Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Kennaraskortur Kennumm vísað frá Aslaug Brynjólfsdóttir frœðslustjóri: Hólabrekkuskóli hefur ekki auglýst eftir kennurum og ekki lýst vanda sínum við skólaskrifstofuna, þvívar kennurum vísaðfrá Skólastjóri í Hólabrekkuskóla hefur fuilt umboð til að aug- lýsa eftir kennurum en það hefur ekki verið gert. Það hafa ekki komið neinar tillögur frá skóla- stjóra um úrbætur á kennara- skortinum. Því bað ég mennta- málaráðuneytið um að auglýsa eftir kennurum til að kenna í grunnskólum“, sagði Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri, i samtali við Þjóðviljann, vegna þeirra ummæla skólastjóra Hóla- brekkuskóla að nú sé komið að fræðsluyfirvöldum að leysa mál- ið. „Skólastjóri hefur ekki lýst vanda sínum við skólaskrifstof- una. Skólafulltrúi kom fram í út- varpi nýlega og sagði að enga kennara vantaði. Þegar ég spurð- ist fyrir hjá skólaskrifstofunni var mér sagt að það vantaði ekki kennara. Ég þekki fólk með full kennararéttindi sem hringdi á skólaskrifstofuna og því var sagt að það væri enga vinnu að fá, það vantaði ekki kennara. Nú er þetta fólk farið annað, því skóla- stjórar utan af landi hafa sjálfir auglýst eftir kennurum." Aslaug sagði ennfremur að til hennar hefði hringt kennari með réttindi sem sótti um fullt starf í Hólabrekkuskóla en var vísað frá á þeim forsendum að það vantaði aðeins í þrjár hálfar stöður. „Þetta hefði þurft að skipuleggja betur“, sagði Áslaug. Að mati Áslaugar ættu skóla- Einvígið Meistarinn frestar Heimsmeistarinn Kasparoff frestaði í gær 15. einvígisskákinni við Karpoff í viðureign þeirra sem nú hefur flust til Leníngrad. Staðan í einvíginu er 8-6, Kasp- aroff í vil, eftir sigur hans í 14. skákinni. Frestunarákvörðun Kaspa- roffs kom einvígisskýrendum nokkuð á óvart því búist var við að hann mundi nýta sér sálfræði- legan meðbyr til að koma and- stæðingnum á kné hið fyrsta. Hvor skákmeistari um sig hefur rétt til að fresta þremur skákum og hefur hvor um sig nú frestað tvisvar. Fimmtánda skákin verð- ur ef að líkum lætur tefld á morg- un og hefur Karpoff hvítt. -m/reuter stjórar sjálfir að bera ábyrgð á þessum málum og spyrja fræðslu- ráð Reykjavíkur hvort þeir ættu að ráða réttindalausa kennara til skamms tíma. „Síðan kemur til Við höfum í hyggju að heimsækja 120-160 fyrirtæki um allt land á næstu tveimur mánuðum til þess að kynna þjón- ustu okkar beint fyrir fólkinu“ sagði Páll Kr. Pálsson forstöðu- maður Iðntæknistofnunar ís- lands í samtali við blaðið í gær. „Við munum halda fundi á 12- 16 stöðum og sá fyrsti verður á Akranesi á fimmtudag. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að stofnunin verður að afla meiri sértekna en áður, þar sem fram- lag ríkissjóðs fer alltaf minnkandi og með þessu hyggjumst við auka kasta Menntamálaráðuneytisins og síðan mín.