Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 8
FJARAR UNDAN Alexander Óánœgja meðal Framsóknar- manna á Vesturlandi með Alexand- er ráðherra. Tengslin milli Davíðs Aðalsteinssonar og kjósenda hafa einnig trosnað. Framsóknarmenn á Akranesi stefna að framboði konu í annað efstu sœta listans. Guðrún Jóhannsdóttir líklegust til aðfella ráðherrann Framsóknarmenn á Akranesi íhuga nú sterklega að bjóða fram konu gegn Alexander Stefánssyni félagsmálaráðherra í prófkjöri flokksins á Vesturlandi, sem verður haldið í nóvember. Flokk- urinn stendur hvergi traustari fótum í kjördæminu en einmitt á Skaga, og í krafti þess vilja Ak- urnesingar koma kandídat í ör- uggt sæti. Þá er spjótum beint fyrst og fremst að Alcxander. En með ráðherradóm hins grá- sprengda Ólsara hefur óánægja gerjast og margt hnígur að því að hann kunni að liggja eftir í valn- um, þegar orrahríð prófkjörsins slotar. Óánægjan með Alexander fer vissulega vaxandi. En hinn þing- maður Framsóknarflokksins í kjördæminu, Davíð Aðalsteins- son frá Arnbjargarlæk, horfir einnig með nokkrum ugg til óróa- sams hausts. Tengsl hans við kjósendur flokksins í heimahér- aðinu hafa mjög trosnað, og víða um Mýrasýslu og í Borgarnesi, þar sem Halldór E. Sigurðsson skildi á sínum tíma eftir ramm- gert vígi Framsóknar, tala menn nú fullum fetum um að þingmað- urinn ungi frá Arnbjargarlæk sjá- ist ekki lengur nema rétt fyrir kosningar og þá í dyrum Kaupfél- agsins til að taka í hendur kjós- enda. Afkomendur Egils á Mýr- um vestur kjósa traustari og snöfurmannlegri vinnubrögð. í næstsíðustu sveitarstjórnar- kosningum vann Framsóknar- flokkurinn góðan sigur á Akra- nesi og hélt því fylgi bærilega við kosningarnar í vor, öfugt við aðr- ar deildir flokksins í kjördæminu. Akurnesingar telja sig því eiga nokkurn rétt á öðru hinna tveggja efstu sæta, en við síðustu kosningar urðu þeir að láta sér nægja þriðja sætið. Það skipaði Jón Sveinsson, ungur og geð- þekkur lögfræðingur sem fluttist úr Reykjavík á Skagann, en hefur nú samkvæmt heimildum Þjóð- viljans afráðið að taka ekki þátt í prófkjörinu. En þess í stað hyggj- ast Akurnesingar bjóða fram eina - eða tvær - konur. Mest er rætt um þær Guðrúnu Jóhanns- dóttur, formann Kjördæmissam- bandsins og bæjarfulltrúann Steinunni Sigurðardóttur. Svo virðist sem meiri stemmning hafi ríkt kringum Steinunni, en sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans mun hún ekki gefa kost á sér. Þessi mál munu hins vegar skýrast á allra næstu dögum. Efnilegur Ólsari Á sínum tíma bundu Vestlend- ingar nokkrar vonir við þing- mennsku og síðar ráðherradóm sléttmáls sveitarstjóra úr Ólafs- vík undir Jökli. Körlunum fannst Ólsarinn hafa hressilegt blik í augum og konum fannst maður- inn kurteis vel og þessutan hafa fagurlega liðað hár, sem silfraðist snemma. En þó aðdáendahópur Alex- anders hafi í upphafi náð út fyrir raðir Framsóknartrúboðsins hef- ur hann að flestra dómi rækilega brugðist þeim vonum sem Ólsar- ar og aðrir menn undir Jökli og víðar bundu við hann. í kjör- dæminu hafa menn á orði að í samanlagðri sögu lýðveldisins hafi tæpast nokkur ráðherra ver- ið jafn verkfár og er þá meira að segja Jón Helgason, núverandi landbúnaðarráðherra talinn með... Húsnæðismálunum er einkum smeygt sem myllustein um háls Alexanders. Fyrir síðustu