Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJOÐVILJINN 50 ARA 30 221. tölublað 51. öroangur september 1986 þriðju- dagur DJOÐVIUINN Samruni ÍÞRÓTTIR HEIMURINN VHDHORF BJ sameinast krötum BJ verður deild í Alþýðuflokknum. Samþykkt á fundilandsnefndar í nótt. Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokks samþykkir inngöngu BJ í dag Þingmenn BJ verða fulltrúar á flokksþingi krata um helgina. Guðmundur Einarsson: Er ekki að tryggja þingmennskuframa minn í nótt samþykkti landsnefnd Bandalags jafnaðarmanna að ganga í Alþýðuflokkinn. Forystu- menn BJ munu tilkynna um sam- runann á sérstökum blaða- mannafundi síðar í dag. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans hefur flokksstjórn Alþýðuflokks- ins verið boðuð á fund síðar í dag til að samþykkja inngöngu BJ. Þar með er lokið leynilegum samningum Guðmundar Einars- sonar og Jóns Baldvins Hanni- balssonar, sem einkum stóðu í viðræðunum. A flokksþingi Al- þýðuflokksins að Hótel Örk um næstu helgi munu þingmenn BJ verða fulltrúar, og Guðmundur Einarsson fær að flytja ávarp. Kristín Kvaran, sem kosin var á þing fyrir BJ, mun ekki ganga í Alþýðuflokkinn. Þess er vert að geta að BJ mun ganga sem deild í Alþýðuílokk- inn í krafti sérstaks ákvæðis sem Vilmundur Gylfason fékk sett í flokkslög á flokksþinginu 1981. í skoðanakönnunum upp á síð- kastið hefur fylgi BJ gersamlega hrunið og ljóst var að þingmenn flokksins, sem hatrammlega hafa barist gegn fjórflokkakerfinu sem þeir hafa nefnt svo, myndu þurrkast út af þingi. í fljótu bragði virðist sem þeir hafi nú gengið til liðs við flokkakerfið til að viðhalda þingpólitísku lífi. Þjóðviljinn náði tali af Guð- mundi Einarssyni síðastliðna nótt, þar sem fulltrúar BJ sátu þöglir og þreyttir að fundi í húsa- kynnum Alþingis við Templaras- und. - Ertu með þessu að tryggja þingmennskuframa þinn, Guð- mundur? „Nei, það er fráleitt að halda því fram. Ég og félagar mínir úr þingliði BJ hefðum auðveldlega getað gert það með öðrum hætti. Með inngöngunni í Alþýðuflokk- Mich*l Ptatlni mr kominn til íslands! Juventus frá Ítalíu, eitt frægasta og besta knattspyrnulið heims, kom til landsins í gær og mætir Val á morgun í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum. Stjörnurnar voru umsetnar ungum aðdáendum um leið og þær stigu útúr rútunni við Hótel Sögu rétt fyrir kvöldmatinn í gær. Platini, sem lengi hefur verið talinn einn sá albesti í heimi, þurfti oft að rita nafniðsitt áður en hann slapp upp á herbergi sitt til hvíldar. Mynd: E.ÓI. Sjá íþróttir bls. 9-12. Framsókn inn höfum við ekki gert nein hrossakaup um þingsæti. En okk- ur er opin sú leið að spreyta okk- ur í opnum og lýðræðisiegum prófkjörum á vegum flokksins og að minnsta kosti sum okkar munu reyna það. Þar fyrir utan er ekkert sem segir að við munum endilega vilja vera á þingi.“ Með inngöngunni í Alþýðu- flokkinn er á enda nær fjögurra ára barátta BJ gegn flokkunum fjórum, eða fjórflokknunum einsog núverandi forysta hefur nefnt svo. 1 nóvember næstkomandi eru fjögur ár liðin frá því Vilmundur heitinn Gylfa- son sagði skilið við Alþýðuflokk- inn og lýsti yfir stofnun BJ. -ÖS Atlaga að Alexander Hjálparstofnunin Vísað til ríkisendurskoðanda Jón Helgason vísaði beiðninni til ríkisendurskoðanda. Jóhönnu Sig- urðardóttur bent á að snúa sér milliliðalaust til saksóknara Jón Helgason dónis- og kirkju- málaráðherra hefur vísað til umsagnar ríkisendurskoðanda beiðni Hjálparstofnunar kirkj- unnar um hvort ástæða sé til að rannsaka bókhald stofnunarinn- ar fyrir árin 1984 og 1985. Jón sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að hann vonaðist eftir svari ríkisendurskoðanda ein- hvern næstu daga. Jóhanna Sig- urðardóttir, alþingismaður, hafði einnig farið fram á rannsókn á ásökunum á starfsemi Hjálpar- stofnunarinnar. Sagði Jón mjög óljóst hvað hún væri að fara fram á, hvort það væri samskonar rannsókn og Hjálparstofnunin hefur farið fram á eða hvort hún vildi opinbera rannsókn. Sagðist hann hafa bent henni á að snúa sér milliliðalaust til ríkissaksókn- ara ef svo er og að hún tilgreini þá nánar rannsóknarefnið. Jón sagðist þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að fá þessi mál á hreint, en hinsvegar væri erfitt að hlaupa eftir dylgjum í blöðum en almenningur virðist treysta mun betur blaðamönnum en þeim mönnum sem þarna sitja undir ámælum. „Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til að þarna hafi ekki verið rétt að öllum málum staðið." Jón sagðist taka undir það með Baldri Möller að þörf væri laga- setningar fyrir stofnanir á borð við Hjálparstofnunina, enda væri verið að vinna að slíkri Iagasetn- ingu í ráðuneytinu. Óljóst er hinsvegar hvenær hún verður lögð fyrir þingið, en þetta verður kannski til þess að því verði flýtt. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar- innar, segir ásakanir Helgar- póstsins óréttmætar í viðtali á bls. 13 í Þjóðviljanum í dag. Telur hann samt fulla þörf á lagasetn- ingu um stofnanir á borð við Hjálparstofnunina, enda þurfi stofnunin strangt aðhald til að traust almennings til hennar rýrni ekki. Sáf Sjá ennfremur leiðara bls. 4 Mikil óánægja ríkir með Alex- ander Stefánsson, þingmann og ráðherra Framsóknarflokksins, meðal flokksbræðra hans á Vest- urlandi. Framsóknarmenn á Akranesi íhuga því að bjóða fram konu í annað efstu sæta listans, og Ljóst er að því framboði yrði stefnt gegn Alexander fremur en Davíð Aðalsteinssyni, hinum þingmanni flokksins á Vestur- landi. Einkum er rætt um Guðrúnu Jóhannesdóttur, skrifstofustjóra í Trésmiðjunni Jaðri, eftir að Steinunn Sigurðardóttir bæjar- fulltrúi á Skaga afréð að gefa ekki kost á sér. Sjá opnu ös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.