Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 7
Starfsmenn á Alþýðubandalagsskrifstofunni á Hverfisgötu: Kristján Valdimarsson, Margrét Tómasdóttir, Óttar Proppé, Anna Hildur Hildibrandsdóttir (Mynd: Sig.) Alþýðubandalagið Erum að skipta um gír Óttar ProppéframkvœmdastjóriAB: Kosningaundirbúningur að hefjast. Þurfum kröftuga sókn á nœstu mánuðum Óttar Proppé nýr fram- kvæmdastjóri Alþýðu- bandaiagsins, tók við störf- um fyrir þremur vikum, og líst vel á sig: „Ég hef verið að hnusa útí loftið og finn að menn eru enn í sumar- stemmningu, en nú fer flokksstarf að vakna fyrir veturinn, enda þurfa Al- þýðubandalagsmenn um allt land að fara að taka á honum stóra sínum. Mið- punktur þess starfs hlýtur að verða hér í höfuðstöðv- um flokksins," sagði Óttar þegar Þjóðviljinn heimsótti hann í skrifstofurnar á Hverfisgötu 196. Óttar er fæddur „lýðveldisbarn, á besta fimmtugsaldri," alinn upp í Reykjavík og Garðahreppi sem þá hét. Að loknu námi tóku við kennslustörf, frá ’74 á Dalvík þar sem hann varð einnig bæjarfull- trúi, og síðar fluttist Óttartil Sigl- ufjarðar og tók þar við störfum bæjarstjóra. Nýtist honum sveit- arstjórnarreynslan í núverandi sessi? - Ég held að þau störf nýtist mér ágætlega hér. Pólitískt starf hjá flokki einsog Alþýðubanda- laginu snertir mjög vítt mannlífssvið, og sveitarstjórnar- störfin eru sama marki brennd. Hversdagsmál einsog fjármál eru keimlík; - flokkurinn er í mikilli peningaþörf, og eins er það hjá sveitarfélögunum, og ég vona að mér nýtist reynslan á því sviði; minni á að þróttmikið starf kostar peninga, - og því öflugra sem starfið er því betra er fyrir fæti um fjáröflun. Bæjarstjórnar- reynslan Það er kannski ekki síður um vert fyrir framkvæmdastjóra stjórnmálaflokks að hafa verið bæjarstjóri. í sveitarstjórnum vinna margir flokkar saman, með ólík sjónarmið, og til þess þarf bæjarstjóri að taka tillit og stilla menn saman, - í Alþýðubanda- laginu eru líka mismunandi áherslur uppi í ýmsum málum, og framkvæmdastjórinn verður að taka svipað tillit og bæjarstjór- inn, - og vera opinn fyrir því að láta þúsund blóm spretta. Enda verður jurtagarðurinn þeim mun blómlegri sem flokkurinn verður stærri og öflugri. - Hvert er eiginlega verksvið framkvœmdastjóra í Alþýðu- bandalaginu? - Framkvæmdastjórinn er ábyrgur fyrir því að ákvörðunum forystum flokksins sé framfylgt, hann er starfsmaður fram- kvæmdastjórnar, á náið samstarf við þá sem þar sitja, og þó kann- ski sérstaklega við varaformann- inn sem er formaður miðstjórnar og helsti ábyrgðarmaður um innra starf flokksins. Af þessu leiðir dagleg stjórn á skrifstofu, sem er ekki mikið mál. Bæði vegna þess að hér er því miður ekki ýkja fjölmennt starfslið, og vegna hins ekki síður að þeir sem hér vinna eru vandanum vaxnir og þekkja vel til mála. Ékki síst felst mitt starf svo í að halda öflugum tengslum við Al- þýðubandalagsfélög og Alþýðu- bandalagsfélaga um allt land. Pað er mikilvægt að félögin og allir félagar átti sig á því að það er réttur þeirra að sækja hingað að- stoð og upplýsingar af ýmsu tæi, - og ég beini þessu einkanlega til sveitarstjórnarmanna vítt og breitt um landið, ekki sfst til þeirra sem nú taka þátt í þeim störfum í fyrsta sinn. - Það eru þingkosningar fram- undan... - Já, og undirbúningur þeirra kosninga er höfuðverkefnið á næstu mánuðum. Nú er verið að tala um kosningar snemma í apr- íl, - það er enn ekki hægt að slá neinu föstu um kosningadaginn, en hinsvegar er ljóst að stjórnar- flokkarnir eru að undirbúa sig undir að geta verið tilbúnir hve- nær sem er. Þessvegna skiptir miklu máli að