kosn- ingar var hann einn þeirra sem rann í fylkingarbrjósti Framsókn- ar, þegar hún sóaði loforðum um gull og græna skóga í húsnæðis- málum á báða bóga. Sestur í stól ráðherra urðu efndirnar engar. Hann viðraði að vísu hugmyndir úr frumvarpsdrögum um lausnir í húsnæðismálum, sem hann átti þó ekki sjálfur heldur sótti í smiðju aðstoðarmanns síns, Jó- hanns Einvarðssonar varaþing- manns og fyrrum bæjarstjóra í Keflavík. En það vantaði fjár- magn, og þó honum væri bent á leiðir í þeim efnum skorti hinn fyrrum sveitarstjóra undan Jökli rögg til að keyra hugmyndir sínar í þeim efnum gegnum stjórnarlið- ið. Þess skal að sönnu getið að hann naut þar lítillar hjálpar Steingríms Hermannssonar og annarra forystumanna Fram- sóknar, sem ekki þorðu að styggja íhaldið fremur en endra- nær. Það varð svo hlutskipti verka- lýðshreyfingarinnar að ganga frá því sem gert var í húsnæðismál- unum, meðal Alexander sat hjá einsog þvara og vissi ekki hvaðan á sig stóðu veður. Sláturlistinn Það voru einkum ungir Fram- sóknarmenn sem knúðu á um að- gerðir af hálfu Alexanders í hús- næðismálum. Þær komu aldrei. En Framsóknarungviðið launaði honum lambið gráa. Á þingi Sambands ungra Framsóknar- manna að Hrafnagili í Eyjafirði var Alexander efstur á „sláturli- stanum“ sem svo var kallaður og gekk heímullega manna í millum. En á honum voru nöfn þeirra þingmanna sem ungir Framsókn- Alexander mikli náði undir sig Persaveldi og komst alla leið austur að fljótinu Indus. Alexander Stefánsson má hins vegar þakka fyrir nái hann að halda Ólafsvík eftir burtreiðar sínar við konur á Skaga. Hér er hinn silfurhærði Ólsari milli stafs og hurðar í Alþingishúsinu... armenn vildu fella í komandi prófkjörum og koma þarmeð endanlega fyrir pólitískan ættern- isstapa. Framsóknarmenn um allt land ganga nú til kosninga uggandi mjög um sinn hag. Flokkurinn hefur verið að tapa í síðustu al- þingiskosningum og skoðana- kannanir spá honum ekki giska góðu. Víða í flokknum eru því menn komnir á þá skoðun að rót- tækra breytinga sé þörf á fram- boðslistunum eigi flokkurinn að geta smeygt sér inn í hugi kjós- enda. Konur og ungt fólk gera krgfur í ríkum mæli um að kom- ast á lista flokksins. Til að rýma fyrir þeim er að sjálfsögðu litið til þeirra sem elstir eru og þykja minnstu hafa afrekað. Um Alexander er sagt, að hann hafi náð lengra en nokkur hefði með sanngirni getað spáð honum við upphaf ferils hans. Engar líkur séu á þvf að hann sigli lengra, - og litlar á að hann héldi ráðherradómi þó samstjórn íhalds og Framsóknar öðlaðist framhaldslíf eftir kosningarnar. Hann ætti því að standa upp úr þingsætinu og gefa það eftir til yngra fólks. Menn fyrir borð Snæfellskir Framsóknarmenn vilja hins vegar ekki missa þing- sæti sitt í hendur mönnum á Skaga, og munu ef að líkum lætur eggja Alexander lögeggjan til framboðs. Þrautreyndir stuðn- ingsmenn ráðherrans eru þó farn- ir að ugga um Alexanders hag, og helsti agent hans á Snæfellsnesi, Stefán Jóhann Sigurðsson í Ólafs- vík, er þegar farinn að smyrja gangvirki kosningamaskínunnar. Alexander hefur það hins veg- ar á móti sér, að vera að vissu marki kennt um ófarir flokksins í kjördæminu. Menn benda sér- stakiega á að í hinu forna höfuð- vígi ráðherrans, Ólafsvík, tapaði Framsóknarflokkurinn umtal- sverðu fylgi við kosningarnar í vor, og