Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Daniloff fékk farar- leyfi frá Moskvu Moskvu - Bandaríski frétta- sem Sovétmenn ákærðu fyrir elsi mánaðartíma, fékk í gær maðurinn Nicholas Daniloff, njósnir og lokuðu inni í fang- að yfirgefa Moskvu með konu Sprengjutilræðin í París hafa verið slæmur blettur á frægðarskjöld Chiracs forsætisráðherra, þar sem hann hafði lofað kjósendum auknu öryggi, og hefur hann nú verið ákærður fyrir að hafa sýnt hryðjuverkamönnum linkind og leitað samninga við þá. Pessi teiknimynd birtist í dagblaðinu „Libération" og er Chirac þar látinn segja: „Við vinirnir förum nú ekki að rífast..." _ , , . , Frakkland Stjómin eykur fylgi Skip verða tekin í notkun í Danmörku til að hýsa flóttamenn sem koma til landsins, að því er talsmaður danska útlendingaeft- irlitsins sagði í gær. Sex hundruð flóttamenn hafa þegar fengið vist í skipi, sem flutt var frá Færeyjum og liggur nú við landfestar í Kaup- mannahöfn, og næsta mánuð verður tekið í notkun hótelskip, sem fengið hefur verið að láni hjá Svíum. Geta bæði skipin hýst til samans 1800 manns. Meira en sjö þúsund flóttamenn hafa beð- ist hælis í Danmörku á þessu ári, og hefur verið miklum erfiðleikum bundið að taka á móti þessum fjölda. Hefur danski Rauði kross- inn jafnvel orðið að koma flótta- mönnum fyrir í tjöldum. Flestir flóttamannanna koma frá Austur- löndum nærog bardagasvæðun- um við Persaflóa, en einnig eru margir Tamilar frá Sri Lanka í hópnum. Straumurinn hefur enn aukist síðan í júlílok, og þessa viku komu 500 á fjórum dögum. Reglur um innflutning flótta- manna eru mjög frjálslegar í Dan- mörku, en stjórnin hefur nýlega boðað ný lög um vegabréfsáritun til að draga úr strauminum. Einn af hverjum fimm sállækn- um í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur fengið til meðferðar sjúk- ling, sem hefur haft kynferðisleg mök við sállækni, sem hann eða hún hefur áður verið í meðferð hjá. Kom þetta fram í skýrslu sem Sálfræðingasamtök Wisconsin birti nýlega, og var hún byggð á upplýsingum frá 1559 sállækn- um. Talsmenn samtakanna sögðu, að kynferðislegt misferli sállækna væri mun útbreiddara í Wisconsin en áður hefði verið tal- ið og þyrfti að fylgjast vel með þeim. Það væri álit yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem gefið hefðu upplýsingar, að kynferðismök við sállækna væru harla skaðleg fyrir sjúklinga. Smokka auglýsingar verða e.t.v. bráðlega leyfðar í bresku sjónvarpi, en þar hafa þær ekkert rúm fengið hingað til af engilsax- neskum velsæmisástæðum. Þessi nýjung er einn liðurinn í baráttu landsmanna gegn sjúk- dómnum banvæna alnæmi, en talið er að notkun smokka geti myndað vegg gegn útbreiðslu hans. Hafa heilbrigðisyfirvöld landsins svo miklar áhyggjur af sjúkdómnum, sem u.þ.b. 350 Bretar hafa tekið, að rótgrónar hefðir landsmanna verða að víkja. Hefur komið til tals að út- vega eiturlyfjaneytendum ókeypis sprautur, og í síðustu viku skýrði stjórnin frá því að uppi væru hugmyndir um að gera heilbrigðisrannsóknir á Afríkubú- um sem til landsins koma. Sjúk- dómurinn hefur breiðst mjög mikið út í Afríku, og er jafnvel talið að sex af hundraði íbúa álfunnar hafi tekið veiruna. Lungnakrabbi er nú að ryðja krabbameini i brjósti úr sæti sem helsta dánarorsök kvenna í iðn- væddum ríkjum, að því er segir í skýrslu frá Alþjóða heilbrigðis- stofnuninni WHO, og er auknum reykingum meðal kvenna síðustu tuttugu ár kennt um þessa þróun. Samkvæmt skýrslunni hafa dauðsföll kvenna af völdum lunanakrabba þrefaldast í Ástral- íu, Irlandi, Nýja Sjálandi og Bret- landi og fjórfaldast í Kanada, Bandaríkjunum og Danmörku. Annars staðar er þróunin svipuð og hafa dauðsföll þannig tvöfald- ast í Noregi, Svíþjóð, Póllandi og Japan. Telur skýrslan, að þróun- in í þessum löndum stafi af því að þar hafi konur tileinkað sér reykingavenjur karlmanna fyrr en annars staðar. Hæsta dánartala kvenna af völdum lungnakrabba var í Skotlandi, 38 af hverjum 100 000, og síðan komu Danmörk með 29,9, England og Wales með 28,3, og Bandaríkin með 26,8. Svíþjóð með 12 og Noregur með 11 voru talsvert neðar á list- anum. París - Frönsku stjórnarflokk- arnir juku fylgi sitt í aukaþing- kosningum, sem fóru fram um helgina