Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.09.1986, Blaðsíða 5
Auglýst effir kaupmætti Að undanförnu höfum við fengið að heyra að svakalegt góð- æri hafi dunið yfir okkur. Allt er á uppleið, sérstaklega kaupmáttur- inn. Talsmenn ríkisstjórnar, at- vinnurekenda og Alþýðusam- bandsins hafa vitnað - og viknað. Við gerðum svo góða samn- inga síðast! Okkur ber lof og dýrð, og Mogginn og DV blessa skaparann. Febrúarsamningarnir eru greinileg kóróna sköpunarverks- ins. En hvernig reynist kórónan þeim sem bera þurfa, leynast þyrnibroddar innanum blómin blíð? Blekkingar Þjóðhagsstofnunar Góðærið tók stóra stökkið við nýlega spá Pjóðhagsstofnunar, sem segir kaupmátt vaxandi og efnahagshorfur batnandi. Þetta er þakkað síðustu kjarasamning- um - að vísu með smá aðstoð landburðar af afla, lækkandi olíu- verði og hækkandi verði á helstu útflutningsafurðum. Lítum nánar á spá Þjóðhags- stofnunar: í fyrsta lagi er sagt að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni aukast meira en áætlað hafi verið. Ráðstöfunartekjur eru ekki umsamið taxtakaup, heldur allar tekjur í þjóðfélaginu. Þann- ig teljast tekjur atvinnurekenda og milliliða allskonar til ráðstöf- unartekna. Það að ráðstöfunar- tekjur hækki umfram taxtakaup þýðir einfaldlega að stærri hluti Birna Þórðardóttir skrifar „Launafólk á lægstu launum eru að meirihluta konur og eftir það sem á undan ergengið hafa þœr ekki möguleika tilþess aðfá nokkra leiðréttingu sinna mála, nema öll verkalýðshreyfingin standi á bakviðu. tekna fer í vasa atvinnurekenda og milliliða. En nú spáir Þjóðhagsstofnun einnig að atvinnutekjur vaxi um- fram áætlun. Þýðir það ekki að kaupmáttur verkafólks aukist? Þetta hugtak Þjóðhagsstofnunar - atvinnutekjur - er notað yfir allar tekjur launafólks, óháð því hjvernig eða hvenær þeirra er aflað. Þegar Þjóðhagsstofnun spáir auknum kaupmætti atvinnutekna, berast um leið þær fréttir frá Kjararannsóknanefnd að vinnutími verkafólks fari vax- andi. Þar er komin skýringin á auknum kaupmætti atvinnutekna - hann á rætur í óhóflegu vinnuá- lagi í eftir- og næturvinnu. Kaupmáttur kauptaxta segir til um þróun launataxta og sam- kvæmt upplýsingum í síðasta hefti Vinnunnar, blaði Alþýðu- sambandsins, þá mun hann að öllum líkindum verða lægri á síðari hluta ársins en áætlað var. Þjóðhagsstofnun væri því nær að hætta hugtakarugli sem ein- göngu er notað til pólitískra blekkinga. Síðustu samningar Síðustu kjarasamningar voru ólánssamningar að öllu leyti. Niðurstaða þeirra varð sú að þeir sem höfðu það skást fyrir samn- ingana fengu mest, og gróði at- vinnurekenda fór uppúr öllu. Þrælar taxtakaupsins voru skildir eftir og sitja á botninum með sínar 20-25 þúsund krónur á mán- uði. Það er ekkert undarlegt þótt fólk fáist ekki til að vinna í skólum, á dagvistarstofnunum og í öðrum láglaunastörfum þar sem konur hafa verið fjölmennastar. Þótt ljúft geti verið að sinna börn- um eru fáir sem hafa endalaust efni á launalausri köllun. Meiri- hluti kvenna hjá ríki og borg hef- ur um 25 þúsund krónur á mán- uði í föst mánaðarlaun. Eftir sjö ára starf í fiskvinnslu er