missti meðal annars bæjarfulltrúa fyrir borð. Það þyk- ir benda til að staða Alexanders, jafnvel á heimavelli, hafi mjög veikst. Á Mýrum og í Borgarnesi, þar sem Davíð á Arnbjargarlæk ætti að standa fótum föstum er líka merkjanlégt Ios á fylginu. Yngra fólk hefur mjög á vörunum að Davíð hafi vanrækt tengslin við kjósendur sína. Meðal ungra bænda í Borgarfirði geldur hann í ríkum mæli landbúnaðarstefnu stjórnarinnar. Mjólkurfram- leiðsla er helsta atvinnugreinin í sveitum Borgarfjarðar, þar sem Framsókn hefur verið einsog fiskur í vatni, og mjólkurkvótinn kom einkar illa niður á mörgum Fréttaskýring yngri bændum þar, og raunar víðar í kjördæminu. Bóndinn á Arnbjargarlæk er í mun ríkari mæli en Alexander dreginn til ábyrgðar fyrir þetta af búand- fólki. f kosningunum á síðasta vori misstu Framsóknarmenn mann í Borgarnesi, og þar og í sveitun- um í kring er tilþrifaleysi og tengslaskortur Davíðs nefnt á meðal orsaka. Annars staðar, utan hins eiginlega umdæmis Da- víðs á Borgarfjarðarsvæðinu, liggja mönnum hins vegar já- kvæðari orð til hans. Akurne- Steinunn Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi. Hún var óskakandidat Framsóknarmanna á Skaga í annað efstu sæta Framsóknarlistans á Vesturlandi, en hefur samkvæmt heimildum Þjóðviljans afráðið að fara hvergi. singar hafa til dæmis nokkra trú á l honum - en kona hans er þaðan með mikla ætt að baki sér - og framboði af Akranesi í efstu sæti listans yrði trauðla stefnt sérstak- lega gegn Davíð Aðalsteinssyni. Af þessu er ljóst, að báðir þing- menn Vesturlands hafa nokkra ástæðu til að bera kvíðboga fyrir prófkjörinu í nóvember, einkum þó hinn kurteisi ráðherra úr Ólafsvík. Framsóknarmenn standa nú vel að vígi á Akranesi. í sveitar- stjórnarkosningunum 1982 unnu þeir mikinn sigur og fengu þrjá bæjarfulltrúa. Jón Sveinsson lög- fræðingur, sem fyrr var nefndur var í fyrsta sæti, en þar á eftir komu Ingibjörg Pálmadóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Þær stöllur færðust upp um sæti á list- anum við kosningarnar í vor, þegar Jón Sveinsson dró sig í hlé, og á Akranesi héldu þær fylginu frá sigrinum fyrir fjórum árum, - þrátt fyrir tap á landsvísu og áber- andi tap í vígjum þingmannanna tveggja í kjördæminu. Innan Framsóknarflokksins hefur LFK (Landssamband Framsóknarkvenna) sett fram skýrar kröfur um konur í örugg sæti á listum flokksins, en þar er nú engin kona. SUF hefur enn- fremur heimtað meira af ungu fólki. Af sjálfu sér leiðir að um- ræða af þessu tæi hefur veikt stöðu manna af aldri og gæða- flokki Alexanders. Við það bæt- ist að Framsóknarflokkurinn á Akranesi er sterkasta vígi flokks- ins í kjördæminu og í krafti þess kalla menn nú eftir þingmanns- sæti á Skagann. Besta leiðin til þess er að sjálf- sögðu að notfæra sér kröfur kvennanna og unga fólksins: gera út á óánægjuna með Alexander og setja fram dugandi konu. Þetta hafa Skagamenn af Fram- sóknarætt nú ákveðið að gera. Þeir benda líka á önnur og sterk rök fyrir því að fórna Alex- ander fyrir unga konu: allir hinir listarnir munu verða með óbreytta röð í efstu sætunum. Að auki mun í^vennalisti nær örugg- lega bjóða fram í kjördæminu í fyrsta sinn við næstu þingkosn- ingar. Kona í efsta sæti Fram- sóknarlistans myndi því vafalaust verða vel fallin til að bæta hag listans. Sleggjan af Skaga Bæjarfulltrúinn Steinunn Sig- urðardóttir, 35 ára gamall hjúkr- unarfræðingur, var bersýnilega efst á óskalista Akurnesinea bee- ar Þjóðviljinn „gerði kpnnun“ síðustu daga. En Þjóðviljinn hef- , ur fyrir því heimildir aðSteinunn 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 30. september 1986 Guðrún Jóhannsdóttir af Skaga: Fellir hún ráðherrann?