Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 7
NÖÐVIUINN Umsjón: Sigríður Arnardóttir Á íslandi er stærra hlutfall af ungum stúlkum sem verða barns- hafandi heldur en á öðrum Norð- urlöndum. Af hverjum 1000 stúlkum á aldrinum 15-19 ára á árunum 1976-1980 voru að með- altali 66,3 barnshafandi á íslandi, 44,2 í Danmörku, 41,7 í Finn- landi, 51,1 í Noregi og 44,3 í Sví- þjóð. Þetta er sláandi hátt hlutfall hér á íslandi og leiðir hugann að því hvort íslenskir unglingar viti minna um getnaðarvarnir og kyn- ferðismál heldur en unglingar í löndunum í kring. Árið 1975 voru sett lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjó- Kynfræðsla semisaðgerðir. í 7. gr. laganna segir: „Fræðsluyfirvöld skulu í samráði við skólayfirlækni veita fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlífsins á skyldunámsstigi í skólum landsins. Einnig skal veita þessa fræðslu á öðrum námsstigum.“ Glætan fór á stúfana og athug- aði hvernig kynfræðslu er háttað í grunnskólum Reykjavíkur. í ljós kom að það fer mikið eftir skólum hvernig kynfræðslan er. Allir unglingar sem Glætan talaði við voru á þeirri skoðun að kyn- fræðslan væri of lítill partur af kennslunni. „Kynfræðslu eru gerð mjög góð skil í sumum skólum en ást- andið er slæmt í öðrum", sagði Þorvaldur Örn Árnason náms- stjóri í náttúrufræði í samtali við Þjóðviljann. Aðspurður um hvernig kyn- fræðslu væri háttað í grunnskól- unum sagði Þorvaldur að það væri tekið á þessum málum í 5. og 6. bekk. Þá væri fjallað um starf- semi kynfæranna og um viðhorf til þess að vera saman. Aftur á móti sagði Þorvaldur að í 8. bekk væri tekið á þessu í mörgum námsgreinum. T.d. eru leskaflar í kristinfræði um samskipti kynj- anna og kristilegt siðgæði. Krakkarnir lesa fallega mynd- skreytt hefti um fósturþroska. Einnig er dreift bæklingum sem landlæknir gaf út um getnaðar- varnir og kynsjúkdóma. Þorvald- ur sagði að það hefði verið meiningin að taka líka á þessu í samfélagsfræði, en það mál strandaði fyrir tveimur árum og ekki er vitað hvenær það náms- efni kemst í notkun. „Það vantar betra námsefni í kynfræðslu", sagði Þorvaldur. „En að mínu mati veltur þetta þó mikið á kennaranum sjálfum, hans þekk- ingu og viðhorfum, það er númer eitt. Síðan er tilbúið námsefni númer tvö“, sagði hann. Aðspurður sagði Þorvaldur að það væri líka til nokkuð af góðum myndböndum um þessi mál. Til eru 3 myndbönd um líffræðilega þáttinn og svo t.d. myndin „Sjáðu sæta naflann minn“, gerð eftir samnefndri bók sem margir kannast við og er ætluð til notk- unnar í dönskukennslu. Að lokum sagði Þorvaldur að kynfræðsla ætti ekki að vera ein- angrað fag, heldur vera þáttur í allri kennslu. „Tungumálin eru t.d. kjörinn vettvangur, þar er hægt að lesa sögur um samskipti fólks og setja sig í spor persón- anna.“ SA. (Tölurnar fyrst í greininni eru fengnar úr tímaritinu Veru). Sumir sofa hjá í 6. bekk Guðrún Björg, Anna Kristín og Elín Valgerður voru að byrja í 8. bekk í Hagaskóla. Glætan innti þær álits á þeirri kynfræðslu sem þær hafa fengið í skólanum. „Við höfum fengið mjög litla kyn- fræðslu hingað til í skólanum. En við eigum að fá fræðslu um þetta í vetur. Þegar við vorurn í 6. bekk í Mela- skóla fengum við smá fræðslu. Við lásum bókina Maðurinn. þetta var aðalega lýsing á líffærunum. Svo hafa foreldrar okkar frætt okkur eitthvað. Flestir foreldrar gera það nú örugglega." Er þá kannski óþarfi að vera með ítarlega kynfrœðslu í skólum? „Nei, okkur finnst að það ætti að vera miklu meiri fræðsla, og hún ætti að byrja í 6. bekk og svo meira í 7. bekk og áfram út grunnskólann. Sumir krakkar byrja að sofa saman í 6. bekk. Og við þekkjum nokkrar stelpur sem hafa orðið óléttar í 7., 8. og 9. bekk. Svo það er nauðsynlegt að hafa meiri kynfræðslu í skólum.“ Hvernig viljið þið hafa þessa fræðslu? „Við viljum t.d. hafa umræðu- tíma. Krakkar þora alveg að tala um þetta. Svo viljunt við fá fræðslu um getnaðarvarnir. Það er t.d. ekki hægt að fá pilluna fyrr en maður er 16 ára og því þurfa krakkar að fá fræðslu um aðrar varnir. Við viljum líka fá fræðslu um það hvert stelpa getur snúið sér ef hún verður ólétt. Maður veit ekkert um þetta.“ SA. Guðrún Björg 4nna Kristín og Elín Valgerður em allar í 8. bekk 'Hagaskóla. ..Hestirforeldrar veita krökkum sinum einhverja kynfreeðsluen Það er líka nauðsynlegtað nafa kynfræðslu ískólunum/ Ljósm. Sig. .Líffræði- <ennarinnokkar Í8. bekk var mjög góður. Hannlótupp spurningakassa ogsvaraði öllum okkar spurning- um ver.sögðu þær Ylfaog Hild- urEirí9.bekk. Ljósm. Sig. Fræðslan ætti að byrja fyrr „Við fengum smá kynfræðslu í 12 ára bekk í Melaskóla og svo ekki aftur fyrr en í 8. bekk í Hagaskóla“, sögðu þær Ylfa og Hildur Eir sem báðar eru í 9. bekk í Hagaskóla. „Við vorum með mjög góðan líf- fræðikennara í 8. bekk. Hann var með kynfræðslu hluta úr vetri. Við lásum eina leiðinlega líffræðibók en svo voru bækur eins og „Við erum saman“ látnar ganga um bekkinn. Kennarinn gerði líka dálítið sniðugt. Hann lét upp spurningakassa, þar sem við gátum látið spurningar sem við þorðum ekki að bera upp fyrir framan allan bekkinn. Svo svaraði hann þeim mjög vel.“ Finnst ykkur þið hafafengið nœga kynfrœðslu í skólanum? „Kannski ekki alveg. Alla vega mætti fræðslan byrja fyrr, svona í 7. bekk. Við vitum um nokkrar stelpur sem urðu ófrískar í 8. og 9. bekk. Þannig að það veitir ekki af góðri kynfræðslu.“ SA. Föstudagur 12. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.