Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI ynr hjálparstarfi Skuggi Erling Aspelund stjórnarformaöur og Guö- mundur Einarsson framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar Kirkjunnar hafa sent Jóni Helgasyni kirkiumálaráðherra svohljóðandi bréf: „I framhaldi af umræöum í fjölmiölum um mál- efni Hjálparstofnunar kirkjunnar, förum viö þess einlæglega á leit við yður, herra ráðherra, aö þér hlutist nú þegar til um aö Ríkisendurskoðun rannsaki bókhald og reikningsskil Hjálparstofn- unar kirkjunnar fyrir árin 1984 og 1985, ef ástæöur þykja til véfengingar áritunar iöggilds endurskoðanda stofnunarinnar." Þarna er alvarlegt mál á ferðum. Jón Helgason kirkjumálaráðherra hefur brugðist við þessu alvarlega máli á þann hátt að vísa því frá sér til umsagnar ríkisendurskoð- anda. í jólasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar ’84- ’85 söfnuðust í peningum frá einstaklingum lið- lega 14 milljónir króna til hjálparstarfs í Eþíópíu. Það nægir til að sýna að íslendingar vilja leggja sitt af mörkum til hjálpar- og þróunar- starfs, jafnvel þótt löngum hafi verið skiptar skoðanir um með hverjum hætti hjálpin komi að sem bestum notum. Sumir hika við að leggja fram fé í slíkar safn- anir af því að þeirtelja að söfnunarféð rati aldrei á leiðarenda, og þjóni engum tilgangi öðrum en að bæta samvisku gefendanna. Aðrir láta eitthvað af hendi rakna jafnvel þótt þeir séu þeirrar skoðunar, að hjálpin komi að litlum not- um meðan hún nægir ekki til að komast fyrir rætur vandamálsins. Og enn aðrir gefa í þeirri von að framlag þeirra verði til þess að líkna einhverjum einhvers staðar, sem annars hefði farið alls á mis. Vandamálin sem blasa við víðs vegar um heimsbyggðina eru stór. Þjóðir sem um langan aldur hafa búið við nýlendukúgun hafa öðlast sjálfstæði. Vandamál margra þessara landa eru meiri og flóknari en svo að þau verði leyst á skömmum tíma. Auðlindir hafa verið þurr- ausnar, eða eru enn í höndum erlendra aðila, þótt þjóðirnar eigi að heita sjálfstæðar að nafn- inu til. Þróunarlöndin flytja gjarna út hráefni á lágmarksverði, en flytja aftur inn fullunna vöru frá tækniveldunum, sem þau verða að greiða háu verði. Ástandið víða er hrikalegt og engin lausn í sjónmáli. Þess vegna má kannski segja sem svo við þá, sem andvígir eru hjálparstarfi ýmissa líknar- stofnana á þeim forsendum að það sé hálfkák eitt, sem engan vanda leysi til frambúðar, að líta beri á hjálparstarfið sem fyrstu hjálp á slysstað. Þegar slys ber að höndum reyna nærstaddir að rétta hjálparhönd þar til aðstoð berst. Sama máli gegnir um hungrið í heiminum. Það kann að hljóma rökrétt og skynsamlegt að segja: Þetta er vandamál sem verður að leysa með því að hjálpa fólkinu til að bjarga sér sjálft. En eftir stendur spurningin: Hvað eigum við þá að gera á meðan við bíðum eftir framtíðar- lausninni? Eigum við að segja: Meðan við get- um ekki hjálpað öllum hjálpum við engum? Nei. Með öllum tiltækum ráðum verðum við að hjálpa þeim sem eru við dauðans dyr. Við getum haldið áfram að senda matvæli, lyf, læknishjálp, fatnað. Við getum haldið áfram að senda fólk til að kenna þeim bágstöddu að bjarga sér. Við getum haldið áfram að senda vonina til þeirra sem enga von eiga. Við verðum að halda því áfram. Bæði íslenska ríkið og sömuleiðis stofnanir og einstaklingar. Þótt skuggi grúfi nú yfir hluta af þessu hjálpar- starfi megum við ekki láta deigan síga. íslenskt hjálparstarf