Þjóðviljinn - 18.09.1986, Síða 16
moDinuiNN twtxwjrmv
m
1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 50 ÁRA
Fimmtudagur 18. september 1986 211. tölublað 51. árgangur
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663.
Sjávarútvegsráðherra
Vill kvóta til 1990
Halldór Asgrímsson: Engin ástœða til að breyta neinu íákvœðum laganna
Lögin verðiframlengd um þrjú ár
H
vegsráðherra hefur nú lýst því
yfir að hann vilji framlengja Iögin
um kvóta á fiskveiðum um þrjú ár
og að það verði gert áður en þau
falla úr gildi í lok næsta árs.
Lögum samkvæmt á að fara
fram endurskoðun á lögunum
fyrir 1. nóvember í ár, en niður-
staða sjávarútvegsráðuneytisins
er á þann veg að ekki sé ástæða til
að breyta neinu í ákvæðum lag-
anna um stjórn fiskveiða á næsta
ári.
í fréttatilkynningu frá ráðu-
neytinu er lögð á það áhersla að
hagur útgerðar hafi batnað og
„þótt bætt ytri skilyrði eigi stóran
þátt í þessum bata, er enginn vafi
á því að sú stefna sem fylgt hefur
verið við stjórn fiskveiða, hefur
einnig veruleg áhrif.“ Og í fram-
haldi af því telur ráðherra að
kvótalögin eigi að gilda til ársins
1990. í sjávarútvegsráðuneytinu
er nú hafinn undirbúningur að
samningu reglugerðar um stjórn
botnfiskveiða 1987. - vd.
Þjóðviljinn
Bridgemót
á laugardag
Eittfjölmennasta bridgemót hérlendis haldið í
tilefni 50 ára afmœlis Þjóðviljans. Vegleg
verðlaun í boði
sama dag og er spilað í menning-
armiðstöðinni Gerðubergi í
Breiðholti.
„Fyrstu verðlaun í mótinu eru
ferð til Kaupmannahafnar eða
Salzburg að vali á vegum
Samvinnuferða-Landsýnar,"
sagði Ólafur ennfremur. “Allir
útreikningar á mótinu verða
gerðir í tölvu þannig að úrslit
liggja fyrir strax að spili loknu.
Þar er um að ræða nýjung í kepp-
nisfþrótt hér á landi, sem við
eigum von á að mælist vel fyrir.“
„Við bridgespilarar erum mjög
ánægðir með þetta framtak for-
ráðamanna Þjóðviljans og það er
greinilegt á undirtektum bridge-
manna að þeir kunna vel að meta
slíkt framtak," sagði Ólafur Lár-
usson að lokum.
Eins og áður sagði hefst mótið í
Gerðubergi kl 13.00 á laugardag-
inn en úrslit liggja fýrir um kvöld-
ið.
Ólafur Lárusson: afskaplega ánægðir með þetta framtak Þjóðvilians. Ljósm.
E.ÓI.
Það er óhætt að segja að þátt-
taka í þessu afmælismóti
Þjóðviljans hafi farið fram úr
björtustu vonum því yfir 100
bridgespilarar hafa skráð sig til
þátttöku og þar er að finna obb-
ann af sterkustu spiiurum lands-
ins, sagði Ólafur Lárusson, sem
hefur haft veg og vanda af undir-
búningi móts í tilefni af 50 ára
afmæli Þjóðviljans.
Bridgemót Þjóðviljans hefst kl
13.00 nk laugardag en þá verður
spiluð fyrri umferð í mótinu.
Seinni umferðin hefst kl 19.30
Bridge
ísland
Albert Guðmundsson: Játa hvorki né
neita.
Rafmagnshitun
Niður-
greiðslur
skomar
við trog?
Rætt um að lœkka niður-
greiðslur árafmagni til
húsahitunar um 100 milj-
ónir. 30% hœkkun á hit-
unarkostnaði. Albert
Guðmundsson: Gefeng-
ar upplýsingar umfjár-
lagagerðina
Ég get engar upplýsingar gefið
um fjárlagagerðina, get hvorki
játað þessu né neitað, sagði Al-
bert Guðmundsson iðnaðarráð-
herra í gær aðspurður hvort ríkis-
stjórnin ráðgerir að lækka niður-
greiðslur verulega til þeirra sem
hita hús sín með rafmagni.
Þjóðviljinn hefur fyrir því
heimildir að ríkisstjórnin geri ráð
fyrir því í fjárlagafrumvarpi sínu
að þessar niðurgreiðslur verði
lækkaðar um 50%, úr 200 miljón-
um á þessu ári í um 100 miljónir á
því næsta. Þessi ráðstöfun gæti
þýtt að hitunarkostnaður þeirra
sem hita hús sín með rafmagni
hækkaði um 30% þegar til kæmi.