Alþýðubandalags- menn fari sem fyrst að snúa sér að undirbúningi komandi kosninga, hver í sínu héraði, hvort sem þær verða í vor eða rétt eftir áramót. - Hér og hvar er hafinn próf- kjörsslagur, - er ekkerl að frétta úr herbúðum Allaballa? - Skipan lista og aðferð við þá skipan er í höndum hvers kjör- dæmisþings Alþýðubandalagsins fyrir sig. Pað eru engar bindandi reglur um það á landsvísu. Við síðustu þingkosningar var fyrir- komulagið með ýmsum hætti, sumstaðar var raðað á lista með tilliti til forvals, til dæmis í Reykjavík, á Suðurlandi og Norðurlandi eystra, sumsstaðar komu tillögur um lista frá hefð- bundnum uppstillingarnefndum. Enn er ekki ljóst hvaða aðferð- ir verða notaðar við að raða á G-lista í kjördæmunum, en víða má búast við einhverskonar for- vali. Kjördæmisþingin koma saman á næstu vikum, Vestfirðingar hittust nú um helg- ina, á Norðurlandi vestra þinga Alþýðubandalagsmenn fyrstu helgina í október, og svo koll af kolli, Austfirðingar og Sunnlend- ingar hittast viku síðar, og á Norðurlandi eystra er þing um miðjan mánuð. - Býstu við breytingum á þing- liðinu næsta kjörtímabil? - Já, -ég vonast eftir stórfelld- um breytingum í þá veru að þing- mönnum fjöigi verulega. í þing- flokknum er aðeins einn sem hef- ur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér, það er Helgi Seljan á Austurlandi. Að því er mikill skaði, en það kemur maður í manns stað. Heitt haust j , - Utkoma Alþýðubandalags- ins í kosningunum ræðst að sjálf- sögðu mikið af því starfi sem unn- ið er á næstu mánuðum, bæði í forystusveitinni og meðal al- mennra félaga. í flokknum er nú verið að vinna að stefnumótun fyrir kosningarnar, og þess sér væntanlega stað á aðalfundi miðstjórnar í nóvember. Þessar vikurnar er unnið af kappi að því að undirbúa þann fund, - meðal annars er starfshópurinn sem kosinn var á síðasta landsfundi nú að ganga frá niðurstöðum sínum um ný viðhorf í atvinnu- og efna- hagsmálum, heldur vinnufund á Neskaupstað nú um helgina. - Sumarið er liðið, og nú tekur við haustið og blákaldur raun- veruleikinn í pólitíkinni, og við erum að skipta ungir í samræmi við það. Á næstu vikum er margt á döfinni hjá Alþýðubandalag- inu. Ég hef áður nefnt kjördæma- þingin, að auki er landsþing Æskulýðsfylkingarinnar í Ölfus- borgum fyrstu helgina í október, 10. októberkemurverkalýðsmál- aráð flokksins saman til aðal- fundar, 120 manns, - og 7. nóv- ember er aðalfundur miðstjórn- ar. Eftir lagabreytingarnar á síð- asta landsfundi gegnir sá fundur svipuðu hlutverki og flokksráðs- fundur áður. - Framundan er síðan mikil röð funda í Alþýðubandalagsfé- lögum um allt Íand. Á þá mætir breiðfylking úr forystu flokksins, gerir grein hinu pólitíska ástandi frá sínum sjónarhól og ræðir við félagana um það á hvern hátt sóknin næstu mánuðina getur orðið sem kröftueust. - Saga Alþýðubandalagsins síðustu misseri hafa einkennst af titringi, hrœringum og átökum, - í hvaða deild ert þú? - Ég er ósköp venjulegur Al- þýðubandalagsmaður, og held reyndar að það hafi verið gert meira úr ágreiningi í flokknum en efni standa til. En þessi flokkur er sem betur fer ekki dauður, - fyrstu dauðamerkin í flokkum eru þegar menn geta ekki rætt saman. Það segir sig sjálft að í samstarfi manna hljóta að vera skiptar skoðanir um bestu leiðina að settu marki, og ég vona svo sannarlega að umræður um þær leiðir falli ekki niður í flokknum. - Hinsvegar verður að gæta þess að hvað hefur sinn tíma, og nú er sá tími í nánd að mönnum ber að sækja fram í órofa fylk- ingu. - m Þriðjudagur 30. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.