Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 15
Trúðurinn Ruben hittir reykvíska krakka á útitaflinu. (mynd: EÓI.) Leiklist Tiúðurinn Ruben um landið Háskólinn Óskabam eða öskubuska BHM heldur afmœlishátíð í tilefni afmælis Háskólans í tilefni af 75 ára afmæli Há- skóla íslands mun Bandalag Há- skólamanna gangast fyrir afmæl- ishátíð dagana 4.-11, október. Meðal efnis á hátíðinni er fundur í Odda þann 5. október sem ber yfirskriftina Háskóli íslands, óskabarn eða öskubuska? Fram- sögumenn verða menn úr at- vinnulífinu og rætt verður um hvort Háskólinn þjóni hlutverki sínu nægjanlega vel og hvort nógu vel er búið að honum. Af sama tilefni hefur BHM staðið fyrir fjársöfnun meðai fé- lagsmanna sinna til þess að stofna sjóð háskólaforlags til útgáfu vís- indarita en að sögn Gunnars G. Schram formanns BHM er mikil þörf á slíku forlagi. -vd. Trúðurinn Ruben frá Svíþjóð er nú kominn til iandsins og er i þann veginn að leggja upp í 6 vikna leikferð um landið ásamt 2 aðstoðarmönnum sínum og is- lenskum túlki, Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur leikara. Ruben er landsmönnum að góðu kunnur frá því hann kom hingað sem gestur Listahátíðar 1982 og hélt þá sirkusskóla fyrir börn. I ferð sinni núna um landið sem skipulögð hefur verið af Bandalagi ísl. leikfélaga mun Ru- ben og félagar starfa með 23 leikfélögum í bæjum og þorpum víðsvegar um landið. Hann mun hafa námskeið fyrir leikfélögin, standa fyrir sirkusskóla í skólum, þar sem ekki færri en 1000 börn fá notið tilsagnar hans og síðast en ekki síst mun hann hafa sýningar fyrir almenning. Ruben hefur ferðast víðs vegar um heiminn með sirkusskólann sinn, nú síðast var hann í þriggja vikna ferð um Pólland. Sirkusskólinn hefst á Patreks- firði í dag, og þar sýnir Ruben í kvöld. Á morgun verður Ruben í Bolungarvík, og fer síðan um landið. Húsnœðislögin Aukavaktir hjá Húsnæðis- stofnun Húsnæðisstofnun ríkisins hef- ur brugðið á það ráð vegna til- komu nýju húsnæðislaganna að hafa sérstaka aukavakt eftir skrifstofulokun, þar sem fólk get- ur fengið allar upplýsingar í gegn- um síma um nýju lögin. Stofnunin hefur verið með sím- atíma fimmtudag og föstudag frá 17 til 20, og í dag getur fólk hringt og fengið upplýsingar kl. 13-18. Margrét Sigurðardóttir hjá Húsnæðisstofnun tjáði Þjóðvilj- anum í gær að mikið hefði verið hringt undanfarna daga á venju- legum opnunartíma, en auka- vaktirnar hafa ekki nýst eins og búist var við. -gg Athugasemd frá Steingrími Þonnóðssyni Til ritstjórnar Þjóðviljans. Athugasemd við ranga, vill- andi og ærumeiðandi frétt Þjóð- viljans, er birtist á forsíðu blaðs- ins þann 23.9. sl. En efni fyrir- sagnarinnar er orðrétt þannig: „Skuldlaus á uppboði. Steingrím- ur Þormóðsson hdl. krefst nauðungaruppboðs á bifreið Guðbjörns Breiðfjörð vegna skuldar. Bfllinn löngu seldur, skuldin löngu greidd. Höfuðstóll skulda: 35.179 krónur. Þóknun Steingríms: 31.887 krónur. Hvar er féð?“ Það er skoðun undirritaðs að hér hafi Þjóðviljinn alls ekki aflað sér nokkurra heimilda, áður en hann birti frétt sína, þar sem óneitanlega er um grófar ásakanir að ræða í garð undirrit- aðs. Blaðið aflar sér ekki heim- ilda hjá undirrituðum, sem var á skrifstofu sinni þann 22.9 sl. frá kl. 8.30 árdegis til kl.19.00 síð- degis. Blaðið aflar sér ekki heim- ilda hjá uppboðshaldaranum í Húnavatnssýslu eða kröfueig- anda, þar sem ekki var talað við framkvæmdastjóra kröfueiganda Versl. Sigurðar Pálmasonar hf., eða þann aðila félagsins sem með innheimtur hefur að gera. Slík forsíðufrétt þvert yfir forsíðu Þjóðviljans, feitletruð, getur því vart talist sæmandi íslenskri blaðamannastétt, með hliðsjón af þeim ásökunum sem í fréttinni koma fram á hendur undirrituð- um. Verður því ekki annað séð en hér höggvi Gula pressan enn í þann sama knérunn siðareglna, sem íslenskir blaðamenn skulu í heiðri hafa og frjáls blaða- mennska byggist á. Má af þessu atferli blaðsins ætla að Alþingi götunnar sé saman komið og hafi ráðið sér saksóknara. Saksóknari þessi hefur nú birt ákæru sína, án þess að ákærði fengi að kynna sér sakarefnið. Hefur ákærði þegar verið leiddur fyrir