- Þaðyrðu án efasögulegustu úrslit prófkjöralotunnar framundan... sé nú búin að taka ákvörðun um að fara ekki í slaginn. En í Trésmiðjunni Jaðri á Akranesi er önnur kona, 42 ára gamall skrifstofustjóri, með mikla reynslu af starfi innan Framsóknarflokksins. Það er Guðrún Jóhannsdóttir, mið- stjórnarmaður, ritstjóri mál- gagns flokksins í kjördæminu, Magna, þar til í síðustu viku, for- maður kjördæmissambandsins á Vesturlandi, og auk þess varafor- maður Landssambands Fram- sóknarkvenna. Guðrún þykir mjög starfhæf, að sögn flokksfé- laga hennar, og Þjóðviljinn hefur heimildir fyrir því að forystukon- ur í LFK hafi eggjað hana til framboðs. Að sögn heimildarmanna á Skaga langar Guðrúnu nú að taka þátt í glímunni í þungavigt stjórnmálanna eftir að hafa unnið langan dag í erfiðisverkum inni í flokksa. Þessvegna er mjög lík- legt að hún verði frambjóðandi Framsóknarmanna gegn Alex- ander. Könnun á viðhorfum manna víða í kjördæminu leiddi í ljós að Guðrún myndi að öllum líkind- um ná öruggu sæti. Fiestir virtust sammála um að það yrði Alex- ander sem lægi eftir, - Davíð kæmist áfram. Á þessu er þó einn laus endi: Alexander hefur sterka maskínu, en Davíð hefur fáa liðs- foringja og virðist snúast að mestu sjálfur í sínum eigin próf- kjörsmálum. Óánægjan er lang- mest með Alexander, og þó stuðningsmenn Guðrúnar á Skaga neiti því að framboði hennar yrði beinlínis stefnt gegn Alexander, þá er slík atburðarás prófkjöra, að atlaga af hálfu Guðrúnar á annað efstu sæta myndi fljótlega snúast upp í átök milli hennar og Alexanders. Sveitarstjórinn gamli mun hins vegar taka sterklega á móti og kveðja út allt sitt lið. Staðan gæti því mögulega snúist þannig, að Davíð án sterkra fótgönguliðs- sveita myndi lenda milli steinsins undan Jökli og sleggjunnar af Skaga: og hafna í þriðja sæti! Um þetta er auðvitað erfitt að spá. En ljóst er að framboð Guðrúnar Jó- hannsdóttur, tiltölulega óþekktr- ar konu úr Trésmiðjunni Jaðri á Skaga, kynni að leiða til einna óvæntustu atburða komandi prófkjöralotu. Alexander mikli lagði á sínum tíma undir sig allt Persaveldi og komst alla leið austur að fljótinu Indus. Alexander Stefánsson má hins vegar hrósa happi, nái hann að halda Ólafsvík eftir burtreiðar sínar við konur af Skaga. Guðmundur Einarsson á skrifstofu sinni. I Helgarpóstinum var talað um íburð á skrifstofum stofnunarinnar og geta lesendur sjálfir daemt um það Oll húsgögn á skrifstofunni eru hinsvegar gefin til stofnunarinnar af húsgagnavérslunum. Mynd E.