taxtinn 20.263 krónur! Haldiði ekki að þessar konur baði sig í auknum kaupmætti? Sameinumst um það brýnasta Frá síðustu samningum hefur launamunur vaxið og þar ber mesta ábyrgð forystusveit ASÍ sem knúði samningana í gegn en ber sér nú á brjóst. Það er alvanalegt að þegar menn eru búnir að koma öllu í óefni kasta þeir frá sér ábyrgðinni og fá aðra í hreingerningarnar - það er forseti ASIað gera núna. Hann setti nýlega fram hugmynd um að verkalýðsfélögin semji hvert fyrir sig í næstu samningum og jafnvel að hver vinnustaður semji sér. Launafólk á lægstu launum eru að meirihluta konur og eftir það sem á undan er gengið hafa þær ekki möguleika til þess að fá nokkra leiðréttingu sinna mála, nema öll verkalýðshreyfingin standi á bakvið. Lægstu launin verða ekki bætt nema með því að öllum þunga verkalýðshreyfing- arinnar verði beitt. Það er siðferðileg skylda verkalýðshreyfingarinnar að standa einhuga að þessu og láta forseta ASÍ ekki sundra sér. í næstu samningum skiptir meginmáli að berjast fyrir lág- markslaunum sem veita mögu- leika til framfærslu, hvort sam- einast verður um 35 þúsund krón- ur eða aðra tölu skiptir ekki öllu. Verkalýðshreyfingin verður að sameinast um þessa leiðréttingu og hafna sundrungarkalli forseta ASÍ sem vill láta frumskógarlög- málin ráða innan okkar raða. 24. septembfcr 1986 Birna Þórðardóttir er í Samtökum kvenna á vinnumarkaði Herrar ritstjórar. Á laugardaginn var birtist í blaði ykkar, á bls. 7, viðtal við unga listakonu, Hörpu Björns- dóttur. Bar viðtalið þá stórfrum- legu fyrirsögn (sem mun þó lík- legar hafa verið vitsmunaafrek blaða- fremur en listamannsins), að „myndlistin höfðar til tilfinn- inga“, en ekki t.d. til meltingar- innar. Þótt ekki sé nema gott eitt um slíkan nýsannleik að segja, né viðtalið að öðru leyti, kalla samt nokkur orð þess á nauðsynlega upprifjun til umhugsunar. Þegar blaðamaður spyr um starfsað- stæður listamanna, svarar Harpa: „Myndlistarmenn hafa alltaf þurft að vera í brauðstriti. Pic- asso vann að auglýsingum og Kjarval var á sjónum.“ Þótt þetta sé út af fyrir sig púra della, - því Picasso helgaði sig allan listinni og vann alls ekki fyrir sér í auglýs- ingabransanum, né meig (með leyfi að segja) Kjarval aldrei í saltan sjó eftir að hann fór til myndlistarnáms, heldur gaf sig ævilangt að köllun sinni, - þá er ekkert um fátækt og lífserfiði listamanna að deila. Hitt er svo aftur merkilegt til umhugsunar, að þrátt fyrir fátækt í landi og tregan skilning á ný list- mæti, helguðu listamenn okkar starfi sínu slíkum einhug, svo ó- bilandi listhvöt, að það hvarflaði aldrei að þeim að kaupa sig undan fátækt sinni - og frelsi - með því sem í viðtalinu er kallað „brauðstrit", þ.e. annarri og ó- Dulítil athugasemd Björn Th. Björnsson „Sáþekkingarskortur blaða, útvarps og sjónvarps, þar sem öllu er hrœrt í einn graut og engin skilagrein til milli þess sem er einbertfúsk og vel grunduð listræn sköpun. “ skyldri vinnu. Það má svo að segja fara alla röðina frá alda- mótum, þar sem hver og einn stendur heill og fastur við list sína, sitt kjörna verk, jafnvel þótt hann ætti