Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 14
0*" Viðgerðir á fomminjum Rómar Yfirvöldin sjá varla fram úr vandanum Ferðamenn sem koma til Rómaborgar verða fyrir þeirri óþægilegu reynslu, að ýmsar helstu fornminjar staðarins sem útlendinga fýsir mest að sjá eru faldar bak við tréverk eða þlasttjöld, þannig að oft er ekki annað sýnilegt en óljósar útlínur eða þá kannski blettur hér og þar. Hefur þetta ástand staðið yf ir svo lengi, að farið er að kalla Róm „borg hinna eilífu stillansa". Farið var að byggja stillansana á síðasta áratug. Þá var það orðið deginum ljósara að margar merk- ustu fornminjar Rómar voru í bráðri hættu vegna loftmengunar sem var smám saman að éta upp marmara og spilla steinhleðslu. . „ —- I. Féfagsmálaskófi alþýðu 1. önn 19. október tll 1. nóvember 1986 Hvað kannt þú fyrir þér í fundarstörfum og framsögn? Hvað veist þú um verkalýðshreyfinguna. starf hennar og sögu? Áttu auðvelt með að koma fram á fundum og samkomum? Tekurðu þátt í félagslífi? Viltu bæta þekkingu þína í hagfræði, félagsfræði og vinnurétti? Ve.tt er tilsögn í þessum og öðrum hagnýtum greinum á I. önn Félagsmálaskóla alþýðu. sem verður í Ölfusborgum 19. október tll 1. nóvember n.k. Þá eru á dagskránn. menningar- og skemmtikvöld auk heimsókna í stofnanir og fyrirtæki. Félagsmenn Alþýðusambands íslands e.ga rétt á skólavist. Hámarksfjöldi á önn er 25 þátttakendur, Umsókn.r um i skólavist þurfa að berast skrifstofu MFA fyrir 15. október. Nánarl upplýtlngar eru velttar á skrlfstofu MFA, Grensásvegl 16. sfml 91 — 84233. ÞEKKING, STARF OG STERKARI VERKALÝÐSHREYFIIMG MENNINGAR- OG FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU svæðisumsjónarmann á Suðurnesjum. Viðkomandi þarf að vera: símvirki/símvirkja- meistari eða rafeindavirki/rafeindavirkjameistari. Laun skv. launakjörum ofangreindra stéttarfé- laga. h Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjórinn í Kefla- vík, sími 92-1000. Brugðust yfirvöldin þá við á- standinu á þann hátt að styrkja veggi með tréverki og „pakka“ jafnvel forminjunum inn í plast- umbúðir þangað til fjármagn fyrir nauðsynlegum viðgerðum væri fáanlegt. Meðal þeirra mannvirkja sem eru nú „ósýni- leg“ á þennan hátt má nefna Sig- urboga Konstantínusar keisara, sem er reistur úr marmara rétt hjá hringleikahúsinu Kolosseum, súlur Trajanusar og Antoníusar keisara, sem gnæfa við himin og eru þaktar lámyndum af sigursæl- um herferðum þeirra (sumir hafa sagt að lágmyndirnar á súlu Tra- janusar sé ein elsta myndasaga í heimi), stórir hlutar af baðhúsum Caracalla og Díókletíanusar keisara, sem voru ætluð almenn- ingi en ekki síður stór og glæsileg fyrir það, og „Gullna húsið“ (Domus aurea), sem Neró keisari lét byggja fyrir sig. Hlutar af Kol- osseum voru einnig bak við still- ansa um langt skeið vegna sprungna í veggjunum. Þegar farið var að „fela“ forn- minjarnar á þennan hátt, bjugg- ust menn við því að innan skamms yrði hægt að framkvæma viðgerðirnar, þannig að hinar fornu byggingar og minnismerki birtust aftur augum túrhestanna í allri sinni dýrð. En nauðsynlegt var að huga að því hvernig leysa mætti þau vandamál, sem varð- veisla þeirra hefur í för með sér, og voru um það ýmsar bollalegg- ingar. Komu m.a. fram þær til- lögur að gera svæðið, sem mið- borg hinnar fornu Rómar stóð á, að e.k. fornleifa-garði og afleggja þær umferðargötur og jafnvel harðbrautir sem nú liggja í gegn- um það og eru reyndar mjög til truflunar og óprýði. Leitað til einkaaðila En árin liðu og lítið var gert. Nú hafa ftölsk yfirvöld leitað til einkaaðila og fyrirtækja og beðið þá um að fjármagna viðgerðirnar og gerast á þann hátt „sponsorar" framkvæmdanna. Er vonast til að með þessu móti verði bráðlega hægt að ljúka viðgerðum á ýms- um mikilvægum byggingum. Það voru yfirvöld Páfastóls sem riðu á vaðið með þessi viðbrögð: Árið 1980 gerðu þau samning við jap- anska sjónvarpsstöð um viðgerð- ir á hinum frægu freskómyndum Michaelangelos í lofti Sixtínsku kapellunnar: Skyldi sjónvarps- stöðin sjá um kostnað af viðgerð- inni, sem nemur a.m.k. þremur miljónum dollara, og fá í staðinn einkarétt í þrjú ár til að taka og selja ljósmyndir af freskómynd- unum, þegar búið verður að hreinsa þær, en gert er ráð fyrir að því verði lokið árið 1992. Þess- ar framkvæmdir í Vatíkaninu hafa þó vakið miklar deilur á ítal- íu. Sumir telja að með hreinsun myndanna hverfi það draumkennda andrúmsloft sem Hjartanlegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Jörgens