Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 3
FRETflR Hœstiréttur Ansi frjálsleg túlkun Örlygur Geirsson: Aðgerðir verkfallsmanna voru réttmœtar Mín skoðun er sú að hæstirétt- ur hafi með þessum dómi túlkað ansi frjálslega hlutverk forstöðumanna stofnana í að- stöðu eins og háskólarektur lenti í í verkfallinu. Ég tel að í Ijósi þessa dóms sé nauðsynlegt að koma inn í nýju samningsréttarlögin ákvæði um þetta atriði, sagði Or- lygur Geirsson varaformaður Margeir sigraði Margeir Pétursson Skákmeistari íslands í fyrsta sinn á Skákþinginu á Grundarfirði Margeir Pétursson stór- meistari sigraði á Skákþingi ís- lands sem lauk um helgina í Grundarfirði. Margeir fékk 8 vinninga úr 11 umferðum, og Skákmeistari íslands í fyrsta sinn. í öðru og þriðja sæti voru Jó- hann Hjartarson og Guðmundur Sigurjónsson með 7 vinninga, Jón L. Árnason, Karl Þorsteins og Þröstur Þórhallsson fengu 6V2 vinning, Hannes Hlífar Stefáns- son 6, Davíð Ólafsson 5 vinninga, Dan Hanson AV2, Björgvin Jóns- son og Sævar Bjarnason 4, Þröstur Árnason 1 vinning. Margeir er þrítugasti skákmað- urinn sem verður Skákmeistari íslands, en um þann titil hefur verið keppt árlega allar götur frá 1913, og keppnin aðeins einu sinni fallið niður. Eggert Gilfer hefur oftast borið titilinn, sjö sinnum á árunum 1918-1942. Ás- mundur Ásgeirsson vann sex sinnum á árabilinu 1931-1946, Baldur Möller er einnig sexfaldur meistari (1938-1950) og sömu- leiðis Friðrik Ólafsson (1952- 1969). Með Margeiri hafa allir stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar íslenskir orðið Ská- meistarar íslands. Mótið var nú í fyrsta sinn háð utan Reykjavíkur, og var tilefni kaupstaðarafmæli Grundfirð- inga. Það er talið hið allra sterk- asta í íslenskri skáksögu, enda tóku þátt fjórir stórmeistarar og einn alþjóðlegur. Athygli vekur góð frammistaða hins unga Hannesar Hlífars á svona sterku móti. -m Skotárásin Pilturínn játar Tvítugur piltur hefur viður- kennt að hafa skotið á bifreið í Breiðholtinu í síðustu viku. Hann var handtekinn fyrir helgina og á laugardaginn var hann úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 8. októ- ber n.k. Að sögn Helga Daníelssonar hjá Rannsóknariögreglu ríkisins verður rannsókn málsins enn haldið áfram. Vitni sem yfirheyrð hafa verið vegna þessa máls segj- ast áður hafa heyrt skothvelli á staðnum. Eins og kunnugt er af fréttum hafnaði skotið í framsæti bflsins, en ökumanninn sakaði ekki. -gg BSRB þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á dómi hæstaréttar í máli Háskóla íslands gegn BSRB. Háskólinn kærði á sínum tíma aðgerðir félaga í BSRB haustið 1984, þegar verkfallsmenn reyndu að varna nemendum og kennurum skólans inngöngu í há- skólabyggingar. Húsverðir voru í Akjördæmisráðstefnu Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum sem haldið var um helgina á Suðureyri varð opinbert að Kjartan Ólafsson ætlar ekki í framboð fyrir Alþýðubandalag- ið. Akveðið var að efna einsog áður til forvals meðal Alþýðu- bandalagsmanna um skipan efstu sæta á G-listanum, og verður fyrri umferð 26. október en hin síðari 16. nóvember. Á ráðstefnunni var lesið bréf sem Kjartan sendi stjórn kjör- dæmisráðs 7. mars síðastliðinn, þar sem hann baðst undan þátt- töku í forvali um framboðslista við næstu þingkosningar. Kjartan sagðist í samtali við Þjóðviljann hafa tekið þessa ákvörðun af ástæðum sem bæði væru persónu- legar og pólitískar, og vildi ekki skýraþær ástæður nánar. Kjartan fór fyrst í framboð vestra 1974, varð þingmaður 1978, Alþýðu- bandalagið tapaði þingsætinu naumlega 1979, og vantaði fáein atkvæði til kjörs í síðustu kosn- verkfalli, en þáverandi háskóla- rektor gekk í störf þeirra og taldi sig hafa rétt til þess, en áleit að- gerðir verkfallsmanna ólögmæt- ar. BSRB var sýknað af ákæru há- skólans í undirrétti, en í síðustu viku dæmdi hæstiréttur banda- lagið til þess að greiða skólanum 300 þúsund krónur í skaðabætur. ingum. Kjartan er nú varaþing- maður. Með nýjum kosningalögum aukast líkur á að Alþýðubanda- lagið fái