ÓI. Skelf ilegt að liggja undir þessum ámælum Rœtt við Guðmund Einarsson, framkvœmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar, um þœr ásakanir sem komið hafa fram á stofnunina „Hjálparstofnun kirkjunnar hefur í einu og öllu farið að lögum með því að fá áritun löggilts endurskoðanda, sem þýðir að hann hefur heimild ráðuneytisins til þess. Jafnframt hefur Hjálpar- stofnunin sent ríkisendurskoð- anda staðfestan ársreikning stofnunarinnar og hann hefur verið athugasemdalaus og hefur fylgt honum áritun endurskoð- anda stofnunarinnar, að hann gefi glögga mynd af starfsemi Hjálparstofnunarinnar," sagði Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Guðmundur sagði að í fram- haldi af þeim umræðum um mál- efni stofnunarinnar, sem átt hafa sér stað í fjölmiðlum, hafi verið farið fram á það við kirkjumála- ráðherra, að hann hlutaðist nú þegar um að ríkisendurskoðun rannsaki bókhald og reiknings- skil Hjálparstofnunarinnar fyrir árin 1984 og 1985, ef ástæður þyki til véfengingar áritunar löggilts endurskoðanda stofnunarinnar. Hugtakamisskilningur magnar tortryggni í framhaldi af skrifum Helg- arpóstsins um reikningshald Hjálparstofnunarinnar kom upp misskilningur á orðinu reikning- ur, en með því var átt við ársreikning stofnunarinnar en ekki bókhald hennar einsog fréttamaður sjónvarpsins gerði á sunnudagskvöldið. Sá misskiln- ingur hefur að sögn Guðmundar magnað enn þá tortryggni sem Helgarpósturinn kveikti með skrifum sínum. í Helgarpóstinum er sagt frá því að árið 1983 hafi Lárus Hall- dórsson, endurskoðandi stofnun- arinnar gert mjög ákveðnar at- hugasemdir við bókhaldið og gert tillögur um eftirlitskerfi, og að framkvæmdanefnd færði bæði styrkjabók og ferðabók. Guðmundur sagði við Þjóðvilj- ann að vegna þessarar ábending- ar endurskoðandans hefði verið farið fram á við hann að hann útvegaði stofnuninni bókhalds- tölvuforrit og var hætt að hand- færa bókhaldið eftir það. Hagnast á bilakaupum „Það er hinsvegar til marks um blaðamennsku Helgarpóstsins að hann sleppir að greina frá því að í bréfi sínu tekur Lárus Halldórs- son það skýrt fram, að ekkert hafi komið fram við endurskoðun hans, sem bendi til þess að með- ferð fjármuna stofnunarinnar sé ábótavant. Hinsvegar þurfti að færa skráningu bókhaldsins til betri vegar og það var gert.“ Helgarpósturinn talar um bfla- brask hjá stofnuninni og sagði Guðmundur að það væri alveg rétt að stofnunin hefði haft eigin bfla, enda nauðsynlegt þar sem töluvert er um að starfsmenn stofnunarinnar þurfi að fara út á land vegna söfnunar. „Það hefur verið ódýrara fyrir okkur að eiga eigin bfla heldur en að nota bfla- leigubfla. Við höfum keypt gamla bfla og iátið gera þá upp. Þeir sem hafa séð um viðgerðir á bílunum hafa oftast verið menn sem eru vinveittir okkur og hafa stundum gefið stóran hluta af vinnu sinni, þannig að þegar bílarnir hafa ver- ið seldir aftur höfum við komið út með hagnaði." Sundurliðun söfnunarfjárins í jólasöfnun Hjálparstofnunar- innar 84-85 söfnuðust f peningum frá einstaklingum til verkefnisins í Eþíópíu liðlega 14 milljónir króna. Árið 1985 var ráðstafað tæpum 16 milljónum króna til verkefnisins þar. Þar af voru keypt matvæli fyrir rúmlega 3,257 miljónir króna og lyf fyrir tæpar 1,3 miljónir. Rúm miljón fór í veiðarfæri vegna fiskveiði- verkefnis í Massawa í Eþíópíu, en það er fyrirbyggjandi langtíma- verkefni sem Hjálparstofnunin vinnur að. Aðrir stærstu liðir sundurliðunarinnar eru laun, uppihald og ferðakostnaður hjálparfólks auk hjálparflugsins og fraktar á hjálpargögnum. Flugið og fraktin voru upp á tæp- ar þrjár miljónir. Laun uppihald og ferðakostnaður hjálparfólks, en 23 starfsmenn tóku þátt í starf- inu, var upp á rúmar sex miljónir króna. Osættaníeg sjónarmið Það hefur verið töluvert