Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 13
STÓRKOSTLEGIR örbylgjuofnar með DELTAWAVE dreifingu frá ^oófuba Fyrrum varð að vinna úr öllum slátrum a fáeinum dögum Sparnaður, hagkvæmni, árangur og kennsla eins og best verður á kosið. Leiðbeiningarog uppskriftirá íslensku. Upp- skriftaklúbbur fyrir Toshibaeigendur. Persónuleg kennsla. Kvöldnámskeiðfyrir bæði hjónin án endurgjalds. Þú nærðgóðum árangri. 10 gerðir af ofnum. Verð frá 12.900,- stgr.. Úrvals kjör: útborgun frá 5.000,-, eftirstöðvar á 6 mánuðum. Matargerð í gamla daga EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI I6995 verslunin Við skulum bregða okkur sem snöggvast nokkra áratugi aftur í tímann. Það er haust. Bóndinn hefur rekið dilka sína til slátrunar í kaupstaðinn og lagt inn hjá kaupfélaginu eða kaupmanninum kjötið og gær- urnar. Aðrar afurðir, hvort sem þær eru af fleiri eða færri dilk- um, flytur hann heim. Til þess ber tvennt: Verslunin tekur ekki til sölumeðferðar blóð, hausa og innmat. Bóndinn þarf að sjá heimili sínu fyrir næg- um matvælum til næsta hausts þegar slátrun fer aftur fram og hygginn bóndi reynir að búa sem mest að sínu. Þeim fer óðum fækkandi, sem muna til þessara tíma. Mikill meirihluti þjóðarinnar býr í þétt- býli og gerir innkaup til heimilis- ins eftir hendinni. Fólki hefur fækkað svo á flestum sveita- heintilum, að engin þörf er nú fyrir allan þann siáturmat, sem áður var lífsnauðsynlegur. Hægt er að geyma afurðirnar í frysti svo ekki þarf að matbúa þær allar svo til í einum svip. Og loks tekur sláturleyfishafinn til sölumeð- ferðar allt sem nýtilegt er af sauðkindinni og það er bókstaf- lega allt nema jarmurinn, eins og einhverntíma sagði í Speglinum sáluga. Og nú er bóndinn kominn heim með slátrin og þarf nú margt að vinna á stuttum tíma. Blaðið fékk konu, sem alin er upp í sveit og man þessa tíma, til þess að segja frá því, hvernig slátrin voru matbúin. Hefst nú hér frásögn hennar. Sláturgerðin Eitt hið fyrsta, sem gert var, var að rekja ristlana, sem svo var kallað, skafa þá og hreinsa sem vendilegast. Sjaldan held ég að þeir hafi þó allir verið nýttir, heldur aðeins betri hluti þeirra. Síðan voru þeir látnir liggja í saltvatni. Vambir voru skolaðar úr köldu vatni og síðan lagðar í kalkupplausn, kalúnaðar, sem kallað var. Voru þær látnar liggja í kalkupplausninni nokkra stund og urðu þær þá hvítar og fallegar. En gæta varð þess að upplausnin væri ekki svo sterk að vambirnar brynnu. Síðan voru vambirnar sniðnar og sauntaðir úr þeint keppir sem slátrið var svo soðið í. Vinstrarnar og vélindiskeppirnir voru notaðir undir lifrarpylsu. Nú, blóðið er blandað með ofur- litlu vatni, sett í það mör, salt, rúgmjtil, haframjöl, sumir not- uðu dálítið hveiti, þetta hrært þar til það var orðið eins og þunn soffa og síðan látið í keppina. Op- inu á keppunum var gjarna lokað með nöglum eða vírteinum og var það auövitað fljótlegra en aö sauma fyrir þá. Lifrin var hökkuð, sett í hana vatn og ntjólk en fékk að öðru leyti sömu með- ferð og blóðið. Þegar ekki voru nægar vambir fyrir hendi voru saumaðir svonefndir rýjupokar og blóðmörinn settur í þá. Voru þessir pokar geymdir frá ári til árs. Slátrið var svo soðið í stórurn pottum sem voru á hlóðum, ýmist úti eða inni. Að lokinni suðu var keppunum raðað á borð eða fleka og þeir látnir kólna þannig en rýjupokarnir voru settir í kalt vatn. Losnuðu þeir þá frá slátrinu og var auðvelt að fletta þeini af því. Var það gert áður en slátrið var súrsað. Slátrið var sett í tunn- ur, oft olíuföt úr eik, og poka- slátrið haft neðst því það var þétt- ara í sér og átti að geymast lengst. Skyrsýru var svo hellt yfir slátrið og til þess að það geymdist betur og til að útiloka að loft kæmist að því var tólgarlag gjarna brætt yfir. Hausar, lappir o.fl. Best var að kíippa og svíöa hausana strax. Síðan varsalt látiö renna í þá og það af þeim, sem ekki var borðað nýtt, en það var sjaldnast nema lítill hluti þeirra, var svo saltað niður í tunnur, nenta hausar af fullorðnu fé, þeir voru frekar sultaðir. Hausarnir voru sviðnir yfir opnunt eldi í hlóðum en seinna kontu svo handsnúnar eða stignar „smiðj- ur" og var þá eldsneytið aðallega kol í stað mós og sauðataðs. Lappirnar voru einnig sviðnar og kom það verk gjarnan í hlut krakkanna. Þær voru borðaðar nýjar en annars súrsaðar og einn- ig var búin til úr þeim sulta, fóta- sulta, sem súrsuö var í séríláti. Oft var einnig