þingmann á Vestfjörð- um. Vestra hafa í efstu sæti G- listans einkum verið nefnd til, þau Finnbogi Hermannsson ísa- firði, Kristinn H. Gunnarsson Bolungarvík, Magnús Ingólfsson Vífilsstaðamýrum í Önundar- firði, Sveinbjörn Jónsson Súg- andafirði og Þuríður Pétursdóttir ísafirði. Þuríður lýsti því yfir á ráðstefnunni að hún gæfi ekki kost á sér í efstu sæti listans. Á kjördæmisráðstefnunni á Suðureyri var samþykkt stjórnmálaályktun þar sem með- al annars er lýst eftir góðærinu fræga sem ekki sér enn stað á Vestfjörðum, og minnt á að eina stórframkvæmd sem nú er unnið að í landshlutanum er ratsjár- stöðin á Stigahlíð. í sérstakri á- lyktun um Stigahlíðarstöðina segir að í hennar líki sýni hernað- arhyggjan Vestfirðingum klærn- ar á tímum þegar friðarumræða fari stöðugt vaxandi. „Mikil er „Það er erfitt að segja til um hvort þessi dómur verði stefnu- markandi. Okkar skilningur hef- ur verið sá að þarna hafi verið gengið inn á verksvið húsvarð- anna og þess vegna hafi okkar aðgerðir verið réttmætar,“ sagði Örlygur í gær. skömm þeirra sem ábyrgð bera í þessu máli,“ segir í ályktuninni, og eru Vestfirðingar hvattir til að „sýna ríkisstjórn hernaðarhyggj- unnar hug sinn í næstu kosning- um og hrinda þessu hernaðar- ævintýri af höndum sér.“ -m Nú verður BJ bara partur af JB Hannibalssyni! "■ÖRFRÉniR”^ Húsaleiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnu- húsnæði hækkar um 9% frá og með októberbyrjun samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar. Þessi hækkun reiknast á september- leigu en leigugjöld eiga síðan að haldast óbreytt til áramóta. Þessi hækkun gildir aðeins fyrir þá húsaleigu sem bundin er ákvæðum í lögum nr. 62 frá 1984. Kosningar innan Flokks mannsins fara fram 19. október n.k. Kosið verður í landsráð, kjördæmisráð og bæjarráð um allt land. Frestur til að skila inn framboðslistum renn- ur út I3. október. Öllum flokksfé- lögum gefst kostur á að kjósa í þessi ráð. Konur í kosningaham er yfirskrift há- degisfundarsem Kvenréttindafé- lagið gengst fyrir að Litlu - Brekku í hádeginu á fimmtudag. Guð- ríður Adda Ragnarsdóttir sál- fræðingur mun þar halda erindi um konur í stjórnmálum. Verðkannanir verkalýðsfélaganna og neytend- afélagsins í Borgarnesi í sumar sýna að verð á algengustu mat- vörum hefur hækkað í Borgar- nesi fráþvíívorum6.1%. Hækk- unin frá mars til maí var 1.2% en frá miðjum maí til 21. ágúst sl. 4.8%. Elding svæðisfélag smábátaeigenda í ísafjarðarsýslum varar við þeirri þróun að stór skip stundi veiðar upp í harða landi með dragnót meðan smábátar þurfa að sækja á djúpmið. Telur félagið rétt að engar dragnótaveiðar verði leyfðar innan fjarða, og mótmælir öllum undanþágum til togara að veiða innan 12 mílna. T rúnaðarmannaráð og stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hefur vísað á bug niðurstöðu Félagsdóms um að yfirvinnubann farmanna á kaup- skipum í vor hafi verið ólögmætt. Bendir félagið á að sjómönnum beri almenn mannréttindi, sambærileg og öðru vinnandi fólki í landinu. Þriðjudagur 30. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Auglýsing um styrkveitingar til kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsókn- um um styrki til kvikmyndagerðar. Sérstök eyðublöð fást á skrifstofu kvikmynda- sjóðs, Skipholti 31, 105 Reykjavík, og í mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Umsóknum skal skilað á skrifstofu kvikmynda- sjóðs fyrir 1. desember, 1986. Reykjavík, 30. september 1986. Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands. -gg Þelr létu ekki rigningarú&ann á sig fá garparnir sem áttust við í Vatnsmýrinni um helgina. Þar var haldið íþróttamót í fornum og nýjum bardagaíþróttum og vitaskuld glímdu menn að fornum íslenskum bændasið. Það er félagsskapurinn Fold , sem stóð að þessari uppákomu í Vatnsmýrinni og öðrum uppákomum þar. Hápunktur þeirra verður svo um næstu helgi. Mynd Sig. Vestfirðir Kjartan ekki í framboð Kjördœmisráðstefna AB ákveðurforval. Seinni umferð 16. nóvember.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.