vart til næsta máls og sumir misstu frá sér konur sínar og börn sakir bjargarleysis. Þótt sú hetjusaga sé ljós, er samt líkast því sem hún sé að gleymast. Nægjanlegt er að nefna menn eins og Ásgrím, Kjarval, Jón Stefánsson, Scheving, Snorra, Þorvald, Ásmund, Jón Engil- berts, Sigurjón, Nínu, Gerði-og þeir sem ofsóttir voru af yfirvöld- unum, strikaðir út af listamanna- sporslunni, hafðir á opinberum háðungarsýningum í sölum Al- þingis og gluggum SÍS, sveltir úti með því að banna Listasafni ríkis- ins að kaupa af þeim verk, þeir stóðu áfram við trönur sínar, leir og stein, flestir í uppreisn gegn samfélaginu, en í þeirri sátt við sjálfa sig, sem ein gerir listamann heilan, mér liggur við að segja helgan mann. Að vísu sögðu nokkrir þeirra listhneigðum ung- mennum til á stundum, en sjaldn- ast til ábata. Svo voru aftur aðrir, sem ekki höfðu þetta þrek list- hvatarinnar. Þeir hafa líka horfið úr sögunni. Þar sem í sama helgarblaði Þjóðviljans er birtur gamall kafli frásagnar Gunnlaugs Schevings - í gervi ævintýris - þá rifjaðist upp fyrir okkur Ásgerði smá atvik sem gerðist fyrir einum tuttugu árum. Gunnlaugur Scheving var í heimsókn hjá okkur, og bar þá að í kaffið tvo unga listamenn, ný- komna frá námi í Svíþjóð, salla- fína í tauinu og tilbúna að leggja undir sig landið (sem þeir hafa að nokkru gert, hvor á sínu sviði). Eftir nokkurt spjall hallar annar sér fram, í átt til Gunnlaugs, og spyr af alvöru hreinskilninnar: „Hérna, Gunnlaugur. Er hægt að lifa af list hér á íslandi?" Það er ekki svar hans sem okkur er minnisstætt, því það varð ekkert, heldur hitt, að sjálfum hafði hon- um auðsýnilega aldrei komið þessi spurning í hug. Ég rifja þetta atvik upp vegna þess, að hér mættust tvær kyn- slóðir. Sú, sem aldrei spurði til neins nema ætlunar sinnar í list- inni, og hin, alin við velsæld í vax- andi neyzlusamfélagi. Að vísu hafa margir hinnar yngri kynslóð- ar lítt sem ekki látið togast frá ætlunarverki sínu og þegar unnið sér virðingarsess í listasögu okk- ar, en á heildina litið er æði margt sem hefur breytzt. Eitt er lífsgæðaþörfin, annað hinn mikli fjöldi ungra listamanna, þriðja sí- lækkandi verð listaverka, svo að meira þarf að selja en áður var fyrir salti í grautinn. Og enn eitt, sem alvarlegra er en allt annað: Sá þekkingarskortur blaða, út- varps óg sjónvarps, þar sem öllu er hrært í einn graut og engin skilagrein til milli þess sem er ein- bert fúsk og vel grunduð listræn sköpun. í munni þeirra er „lista- maður“ löngu orðin merkingar- leysa. Þótt ég sé eindregið móti þeirri erfðalygi, að fátækt leiði af sér list, er ég jafn eindregið á þeirri skoðun, að sé ekki nógu sterk listþörf í blóði manns til helgunar starfi sínu á kostnað annars mun- aðar, þá fari hann algera erindis- leysu inn á þá erfiðu og einmana braut. Fyrir því jobbaði Kjarval ekki á sjónum, heldur málaði, fyrir því málaði Picasso, en var ekki í auglýsingabransanum, og af sömu afneitun munaðarins er Edvard Munch sá sem hann er. Með þökk fyrir birtinguna, Björn Th. Björnsson Þriójudagur 30. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.