Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN MINNING Hjól óskast Á einhver gamalt hjól sem hann/ hún vill selja mér ódýrt? Uppl. í síma 621945 eftir kl. 18. Djúpur vaskur óskast Mig vantar djúpan vask til að hafa í þvottahúsi. Má gjarnan vera með borði. Vinsamlegast hringið í síma 41262. Til sölu Philco ísskápur. Mál: ca 170x70. Verð kr. 3.000.- Gömul Rafha elda- vél með 4 hellum sem stendur á gólfi. Verð kr. 3.000,- Uppl. í síma 29304 eftir kl. 18. Til sölu Gamall pels, gamall borðlampi úr messing með nýjum skermi, kvenúr á festi frá því um aldamót, Clairol fótanuddtæki og ýmislegt fl. Sími 27214. Óska eftir Óska eftir notuðu vel með förnu ein- staklingsrúmi. Uppl í síma 681736 eftir kl. 18. Gunnar. Bílskúr óskast á leigu, helst upphitaður. Uppl. í síma 621309 og 621083. Gamalt hjónarúm til sölu ásamt náttborðum og dýnum. Selst ódýrt. Uppl. í síma 41262. Fataskápur eða geymsluhill- ur óskast útlit skiptir engu máli. Sími 611844 til kl. 13 og eftir kl. 21. Bíll óskast Óska eftir að kaupa bíl á 20-30 þús. kr. Helst skoðaðan 1986. Uppl. í síma 651514. Einn umgangur vetrardekk til sölu (155 x 12“). Selst ódýrt. Sími 18054 á kvöldin. íbúð óskast Óska eftir 2ja herb. íbúð á leigu sem fyrst. Engin ákveðin staðsetning skilyrði. Uppl. í síma 79887, 35010 og 77544. Skápar-tauhengi Mig vantar tauhengi fyrir gat sem er 2 metrar að hæð og 3,5 m á breidd. Einnig vantar mig 2 fataskápa. Sími 13894. Sinclair ZX Spectrum plus tölva til sölu. 2ja mán. gömul. Selst ódýrt. Uppl. í síma 45530. Borðtennisspaðar óskast keyptir þurfa að vera í góðu ásigkomulagi. Á sama stað fæst Sansui - magnari fyrir lítið. Sími 621454. Dísarpáfagaukar Til sölu grátt par, búr getur fylgt. Uppl. í síma 79424. Hjónarúm með lausum náttborðum til sölu Lítur mjög vel út. Einnig stórt fugla- búr með 2 páfagaukum. Sími 34460. Óska eftir að kaupa barnarimlarúm Uppl. í síma 15615. Notuð hjól Til sölu ýmis hjól þ.á.m. Mountain bike, 18 gíra tilvalið vetrarhjól, tví- menningshjól (Tandem) 15 gíra og ýmis önnur hjól, stór og smá. Uppl. í síma 621083. Óska eftir stúlku til að gæta barna nokkrum sinnum í mánuði. Nánari uppl. í síma 79548 eftir kl. 19. Óska eftir hjóli Ég heiti Hrönn og er 9 ára og bráð- vantar hjól. Vinsamlegast hringið í síma 41660 eftir hádegi. Körfugerð Námskeið í körfugerð hefjast næstu daga. Morgun- síðdegis og kvöldtímar fyrir börn og fullorðna. Uppl. og innritun í síma 25703. Kaupi: íbúaskrá Reykjavíkur og aðrar, manntöl, nafnaskrár, þjóðskrár, Bæjarskrár og útsvarsskrár frá öllum árum. Einnig ættartöluhandrit og fjölrit, stéttartöl, ættfræðibækur o.fl. þ.h. Sími 27101 (Jón). Vantar bílútvarp FM og hátalara. Einnig toppgrind á Lödu 1200 og nagladekk. SÍmi 621949. Vil kaupa trérennibekk Sími 38528. Ódýr flugmiði frá Kaupmannahöfn til sölu. Dag- settur 12. okt. Uppl. í síma 40220. Til sölu Lister bátavél 24 hestafla, loftkæld. Skiptiskrúfa og stefnisrör fylgja. Uppl. í síma 51018 eftir kl. 19. PÓST- OG SfMAMÁLASTOFNUNIN Póststofuna í Reykjavík vantar starfsfólk f í vaktavinnu. Æskilegur aldur 20 - 40 ára. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu póstmeistarans í Reykjavík að Ármúla 25, Rvík. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða BRÉFBERA til starfa í Reykjavík. Um er að ræða hálfsdags- störf frá kl. 8 til 12. Upplýsingaráskrifstofu póststofunnarÁrmúla25 og hjá útibússtjórum á póstútibúunum Klepps- vegi 152, Laugavegi 120 og Neshaga 16. Viðskiptaráðuneytið óskar að ráða háskólamenntaðan fulltrúa til starfa. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf skal senda viðskiptaráðuneytinu, Arnar- hvoli, 101 Reykjavík, fyrir 25. október 1986. Guðjón Magnússon Fœddur 26.8. 