Þjóðviljinn - 17.09.1986, Side 5
Sjálfstœðisflokkurinn
Tilþiifalítil og bragðlaus hjörð
Prófkjör Sjálfstœðisflokksins íReykjavík ánœstunni. Pétur og Ellert fara að líkindum ekkifram. Magnús L. mun
styðjaGuðmundH. Garðarsson. Raunalegt konuleysi. ÓvissaumAlbert. Eykonáflótta úr vonlausu kjördæmi
Tílþrifalítill og óvenju bragð-
daufur framboðslisti mun að
öllum líkindum verða niðurstaða
prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík sem þreyta skal hinn
átjánda næsta mánaðar. Fram-
bjóðendur bera það með sér að
tími hinna miklu foringja er lið-
inn. Gæti Gunnar Thoroddsen,
síðasti móhíkaninn í þeirri sveit,
skyggnst frá hinum eUífu veiði-
lendum og yfir raðir þeirra sem
nú sækjast eftir því að skipa raðir
framvarða flokksins myndi hann
tæpast sjá þar eftirsóknarverð
gæðingsefni.
Eigi að síður munu óhjá-
kvæmilega verða veruleg um-
skipti á listanum í Reykjavík. Að
yfirsýn bestu manna munu senni-
lega aðeins fjórir af sitjandi
þingmönnum flokksins í Reykja-
vík freista endurkjörs. Hinum er
búið að finna grösug tún í öðrum
sveitum, Seðlabankanum,
Hrafnistu eða ritstjórnarskrif-
stofum DV.
Þess má geta að í stjórnar-
flokkunum báðum eru menn að
koma sér fyrir í viðbragðsstelling-
um: prófkjör flokkanna og skoð-
anakannanir um frambjóðendur
eru fyrr á ferðinni en oft áður. í
Reykjavík er það til dæmis tæp-
um mánuði fyrr en síðast við
þingkosningar og víða er Fram-
sókn komin lengra en vanalega
um þetta leyti. Hjá kandídötum í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík var nokkur tauga-
skjálfti kominn af stað, og sú saga
hafði greinilega öðlast vængi að
prófkjör stjórnarflokkanna væru
fyrr á ferðinni vegna þess að
Steingrímur og Þorsteinn Pálsson
væru búnir að gera með sér leyni-
samkomulag um janúarkosning-
ar! - Þessi ótrúlega saga fékkst
hvergi staðfest, en sýnir kosn-
ingatitringinn sem kominn er f
stjórnarflokkana.
Stríðsklarar hvíldir
Þeir fjórir þingmenn sem víst
er að munu gyrða sig vopnum og
tilkynna þátttöku í prófkjörinu
áður en frestur rennur út á föstu-
daginn kemur er sjálfur varafor-
maðurinn, Friðrik Sophusson,
Birgir ísleifur, Ragnhildur Helg-
adóttir og Albert Guðmundsson.
Pétur Sigurðsson hefur að vísu
ekki gefið neitt opinberlega út
um fyrirætlanir sínar og kvaðst í
kurteisu spjalli við Þjóðviljann
gefa sínar yfirlýsingar þess efnis í
öðrum blöðum. En flestum ber
saman um að hann hyggist nú láta
af þingmennsku og muni ljá
kandidötum úr röðum verkalýðs-
hreyfingarinnar stuðning sinn.
Af ritljóninu Ellert Schram er
sömu sögu að segja. Hann vill
enn ekki segja af eða á, en fæstir
ætla að hann haldi áfram þingsetu
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vitað
er að blaðstjórn DV þykir það
ekki mjög traust að flagga þing-
manni Sjálfstæðisflokksins þegar
auglýsingatilþrif blaðsins byggja
á því að telja fólki trú um að blað-
ið sé „frjálst og óháð“. Ellert fær
af þeim sökum ekki að skrifa
leiðara í sitt eigið blað, og gerist
leiður á því sem von er, - jafnvel
leiðari en þinginu sem honum
finnst þó ekki skemmtilegasti
staður í heimi. Raunar hefur Ell-
ert sjálfur verið með pínulítinn
snert af „frjálsu og óháðu“
veikinni. Þannig hefur hann ekki
tekið þátt í nefndastörfum fyrir
flokkinn á þingi og heldur ekki
sótt þingflokksfundi. Á útsævi
Sjálfstæðisflokksins hefur hann
því þróast í einskonar einmana
rekald, - og jafnvel þó hann legði
í prófkjörið er mjög ólíklegt að
vestra, og komst á þing. Nú hefur
hann hins vegar lýst yfir að hann
hyggist blanda sér í slaginn í
Reykjavík og yfirgefa sitt gamla
kjördæmi. Yfirvarp Eykons er að
hann vilji fara á þing fyrir heima-
byggð sína Reykjavík, og telji
það tímabært nú.
Hin raunverulega ástæða er
allt önnur. Eykon á einfaldlega
nær enga möguleika á því að ná
þingsætinu aftur í Norðurlandi
vestra eftir að nýju kosningalögin
ganga í gildi.
hann myndi ná tryggu sæti einsog
búið er í pottana núna. Sjálfstæð-
ismenn eru gjarnir á að hefna
þess, fari menn útaf sporinu...
