Þjóðviljinn - 22.10.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 22.10.1986, Page 2
-SPURNINGIN- Hvað finnst þér um ný- legan úrskurð Kjara- dóms um hækkun launa til æðstu embættis- manna ríkisins og ráð- herra, 7% umfram fé- lagsmenn BSRB? Dómhildur Guðmundsdótt- ir, skrifstofumaður: Ég er afskaplega óánægð með þennan úrskurð. Mér finnst að þetta fólk mætti nú halda svolítið í við sig meðan ástandið er eins og jað er í launamálum almennings. Anna Margrét Magnúsdótt- ir, starfar í Hafnarbúðum: Mér finnst fáránlegt að hækka launin svona. Það á auðvitað að stefna að meira launajafnrétti í raun og þetta er ekki rétta leiðin til sess. Hans Sveinjónsson, trésmiður: Þeim er greinilega ekki sárt um þetta, segi ég nú bara. Þetta er auðvitað ekki réttlátt. Launin í þjóðfélaginu eiga að fylgjast að með einhverjum hætti. Sólveig Hafstelnsdóttir, afgreiðslumaður: Mér finnst þetta vera óeðlilega há laun miðað við aðra í þjóðfélaginu. Svo skilst manni að þetta sé nú ekki allt sem þeir fá, ýmis konar sporslur fylgi. Guðmundur Karlsson, bóndi á Mýrum í V-Húna- vatnssýslu: Þetta er nú óeðlilegur úrskurður að mínu mati. Aðrir hefðu frekar átt rétt á þessum hækkunum. Þettaerekki eðlileg leið til launajafnréttis í þjóðfélaginu. FRETTIR Neytendamál Island áratugum á eftir íerindi semflutt var um neytendamál í Svíþjóð á þingi Neytendasamtakanna kom skýrt íIjós hversu aftarlega ísland er íþessum málum. Jóhannes Gunnarsson: Eins og að vakna upp við vondan draum Það var eins og að vakna upp við vondan draum að heyra þetta erindi. Okkur varð enn Ijós- ara en áður að við íslendingar erum um 20-30 árum á eftir ná- grannalöndunum hvað ncytenda- mál snertir, sagði Jóhannes Gunnarsson um erindi Lailu Freivalds forstöðumanns sænsku neytendamálastofnunarinnar sem hún hélt á þingi Neytenda- samtakanna um helgina. Jóhannes sagði að í erindinu hefði Freivalds gert grein fyrir þróun og stöðu neytendamála í Svíþjóð og ísland færi vægast sagt mjög illa út úr þessum saman- burði. „Svo nokkur dæmi séu nefnd þá er í fyrsta lagi lagaleg staða neytenda í Svíþjóð svo mikiu betri en hér á Iandi. í öðru lagi þá annast Neytendamála- stofnunin útgáfu á efni sem notað er til neytendamálafræðslu í skólakerfinu. Slík fræðsla er afar mikilvæg en hún er ekki fyrir hendi hér á landi. í þriðja lagi þá framkvæmir þessi stofnun mjög viðamiklar rannsóknir á neytend- avarningi sem auðveldar neytandanum val og stuðlar að auknum vörugæðum. í fjórða lagi þá kom fram að auk þessarar stofnunar þá annast sveitarfé- lögin í Svíþjóð mjög mikið neytendastarf sem einkum felst í upplýsingum og aðstoð við neytendur. Eins og allir vita er ekki um slíka þjónustu að ræða hér á landi. Þá kom fram í erindi Freivalds að við neytendamál í Svíþjóð starfa um 500 manns, en hér á landi eru 3 í fullu starfi og einn í hálfu. Framlög ríkis og sveitarfélaga til neytendamála í Svíþjóð eru um 90 krónur á hvern íbúa á ári en það samsvarar því að hér væru veittar um 22 miljónir í þetta starf. í fjárlagafrumvarpinu nýja er hins vegar gert ráð fyrir 585 þúsund króna styrk til Neytendasamtakanna," sagði Jó- hannes. Á þinginu voru samþykktar nokkrar ályktanir þar sem m.a. er skorað á stjórnvöld að auka styrk ríkisins til starfsemi Neytendasamtakanna þannig að þau geti haldið uppi lágmarks þjónustu við neytendur. Þá er bent á það að mikið skorti á að stjórnvöld framfylgi lögum um neytendavernd og skorað er m.a. á viðskiptaráðherra að láta kanna stöðu innflutningsverslunar þar sem skipulagning og arðsemi sé með þeim hætti að líkur séu á að valdi hærra vöruverði en þyrfti að vera. -K.