Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Þriðjudagur 30. september 1986 221. tölublað 51. örgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Verkamannabústaðir Stjómlaust í sumar Framkvœmdir við byggingu 26 íbúða í Kópavogi dragastfram á nœsta ár. Ósamkomulag ífyrristjórn. Ný stjórn ekki samanfyrr en í haust Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi hefur verið óvirk mcira og minna allt þetta ár, þar til f haust, þegar ný stjórn tók til starfa. Af þeim orsökum hafa enn ekki verið hafnar framkvæmdir við byggingu 26 íbúða, sem stjórninni var heimilað að byggja í ár og ljóst er að byggingarfram- kvæmdir munu ekki hcfjast á þessu ári. Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi er ein af nítján stjórn- um verkamannabústaða á landinu sem eiga inni fé hjá bygg- ingarsjóði verkamanna. Alls er þarna um að ræða stjórnir í 19 sveitarfélögum, sem enn hafa ekki nýtt samtals yfir 100 miljónir króna til bygginga eða kaupa á verkamannaíbúðum. Guðrún Einarsdóttir formaður stjórnarinnar í Kópavogi sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um byggingu þessara íbúða fyrr en ný stjórn kom saman í haust. Ekki náðist eining um bygging- arframkvæmdirnar í fyrri stjórn að sögn Guðrúnar. Sú stjórn fór frá í kjölfar sveitarstjórnarkosn- inganna í vor, en síðan dróst að koma nýrri saman allt þangað til í haust, eins og áður segir. Nú hefur stjórnin skrifað undir samninga um hönnun 40 fbúða í Suðurhlíðum. Guðrún sagðist búast við að teikningar að þeim lægju fyrir um áramót, en af því er ljóst að byggingarframkvæmd- ir munu ekki hefjast fyrr en liðið verður á næsta ár. Drátturinn sem orðið hefur á framkvæmdum mun einnig hafa stafað af því að lóðir hafa til skamms tíma ekki verið bygging- arhæfar frá hálfu bæjarfélagsins. Að sögn Guðrúnar lágu fyrir 80-90 umsóknir um íbúðir í Kóp- avogi í upphafi þessa árs. -gg Síldarverksmiðjur ríkisins Stjómin dregur í land Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins ákvað á fundi sínum í gær að færa sýnatöku á loðnuförmum aftur í fyrra horf, þ.e. að sýni skuli tekin um borð í skipunum en ekki við verksmiðjudyr. Loðn- usjómenn hafa boðað löndunar- bann á verksmiðjur fyrirtækisins í Reykjavík og á Siglufirði vegna óánægju með sýnatöku við verk- siniðjudyr. Óvíst var í gærkvöld hvernig sjómenn ætluðu að bregðast við ákvörðun stjórnar SR. Ákvörðun stjórnar sfldar- verksmiðjanna gildir aðeins í vik- utíma. Alþýðuleikhúsið Inn á gafli hjá Göflurum Alþýðuleikhúsið fœr afnot af Bœjarbíói í Hafnarfirði. Frumsýnir Köttinn í nœsta mánuði Það er verið að ganga frá samn- ingum á milli Leikfélags Hafnaríjarðar og Alþýðuleik- hússins um að við fáum afnot af Bæjarbíói í Hafnarflrði, þannig að við crum ekki á götunni lengur, sagði Sigrún Valbergs- dóttir leikstjóri hjá Alþýðuleik- húsinu í samtali við blaðið í gær. í Bæjarbíói eru þegar hafnar æfingar á verki Olafs Hauks Símonarsonar, Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, og að sögn Sig- Ríkissaksóknari Afkynjun til skoðunar Beðið eftirsvari ríkissaksóknara við kröfu Svölu Thorlacíusar um afkynjun kynferðisafbrotamanns Málið liggur nú hjá ríkissak- sóknara og hann hcfur lýst því yfir að það komi mjög sterklega til greina að gera þá kröfu að framkvæmd verði afkynjunarað- gerð á manninum þegar hann kemur fyrir dóm en hann situr í fangelsi eins og stendur“, sagði Svala Thorlacíus hæstaréttarlög- maður í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Svala hefur farið fram á við ríkissaksóknara að kynferðisaf- brotamaður sem