“ Ekki náðist til Sigurjóns Fjel- sted skólastjóra Hólabrekku- skóla í gær. -Sa. verkefni okkar og ná betra sam- bandi við fyrirtækin. Þá ætlum við að kynna Verkefnahandbók Iðntæknistofnunar sem kom út nýlega en í henni er að finna upp- lýsingar um verkefni starfsmanna næstu 6 mánuði. Alls taka þátt í þessari kynningu 15-20 starfs- menn og þeir skipta með sér landshlutunum. Vikuna 22.-28. september munum við til dæmis verða á öllum þéttbýlisstöðum á milli Hvammstanga og Húsavík- ur. Og stefnan er að ljúka ferð- inni í lok nóvember" sagði Páll Kr. Pálsson að síðustu. -vd. Páll Kr. Pálsson forstöðumaður Iðntæknistofnunar: Við ætlum að heimsækja 120-160 fyrirlæki um allt land og kynna þjónustu okkar. Mynd Sig. Mar. Iðntœknistofnun Kynningariierferð um landið Páll Kr. Pálssonforstöðumaður: Heimsœkjum 150 fyrirtœki um allt land MJOLKINA HEIM ÞIÐ, SEM HALDIÐ STÓR HEIMILI OG SINNIÐ DAG- LEGUM HEILBRIGÐISÞÖRFUM UNGRA SEM ALDINNA, ÆTTUÐ EKKI LENGUR AÐ ÞURFA AÐ ROGAST HEIM AF MARKAÐI MEÐ PLASTPOKA ÞUNGAÐA MJÓLK OG ÖÐRUM MJÓLKURAFURÐUM. KAUPMAÐUR, SEM HÓF VERSLUN 1960 ÆTLAR AÐ SEUA YKKUR MJÓLKURVÖRUR OG SENDA HEIM. SENDIR VERÐA12 EÐA FLEIRILÍTRAR EFTIR ÞÖRFUM, ANNAÐ HVORT ÁTILTEKNUM DÖGUM VIKUNNAR EÐA DAGLEGA. AFGREITT VERÐUR BEINT FRÁ MJÓLKURSTÖÐ SAM- KVÆMT SAMKOMULAGI SVO ÞEIR, SEM NJÓTA 3-4 LÍTRA Á DAG ÆTTU ALLTAF AÐ HAFA FERSKA NÝ- MJÓLKISKÁPNUM. AÐ LOKNUM UNDIRBÚNINGI OG GERÐ SAMNINGA VIÐ VIÐSKIPTAVINI MUN DREIFING HEFJAST. ÁRlÐANDI ER, AÐ ÞEIR, SEM ÁHUGA HAFA Á VIÐSKIPTUM GEFI ÞAÐ TIL KYNNA STRAX. EKKERT VERÐUR HÆGT AÐ GERA ( MÁLINU NEMA UNDIRTEKTIR SÉU GÓÐAR. SÖLUVERÐ VERÐUR HIÐ SAMA OG í VERSLUNUM AL- MENNT. SENDIÐ PÖNTUN VINSAMLEGA LÁTIÐ VITA UM VIÐSKIPTIN, SVO AÐ GERA MEGI SAMNING Á EFTIRFAR- ANDI FORSENDUM YÐAR: □ ÉG MUN TAKA VIÐ ÖLLUM SENDINGUM, SEM SAMIÐ ER UM, ENDA VERÐA ÞÆR BORNAR AÐ DYRUM ÍBÚÐAR MINNAR. MUN ÉG ÞÓ HEIMILA AÐ ÞÆR VERÐI SKILDAR EFTIR Á TILTEKNUM STAÐ ( HÚSI M(NU SÉ ENGINN HEIMA. □ ÉGGET AFTURKALLAÐ AFGREIÐSLU HVAÐA DAG SEM ER MEÐ TILKYNNINGU UM SÍMA, DAGINN FYRIR AFGREIÐSLUDAG. □ ÉG MUN HEIMILA GREIÐSLU VEGNA VIÐ- SKIPTANNA AF HÁLFU GREIÐSLUKORTA- FIRMA EÐA GERA ANNAÐ SAMKOMULAG VIÐ SEUANDA UM GREIÐSLUR. ÆTLAÐ ER AÐ MARGIR MUNI VILJA FÁ SENDINGU EINU SINNI EÐA TVISVAR ( VIKU, HLÝTUR ( ÞEIM MÁL- UM FYRST SINN AÐ FARA EFTIR AÐSTÆÐUM OG SVÆÐUM, HVAÐA DAG VIKUNNAR AFGREITT VERÐUR OG Á HVAÐA TI'MA DAGS. MEST VERÐUR VÆNTAN- LEGA AFGREITT SNEMMA DAGS OG ÞÁ EINNIG SÍÐLA, Þ.E. MILLI 16-20. SÖLUSVÆÐIÐ ER ÞÉTTBÝLIÐ Á HÖFUÐBORGAR- SVÆÐINU ÖLLU, Þ.E. REYKJAVÍK, KÓPAVOGUR, GARÐABÆR OG HAFNARFJÖRÐUR; EF TIL VILL SUÐURNES SÍÐAR. LÁTIÐ VITA AF YKKUR, NOTIÐ TIL ÞESS ÚRKLIPPU HÉR AÐ NEÐAN. MJÓLKURPÓSTURINN Pósthólf 8743,128 Reykjavík Sími 22575. Klippiftfrá.................................... Sendandi_______________________________________ Nafn___________________________________________ Heimili________________________________________ Sími___________________________________________ □ Ég hef hug á viðskiptum Mjólkurpósturinn Pósthólf 8743 128 Reykjavík RYMINGARSALA AFSLÁTTUR KREDITKQRT Teppaland Dúka/and[ GRENSÁSVEG113, REYKJAVlK, SlMAR 83577 OG 83430 Fimmtudagur 11. september 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.