Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
AWINNULÍF
MATARGAT
GLÆTAN
Herstöðvasamningurinn
Uppsögn lögð fyrir alþingi
Pingflokkur Alþýðubandalagsins hyggst leggja fram tillögu um uppsögn herstöðvasamn-
ingsins og aukið eftirlit þingsins með utanríkisstefnunni. Svavar Gestsson:
Tel reglulega endurskoðun samningsins á þingi skynsamlega þangaðtil herinn fer
ingflokkur Alþýðubandalags-
ins er nú að undirbúa þings-
ályktunartillögu um að segja upp
herstöðvasamningnum við
Bandaríkjamenn frá 1951, svo-
kölluðum varnarsamningi. Drög
að þessari tillögu eru eitt megin-
efni þingflokksfundar í gær og í
dag.
Svavar Gestsson lagði til-
löguna fyrir þingflokksfundinn.
Hann sagði Pjóðviljanum í gær
að hér væri á ferð tillaga um upp-
sögn herstöðvasamningsins og
sjálfstæða utanríkisstefnu, og
væri meðal annars gert ráð fyrir
að alþingi hefði á hendi aukið eft-
irlit með framkvæmd utanríkis-
stefnu, en hingaðtil hafa utan-
ríkisráðherrar verið nánast einir
íslendinga um að móta og fylgja
fram íslenskri utanríkisstefnu,
þar með talin samskiptin við
Bandaríkjaher. Þá er fjallað um
atvinnu til handa því fólki sem nú
vinnur hjá Bandaríkjaher.
Þingsályktunartillagan verður
á dagskrá framkvæmdastjórnar
AB og utanríkisnefnd miðstjórn-
ar næstu daga. Búast má við að
málið verði lagt fram í þingbyrj-
un.
í útvarpsþætti í síðustu viku
tók forsætisráðherra undir hug-
myndir Alþýðubandalagsmanns-
ins Ólafs Ragnars Grímssonar
um reglulega endurskoðun.
Svavar sagði þessar hugmyndir
hafa verið uppi á tímum vinstri-
stjórnarinnar ’71-4, - „þær eru
skynsamlegar meðan við náum
ekki fram markmiðum okkar um
uppsögn samningsins. Ég sé þetta
þannig fyrir mér að samningurinn
yrði því aðeins framlengdur að
alþingi samþykkti hann hverju
sinni, til dæmis til eins árs í senn.
Með því móti væri málið stöðugt
á dagskrá og yrði óhjákvæmi-
legur hluti af pólitískri umræðu í
landinu. Þannig væri málið alltaf
á dagskrá þangaðtil herinn fer“.
Pingflokksfundi Alþýðu-
bandalagsmanna lýkur eftir há-
degið í dag. -m
Þykkvibær
Kartöflu-
annir
Nú er sá tími árs sem kartöflu-
upptaka er í fullum gangi. í hin-
um fræga kartöflubæ, Þykkva-
bæ, voru kartöfluvélar að störf-
um í fjölda garða er við litum þar
við í vikunni.
Páll Guðbrandsson bóndi í Há-
varðarkoti var við kartöfluupp-
töku ásamt vinnufólki og spurð-
um við hann um sprettu í ár.
„Hún er ágæt, á að giska tólf-fö-
ld, Það viðraði ágætlega í sumar
til kartöfluræktar, þó var helst til
þurrt og frost í júní og í byrjun
ágúst gerðu ofurlítið strik í
reikninginn. Hér lifa flestir
bændur eingöngu á kartöflurækt
og við rekum nú verksmiðju sem
vinnur úr smælkinu. Sá rekstur
gengur þó ekki nógu vel, því við
keppum við innflutning í þeirri
framleiðslu. Mættu stjórnvöld al-
veg taka það til athugunar.“
- GH.
Ragnar Geirsson og María Pálsdóttir í kartöfluupptökuvél Páls I Hávarðarkoti. Ljósm.: Sig.
Brasilía
Síðasti
þrætiinn
Waldomiro Da Silva,
fyrrverandi þræll,
léstígær
Fyrrverandi þræll, sem taldi sig
vera 119 ára gamlan, dó í svefni í
Rio De Janeiro í gær. Hafði hann
komist í fréttirnar í mars á þessu
ári, þegar hann kvæntist konu
sem var 65 ára og því 54 árum
yngri en hann sjálfur. Þræll þessi,
Waldomiro Da Silva að nafni,
geymdi jafnan fæðingarvottorð
sitt á náttborðinu til að sanna
aldur sinn. Þrælahald var afnum-
ið í Brasilíu fyrir tæpri öld, árið
1888, en samkvæmt fæðingar-
vottórðinu var Da Silva fæddur
1867. e.m.j./reuter
Markaðstilraun
Sjóðum niður Atlantshafið
Sjóefnavinnslan selur sjóþykkni til dansk-íslenskrar saltverksmiðju
Sjóefnavinnslan hefur gengið
frá samningum við dansk-
íslenska félagið Sagasalt um til-
raunasendingu á eimuðum sjó
sem notaður verður í matvæli og
framleiðslu á heilsusalti, sagði
Magnús Magnússon fram-
kvæmdastjóri Sjóefnavinnslunn-
ar í samtali við Þjóðviljann í gær.
„Þetta eru 4000 tonn af sjó sem
verða eimuð og úr því fáum við
200 tonn af sjóþykkni sem send
verða út. Þar verður prófað að
vinna úr þykkninu, m.a. heilsu-
salt en það er salt sem inniheldur
rétt hlutfall af saltefnasambönd-
um fyrir mannslíkamann og því
mun hollara en venjulegt salt.
Þetta er markaðstilraun og ef vel
gengur íhugum við að fara út í
áframhaldandi framleiðslu sem
Sagasalt er nú að prófa. Úr þessu
fæst skorið á næstu mánuðum og
spumingin er fyrst og fremst um
hvort markaður er tilbúinn til að
greiða nógu hátt verð fyrir vöru-
na“, sagði Magnús Magnússon
framkvæmdastjóri Sjóefnavinns-
lunnar.
-GH
Fiskeldi
Laxar í lúsabaði
Igær unnu starfsmenn Sjóeldis
að því að aflúsa lax í flotkví
eldisstöðvarinnar rétt utan við
Keflavík. „Það hefur borið nokk-
uð á lús á laxinum að undan-
förnu“, sagði Sigurður St. Helga-
son frá Eldisráðgjöfinni, en hann
aðstoðaði og ráðlagði við aflús-
unina.
„Með því að taka svona
snemma á vandanum komum við
í veg fyrir að vanhöld verði vegna
lúsarinnar. Þetta gengur vel, og
laxalúsin mun ekki valda neinu
tjóni hjá Sjóeldi", sagði Sigurð-
ur.
Fiskurinn er baðaður úr sér-
stakri lausn til að eyða lúsinni.
Víða erlendis hefur hún valdið
tjóni í laxeldisstöðvum en hér á
landi hefur nitin til þessa ekki
bakað verulegan vanda. -ÖS