaður á sveitaheimilum meðan hans var alls neytt heimafyrir. En nú er öldin önnur. Þegar matvælafrystingin kom til sögunnar varð sláturleyfis- höfum kleift að taka til sölumeð- ferðar og vinnslu allar þær slátur- afurðir, sem bændur þurftu ekki beinlínis á að halda til eigin nota. Frystingin gerði það einnig að verkum, að nú þurfti ekki að vinna úr allri vörunni á fáeinum dögum. Það var hægt að gera það eftir hendinni hvort heldur var á sveitaheimilunum eða vinnslu- stöðvunum. Þannig á neytandinn kost á nýjum, góðum og fjöl- breyttum búvörum árið um kring. En fleira hefur breyst í tímanna rás. Allt fram undir 1950 var stærsta sláturhúsið, sem rekið var á vegum Sláturfélags Suðurlands, staðsett í Reykjavík. Nú starfar það ekki lengur, heldur fer öll slátrun fram í sláturhúsum félags- ins utan Reykjavíkur. Á Selfossi og Hvolsvelli hefur einnig, hin síðari árin, farið fram niðursögun á skrokkum, frysting og pökkun í neytendaumbúðir. Tilgangurinn með því er m.a. sá, að auka at- vinnu heima í héruðunum. Þetta kjöt, ásamt allskonar innmat, fer svo beint í verslanir. Að öðru leyti er unnið úr afurð- unum í stöðvum Sláturfélagsins í Reykjavík. Þar eru nú framleidd- ar hinar margvíslegustu vörur: ýmiss konar pylsur, bjúgu og álegg. Lifrin er notuð í lifrar- pylsur eða fryst, en hún er áka- flega næringarrík fæða, auðug af vítamínum og steinefnum. Haus- arnir eru seldir nýir, frystir og gerð úr þeim sulta. Og ekki má gleyma sláturgerðinni, sem fer þarna fram á hverjum degi. Og hvað sem menn vilja segja um breyttar neysluvenjur þá er það staðreynd, að slátursala hefur ekki minnkað hin síðari árin nema síður sé. Svona erum við nú þjóðleg ennþá þrátt fyrir allt. Og ekki þarf fólk að tefja sig við saumaskap á keppunum, það sjá afurðasölurnar um. En lundabagginn og annar súr- matur hefur látið undan síga og mundi Skúla heitnum Guðjóns- syni, lækni og næringarefnafræð- ingi á Árósum, ekki hafa líkað sú þróun, en hann taldi súrmetið flestra meina bót. Nokkuð hefur þó glæðst sala á súrmatnum hin síðari árin, þökk sé Þorranum. Mætti hann gjarna, að þessu leyti, smám saman spanna yfir árið allt. Er ég þeirrar skoðunar, eins og Skúli, að það myndi stór- um bæta heilsufar þjóðarinnar. Þannig eru, líkt og áður, nýttar SOJAKJÖT HVAÐ ER ÞAÐ? Jú, þaö er kjötlíki sem unnið er úr sojabaunum. bragðast líkt og venjulegt kjöt og matreiðist á venjulegan liátt. eins og um kjöt væri að ræða. HVAR FÆ ÉG ÞAÐ? •Jú, við flytjum það inn beint frá framleiöendum og þess vegna er það svoua ódýrt. Svo höium við að sjálfsögðu á boðstólnum ýmsar tegundir af baunum, grjónum og mjölvöru, ávaxtadrykki, jurtate og kornkaffi o.fl. o.íl. sem stuðlar að heilbrigði og hreysti. Matreiðs Nú þegar fjallað er um græn- metl og haustmat er ekki úr vegi að fræðast eitthvað um matreiðslu á þessum afurðum í örbylgjuofnum. Við leituðum þess vegna til Drafnar Farestveit, sem hefur um margra ára bil haldið nám- skeið fyrir eigendur Toshiba ör- bylgjuofna og ritstýrir Toshiba matreiðsluklúbbnum. En það er uppskriftaklúbbur fyrir eigendur örbylgjuofna sem sendir út upp- skriftir og miðlar leiðbeiningum, 3-4 sinnum á ári. Nú er mikið grænmeti á boð- stólum og sjálfsagt er að nýta sér það til hins ýtrasta meðan það er ferskt og verði þess stillt í hóf. Nær allt grænmeti er mjög gott að matreiða í örbylgjuofninum. Grænmetið heldur sínum fallega lit, ljúffenga bragði og bætiefna- rýrnun er í algjöru lágmarki að sögn Drafnar. En eftirtalin ráð vill Dröfn gefa lesendum Þjóð- viljans: 1. Reynið að hafa grœnmetið af sem jafnastri stærð þegar það er skorið í bita. Sneiðar eru t. d. ekki hafðar þykkari en 2 cm. 2. Sjóðið grœnmetið gjarnan í því íláti sem það er borið fram í og setjið ca. 4 msk. af vatni á það. 3. Breiðið alltaf yfir grænmetið þegar þið sjóðið það í örbylgju- ofninum. 4. Setjið ekki salt á grænmetið fyrr en matseld er lokið. Saltinu er hins vegar bœtt á eftir að suðunni er lokið og ílátið hrist til. Græn- metið látið bíða þannig um stund. Grænmeti sem matreitt er á þennan hátt heldur stinn um og bragðgæðum til asta. Blómkál er sé skemmtilegt að sjóða í h örbylgjuofninum og b þannig fram í heilu. Að baka góða kartöfli skemmtilegt. Það tekur 200 gr. kartöflu ekki le: en 5 mínútur að bakast, þær eru orðnar 5, tekur f mínútur. Eins og við vitum teki 1 klukkustund að baka k venjulegum ofni, svo veigra sér við að hita e einungis til þessa. Af svc sést augljóslega hve auð spara rafmagn með því reiða í örbylgjuofninum spara okkur um 70 % af til eldunar. Bákaðar ka: því hægt að hafa á borðu viku án fyrirhafnar, ef matreiddar í örbylgjuof Hér fylgja uppskri gerðar eru með matreií bylgjuofni í huga. Kálbögglar 1 lítið hvítkálshöfuð 450 gr. hakkað kjöt 3A bolli saxaður laukur 1 dós tómatsúpa V2 bolli soðin hrísgrjón 1 tsk. salt pipar á hnífsoddi 2 msk. púðursykur 2 msk. eplaedik Skerið hring í kringur á hvítkálinu og hitið j mínútur á hæsta hita. N; ig 8 heilum blöðum úr 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.