Bilbugur á
hulduhernum
Albert Guðmundsson var áður
óskabarn flokksins í Reykjavík, -
í senn herskár haukur með öfga-
kenndar skoðanir sem ýmsum
hugnuðust einkar vel, en um leið
í yfirskilvitlegum tengslum við
son mun vinna fyrir hann í próf-
kjörinu, en eigi að síður eru
menn ekki fulivissir um að hann
eigi tryggt sæti. Því hlýtur hann
þó að ná miðað við aðstæður.
Haarde stefnir hátt
Geir Haarde var í tíunda sæti
við síðustu kosningar. Hann hef-
ur stefnt hátt frá því hann vann
kosningar til Inspectors scholae í
Menntaskólanum í Reykjavík
forðum tíð. Hann hefur undirbú-
Meistarinn og lærisveinninn. Gengi Alberts hefur dalað í hremmingum Hafskipsmála. Stjarna Geirs Haarde, fyrrum
aðstoðarmanns hans úr fjármálaráðuneytinu er hins vegar hækkandi. Mun lærisveinninn koma öllum á óvart og stjaka
meistaranum niður í hyldýpið?
„litla manninn" sem hann upp-
götvaði fyrstur á götum Reykja-
víkur og gerði að einskonar pólit-
ísku aðalsmerki sínu. Við síðustu
kosningar var Albert í efsta sæti
listans í Reykjavík.
En hinum gamalreynda knatt-
spyrnugarpi hefur brugðist knatt-
listin á undanförnum árum og
skorað raunalega mörg sjálfs-
mörk í tengslum við Haf-
skipsmálið. Hið fyrrum baráttu-
glaða lið hans, hulduherinn, er
tvístraður síðan foringinn lenti í
hremmingum Hafskips, og einn
af liðsforingjum hans tjáði Þjóð-
viljanum í gær að hulduherinn
hefði ekki haldið fundi um langt
skeið. Síðan bætti hann við þess-
ari margræðu líkingu: „En við
erum einsog slökkviliðið, kom-
um þegar kviknar í.“
Hulduhersmenn telja næsta
víst að í besta falli hrapi Albert úr
fyrsta sæti niður í þriðja til fjórða
sæti. Margir telja það yrði
flokknum til tjóns yrði hann í ör-
uggu sæti, og sumir spá því að
hann kynni því að falla niður fyrir
eitt af efstu átta sætunum (en
Sjálfstæðismenn gera ráð fyrir að
fá að minnsta kosti átta sæti með
nýju kosningalögunum). Sá bil-
bugur sem er á hulduhernum gæti
bent til þess að mjög halli nú
undan fæti hjá kempunni.
Eykon á flótta
Fyrrum ristjóri Morgunblaðs-
ins, Eyjólfur Konráð Jónsson,
hefur til þessa átt einu uppákom-
una sem tengist slagnum í
Reykjavík. Við síðustu kosning-
ar var hann í 2. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Norðurlandi
Kjördæmið hefur fimm þing-
menn, og miðað við fylgishlutföll
flokkanna í dag nær sá flokkur
tveimur þingmönnum sem fær
hæst hlutfall atkvæða. Minnihátt-
ar kraftaverk þarf að gerast til að
sá flokkur verði annar en Fram-
sókn, sem frá fornu fari hefur
verið ýkja sterk í héraði. Árið
1979 fékk hún þannig þrjá af
fimm, og minnkandi gengi henn-
ar í síðustu kosningum var orsak-
að af klofningslistanum, BB, sem
óánægðir Framsóknarmenn
buðu þá fram.
Fréttaskýring
Nú er ekki gert ráð fyrir klofn-
ingi og Eykoni þarmeð vísað á
guð og gaddinn. Þessvegna gríp-
ur hann til flóttans í Reykjavík,
þar sem fjögur sæti eru laus að
dómi forystunnar, en ekki af
neinni sérstakri löngun til að
þjóna Reykvíkingum, samborg-
urum sinum.
. Eykon nýtur stuðnings klík-
unnar í kringum sitt gamla blað,
Moggann, einsog má sjá af því
hversu rausnarlega Morgunblað-
ið hefur slegið framboði hans í
Reykjavík upp. Geir Hallgríms-
ið prófkjörið lengi, og mun halda
úti kosningaskrifstofu meðan á
slagnum stendur. Talið er að
Geir muni njóta þess að hafa
starfað náið með mönnum úr æð-
stu forystu flokksins, bæði þeim
Albert og Þorsteini sem aðstoð-
armaður fjármálaráðherra, og
báðir kunna að afla honum
stuðnings.