Ekki var hægt að fá staðfest-
ingu á þessu í gær, en háttsettur
embættismaður í stjórnarráðinu
sagði í samtali við blaðið að hann
hefði heyrt um þetta talað. Aðrir
viðmælendur Þjóðviljans í kerf-
inu vildu ekkert um málið segja
og hvorki náðist í Þorstein Páls-
son fjármálaráðherra né Geir
Haarde aðstoðarmann hans. -gg
á toppnum
íslenska sveitin á
ópinbera
heimsmeistaramótinu
var komin í 6 liða
úrslitígœr
íslensku bridgespilurunum á
hinu óopinbera heimsmeistara-
móti á Miami á Florida gengur
nyög vel og eru nú komnir í sex
liða úrslit eftir að þeir unnu sigur
á landsliði Argentínu í gærkvöldi
með tveggja stiga mun. Alls hófu
170 sveitir keppni.
Auk íslensku sveitarinnar voru
í 12 liða úrslitunum sex sveitir frá
Bandaríkjunum, tvær frá Frakk-
landi og ein frá hverju landanna
Argentínu, Ítalíu og Svíþjóð.
Liðsstjóri íslensku sveitarinnar
er Öm Arnþórsson en auk hans
spila þeir Guðlaugur R. Jóhanns-
son, Jón Baldursson og Sigurður
Sverrisson.
Þessu móti lýkur á laugardag
og þá verður ljóst hverjir hreppa
hinn óopinbera heimsmeistara-
titil.
-v.
Þróunarfélagið
í félag með Wallenberg
60% kemurfrá sænska auðjöfrinum Wallenberg.
Gunnlaugur M. Sigmundsson: Engin lagaleg vandamál
Fjárfestingarfélagið Silfurberg
h.f. er nýtt hlutafélag sem
stofnað hefur verið að frumkvæði
Þróunarfélags íslands. Tilgangur
félagsins er að stuðla að eflingu
íslensks atvinnulífs með því að
leggja fram hlutafé í nýjum fyrir-
tækjum á íslandi.
Ólafur Davíðsson og Gunn-
laugur M. Sigmundsson greindu
frá stofnun hins nýja fjárfesting-
arfélags en Gunnlaugur er for-
maður þess. Heildarhlutafé fél-
agsins við stofnun er 25 milljónir
íslenskar og meirihluti hlutafjár
eða 15 milljónir eru í eigu sænska
auðjöfursins Peter Wallenberg.
Aðrir hluthafar eru auk Þróun-
arfélagsins, Jón Magnússon hjá
Rönning, Hagvirki og Guð-
mundur Á Birgisson, bóndi Núp-
um Ölfusi.
Stjóm félagsins skipa Peter
Wallenberg stjórnarformaður
Enskilda Banken, Curt Nicolin
stjórnarformaður ASEA í Sví-
þjóð, Gunnlaugur M. Sigmunds-
son framkvæmdastjóri Þróunar-
félagsins, Jóhann Bergþórsson
framkvæmdastjóri Hagvirkis og
Jón Magnússon stjómarformað-
ur Rönning h.f.
Þróunarfélagið fagnar sam-
starfi við þá aðila er að stofnun
Silfurbergs standa og telur sér-
staklega mikilvægt að myndaður
hefur verið persónulegur sam-
starfsgrundvöllur við menn sem
eru jafn áhrifamiklir í sænsku at-
hafnalífi og Peter Wallenberg og
Curt Nicolin eru.
Að lokum má geta þess að þeir
Ólafur og Gunnlaugur tóku sér-
staklega fram að lagaleg vanda-
mál standa ekki í vegi fyrir stofn-
un Silfurbergs, þó svo að 60%
hlutafjár séu í eigu erlends ríkis-
borgara.
-GH
Skagafjörður
Stóðréttir að hefjast
Mjög hefur dregið úr afréttar- um hádcgi, i Reynistaðarrétt í
beit stóðhrossa á seinni árum Staðarheppi, Skag. 21. sept. síð-
og helst er um upprekstur hrossa degis, í Víðidalstungurétt í Víði-
að ræða f Húnavatnssýslum og dal, V-Hún. 27. sept. árdegis og í
Skagafirði. Mestur fjöldi hrossa Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag 4.
verður væntanlega í Skarðsrétt í okt. árdegis.
Gönguskörðum, Skag. 21. sept.