hefur bjargað mannslífum, þar sem daglega er um líf og dauða að tefla. Þess vegna má hjálparstarfið ekki leggjast niður. Tafarlaus rannsókn verður að fara fram á starfsemi Hjálparstofnunar kirkjunnar, svo að fólki hér á landi sem vill hjálpa bágstöddum fallist ekki hendur. í bréfi forráðamanna Hjálparstofnunar kirkj- unnar til Jóns Helgasonar ráðherra þar sem farið er fram á rannsókn er dálítið undarlegur varnagli. „... ef ástæður þykja til véfengingar áritunar löggilts endurskoðanda stofnunarinn- ar.“ Þetta er skrýtið orðalag. En Jón Helgason ráðherra á ekki að fást um undarlegt orðalag. Hann á að skipa opinbera rannsóknarnefnd og fela henni að komast til botns í málum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Og leggja nótt við dag að hraða starfi sínu. Hér er um líf og dauða að tefla. En á meðan er rétt að efna til málefnalegrar og æsingalausrar umræðu um hvernig best verði staðið að íslenskri neyðar- og þróunar- hjálp. -Þráinn Moggakrían Á meðal margra dýra er far eða „migration" einsog það heitir á meðal fræðimanna, áberandi þáttur í lífsmynstrinu. í því felst raunverulega að viðkomandi teg- und tollir ekki í heimahögum, heldur er sýknt og heilagt að flækjast langar vegaiengdir. Krí- an er gott dæmi. Hún leggur að baki heimshöf áður en hún kem- ur árvisst í maí til að sitja fyrir hjá ljósmyndurum Morgunblaðsins, sem eiga nú eitthvert mesta safn kríuljósmynda hérna megin Alpa. En dýrafræðilegur skiln- ingur þeirra ágætu manna sem Morgunblaðinu stýra er enn á því stigi, að þeir eru einlægt jafn barnslega hissa á því að blessuð skepnan skuli slampast á að hitta einmitt Tjörnina í Reykjavík eftir hnattflugið og telja sér skylt að deila undran sinni með þjóðinni allri. Raunar eru kenningar uppi um að Matthías og Styrmir telji að það sé alltaf sama krían sem kemur á hverju ári... En hvað um það. Farið er yfir- leitt mjög reglulegt ferli hjá dýr- unum. Gjarnan í tengslum við sérstakar árstíðir eða þá merki- legan áfanga í lífi viðkomandi tegundar, svo sem kynþroska. Kvennafar Hliðstæðurnar eru legíó hjá mannskepnunni. Dæmi um far er til dæmis það velþekkta fyrirbæri í Reykjavík sem felst í því að fjöl- margir einstaklingar af báðum kynjum þyrpast - eftir að hafa náð kynþroska - í stórum hópum í viku hverri á svokallaða skemmtistaði í miðborginni. Þar innbyrða þeir ótrúlegt magn af KLIPPT OG SKORID a „úia tanKeyw*** “ Ziianesbiaut,nn áfengi og skrönglast að því loknu heim. Þó ekki alltaf til þess heima sem þeir lögðu frá fyrr um kvöld- ið, einsog ill dæmi sanna (og heitir þá k vennafar - eða karlafar eftir atvikum). Einsog hjá fugl- unum leggst þetta hátterni mjög af, eftir að kynþroskinn dofnar. Framsóknarmenn eru annað dæmi. Þeir eru á einlægu flakki einsog þeir Steingrímur og Páll á Höllustöðum eru gleggst dæmi um. Stjórnmálamenn eru annars einkar gott dæmi um far. Þeir flakka gjarnan þegar síst skyldi. Sumir á milli flokka (...nefnum engin nöfn) en aðrir bara um landið. Einsog hjá skepnunum er þetta gjarnan með reglubundnu millibili, - tengist kosningum á 4 ára fresti. Kynþroski kemur ekki inn í þetta, nema hjá einstaka manni. Dýrin nota far til að leysa á- kveðin vandamál, til dæmis skort á fæðu eða maka. Að þessu leyti má segja að Alþýðuflokksmenn séu einsog skepnur. Þeir nota „migration" til að leysa fram- boðsvanda flokksins. Þannig er Árni Gunnarsson, ritstjóri í Reykjavík, sendur hálft þúsund kílómetra í framboð