búin til sulta úr einhverju af hausunum, einkum af fullorðnu fé, eins og fyrr segir. Slögin af heimaslátruðu fé voru krydduð og notuð í rúllu- pylsur, sem ýrnist voru saltaðar eða reyktar. Lundabaggar voru búnir til úr hjörtum og hálsæð- um, ásamt dálítilli fitu, vafðir úr hreinsuðum ristlum og þindar saumaðar utan um þá. Lunda- baggarnir voru bæði súrsaðir og reyktir. Hrútspungarnir voru rakaðir, saumað fyrir þá, soðnir og súrsaðir. Víðast hvar tíðkaðist að búa til sperðla eða bjúgu, bæði úr kinda- og hrossakjöti. Var ketið þá hakkað, mörbrytjaðursaman við það, sett í langana og reykt. Sumir gerðu rúllupylsur úr fol- aldakjöti og þóttu þær ntjög góð- ar. Kæfa var oft búin til úr skrokk- um af litlum lömbum. Var ketið þá mauksoðið eða hakkað og notaðist þá krafturinn úr soðinu, settur í það mör og kryddað með salti, pipar og lauk. Kæfan var notuð sem álegg líkt og nú er gert og þótti hið mesta hnossgæti. Að sjálfsögðu gekk oftast 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. september 1986 eitthvað af mörnum. Var hann þá brytjaður og bræddur í tólg. Flotið var síað og urðu þá hants- arnir eftir og voru bræddir áfram. Hamsafitan var rnikið notuð út á fisk. Sumsstaðar tíðkaðist það að lungu og barkar var soðið í súpu og þá gjarnan með rófum, og var nefnd slátursúpa. Annars voru lungun súrsuð, stundum borðuð en einnig brytjuð niður í hænsni. Meðferð kjötsins Mikið þurfti af kjöti til heimilis- ins því það átti að endast til árs- ins. Því var alltaf töluvert um heimaslátrun. Til þess að eiga nýtt kjöt fram eftir vetrinum var oft dálítið af því steikt og soðið niður í glerkrukkur. í þá daga var það stolt hverrar húsmóður að eiga sem flestar krukkur með niðursoðnu kjöti. Ganglimirnir voru oftast reyktir en hinir hlutar skrokksins saltaðir í tunnur og ofurlítið af saltpétri sett saman við til þess að fá rauða litinn á kjötið. Miklu þótti skipta að fergja saltkjötið vel og voru því hlemmar eða fjalir lagðar ofan á efsta lagið í tunn- unni og síðan þéttþungir steinar ofan á fjalirnar. Bringukollar voru ýmist súrsaðir eða reyktir. Sama máli gegndi um hrossakj- ötið. Það var saltað og reykt. Vöðvinn stundum skorinn utan af stærstu beinunum en þó þann- ig, að oft var á þeim nokkurt kjöt. Nefndust þetta hraun og voru hengd upp í reyk. Ekki man ég eftir að hrossablóð væri hirt en hinsvegar blóð úr ungkálfum og var gerður úr því einskonar blóð- búðingur. Skógerð Húðir og skinn af heima- slátruðum stórgripum og kindum voru rökuð, síðan negld upp á vegg eða þil, „spýtt“, sem kallað var, og notuð til skógerðar. Sauð- skinnið var einkum notað í kven- skó, sem bryddaðir voru með eltiskinni eða léreftsræmum, en karlmenn gengu fremur á skóm úr stórgripahúðum, leðurskóm, því þeir voru sterkíiri. Voru þeir verptir og með ristarbandi, einu eða fleirum. Lengst af voru skórnir handsaumaðir en seinna voru svo saumavélar notaðar viö gerð kvenskónna. Rófur og kartöflur Yfirleitt var ekki urn aðra garö- ávexti að ræða en rófur og kart- öflur. Rófurnar voru geymdar í tunnum en kartöflurnar í pokum eða grafnar í jörð og þá þurrt torf lagt ofan á þær og síðan mokað yfir. Þannig geymdust þær mjög vel. Stundum var rófnakálið not- að í súpur. Á mörgum heimilum var rækt- aður rababari. Hann var notaður í súpur, grauta og sultur og stund- um soðinn niður og borðaður með rjóma líkt og ávextir nú. Ætti fólk ráð á að afla sér berja var það að sjálfsögðu gert. Úr bláberjum var gerð sulta eða að þau voru geymd í glerkrukkum og þá mikill sykur settur saman við þau. Krækiberin voru aftur á móti notuð í saft. Af því sem hér hefur verið sagt má vera ljóst að mikið annríki var á sveitaheimilunum meðan verið var að matbúa þessa lífsbjörg og ganga frá henni. Var þá oft lögð nótt við dag. Að sjálfsögðu hvíldi vinnan fyrst og fremst á fullorðna fólkinu og þó einkum konunum. En börnin vöndust líka undra fljótt á að hjálpa til. Kannski þótti þeim það ekki alltaf ýkja skemmtileg vinna þótt gott væri hinsvegar að fá að smakka á ný- metinu. Hitt var þá heldur ekki minna um vert að á haustin bætt- ust horn og leggir í búið og þeim bústofnsauka fylgdi mikil gleði og eftirvænting. _ mhg- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 HVAR ER LAMBAKJÖTIÐ ÓDÝRARA? Lambaskrokkar 179 kr. kg. Læri 258 kr. kg. Hryggir 249 kr. kg. Súpukjöt 189 kr. kg. verslunin Starmýri 2, s. 30420-30425.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.