1919 - Dáinn 29.4. 1986 Naustahvammur var gamlt býli fyrir botni Norðfjarðar. Þar bjuggu lengi fyrir og eftir alda- mótin, hjónin Vilhelmína Bjarn- adóttir og Ari Marteinsson. Þau áttu 4 dætur sem upp komust. Lukka, Anna, María og Gyða. Lukka bjó í þorpinu út á Nesi og dó f blóma lífsins frá 2 dætrum. Hinar 3 systur bjuggu þar á sínum æskustöðvum langt fram eftir þessari öld. Hús þeirra stóðu með stuttu millibili á sjávarbakkan- um. Þessar 3 systur áttu samtals 26 börn sem upp komust. Börn þeirra systra voru nokkurn veg- inn jafnaldra svo barnahópurinn var stór sem undi að leik og starfi þarna við fjarðarbotninn. Að vísu hafa þau elstu flogið fljótt úr hreiðri eins og gengur, en ávallt var og er ennþá innilegt samband þessara mörgu frænd- systkina. Guðjón var sonur hjónanna Önnu Aradóttur og Magnúsar Guðmundssonar. Þau hjón voru dugnaðarmanneskjur, Anna sér- stök ákafa manneskja við vinnu og Magnús mjög fjárglöggur, hagur vel og hið mesta snyrti- menni. Hlaut Guðjón þessa eiginleika í vöggugjöf. Þau systkinin voru 8 er upp komust. Foreldrar Guðjóns bjuggu í því húsi sem hét Miðhús og stendur það rétt ofan við götuna eða þjóðveginn sem lá út í þorpið á Nesi, sem þá var í örum vexti. Flest býlin á þessu svæði höfðu nokkrar landsnytjar. Þegar Neskaupstaður fékk bæjarrétt- indi, voru hreppaskil rétt utan við Miðhús þar til lögsagnarumdæmi bæjarins var stækkað. Foreldrar Guðjóns höfðu nokkurn búskap auk þess stund- aði Magnús eftir því sem kostur var í hlaupavinnu - úti á Nesi - eins og sagt var. Trúlegt er að Guðjón hafi ekki verið hár í loftinu er hann fór að fara með föður sínum í fjárhúsin. Frá fjarðarbotninum þar sem æskuheimili Guðjóns var sýnist Barðsneshornið loka firðinum við Nípuna, en þar er innsiglingin inn á fjörðinn. Sá mikli skagi sem endar á Barðsneshorni er sá öldu- brjótur sem ver Norðfjarðarfló- ann fyrir hafáttinni. Þar á Suður- byggð sem kallað var sér til eyði- býla sem vitna um horfið mannlíf og horfna starfshætti sem eru þó undarlega nærri. Inn af Norðfirði skerst grösug- ur dalur með blómleg bændabýli - Norðfjarðarsveitin - sem sér Neskaupstað þessari einangruðu byggð fyrir mjólk. Til suðurs gengur Oddsdalur, um hann liggur vegur, eina samgönguæðin við þessa byggð á landi. Á unglingsárum Guðjóns var ekki mikið um atvinnu. Sú kyn- slóð var alin upp í skugga heimskreppunnar. Atvinnulífið var fábreytt hér á landi og mikið atvinnuleysi. Austfirðirnir voru erfiðir útgerðarstaðir yfir vetrar- vertíðina og er útgerðarmenn fóru að eignast stærri vélbáta, fóru þeir með þá til Hornafjarðar á vetrarvertíð og síðar þegar fleyturnar stækkuðu meira, í ver- stöðvarnar á Suðurlandi. Mikið var róið á línu frá Austfjörðunum yfir sumarið. Var oft drjúgur afli dreginn þar á land á þeim tíma ársins og allt verkað heima. Mátti heita að hver smáútgerð ætti sinn bryggjustúf og aðstöðu til saltfisksverkunar. Þeir voru ekki háir í loftinu drengirnir sem byrjuðu að beita, stokka upp línu og hjálpa til við fiskaðgerð. Algengt var að stúlk- ur ynnu við þetta líka. Guðjón vann að sjálfsögðu þessi störf sem hans jafnaldrar og svo er hann hafði aldur og þroska til, fór hann á vetrarvertíðir til Hornafjarðar og Suðurnesja um margra ára bil. Mun hann oftast hafa unnið á landi við að beita línuna og gera að afla. Meðan allur fiskur var flattur var þetta óhemju vinna og vinnudagur langur. Guðjón var góður verkmaður að hvaða verki sem hann gekk, gæddur ódrep- andi seiglu og samviskusemi. Eftir að faðir hans féll frá sem var 1946 var lokið vertíðarstörfum Guðjóns og öðrum störfum tengdum sjávarútvegi. Hann tók þá við rekstri búsins og mun vart hafa getað hugsað sér að farga fjárstofninum og