í Norður- landi eystra. Eiður Guðnason, alinn upp á malbiki í öll mál, er sendur á Vesturland. Illleysan- legan framboðsvanda á Vest- fjörðum vilja svo forystumenn krata leysa með því að senda Sig- hvat Björgvinsson í Norðurland vestra, en hann sjálfur vill leysa vandann með því að vera sendur í efsta sætið í Reykjavík. Karvel vill leysa málið með því að senda Sighvat út í hafsauga... Jón Baldvin er orðinn reykvískum krötum til trafala eins og þjóð veit og þeir ætla að leysa vandann með því að láta kall „mígrera" austur á firði. Sjálfum er honum sama, því hann raupar af því á hverju krumma- skuði að það sé hlaupinn ofvöxt- ur í fylgi sitt. Það mætti kannski minna Vestfirðinginn á eina tegund fars í viðbót. Þess gætir einkum hjá dýrategund af músaætt sem heita læmingjar. Þegar ofvöxtur hleypur í stofninn grípa þeir eins- og kratarnir til „migrationar". Þeir hlaupa fyrir björg... Katrínarbraut Katrín Fjeldsted hjálpaði frændum sínum Tómasi Tómas- syni og Skúla Fjeldsted að fá innkeyrslu að veitingahúsi þeirra, Sprengisandi. Allir um- ferðarsérfræðingar voru á móti, og umferðarnefnd felldi málið í fyrstu en Katrín kom því í gegn- um borgarráð. Þetta ábyrgðarleysi Katrínar hefur ekki fallið í góðan jarðveg á meðal borgarbúa. Kristinn Snæ- land skrifar í DV í gær um hina margfrægu samþykkt borgar- ráðs, að hún muni vera „gegn áliti umferðarsérfræðinga og nær allra annarra sem um málið hafa fjall- að á vegum borgarinnar". Síðan getur Kristinn Snæland þess, að í öllum öðrum tilfellum muni Katrín læknir hafa stutt mál sem ætla mættu að myndu fækka slysum. Þetta er rétt hjá Kristni. Katrín hefur nefnilega getið sér einkar gott orð fyrir ábyrgð í um- ferðarmálum áður en frænd- ræknin knúði hana til óhæfu- verka á þeim vettvangi. ,Afstaða hennar íþessu máli er því algjörlega óskiljanlegsegir Kristinn, og heldur áfram: „Ég er tíður gestur á Sprengisandi og akstur af Reykjanesbraut að veitingastaðnum hefur alltafverið auðveldur. Vont getur verið og hœttulegt fyrir þá sem á eftir koma að aka inn að staðnum vestan frá Bústaðavegi. Aftanákeyrslur verða þarna vœntanlega tíðar í vetur. Verst er þó að aka frá staðnum sé förinni heitið upp Reykjanesbraut. Langverst og hœttulegast verður vœntanlega Katrínarbraut ir.n að staðnum af Reykjanesbraut. “ Slæm slys Þetta mun leiða til þess að dómi Kristins Snælands, að „vegna Katrínarbrautar munu verða þarna slœm umferðarslys. “ Einmitt þessi rök voru notuð gegn Katrínarbraut þegar málið var rætt í borgarstjórn og fulltrú- ar Alþýðubandalagsins veittust harðlega að Katrínu fyrir frammistöðuna. Afstaða umferð- arsérfræðinga var á sama grunni reist. Því miður er líklegt að Katr- ínarbraut einsog Kristinn Snæ- land kallar innkeyrsluna að Sprengisandi, muni verða til að stórauka líkur á slysum. Það er því nokkur ástæða til að taka undir lokaorðin í grein Kristins í DV í gær: „Vonandi kemst læknirinn Katrín Fjeldsted hjá því að annast hina slösuðu, eða hvernig myndi hún útskýra fyrir þeim afstöðu sína í þessu undarlega máli?“ -ÖS DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðins son. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. . Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Inaólfur Hjörleifsson, Kristín Olafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríöur Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, simi 681333. Augiýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.