Guðna Þorbergssonar fyrrverandl tollvarðar. Agnar Jörgensson Jensey Stefánsdóttir Slgurður Jörgensson Sigrún Gissursdóttir Svana Jörgensdóttlr Gunnar Torfason Ása Jörgensdóttir Einar Þórir Guðmundsson . barnabörn og barnabarnabörn. yfir þeim var og stuðlað ekki síst að frægð þeirra, en margir list- fræðingar halda því fram, að við- gerðirnar geri myndirnar sem lík- astar því sem þær voru, þegar Michaelangelo gekk frá þeim árið 1514. Svo eru aðrir hræddir við að þjóðararfur ítala kunni á þennan hátt að lenda í klónum á auglýsingasmiðum. Þetta fordæmi Vatíkansins hef- ur þótt leitt til þess að aðrir hafa Iðnaður og umferð nútímans hefur leikið forn mannvirki Rómaborgar grátt. reynt sömu leiðir og leitað til einkaaðila. Árangurinn hefur orðið sá, að Rómarbanki hefur gefið hundrað miljónir líra til að gera við bronsstyttuna af Mark- úsi Árelíusi keisara á hestbaki, sem stóð á Kapítól-torgi en var flutt þaðan 1980 vegna skemmda af völdum loftmengunar. Italgas hefur veitt 250 miljónir líra til að gera við ýmis listaverk frá Kapítól-hæð, m.a. lágmyndir af „Friðaraltari" Ágústusar keisara. Önnur fyrirtæki hafa verið hjálp- leg í viðgerðum mannvirkja frá barok-tímabilinu, sem eru ekki eins illa farin og hin fornu mannvirki en þurfa þó talsvert viðhald. Þannig eru í gangi við- ræður við fulltrúa tryggingafé- lagsins Assitalia um að það gefi 1,2 miljarða líra til viðgerða á gosbrunninum fræga Fontana di Trevi, sem ferðamenn halda sér- lega mikið upp á - og sýna það með því að kasta í hann smápen- ingum. Dagblaðið Republica í Róm hefur þegar stuðlað að við- gerð á gosbrunni í bátslíki, „Bar- accia,“ í grennd við stigann mikla í Piazza di Spagna. Þær viðgerðir sem opinberir aðilar standa fyrir í einu og öllu halda líka áfram, og í síðasta mánuði voru stillansarnir teknir burt af hringleikahúsinu Kolosse- um. Hafði þá tekist að gera við sprungur með því að hella steypu inn í veggina gegnum sérstakar holur. Tilkynnt hefur verið að innan skamms verði Sigurbogi Severusar keisara og Hof Saturn- usar á hinu forna torgi Rómar, Forum Romanum, „afhjúpuð", og loks stendur til að setja á sinn stað efst á Engilsborg styttuna af Mikkjáli erkiengli, sem tekin var niður til viðgerða fyrir þremur árum. Umfangsmikill þjóðararfur Vandamálin sem viðhald þess- ara fornminja hefur í för með sér eru ákaflega stór. „Þjóðararfur“ ítala er svo óhemju umfangs- mikill að ríkið ræður hreinlega ekki við að annast varðveislu og viðhald alls og verður að treysta á aðra aðila, hvort sem það eru al- þjóðastofnanir, sveitarstjórnir eða einkaaðilar. Einnig hefur verið bent á að mikill vandi skapist af stærð mannvirkjanna - súlaTrajanusarert.d. 33máhæð - og skorti á sérfræðingum. í ný- legu viðtali sagði Adriano La Regina, fornminjavörður Róm- ar, að þegar hann tók við embætti hefðu menn ekki haft annað en mjög frumstæða tækni til að hreinsa útveggi fornra bygginga. Hann bætti því við, að þótt menn kynnu harla vel til verka þegar verið væri að gera við gömul mál- verk, hefðu menn enn litla þekk- ingu á því hvernig hægt væri að gera við marmara. Árið 1981 samþykkti ítalska þingið 180 miljarða fjárveitingu á fimm ára tímabili til að annast mjög brýnar viðgerðir á forn- minjum sem voru í hættu. Hefur því fé að mestu verið varið í það sem kalla mætti hrein „neyðartil- felli,“ og er lítið sem ekkert eftir í aðrar viðgerðir. En þótt hér hafi sennilega verið unnið nokkuð gott starf, þótt betur megi gera, hafa verið talsvert mikil brögð að því á Ítalíu, að fé, sem veitt er til slíkra viðgerða, hvort sem það kemur frá ítalska ríkinu eða er- lendum stofnunum eins og Un- esco, skili sér illa. Þannig „hvarf“ mikil fjárupphæð, sem safnað hafði verið með alþjóðlegum samskotum og átti að verja til brýnna viðgerða á höllum í Fen- eyjum. Enginn vissi nákvæmlega hvað af því varð, en grunur lék á að það hefði horfið í einhverja spillingahít, eða þá í sjálfa Mafí- una, sem er nú einmitt í fréttun- um þessa dagana fyrir það hve nösk hún hefur verið í að ná í fjárstyrki, sem Efnahagsbanda- lagið hefur ætlað ítölskum land- búnaði. Hvernig sem fjármagn til viðgerða á fornum mannvirkjum er fengið er hætt við að erfitt verði að leysa þau vandamál sem varðveisla þeirra hefur í för með sér nema fyrst sé skrúfað fyrir slíkan leka og séð til þess að ann- ast verði um framfarir af dugn- aði. emj (eftir Reuter) 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.