gerast dag- launamaður. Þó var hann þá þeg- ar farinn að vinna við múrverk og þótti fljótt liðtækur í því starfi og sérstaklega vandvirkur. Þá var ekki algengt að hans jafnaldrar gætu aflað sér menntunar, pen- ingar lágu ekki á lausu og fag- menn tóku sjaldan lærlinga til náms vegna atvinnuleysis. Þetta breyttist að vísu eftir að herinn kom hingað eins og kunnugt er. 7. febr. 1960 giftist Guðjón eft- irlifandi konu sinni Erlu Gunn- arsdóttur frá Akureyri. Þau eignuðust 3 börn, 2 dætur og 1 son. Erla átti son fyrir sitt hjóna- band og mun hann hafa verið kornungur er hún giftist Guð- jóni. Hjá þeim ólst hann upp. Eftir að Guðjón giftist var býli og bústofn selt og þau byggðu sér hús miðsvæðis í Neskaupstað og stundaði Guðjón síðan múrverk og hafði ærið nóg að gera meðan heilsan entist. Hann var eftirsótt- ur í því starfi sökum vandaðra vinnubragða og samviskusemi í starfi. Ekki hætti Guðjón með öllu við sauðféð, hann átti kindur til dauðadags og lét sér mjög annt um þær. Hann var vel virtur fé- lagi í hópi fjáreigendafélagsins, það sagði mér mikill vinur hans í því félagi að það hefði verið venja þeirra að láta Guðjón skoða hrúta sem félagsmenn settu á og helst öll lömb sem sett voru á vet- ur. Áliti hans treystu allir vegna þess hve gott vit hann hafði á fé. Eflaust hafa þær stundir sem hann var að sinna fénu og sá góði félagsskapur sem hann naut í fé- lagi „rollukarlanna" - eins ag þeir eru kallaðir, verið honum mikil lífsfylling. Starf múrarans er erfitt og get- ur verið hættulegt heilsu manna að talið er. Einhvern veginn fannst mér að annað fag hefði hæft hans högu höndum betur og má vera að þá hefði heilsa hans enst lengur. Oft var vinnudagur- inn langur hjá Guðjóni við múr- verkið og ofan á það bættist hirð- ing kindanna en þær virtust hans hálfa líf. Síðustu árin voru Guðjóni erf- ið. Hann var þá haldinn ólækn- andi sjúkdómi og varð að lokum algjör öryrki. Lyfjameðferð læknanna kom að litlu haldi þó allt væri reynt sem hægt var til hjálpar. Eldri dóttir Guðjóns er búsett í Neskaupstað og á 4 unga syni sem oft voru gestir á heimili afa og ömmu. Hafði hann mikla ánægju af þessum litlu glókollum. Síð- astliðinn vetur var hann mikið á sjúkrahúsinu í Neskaupstað en nokkru áður en hann dó fór hann heim og var sem af honum bráði. Hann gat þá heimsótt vini sína og farið í fjárhúsin. Síðasta heimsóknin var til aldr- aðs vinar úr fjáreigendafélaginu. Þeir höfðu haft náið samband um langt árabil og notið saman margra ánægjustunda. Þetta var þeirra síðasti fundur. Stuttu síðar var hann fluttur þungt haldinn á sjúkrahúsið og andaðist þar. Guðjón var prúður maður og hógvær, gat þó verið gaman- samur og hnyttinn í tilsvörum og glaður í góðra vina hópi. Hann ólst upp sem drengur á mörkum sveitar og vaxandi kaupstaðar. Rætur hans voru fyrst og fremst í sveitinni og sveitalífinu þó hann ætti heimili sitt lengst í kaup- staðnum. Hann hélt fast við þá fomu arfleifð bóndans að eiga kindur og umgangast þær sér til ánægju og sálubótar. Hann kvaddi lífið - að vísu ekki aldinn að árum en örþreyttur, - á þeim tíma ársins sem náttúran vaknar af dvala vetrarins og var grafinn í Skorrastaðar-kirkju- garði, þar sem foreldrar hans og vinir hafa fengið sitt hvflurúm. Hann var tryggur vinum sínum og trúr yfir öllu sem hann tók að sér. Slíkra er gott að minnast. ÓB Námsgagnastofnun Afgreiðslu- og lagerstarf hálfan eða allan daginn Námsgagnastofnun auglýsir eftir afgreiöslu- og lagermönnum til starfa allan eöa hálfan daginn. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Námsgagnastofnun, Pósthólf 5192, 125 Reykjavík fyrir 3. okt. nk. merkt „Um- sókn“. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.