ítrekað hefur framið kynferðisafbrot gegn ung- um drengjum, verði látinn gang- ast undir afkynjunaraðgerð. Svala er lögmaður foreldra eins drengjanna sem hefur orðið fyrir árás umrædds manns. Afkynjun fer fram með þeim hætti að „kynkirtlar karla eða kvenna eru numdir í burtu eða þeim eytt þannig að starfsemi þeirra ljúki að fullu“, eins og segir í lögum frá 1938. -IH rúnar er stefnt að frumsýningu um iniðjan næsta mánuð. „Leikfélag Hafnarfjarðar mun að sjálfsögðu hafa forgang að húsinu en það mun ekki hefja neinar sýningar fyrr en eftir ára- mót,“ sagði Sigrún. Leikritið sem nú er verið að æfa er söngleikur og var áður fært upp af Leikfé- laginu á Akureyri á næstasíðasta leikári. Með hlutverk fara Helgi Björnsson, María Sigurðardóttir, Barði Guðmundsson, Erla B. Skúladóttir, Gunnar Rafn Guð- mundsson, Bjarni Ingvarsson og Margrét Ólafsdóttir. Mikið er sungið í verkinu, 14 söngnúmer, að sögn Sigrúnar og ætlar Ólafur Haukur að gefa þau út á plötu einhvern tímann á næstunni. -vd. Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri: Erum farin að æfa Köttinn í Bæjarbíói. Mynd E.ÓI. Alþýðuflokkurinn Uppgjör fyrir vestan Sighvatur stefnir á efsta sœtið. Kosinn í herforingjaráðið í Reykjavík. -Iframboði í einu kjördæmi í einu Það vantaði hershöfðingja fyrir kosningabaráttuna og ég tók að mér starfið, sagði Jón Ar- mann Héðinsson fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi sem var kjörinn formaður Alþýðuflokks- félags Reykjavikur á aðalfundi þess fyrir helgina. Jón Ármann er búsettur í Kópavogi. Mikil uppstokkun átti sér stað í stjórn félagsins en meðal nýrra stjórnarmanna er Sighvatur Björgvinsson varaþingmaður Al- þýðuflokksins sem um helgina til- kynnti framboð gegn Karvel Pálmasyni í prófkjöri Alþýðu- flokksmanna á Vestfjörðum sem fer fram í lok nóvember. Sighvat- ur sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann stefndi á 1. sætið fyrir vestan. Reiknað er miklu uppgjöri milli þeirra Sighvats og Karvels, en á kjördæmisþinginu um helg- ina voru samþykktar nýjar próf- kjörsreglur sem þrengja nokkuð þátttöku frá því sem verið hefur. Þannig þurfa þátttakendur nú að undirrita með eigin nafni yfirlýs- ingu þess efnis að þeir séu hvorki flokksbundnir né stuðningsmenn annarra flokka né hafi tekið þátt í prófkjörum þeirra. -Slíkt hefur ekki verið rætt og er ekki til umræðu, sagði Sighvat- ur í gær aðspurður um þann orð- róm að hann hyggðist bjóða sig fram í Reykjavík til að forðast uppgjör fyrir vestan sem forystu- menn Alþýðuflokksins óttast að kunni að hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir flokkinn. -Ég mun einbeita mér fyrir vestan. Maður getur ekki verið í framboði nema í einu kjördæmi í einu, sagði Sig- hvatur. -*g- Vímuefnavandi íhaldii sparar Borgarstjórn leggur niður hópstarf gegn vímuefnum Fuiltrúar Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði borgarinnar felldu á dögunum tillögu frá Guð- rúnu Ágústsdóttur um aukaijár- veitingu upp á 80 þúsund krónur til hópstarfs með unglingum vegna vímuefnavandans og vcrð- ur sú afgreiðsla til þess að hóp- starfið mun leggjast niður innan tfðar. Starf þetta hefur verið á vegum félagsmálastofnunar frá 1984. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir greiddi tillögu Guðrúnar atkvæði sitt, en allir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins voru á móti. Við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs var beðið um 500 þús- und krónur til hópstarfsins, en aðeins fengust 50 þúsund. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.