gagnrýnt að svo stór hluti söfnun- arfjárins fari í þessa liði. Jón Ormur Halldórsson, fyrrverandi starfsmaður Hjálparstofnunar- innar hefur verið með þá kenn- ingu að rétt sé að senda söfnunar- féð til erlendra hjálparstofnana og láta þær um að koma aðstoð- inni á leiðarenda. Guðmundur sagði að þarna væri um ósættanleg sjónarmið að ræða. Annarsvegar að senda ávísun út og hinsvegar að fylgja aðstoðinni eftir á leiðarenda. Hjúkrunarfólkið sem starfaði í Eþíópíu er hluti af aðstoðinni, þá er sú nálægð sem skapast við að fylgja aðstoðinni á leiðarenda og sjá til þess að hún komi að fullum notum nauðsynleg að mati Guð- mundar. Sagði hann að Hjálpar- stofnun kirkjunnar hefði enga heimild til að ráðstafa fénu sem hún safnar með öðrum hætti en gert væri. Öruggasta og skjótvirkasta leiðin valin „Við höfum einnig verið gagnrýndir fyrir að veita fyrst og fremst neyðarhjálp í stað þess að vinna að fyrirbyggjandi aðgerð- um, en á það ber að líta að sl. tvö ár hefur ríkt gífurlegt neyðará- stand vegna þurrka og annarra náttúruhamfara og því verið lögð megináhersla á að hjálpa því fólki sem hefur staðið á þröskuldi lífs og dauða. En jafnframt því höf- um við verið þátttakendur í al- þjóðlegum verkefnum sem unnin eru í fyrirbyggjandi skyni, svo sem fiskveiðiverkefnum og vatnslagnaverkefnum. Þá höfum við verið gagnrýnd fyrir að nota flugvélar til að koma hjálpargögnum á leiðarenda. Það tekur hinsvegar nokkrar vikur að sigla með hjálpargögn til Afríku, auk þess sem löng landleið er fyrir höndum eftir að hjálpar- gögnin eru komin til hafnar, leið sem er auk þess mjög ótrygg vegna rána og hins ótrygga stjórnmálaástands. Þegar ákveð- ið var að senda gögnin með flug- vél lá fyrir beiðni um að við flytt- um mjólkuduft til þurrkasvæð- anna strax. Við ákváðum að verða við því og notuðum ferðina jafnframt til að senda hjálparbíl og veiðarfæri til Eþíópíu í sömu ferð. Það var bæði öruggusta og skjótvirkasta leiðin til að svara beiðninni.“ Vantar strangt aðhald Baldur Möller gagnrýndi það í Helgarpóstinum að ekki væri til löggjöf fyrir sjálfseignarstofnanir einsog Hjálparstofnun kirkjunn- ar. Hvert er álit Guðmundar Ein- arssonar á því? „Við erum fyllilega sammála því. Þau lög sem til eru eru löngu úrelt og þarf að endurskoða þau. Við viljum að stofnuni sé undir ströngu aðhaldi enda byggist traust hennar á því.“ Nú hefur verið ákveðið að fresta sameiginlegri fjársöfnun Rauða Kross fslands og Hjálpar- stofnunarinnar, sem átti að renna til Flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna. „Já við töldum ekki eðlilegt að koma fram með beiðni um fjár- stuðning frá fólki fyrr en niður- stöður af bréfinu, sem við send- um Jóni Helgasyni kirkjumála- ráðherra, hafa fengist. Rauði krossinn tók svo þá ákvörðun að fresta söfnuninni á meðan þessi mál væru að komast á hreint, en þesssar tvær stofnanir hafa ætíð átt mjög gott samstarf og vinna einsog systkini að hjálparverk- efnum. Það er skelfilegt að liggja undir þessum ámælum og ég harma þann misskilning sem hefur átt sér stað vegna hugtakaruglings á ársreikningi og bókhaldi, sem hefur gert okkur enn tortryggi- legri og orðið til þess að fólk hef- ur dregið þá ályktun, að hér sé ekki allt með felldu,“ sagði Guð- mundur Einarsson að lokum. -Sáf ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.