Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 3
til bæna, Almannagjá, Sultar- tangi. Þá er langur kafli um slangur. Merkingu orðsins og skoðanir fræðimanna um það, saga þess í íslensku og síðan er kafli um gamalt reykvískt slangur. Bók fyrir alla sem áhuga hafa á íslenskri tungu eftir einn af fremstu málvísindamönnum þjóðarinnar. 253 blaðsíður Almenna bókafélagið GAMLAR ÞjóðlífsmyndiR ÁRNI BJÖRNSSON HALLDÓR J. JÓNSSON GAMLAR ÞJÓÐLÍFSMYNDIR eftir Árna Björnsson þjóðhátt- afræðing og Halldór Jónsson. Glæsileg bók sem lýsir lifnaðar- háttum og lífskjörum á íslandi fyrr ;á öldum. Bjallan. Verð: 1245 kr. Þættir úr sögu Hvatineyrarh repps FRÁ HVANNDÖLUM TIL ÚLFSDALA Þættir úr sögu Hvanneyrar- hrepps, er myndarlegt, þriggja binda verk sem Sögusteinn - bókaforlag hefur gefið út með til- styrk Siglufjarðarkaupstaðar. Höfundur er Sigurjón Sig- tryggsson. I verkinu fjallar Sigurjón um „skaga þann hinn mikla er fram gengur milli Eyjafjarðar og Skag- afjarðar", svonefndan Trölla- skaga, frá Fljótum í Skagafirði að Svarfaðardal í Eyjafirði, og rekur feril mörg þúsund manna og kvenna er þar áttu sín spor. Yfir- skrift höfuðkafla: Byggðin til forna, Bújárðir og bændatöl, Verslun og útgerð - þéttbýli í mótun, gefur nokkra hugmynd um viðfangsefnið. Sögusteinn. REYKJAVÍK FYRRI TÍMA III Skuggsjá Hér eru tvær síðustu Reykjavík- urbækur Árna Óla, Sagt frá Reykjavík og Svipir Reykjavík- ur, gefnar saman út í einu bindi. Þetta er þriðja og síðasta bindið af ritinu Reykjavík fyrri tíma. í þessum bókum er geysimikill fróðleikur um persónur, sem mótuðu Reykjavík og settu svip á bæinn. Nútfmamaðurinn öðlast nýjan skilning á höfuðborg lands- ins og forverunum er hana byggðu. Frásögn Árna er skemmtileg og lifandi, og margar myndir prýða bækurnar. 512 bls. Skuggsjá Verð: 2.950 kr. m. sölusk. Þýddar skáldsögur MANNSSONURINN Kahlil Gibran Mannssonurinn er annað fræg- asta verk Kahlil Gibrans. Hitt er Spámaðurinn sem orðin er á ís- landi þekktasta Ijóðabók 20. ald- arinnar og jafnframt sú bók sem oftast er vitnað í. Mannssonurinn er skáldverk sem fjallar um líf Krists. Fjöldi mismunandi manngerða, sem eru samtímamenn Krists og hafa hitt hann, eru látnir lýsa honum og skoðunum sínum á honum. Einkaritari Gibrans, Barbara Yo- ung, lýsir því í ævisögu sinni, hvernig skáldið breytir um per- sónur við hvert Ijóð eins og leikari á sviði, sem birtist í nýju og nýju gervi. Kahlil Gibran er kristinn Líbani, sem fór fyrst um fermingaraldur tii Bandaríkjanna og gerðist eitt þekktasta skáld þeirra. Bækur hans hafa selst um allan heim í milljónum eintaka, einkum þó Spámaðurinn og Mannssonur- inn. Danska skáldið Per Thorell segir í ritgerð um Mannssoninn: „Fáir eða engir geta lesið þessa bók án þess að komast nær hinum sanna anda Krists og kristin- dómsins." Víkurútgáfan Verð: 775 kr. RAUÐA HÚSIÐ Vlctor Bridges Saga þessi er eftir sama höfund og Strokumaður og Grænahafs- eyjan, sem Sögusafnið hefurgef- ið út, og notið hafa mikilla vin- sælda. Sagan fjallar um hlé- drægan, ungan lækni, sem dregst óvænt inn í dularfulla at- burði. Þetta er barátta um auð og völd, en ástin skipar sinn sess í sögunni, eins og í lífinu sjálfu. 