í kjördæminu Haute- Garonne í Suðvestur- Frakklandi vegna þess að úr- slitin þar í mars höfðu verið dæmd ógild. Þeir unnu þó ekki þingsæti til viðbótar við þau sem þeir höfðu fyrir, þannig að Stokkhólmi - Svíar ætia að koma á fót neðanjarðar rannsóknarstofu, sem verður höggvin i kletta á Eystrasalts- strönd, og á tilgangur hennar að verða að kanna hvaða stað- ir hæfi best til að geyma geisla- virk úrgangsefni um aldur og ævi. Sven Bjurström, sem er einn af forráðamönnum sænskra kjarn- orkuvera, sagði á blaðamanna- fundi, að rannsóknarstöðin yrði 400 m í jörðu niður nálægt Osk- arshamn, en þar er þegar aðstaða til að geyma geislavirk efni um stundarsakir. Sagði hann, að rannsóknarstöðin myndi kosta jafnvirði 25 miljóna dollara, og myndu menn þar fást við að rann- eftir sem áður hefur franska stjórnin ekki nema þriggja þingsæta meirihluta. Einnig var um helgina kosið um þriðj- ung sæta í öldungadeildinni, þar sem hægri flokkarnir hafa jafnan haft meirihluta, og unnu Gaullistar þar sigur þannig að þeir eru nú stærsti flokkurinn í deildinni. saka hreyfingar grunnvatns fyrir neðan sjálfan jarðveginn og stöðugleika granítkletta. Greftr- unarstaður fyrir geislavirk úr- gangsefni verður að vera lokaður um aldur og ævi til að koma í veg fyrir að geislamengun berist út í umhverfið, þar sem ýmis þessara efna geta verið skaðleg í árþús- undir. Yfirmenn sænska kjarn- orkuiðnaðarins hafa valið rúm- lega tíu tilraunastaði víðsvegar um Svíþjóð en endanlegur geymslustaður fyrir geislavirk úrgangsefni verður ekki valinn fyrr en um 1995. Talsmenn kjarnorkuiðnaðar- ins höfðu áður sagt að vegna granítklettanna væri Svíþjóð á- Þessi úrslit eru talin styrkja Chirac í sessi. Sprengjutilræðin í París hafa verið nokkurt áfall fyrir hann, þar sem hann hafði heitið kjósendum sínum meira öryggi, og svo eru aukakosningar oft erfiðar fyrir stjórnarflokka. í þessum kosningum var Lionel Jospin, formaður sósíalistaflok- ksins, efstur á lista hans og háði kjósanlegur alþjóða-greftrunar- staður fyrir geislavirk úrgang- sefni, en ríkisstjórnin var andvíg öllum slíkum hugmyndum, og sinni og var ferð þeirra heitið til Frankfurt í Vestur- Þýskalandi. Áður en Daniloff fór í gegnum tollskoðunina á flugvellinum í Moskvu, sagði hann frétta- mönnum að sér hefði verið til- kynnt þennan sama eftirmiðdag að hann fengi að fara og hefði hann þá strax sótt vegabréf sitt, en hann sagði ekkert um það hvort brottförin hefði verið skilmálum háð. í fylgd með Daniloff var bandarískur sendiráðsritari og einnig sá blaðamaður sem á að taka við starfi hans sem fréttarit- ari „U.S. News and World Rep- ort“. í stuttu ávarpi sínu til frétta- manna, sem viðstaddir voru á flugvellinum las Daniloff upp á rússnesku kvæði eftir 19. aldar skáldið Mikhail Lermontoff, sem byrjaði á orðunum: „Óþvegna Rússland, land þræla, land herra“, og sagði kona eftirmanns hans, að hann hefði verið að læra kvæðið utanað í þrjár vikur. Brottför Daniloffs bar svo skjótt að, að hann fékk ekki tíma til að taka hund sinn með sér. Heitir hundurinn Seifur og verður í vörslu eftirmannsins. Reagan Bandaríkjaforseti, sem staddur var á kosningafundi í Kansas City tilkynnti um brottför Daniloffs frá Moskvu við gífurleg fagnaðarlæti áheyrenda. ERLENDAR FRÉTTIR JÓNSSON /REUIER sitt mjög virka kosningabaráttu. Fyrir bragðið komst hann nú inn á þing, en hann féll í París í vor. En stjórnarflokkarnir juku samt fylgi sitt um þrjú prósentustig og sósíalistar töpuðu hálfu prósent- ustigi. Bæði kommúnistar og hin hægrisinnaða„þjóðarfylking“ öfgamannsins Le Pen töpuðu verulega. þeim var endanlega vikið til hlið- ar eftir slysið í Tsérnóbíl. Áfor- mað er að loka öllum kjarnorku- verum í Svíþjóð fyrir árið 2010. Þriðjudagur 30. september 1986 þjóÐVILJINN - SÍÐA 17 tealFiórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða deildarstjóra á Geðdeild til eins árs, frá og með 1. nóvember. Sérmenntun í geðhjúkrun er æskileg. Deildin tók til starfa í nýju húsnæði í apríl 1986. Umsóknir sendist til hjúkrunarforstjóra, sem gef- ur upplýsingar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Tilraunir með geymslustað fyrir geislavirk efni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.