En sem aukagetu, og ekki ó-
smáa, hefur Geir Haarde einnig
tryggt sér umfangsmikinn stuðn-
ing valdabatterísins sem forðum
tíð hélt Geir Hallgrímssyni á
floti. í því liggja gömlu ættimar í
flokknum, og fyrir tilstilli Seðla-
bankastjórans nýja, sem sér í
nafna sínum Haarde efnilegan
svein, munu þessir hópar hafa
ákveðið að styðja Geir til frama.
En Geir Haarde er útsjónar-
samur og aflar á mörgum miðum í
einu, - gegnum eiginkonu sína
Ingu Jónu Þórðardóttur hefur
hann drjúg ítök í kvennavæng
flokksins. Mestu munar þó, að
ungir Sjálfstæðismenn, púlshest-
ar allra prófkjöra, styðja hann af
miklum krafti.
Geir Haarde mun því að öllum
líkindum koma pólitískum
skoðunarmönnum á óvart með
frammistöðu sinni í prófkjörinu.
Hann mun að öllum líkindum ná
lengst kandídata sem enn sitja
utan þings, og ekki er fráleitt að
ætla að hann kunni að blanda sér í
baráttuna við sitjandi þingmenn.
Verkalýðsarmurinn
Talsvert hefur verið rætt um að
Magnús L. Sveinsson, forseti
borgarstjórnar hyggi á þing-
frama, og í fjölmiðlum hefur
hann enn ekki aftekið það. Sam-
kvæmt heimildum sem Þjóðvilj-
inn telur traustar mun Magnús þó
ekki fara fram að sinni, heldur
leggja allt kapp á að styðja Guð-
mund H. Garðarsson, varaþing-
mann, sem nú freistar gæfunnar
af endumýjuðu kappi. Magnús
mun verða efstur á blaði með-
mælenda Guðmundar H.
Guðmundur var í tvo áratugi
formaður VR, og því upprunninn
úrverkalýðshreyfingunni. Flokk-
ur „allra stétta" hefur ævinlega
lagt kapp á að punta listann með
einum úr þeirri átt, og síðast var
það Pétur „sjómaður" Sigurðs-
son. Nú er víst talið að Pétur
dragi sig i hlé og Sjálfstæðismenn
úr verkalýðshreyfingunni telja að
hann muni þá vinna að kjöri
Guðmundar H.
Guðmundur H. var á sínum
tíma kjörinn formaður fulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík sem sáttakandídat
milli stríðandi fylkinga Gunnars
og Geirs. Það gerði að verkum að
hann gat ekki beitt sér af fullum
þunga í síðasta prófkjöri, en laus
úr formannsprísundinni mun
hann væntanlega njóta þess að
hafa reynt að bera klæði á vopnin
forðum daga. Honum má telja
öraggt sæti gulltryggt.
Öðru máli gegnir um Jón
Magnússon, lögfræðing. Hann
leggur í stríðið enn einu sinni, og
að sögn spámanna úr Sjálfstæðis-
flokknum er hann forystunni
ekki þægur og þar að auki var
hann á síðasta landsfundi felldur
úr miðstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins. Utangátta menn telja það
honum byrði. Svo kann þó alls
ekki að vera. Á landsfundinum
var hann einn skeleggasti tals-
maður breyttrar kjördæmaskip-
unar og landsbyggðarmenn
launuðu honum það með því að
fella hann úr miðstjórninni. Það
þarf því alls ekki að minnka líkur
hans í Reykjavík, og raunar má
allt eins telja að einbeitni hans þá
auki gengi hans meðal Reykvík-
inga í flokknum. En nokkur
óvissa ríkir um gengi hans.
Bragðleysa
Eina konan sem á víst sæti er
Ragnhildur Helgadóttir. Utan
hennar er aðeins vitað um eina
konu af vigt sem ætlar í slaginn af
alvöru, Bessí Jóhannesdóttur.
Bessí er búin að tapa svo mörgum
prófkjöram að um hana er komin
ára taparans. Slíkir eru dæmdir
tilað halda áfram að tapa.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
leitað með ljósi loganda að konu í
prófkjörið. Meðal annars munu
flokksmenn hafa íhugað sterk-
lega þann möguleika að teygja
Valgerði Bjarnadóttur (Bene-
diktssonar) í framboð en af því
varð þó ekki. Þetta mun auðvitað
draga úr gengi listans þegar til
kosninga kemur í fyllingu tímans.
Líklegasta niðurstaða próf-
kjörsins er sú, að hinir átta efstu
verði Friðrik varaformaður,
Birgir ísleifur, Ragnhildur, Geir
Haarde, Albert, Guðmundur H.,
Jón Magnússon, Eykon og á eftir
lulli svo Vilhjálmur Egilsson,
hagfræðingur VSÍ.
Enn getur þó allt gerst. Sjálf-
stæðismönnum kann að takast að
finna „sprengikandídat", karl
eða konu áður en framboðsfrest-
ur er úti. En án Davíðs er þetta
litlaus hjörð og ekki líkleg til að
hræra mörg hjörtu.
Gunnar hefði á velmektar-
dögum sínum ekki hrópað -af
fögnuði yfir bragðleysu á borð
við þessa.
Miðvikudagur 17. september 1986 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 5