næsta alþýðu- dómstól, sem er lesendur Þjóð- viljans. Þeir hafa vafalaust kveð- ið upp sinn dóm. í þeirri von að lesendur Þjóðviljans taki dóm sinn til endurskoðunar, mun ég hér á eftir rekja hina réttu mála- vexti er saksóknari Þjóðviljans hefði átt að kynna sér áður en ákæran var birt. Vorið 1985 hóf undirritaður að innheimta kröfu á hendur Versl. Sigurðar Pálmasonar hf., fyrir fyrirtæki í Reykjavík. í júní 1985 var gerð sátt við Versl. Sigurðar Pálmasonar hf. fyrir aukadóm- þingi Vestur-Húnavatnssýslu, en skv. sátt þessari skuldbindur Versl. Sig. Pálmasonar hf. sig til að greiða téða kröfu með þremur jöfnum afborgunum síðari hluta ársins 1985. Versl. Sig. Pálma- sonar hf., kom að máli við undir- ritaðan, eftir að sátt þessi hafði verið gerð og fól undirrituðum að innheimta fyrir sig nokkrar úti- standandi kröfur og skyldi and- virði þeirra renna til greiðslu skuldar félagsins við umbjóð- anda undirritaðs í Reykjavík, ef þessar kröfur greiddust fyrr en fé- lagið hefði bolmagn til að greiða, skv. ofangreindri sátt. Þá voru undirrituðum einnig afhentir víxlar er félagið átti á hendur þriðja aðila og voru þeir teknir til tryggingar kröfunni og sem greiðsla þegar og ef þeir greiddust. Ein af ofangreindum kröfum var á Guðbjörn Breiðfjörð og hún til greiðslu á skuld félagsins við skjólstæðing undirritaðs, nú í júlí í sumar, ásamt með andvirði víxla er settir höfðu verið af félaginu til trygg- ingar og sem greiðsla ef og þegar þeir greiddust. Þetta vissi fram- kvæmdastjóri Versl. Sig. Pálma- sonar hf., og sá aðili sem sá um téð mál fyrir félagið. Þannig hefðu skýringar fengist ef talað hefði verið við rétta aðila, en það var heilög skylda blaðsins, þar sem um þungar ásakanir er að ræða. í fréttinni segir að þóknun til undirritaðs sé kr. 31.887,00. Hér er farið með rangt mál, þar sem stór hluti þessarar fjárhæðar er útlagður kostnaður vegna þing- festingar, fjárnáms og uppboðs. Þá er rétt að fram komi að upp- boðsbeiðni ds. 13. des. 1985 á bif- reiðinni H-548, teg. Volvó, árg. 1973, skráð eign Guðbjarnar Breiðfjörð var afturkölluð, þegar Guðbjörn hafði greitt kröfti sína, enda hefur bifreiðin ekki verið boðin upp og Guðbjörn selt hana, án þess að á bifreiðinni hvfldi fjárnám. Orsökin fyrir því að Guðbjörn fékk enn á ný hótun um uppboð á bifreiðinni H-548 var sú að þann 25. júní sl. sendi undirritaður uppboðsbeiðni til uppboðshaldarans í Húnavatns- sýslu um uppboð á bifreið Guð- björns H-1092, teg. Lada Vaz, árg. 1973. Stóð undirritaður í þeirri trú að þá bifreið ætti að selja á uppboðinu 26. sept, 1986. Hins vegar munu þau mistök hafa átt sér stað hjá uppboðshaldara, að hann sendi Guðbirni tilkynn- inguna um uppboð og byggði til- kynninguna á hinni eldri upp- boðsbeiðni frá 12. des. 1985. Þessi mistök hafa þegar verið leiðrétt og uppboði frestað til miðs október. Er það von mín að þá verði Guðbjörn þegar búinn að greiða hina síðari uppboðs- kröfu alls að fjárhæð kr. 28.808,- þann 25. júní sl., en eigandi þeirrar kröfu hefur beðið eftir greiðslu síðan árið 1983. Með von um að lesendur þessa bréfkorns verði einhvers vísari um siðferði gulu pressunnar. Steingrímur Þormóðsson hdl. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Þrlðjudagur 30. september 1986 Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? UðÐVIUINN Sími 681333 Heiðurslaun Brunabótafélags íslands 1987 í tilefniaf65 ára afmæli Brunabótafélags íslands Ljanúar 1982, stofnaði stjórn félagsins til stöðugildis hjá félaginu tilþess aðgefa einstaklingum kostá að sinna sérstökum verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag hvortsem erá sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Nefnaststarfslaun þess, sem ráðinn er: Heiðurslaun Brunabótafélags íslands Stjórn B. í. veitir heiðurslaun þessi samkvæmt sérstökum reglum og eftir umsóknum. Reglurnar fást á aðalskrifstofu B. í. að Laugavegi 103 í Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við ráðningu í stöðuna á árinu 1987 (að hluta eða alltárið) þurfa að skila umsóknum tilstjórnarfélagsins fyrir 10. október 1986. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.