179 bls. Útg. Sögusafn heimilanna. Verð: 695 kr. m. sölusk. hana. Ivan fursta er vísað frá er hann reynir að ná sambandi við hana. Hver er þessi Lokita í raun og veru og hvaðan er hún? Hvers vegna hvílir þessi mikla leynd yfir henni? Svarið við því fæst ekki fyrr en... 168 bls. Skuggsjá Verð 1.075 kr. m. sölusk. í ÖRLAGAFJÖTRUM eftir Charles Garvice Sögusafn heimllanna Verð: 995 kr. EITURSMYGLARAR Desmond Bagley Þessi saga Desmond Bagleys er í fremstu röð bóka hans hvað spennandi atburðarás og ævin- týralegt sögusvið snertir. Hún fjallar um baráttu lítils en harðs- núins hóps manna við voldugan eiturlyfjahring, sem smyglar her- óíni frá Austurlöndum nær til Evr- ópu og Bandaríkjanna. Bagley hefur að venju kynnt sér stað- hætti og allar aðstæður svo vel, að þar sér enga misfellu á, og það eru einmitt þessi vinnu- brögð, sem skapa sérstöðu hans í hópi skemmtisagnahöfunda og efla stöðugt vinsældir hans. Suðri. Þýð. Gisli Ólafsson Verð: 995 kr. 227 bls. Cartland HVÍTA BLÓMIÐ HANS Barbara Cartland Ivan Volkonski fursti er glæsi- legur ungur maður, sem heillar kvenfólkið, en hann hefur ekki enn fundið þá konu, sem hann getur fellt sig við. En þegar hann sér hina fögru og hrífandi dansmey, Lokitu, fellur hann samstundis fyrir henni, eins og aðrir hafa gert á undan honum. En það er ekki auðvelt að nálgast UNDRALEIÐIR ÁSTARINNAR Theresa Charles Tomog Jósaætlaaðgiftasig. En stríðið o.fl. kemur í veg fyrir þau áform. Jósa vinnur á Silfurkambi, búgarði hins unga Nikulásar Darmayne. Jósa laðast einkenni- lega að hinum sterka og einbeitta Nikulási, og hún neitar að trúa hinum illgjörnu sögusögnum um hann, sem ganga meðal fólksins í nágrenninu. Þegar Tom er sagður hafa fallið í stríðinu, er það Nikulás sem hjálpar Jósu upp úr þunglyndi og örvæntingu. Hann býður henni hjónaband án ástar. Getur Jósa gifst honum og gefið honum erfingjann, sem Silf- urkambur þarfnast? 223 bls. Skuggsjá Verð 1.075 kr. m. sölusk. NELLIKUSTÚLKAN eftir A. J. Cronin Sögusafn heimilanna Verð: 875 kr. JÓLADRAUMAR Charles Dickens Sagan um nirfilinn gamla sem hatast við jólin og boðskap þeirra. Furðulegar sýnir ber fyrir augu hans á jólanótt, og þegar hann rís úr rekkju á jóladag lítur hann heiminn öðrum augum en áður. Ein fegursta jólabók ársins - prýdd fjölda teikninga og lit- mynda. Þorsteinn frá Hamri þýðir sög- una. Forlagið Verð: 888 kr. FOWÁGtÐ Dásamlegur dauði / liMitnL t ligaia! iíuuöja___________ Eva Steen VERTU GÓÐUR VIÐ LINDU Eva Steeen Hún er blind og býr hjá fóreldrum sínum. Dag einn kynnist hún ungum manni, sem færir birtu inn í myrkrið, sem umlykur hana. Þau fella hugi saman og allt virðist bjart. En fleira fólk kemur inn í líf hennar. Þegar móðir hennar deyr, gerir einkaritari föður henn- ar sig heimakominn á heimili hans; kuldaleg en fögur kona sem aðeins hugsar um sinn eigin hag. 150 bls. Skuggsjá Verð 1.075 kr. m. sölusk. Vertu góður við Lindu GRASIÐ SYNGUR Doris Lessing Mary, hvít kona í Rhodesíu, hafn- ar í gæfusnauðu hjónabandi með bónda nokkrum. Hún hefur andúð á lífinu í sveitinni og lítur niður á þá innfæddu. Af ofstækis- fullri hörku snýst hún gegn svört- um þjóni sínum, uns valdið snýst að lokum í höndum hennar... Forlagið Verð: 2.087 kr. AGATHA CHRISTIE DASAMLEGUR DAUÐI Agatha Chrlstie Agatha Christie er þekktasti höf- undur sakamálsagna i heimin- um. Allar bækur hennar hafa orð- ið metsölubækur og er fullyrt að aðdáendur bóka hennar séu yfir 50 miljónir. Dásamlegur dauði er fjórða bókin í bókaflokki sem Bókhlaðan hefur gefið út á und- anförnum árum eftir Agöthu. All- ar hafa þær selst upp. Þær hafa nú verið gefnar út aftur í kiljum. Dásamlegur dauði er spennubók af bestu gerð, sem hefur ekki komið út áður á íslensku. Bókhlaðan Verð: 1188 kr. 215 bls.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.