Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Valtýr Valtýsson, skólastjóri: Ég vona að Kasparof vinni, hann er minn maður og hefur átt erfitt uppdráttar í gegnum tíðina. Svo er gaman að rannsaka skákirnar hans. Anna M. Ingvadóttir: Ég held að Kasparof vinni. Ég veit ekki ástæðuna fyrir þessum grun mínum. Við skulum segja að þetta sé eitthvað í dulvitundinni. Einar Guðmann, nemi: Ég held nú að það verði Karpof. Annars er afskaplega erfitt að spá um þetta nú. En ég treysti á Karp- of. Bjarni Jónsson, bankastarfsmaður: Ég spái því að Kasparof vinni á jöfnu. Ég trúi því ekki að Karpof komist yfir nú. Sesselja Sigurðardóttir: Karpof vinnur. Hann er yfirveg- aðri á endasprettinum og rólegri. Sigunjanga stöðvuð ■■SPURNINGIN"" Hvor heldurðu að vinni heimsmeistaraeinvígið í skák, Kasparof eða Karpof? Karpoff athugar stöðuna hjá Kasparoff. Myndin er frá 1981, og stolið úr bók Kasparoffs um sjáifan sig (á ensku: The Test of Time). Heimsmeistarinn virtist gera sig ánægðan með það eitt að stöðva sigurgöngu Karpoffs í 20. einvígisskákinni. Að áliti skák- sérfræðinga í Lcníngrad stendur áskorandinn nú betur að vígi sái- fræðilega í lokahrinu einvígisins þótt hann þurfi að fá einum vinn- ingi meira en Kasparoff í síðustu fjórum skákunum og heimsmeist- aranum nægi að tefla til jafnteflis og halda þannig titlinum á jöfnu. Utlit er því fyrir tvísýnan lokasp- rett eins og í síðasta einvígi þótt flestir væru búnir að telja sigur Kasparoffs vísan eftir að hann hafði náð þriggja vinninga for- skoti. Sjálfstraust heimsmeistar- ans hefur þó eflaust beðið hnekki eftir sannfærandi sigra Karpoffs í 17., 18. og 19. skákinni. Þegar kapparnir settust að tafli fögnuðu áhorfendur Karpoff greinilega mun betur en KJORBOKINA SEMUR ÞÚ SJÁLFUR ~~26,3 MHUÓNUM ÚTHLUTAÐ f VIÐBÓTAR- HÖFUNDARLAUN NÚ UM MÁNAÐAMÓTIN rið 1986 ætlar að verða Kjörbókareigendum sérstaklega hagstætt og greinilegt að þeir eiga skemmtilega og snennandi lesningu í vændum. sparifé: Reyndar vissu þeir að Kjörbókin ber háa vexti. Þeir vissu líka að innstæð- an er algjörlega óbundin. Og þeir vissu að saman- burður við vísitölutryggða reikninga er vörn gegn verðbólgu. En ætli nokkurn hafi grunað að ávöxtun Kjörbókar fyrstu níu mánuði þessa árs samsvaraði 20,7% árs- ávöxtun. Það jafngildir verðtryggðum reikningi með 6,19% nafnvöxtum. Svona er Kjörbókin einmitt: Spennandi bók sem endar vel. Við bjóðum nýja sparifjár- eigendur velkomna í Kj örbókarklúbbinn. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ÍStANDS RMRÆTÍ li, REYKJavík heimsmeistaranum. Það vakti nokkra athygli að Kasparoff mætti til leiks í nýjum gráum jakkafötum. Það virðist nú til siðs hjá skákmeisturum að breyta klæðaburði sínum eftir óþægilega ósigra. Þetta hefði Botvinnik gamla ekki þótt góð latína hér á árum áður því að hann áleit fátt meira glapræði í mikilvægum ein- vígjum en að taka upp nýjar venj- ur, hvað þá að ráðast í það stór- ræði að kaupa ný föt í miðju ein- vígi. Hvítt: Kasparoff Svart: Karpoff Katalónsk byrjun 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. g3 Þessi leikur hefur ekki sést áður í viðureignum þeirra félaga. Kaspároff býður upp á Kata- lónska byrjun sem þykir traust en nokkuð hægfara. Svartur verður engu að síður að tefla vörnina nákvæmt til að jafna taflið. Eftir nokkra umhugsun tók Karpoff áskoruninni en hann gat einnig valið að tefla Drottningarind- verska vörn með 3. - Bb4+. Kasparoff er hins vegar annálað- ur sérfræðingur í þeirri byrjun og því hefur Karpoff eflaust fundist árennilegra að fitja fremur upp á þessu nýja umræðuefni í skákum þeirra. Byrjunarval Kasparoffs hefur þó varla komið Karpoff mjög á óvart því að í einvíginu gegn Kortsnoj fyrir tveimur árum tefldi hann einmitt svona, enda kemur Kasparoff heldur ekki að tómum kofunum hjá Karpoff. 3. ... - dS 8. Dxc4 - bS 9. Dc2 - Bb7 10. BgS - Rbd7 11. Bxf6 - Rxf6 Þessir leikir eru allir kunnir úr fræðunum. Svartur er fyrri til að ljúka liðskipun sinni en hvíta staðan er hins vegar laus við alla veikleika. Hvítur stendur engu að síður betur því að c-peð svarts er bakstætt og næsti áfangi í áætl- un hvíts er því að halda því niðri með því að yfirvalda c5-reitinn. Uppskiptin á f6 voru liður í þeirri áætlun. 12. Rbd2 - Hc8 13. Rb3 - cS! 4. Bg2 - Be7 5. Rf3 - 0-0 6. 0-0 - dxc4 7. Dc2 - a6 Með þessum leik jafnar svartur taflið og losar sig við bakstæða peðið. Hvítur getur ekki leikið 14. Rxc5 vegna 14. - Bxf3 15. Bxf3 Dxd4 og svartur vinnur mann. 14. dxcS - Bd5 15. Hfdl Hvftur getur ekki haldið peð- inu með 15. Rfd2 vegna 15. - Bxg2 16. Kxg2 Bxc5 17. Rxc5 Dd5+ og svartur stendur betur. 15. ... - Bxb3 16. Dxb3 Þvingað. Hvítur tapar manni eftir 16. Hxd8 Bxc2 16. ...-Dc7 19. Rd4-b4 17. a4 - DxcS 20. e3 - Hfd8 18. axb5 - axb5 21. Hd2 - Db6 Hér bauð Kasparoff jafntefli sem Karpoff þáði, enda er eftir litlu að slægjast í stöðunni. Stað- an í einvíginu er nú jöfn, 10 vinn- ingar gegn 10. ____. „„„ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.