ÓI. Lagnafélagið Ný samtök lagna- manna Stofnfundur Lagnafélags ís- lands var haldinn fyrr í þess- um mánuði. Hlutverk félagsins er að stuðla að þróun lagnatækni og gagnkvæmum skilningi milli þeirra stétta sem vinna að lagn- amálum. Alls voru um 70 aðilar mættir á stofnfundinum en í félaginu eru lagnahönnuðir, blikksmiðir, píp- ulagningarmenn og aðrir þeir sem vinna við hönnun og upp- setningu lagnakerfa. Einnig var á stofnfundinum kosið í fagráð félagsins. Formað- ur fagráðs er dr. Guðni Jóhann- esson verkfræðingur. Stjórn Lagnafélags fslands, talið frá vinstri, Jónas Valdimarsson pípulm., Jón Sigurjónsson verkfr., Rafn Jensson verkfr., Guðmundur Halldórsson verkfr., Kristján Ottósson nýkjörinn formaður félagsins, Einar Þorsteinsson tæknifr. og Sæ- björn Kristjánsson tæknifr. Amnesty vikan Hinir „gleymdu fangar“ íþessari viku erAmnesty International vikan víða um heim, hér á íslandi er með ýmsum hœtti vakin sérstök athygli áfjórumföngum víða að úr heiminum Amánudaginn hófst hin árlega Amnesty International vika, hún stendur yflr frá 20.-26. októ- ber og er í ár helguð „gleymdum föngum“. Að þessu sinni er vakin athygli á örlögum fanga frá tólf löndum og verður það gert með ýmsum hætti. íslandsdeild Amnesty Intern- ational hefur ákveðið að beina at- hygli íslendinga að fjórum þess- ara gleymdu fanga. Verður það fyrst og fremst gert með því að benda fólki á að skrifa bréf til viðkomandi þjóðhöfðingja eða yfirvalda. íslandsdeildin hefur samið svonefnt „modelbréf“, þ.e. bréf sem skrifuð hafa verið og stfluð á þjóðhöfðingja eða yfirvöld fjögurra landa. Fólk get- ur fengið þessi bréf á skrifstofu Amnesty í Hafnarstræti 15, skrif- að nafn sitt undir þau og sent í pósti. f bréfinu er lýsing á máli einstaklings sem er í haldi og hvatning um að hann verði látinn laus. Einstaklingarnir sem fs- landsdeildin einbeitir sér að, eru frá Indónesíu, Guatemala, So- vétríkjunum og Zambíu. Þá verður í tengslum við þessa viku efnt til ljóðakvölds í Nor- ræna húsinu í kvöld í umsjón Sig- urðar A. Magnússonar. Þar verð- ur ljóðum 20 skálda tvinnað sam- an við tónlist sem Kolbeinn Bjarnason sér um. Auk þessa verður í lok vikunnar efnt til námskeiða til kynningar Amn- esty International, er námskeiðið hugsað fyrir þá sem vilja gerast virkir félagar og fyrir almennt áhugafólk um þessi mál. Nám- skeiðið verður í Hamrahlíðar- skólanum, 18. og 23. október.lH Leigubílar Taxtinn hækkar Taxtar leigubifreiða hafa hækkað um 3.26% að meðaltali. Var þetta ákveðið eftir Iöng og ströng fundahöld í verðlagsráði. Svokallað startgjald hækkar ekki, en kflómetragjald og bið- gjald um 10% þannig að neytand- inn greiðir samtals 3.26% meira fyrir þjónustuna en áður. Gunnhildur Snorradóttir hjá Frama, félagi leigubifreiðastjóra, sagði í samtali að félagið hefði farið fram á 20% hækkun. Hún sagði að laun leigubflstjóra hefðu ekki hækkað neitt frá því í febrú- ar sl þrátt fyrir ýmsar launahækk- anir í þjóðfélaginu. Að vísu hefði reksturskostnaður bifreiðanna minnkað með lægra olíuverði en samt hefðu kjör leigubifreiða- stjóra dregist verulega aftur úr á síðustu mánuðum. •2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 22. október 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.